Dagur - 18.03.1986, Side 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 18. mars 1986 53. tölublað
I ■ ■ ■ gCTfWl
Filman þín
á skiliö þaö
besta /
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106- Sími 22771 • Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Mynd: IM
Svæðisútvarpið:
Tækni-
menn
hættir
Þrír tæknimenn við Svæðisút-
varpið á Akureyri hafa allir
sagt upp störfum sínum og
mun því ekki verða útvarpað
fyrr en samningar hafa náðst í
deilu rafeindavirkja við fjár-
málaráðuneytið.
Að sögn Björns Sigmundsson-
ar, eins tæknimanna útvarpsins á
Akureyri liafa þrír tæknimenn
starfað í tveimur 'og hálfri stöðu
við útvarpið á Akureyri og þeir
eru nú allir hættir. Á Rás 2 starf-
ar einn tæknimaður sem ekki
sagði upp og nokkrir eru við störf
á Rás 1 og á sjónvarpinu sem ger-
ir það að verkum að hægt er að
halda úti dagskrá að einhverju
leyti. gk-.
Ólafsljðrður:
Útsvar
lækkar
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur
ákveðið að lækka útsvarsprós-
entu í bænum úr 11% í 10,4%.
Þá hefur einnig verið ákveðin
3% lækkun á gildandi gjaldskrá
hitaveitu staðarins. Hækkun sem
átti að koma tik framkvæmda 1.
mars kom ekki til framkvæmda
en hefði hún tekið gildi um síð-
ustu mánaðamót næmi heildar-
lækkun nú um 11%. Einnig hefur
verið ákveðin lækkun vistgjalda í
leikskóla bæjarins um 9% og fyr-
ir dagheimili um 6%.
Að sögn Valtýs Sigurbjarnar-
sonar bæjarstjóra á Ólafsfirði
kostar lækkun útsvarsprósentu
bæjarsjóð um 1.5 milljónir
króna, lækkun taxta hitaveitunn-
ar um 800 þúsund krónur en
lækkun leikskóla- og dagvistun-
argjalda talsvert minna. gk-.
Snæfell fór í slipp í gær og hér sést nýi hafnsögubáturinn á Akureyri draga skipið frá bryggju við Torfunef.
Mynd: - KGA.
Snæfell fljótlega
til veiða á ný
Tillaga um
bætla sam-
keppnisaðstöðu
- innlends skipasmíða-
iðnaðar
Iðnaðarráðherra hefur nýverið
borið fram tillögu í ríkisstjórn-
inni um samanburð á tilboðum
í skipasmíðaiðnaði þar sem
lagt er til að tekið verði ákveð-
ið tillit til innlends skipasmíða-
iðnaðar.
í tillögunni er gert ráð fyrir
að ekki megi veita lán úr opin--
berum sjóðum til nýsmíða,
endurbóta eða viðgerða á
fiskiskipum án undangenginna
útboða á verkþáttum, þar sem
borin eru saman svo kölluð
„nettó-verð“ þeirra sem þjónust-
una bjóða. Þannig er gert ráð fyr-
ir því, þegar um samkeppni við
erlenda aðila er að ræða, að allur
innlendur kostnaður, s.s. opinber
gjöld, verði dreginn frá innlendu
tilboðunum, áður en samanburð-
ur er gerður. Niðurstaðan úr
þessum samanburði verði svo lát-
in ráða því hvort lánað verður til
framkvæmdanna úr opinberum
sjóðum.
Tillaga þessi hefur verið rædd í
ríkisstjórninni en hefur ekki hlot-
ið endanlega afgreiðslu. Ef hún
verður samþykkt kemur hún til
með að bæta samkeppnisstöðu
innlends skipasmíðaiðnaðar til
muna. Þeir aðilar sem Dagur
hafði samband við vegna tillög-
unnar voru þó ekki á eitt sáttir
með ágæti hennar. Bent var á að
tillagan fæli í sér aukinn kostnað
fyrir útgerðarfyrirtækin. Verk-
kaupinn þyrfti nefnilega samt
sem áður að greiða allan hluta
innlendu tilboðanna, þ.e. „nettó-
verðið" auk innlenda kostnaðar-
ins. BB.
Fyrir skömmu hélt Verkalýðs-
félagið á Blönduósi fund um
samningana og voru þeir sam-
þykktir með 8 atkvæðum gegn
2.
Heldur þykir áhuginn lítili að
Vitni
vantar
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri óskar að hafa tal af vitnum
að árekstri er varð á mótum
Glerárgötu og Tryggvabrautar
í gærmorgun.
Áreksturinn átti sér stað
klukkan rúmlega hálf ellefu.
Jeppabifreið var ekið frá verk-
smiðjum Sambandsins í austur
yfir Gierárgötu en fólksbifreið
suður Glerárgötuna. Þarna eru
umferðarljós og ber ökumönnum
bifreiðanna ekki saman um hvor
þeirra hafi ekið á grænu ljósi.
Áreksturinn var nokkuð harð-
ur og talsverðar skemmdir urðu á
bifreiðunum en meiðsli urðu ekki
á fólki. gk-.
„Það sem við ætlum að gera
nú er að koma skipinu á veiðar
aftur,“ sagði Jóhann Þór Hall-
ekki skuli mæta nema 10 manns á
fundinn en alls munu vera hátt á
þriðja hundrað félagsmenn í
Verkalýðsfélaginu. Fyrirhugað er
að halda aðalfund Verkalýðsfé-
lagsins í apríl eða maí en aðal-
fundur hefur ekki verið haldinn í
Verkalýðsfélaginu í þrjú ár.
Þá var haldinn fundur um
samningana í Iðnsveinafélaginu
og voru þeir samþykktir méð 3
atkvæðum gegn 1 en í félaginu
munu vera á milli 20 og 30
manns. G.Kr,-
Kolbeinsey ÞH 10 hélt til veiða
1. mars og sigldi með aflann til
Þýskalands. Skipið selur í dag
um 130-140 tonna afla sem
aðallega er karfi og grálúða.
Þrír af stærri bátum Húsvík-
inga héldu á Vestfjarðamið fyrir
nokkru og leggja upp á Breiða-
dórsson útibússtjóri í Hrísey,
um togará þeirra Snæfell EA,
sem verið hefur frá veiðum
nokkuð lengi vegna vélarbilun-
ar.
Hefur bilun Snæfells haft
nokkur áhrif á hráefnisöflun í
Hrísey, þó ekki hafi verið um
atvinnuleysi að ræða í því sam-
bandi. Eftir vélarbilunina var
reiknað með því að skipta þyrfti
um vél, en nú er ákveðið að
skipta um vissa hluta hennar, svo
sem um stimpla, slífar, legur og
fleira.
Snæfellið er nú komið í slipp
hjá Slippstöðinni á Akureyri, „og
er verið að mála það og gera
sjóklárt að öðru leyti en því sem
viðvíkur vélaviðgerðinni,1- sagði
Jóhann Þór. Viðgerðin sjálf verð-
ur unnin af öðrum aðilum, annað
hvort á Akureyri eða Dalvík.
Búið er að panta varahluti í
skipið, en óvíst er hversu langan
fjarðarhöfnum. Vinna féll niður
hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á
fösludag og mánudag vegna hrá-
efnisskorts. Rækjutogarinn Júl-
íus Havsteen landaði 45 tonnum í
síðustu viku og 25 tonnum í gær.
Vinna hefur því verið stöðug í
rækjuvinnslunni. IM/gej-
tíma tekur að gera við vélina.
„Þetta er það sem við ætlum að
gera í fyrstunni og athuga síðan
hugsanlegar breytingar á skipinu.
Það er margt að gerast í sam-
bandi við reglugerðir varðandi
endurnýjun á skipum og bíðum
við eftir þeim,“ sagði Jóhann Þór
Halldórsson.
Gunnar Arason viðgerðastjóri
í Slippstöðinni sagði að þetta
verkefni hefði komið mjög
skyndilega, en með tilkomu nýju
hliðarfærslunnar hefði verið
mögulegt að taka skipið í máln-
ingu. Hins vegar væri mikið að
gera hjá vélvirkjum stöðvarinnar
um þessar mundir, svo ekki væri
mögulegt að Slippstöðin tæki að
sér viðgerð á vélinni. gej-
Kolheinscv seidi í Þýskalandi í gær.
Samningarnir á Biönduósi:
Áhugi mjög lítill
Kolbeinsey seldi
í Þýskalandi