Dagur - 07.03.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 07.03.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 7. mars 1986 Tökum á móti pöntunum í fermingaveislur. Utvegum sali ef med þarf. Leitið upplýsinga hjá Haligrími eða Stefáni í síma 21818. „Mér fannst það dálítið skrýt- ið að í stórum bæ eins og Ak- ureyri, þar sem er þjónusta á flestum sviðum, að ekki skuli hafa verið hér sérverslun með fisk,“ sagði Pétur Bjarnason fiskmatsmaður og nýbakaður fiskkaupmaður á Akureyri. Pétur hefur ásamt félaga sín- um Árna Pétri Björgvinssyni, opnað fiskbúð þar sem áður var Gúmmíverkstæði KEA. Að- spurður um viðskiptin sagði Pétur: „Viðskiptin hafa gengið vel, miklu betur en ég átti von á. Þegar eru 6 góð mötuneyti komin í föst viðskipti við okkur og einnig hefur margt fólk kom- ið hingað í búðina.“ - Þið hafið ekki lagt mikið upp úr prjáli í versluninni? „Nei, númer eitt hjá okkur er að hafa góðan fisk á boðstól- um,“ sagði Pétur og kvaðst telja að eftir 23 ára starf við fiskmat um allt land væri hann orðinn nokkuð klár á því að þekkja góðan fisk frá slæmum. „Það sem vantar hér á íslandi er að fólk beri virðingu fyrir fiski,“ bætti hann ennfremur við. Fiskurinn sem var á boðstól- um þegar við stöldruðum við var frá Húsavík, Hauganesi, Árskógsströnd og Ólafsfirði. Pétur sagði að þeir félagarnir færu sjálfir á þessa staði og veldu þann fisk sem þeir keyptu í fiskverkunarhúsunum. Þar staðgreiða þeir fiskinn, Pétur sagðist vilja hafa þann háttinn á til að vera viss um að hann ætti það sem hann selur. „Ég hef ekki orðið var við annað en að bæði fyrirtæki og einstaklingar hér í bænum tækju þessari verslun okkar vel,“ sagði Pétur að lokum. -yk. Pétur Bjarnason. Eining: Nær allir sögðu ■ F ja Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga fór fram á almennum féiagsfundi í Verka- lýðsfélaginu Einingu á Akur- eyri í gærkvöld. Aður var búið að halda fundi í öðrum deild- um félagsins, á Grenivík, Dalvík, Olafsfírði og Hrísey. Atkvæði úr öllum deildum voru talin í gær. Alls tóku 188 manns þátt í atkvæðagreiðslunni. Já sögðu 167, nei sögðu 13. Auð- ir seðlar voru 8. Mikið fjölmenni var á fundin- um í gær. I upphafi fundar minnt- ist Sævar Frímannsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, Olaf Palme með nokkrum orðum og fundarmenn risu úr sætum til að votta hinum látna virðingu sína. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Almennur félagsfundur í Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri skorar á stjórn Hitaveitu Ákureyrar og bæjaryfirvöld að verða nú þegar við áskorun stjórnvalda um lækk- un þjónustugjalda í samræmi við fyrirheit í nýgerðum samning- um.“ BB. KSÞ á Svalbarðseyri: „Hætt við að menn tapi innistæðum sínum hjá félaginu“ -segir Tryggvi Stefánsson stjórnarformaður „Það hreyfði enginn því máli að farið yrði fram á opinbera rannsókn á fjárreiðum KSÞ. Aðallega var rætt um horfur vegna innistæðna félags- manna,“ sagði Tryggvi Stef- ánsson stjórnarformaður Kaupfélags Svalbarðseyrar. Heyrst hafði að á fulltrúaráðs- fundi sem haldinn var s.l. þriðjudag yrði farið fram á op- inbera rannsókn á stöðu fé- lagsins. Eins og Tryggvi sagði var aðal- inntak fundarins innistæður fé- lagsmanna í KSÞ. Valur Arn- þórssom kaupfélagsstjóri KEA kom á fundinn, hélt ræðu og svaraði fyrirspurnum. Húsavík: Gjaldskrár rafveitu og hitaveitu lækka um 7-10% Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt lækkun á gjöldum til bæjarins, í samræmi við nýgerða kjarasamninga. Álagningarprósenta útsvara lækkar úr 11% í 10,4%. Einn- ig var samþykkt að lækka gjaldskrá hitaveitunnar um 7% og gjaldskrá rafveitunnar lækkar um 10%. Þessar lækk- anir voru samþykktar á auka- fundi bæjarstjórnar á mið- vikudaginn. IM Stjórn KSÞ skrifaði fyrir skömmu stjórn SÍS bréf um mál- efni KSÞ. Stjórn SÍS vísaði bréf- inu til framkvæmdastjórnar og lögfræðings síns. Kjartan P. Kjartansson hjá SÍS, sem er tengiliður við kaupfélögin sagði að ekkert væri að frétta af mál- inu. Er Tryggvi var spurður hvort búast mætti við því að þeir félags- menn í KSÞ sem ættu innistæður hjá félaginu töpuðu þeim, svarði hann: „Horfurnar eru ekki góðar og sá möguleiki er fyrir hendi að menn tapi sínum innistæðum. Okkur þykir þetta mjög ískyggi- legt, ekki bara fyrir þá sem eiga hlut að máli hér hjá okkur, held- ur vitum við að kaupfélög eiga víða í erfiðleikum og þá verða félagsmenn fljótir að taka við sér ef þeir vita að hér hafi menn tap- að eigum sínum og helst fyrir það að treysta kaupfélagi," sagði Tryggvi. Upphæðir þær sem félagsmenn eiga inni hjá KSþ eru misháar, eða frá nokkrum þúsundum og upp í rúma 1 milljón. Ekki kvað Tryggvi félagsmenn hafa gengið hart eftir innistæðum sínum, þó væri það einstaklingsbundið. „Þeir sem eiga mest inni virðast taka þessu með mestri þolinmæði og menn sýna þessu mikinn skilning. Mér finnst að félags- menn taki þessu með ótrúlegri stillingu. Ég held að menn vilji ekki trúa því að það sé svo mikið háskaspil að treysta kaupfélagi fyrir eigum sínum. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til að menn tapi sínu fé, en tel hættu á því,“ sagði Tryggvi Stefánsson. gej- Raósmíðaskip á Blönduós? - Allar líkur benda til að Blönduós fái eitt raðsmíðaskipið og Kópasker annað Ávísana- heftin hækka um 40% Nýlega hækkuðu ávísanahefti í Búnaðarbankanum, Iðnaðar- bankanum og Landsbankanum í verði og var hækkunin á bil- iriu 22-40%. 25-blaða ávísanahefti í Búnað- arbanka og Iðnaðarbanka kostar nú 140 krónur en kostaði áður 100 krónur. Hækkunin er því 40% og kostar hvert eyðublað 5,60 krónur. í Landsbankanum hækkaði verð á hefti úr 95 krónum í 110 krónur. Hjá Sparisjóði Glæsibæj- arhrepps kostar heftið einnig 110 krónur en í Alþýðubankanum 100 krónur. Þykir mörgum und- arlegt að sama verð skuli ekki vera alls staðar. BB. „Það er búið að skoða tilboðin í skipin og erum við nú að taka upp viðræður við þá aðila sem buðu hæst,“ sagði Sigurður Ringsted yfírverkfræðingur Slippstöðvarinnar á Akureyri. Skipin sem um er rætt eru 2 raðsmíðaskip sem Slippstöðin er að smíða. Nú er verið að ræða við hæst- bjóðendur. Aðilar á Kópaskeri buðu hæst í bæði skipin. Boð þeirra er 180,6 milljónir króna í hvort skip. Næsta tilboð er frá Særúnu h/f á Blönduósi og er það upp á 173,4 milljónir í hvort skip. Þriðja hæsta tilboðið er frá aðil- um á Hornafirði og hljóðar það upp á 172,5 milljónir í hvort skip. Vilja Hornfirðingar bæði skipin. Ef aðeins annað þeirra fæst bjóða þeir lægra. „Það sem við erum fyrst og fremst að gera í þessum samn- ingaviðræðum er að kanna greiðslugetu tilboðsaðila,“ sagði Sigurður. Ef samið verður fljót- lega um sölu skipanna eiga þau að afhendast í september á þessu ári. Það virðist nokkuð ljóst, að eitt af þeim fjórum raðsmíða- skipum sem auglýst voru fer til Blönduóss. Blöndósingar áttu hæsta tilboðið í skipið hjá Stálvík, næsthæstu boðin í bæði skipin hjá Slippstöðinni og fimmta hæsta tilboðið í skipið á Akranesi. Það eru hluthafar í Særúnu hf. og Blönduóshreppur, sem standa að tilboðunum. Fyrir- hugað er að stofna nýtt hlutafélag um rekstur skipsins, sem almenn- ingi verður gefinn kostur á að taka þátt í. Stofnfundur hins nýja hlutafélags verður að öllum lík- indum haldinn í næstu viku. Dag- ur hefur heyrt, að hlutafé sé þeg- ar orðið um 17 m.kr. og ætlunin sé að það verði a.m.k. 20 m.kr. Blöndósingar fá því væntan- lega eitt skip og að líkindum fer annað skipið í Slippstöðinni á Kópasker. En það getur ýmislegt átt eftir að gerast áður en gengið verður frá þessum málum, því margir sækja það fast að eignast þessi skip. Þeirra á meðal má nefna Þórshafnarmenn, nýja útgerðarfélagið á Svalbarðs- strönd og K. Jónsson á Akureyri, en Atvinnumálanefnd Akureyrar styður þá síðastnefndu dyggilega. Og það var ríkisábyrgðarsjóður sem gekk í ábyrgð fyrir smíði þessara skipa á sínum tíma. Skip- in verða því ekki seld nema með samþykki sjóðsstjórnar, en yfir- stjórn sjóðsins er pólitísk. Það má því búast við pólitískum „þrýstingi" í málinu. géj/GS. Númer eitt er að hafa góðan fisk - segir Pétur Bjarnason, fisksali á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.