Dagur - 18.03.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 18. mars 1986
_viðtal dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Ueiðarí.
Stjómarsamstarfiö
Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins,
sem haldinn var um helgina, kom stjórnar-
samstarfið m.a. til umræðu. Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra fjallaði sér-
staklega um það í ræðu sinni og hvatti
menn til að ganga út frá því að upp úr gæti
slitnað hvenær sem væri, þótt hann gerði
ráð fyrir því á þessari stundu, að stjórnar-
samstarfið entist út kjörtímabilið.
í ræðu sinni sagði Steingrímur m.a.:
„Því verður ekki neitað, að framsóknar-
menn hafa lengi verið tortryggnir í garð
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Það er
ekki undarlegt þegar þess er gætt, að þess-
ir tveir flokkar hafa verið höfuðandstæð-
ingar í íslenskum stjórnmálum í áratugi.
Sumt af slíkri gagnrýni á eflaust rétt á sér
en annað er á litlum rökum reist. Ég nefni
sem dæmi þá fullyrðingu flokksmanna, að
sjálfstæðismenn hafi óeðlilega mikil áhrif í
stjórnarsamstarfinu. Þetta er áróður, sem
málgögn Sjálfstæðisflokksins hamra stöð-
ugt á og virðist ná inn í raðir framsóknar-
manna, þótt alrangur sé. í samsteypu-
stjórn byggist samstarfið á samkomulagi í
öllum meiriháttar málum. í málaflokkum
einstaka ráðherra, ráða sjónarmið hans og
flokks hans mestu, þótt samstarfsflokkur-
inn geti haft umtalsverð áhrif.
í þeim málaflokkum, sem við framsókn-
armenn förum með, hefur mikið verið unn-
ið og að sjálfsögðu ekkert framkvæmt
nema í samræmi við stefnu Framsóknar-
flokksins."
Forsætisráðherra benti á að það hefði
komið í hlut Framsóknarflokksins að marka
stefnuna í ýmsum veigameiri málum og
nefndi hann sem dæmi Framleiðsluráðs-
lögin í landbúnaðinum, kvótakerfið í
sjávarútveginum svo og húsnæðismálin.
Framsóknarflokkurinn hljóp ekki frá þeirri
ábyrgð heldur tók á þessum málum af
mikilli festu og skynsemi. Sjálfstæðisflokk-
urinn fjallaði að sjálfsögðu um þessi mál
með framsóknarmönnum, en frumkvæðið,
forystan og ábyrgðin er í höndum ráðherra
Framsóknarflokksins.
Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að
það er fjarstæða að halda því fram að ekki
hafi nægilega kveðið að Framsóknarflokkn-
um í þessu stjórnarsamstarfi. BB.
Ómar Friðriksson:
„Djass höfðar til fleiri
en margir halda“
Félagið JAZZPING var nýlega
stofnað á Húsavík og í síðustu
viku hélt það sitt fyrsta
djasskvöld. Það var ánægjulegt
að líta inn til félaganna sem sátu
við kertaljós og hlustuðu í leiðslu
á valið efni. Formaður félagsins
er Sigurður Friðriksson, hann
sagði að Ómar bróðir sinn væri
áróðursmeistari og vísaði beiðni
um viðtal til hans.
- Ómar ég er að forvitnast um
nýja félagið ykkar og Sigurður vís-
ar á þig sem áróðursmeistara.
„Formlega heitir það ritari, en
hans störf eru m.a. að kynna
starfsemina. Við höfum kynnt
félagið vel í bænum bæði hnippt í
menn á götum og kynnt okkur í
fjölmiðlum og höfum ekki þurft
að leggja okkur mikið fram því
mikill áhugi er á þessu og fjöl-
miðlar hafa sýnt frumkvæði.“
- Hvenær var félagið stofnað?
„Það var formlega stofnað 11.
febrúar, þá vorum við nokkrir
búnir að hittast og ræða málin.
Kynningarfundur var auglýstur
og þar ættu sautján manns,
undirtektirnar voru svona
jákvæðar strax. Við höfðum rætt
við kollega okkar á Akureyri og í
Reykjavík og lögðum fram hug-
myndir sem hægt var að vinna úr,
sögðum frá hvernig aðrir klúbbar
störfuðu og svo framvegis. Menn
sögðu hvað þeir vildu og þetta er
allt mjög lýðræðislegt hjá
okkur.“
- Þið eruð búnir að velja ykk-
ur allsérstætt nafn.
„Já, á þessum fundi var kjörin
undirbúningsnefnd til stofnunar
formlegs klúbbs, við vorum fjórir
í þessari nefnd og gerðum tillögu
um lög og uppástungu að nafni
og boðuðum síðan til fundar sem
haldinn var 24. febrúar. Þar var
þetta allt samþykkt, lögin og
nafnið sem upphaflega kom frá
Steingrími B. öunnarssyni og er
JAZZÞING. Það er skrifað með
stórum stöfum og z-um og j-i
ekki dj. Við viljum halda okkur
við alþjóðlega heitið. í þessu
nafni felst einrtig að við viljum
ekki rígskorða okkur við Húsvík-
inga heldur reyna að fá menn úr
sveitunum með og ÞING er dreg-
ið af Þingeyjarsýsla. Á stofnfund-
inum skráðu sig 26 í félagið, það
eru allt bæjarbúar. Síðan hafa
bæst við þrír og þar af er einn úr
sveit.“
- Er minni áhugi fyrir þessu í
sveitunum?
„Við höfum heyrt í mörgum
sem hafa áhuga, en ef til vill setja
þeir fyrir sig vegalengdina til
Húsavíkur.
Þetta var gott start og við erum
feikilega ánægðir, að fá 29 manns
strax í byrjun. Það má geta þess
að þegar stærsti djassklúbbur
íslands var stofnaður, það er
Jazzvakning í Reykjavík, þá voru
stofnfélagar 38, af öllu Reykja-
víkursvæðinu svo að við erum
nokkuð hressir.“
- Það var gaman að líta inn á
djasskvöldið ykkar, ætlið þið að
hafa svona kvöld reglulega?
„Við ætlum að hafa svokölluð
sveiflukvöld og það verður rauði
þráðurinn í starfseminni fyrst um
sinn. Þá verður fyrst og fremst
spilaðar djassplötur og rætt sam-
an um djass. Á þessu kvöldi feng-
um við þrjá til að sjá um kynning-
una og spila plötur. Að vísu
mættu ekki nema 14 á þetta
fyrsta kvöld en það var virkilega
gaman.
Við fengum vítamínsprautu
strax í upphafi þegar við töluðum
við Vernhart Linnet í Reykjavík
og hann sagði okkur að til lands-
ins væri að koma heimsfrægt
djasstríó Eddie Harris og félagar.
Þeir spiluðu á Akureyri á sunnu-
dagskvöld og þangað fórum við
hópferð og skemmtum okkur
konunglega.“
- Það er heiimikið iíf í félags-
skapnum, er fleira á döfinni?
„Nokkrir hafa áhuga á að fara
að spila djass og við hvetjum
menn til að taka sig saman og
reyna að æfa sig upp og mig grun-
ar að sumir séu þegar farnir að
pússa blásturshljóðfærin sín. Það
er framtíðardraumur að reyna að
fa hingað leiðbeinendur, við höf-
um áhuga á að efla tónmenntina.
Svo ætlum við að fá djassleikara
til okkar. Við erum ekki búnir að
ganga frá neinu ennþá, en höfum
fullan hug á að fá einhverja til
okkar um páskana.
Það gætu orðið hljómleikar og
við höfum talað um laugardag
fyrir páska en það er ekki alveg
komið á hreint.“
- Hvað er svona skemmtilegt
við djass?
„Það er oft spurt að því, en
það er ólýsanlegt með orðum, ég
held að menn verði að finna það.
Ótal fræðingar eru búnir að
reyna að skilgreina djassinn og
mönnum finnst að þeir hafi aldrei
fengið nein svör. Þetta er músík
sem er bæði skapandi og í takt
við hið venjulega líf fólks, veitir
mikla gleðu og ánægju og er
skapandi um leið.
Þetta er ekkert flaustur heldur
virkilega góð músík og miklu víð-
feðmari en margir virðast halda.
Það eru margar tegundir þó að
undirstaðan sé alltaf sú sama. í
dag kemur hún fram í svo mörg-
um músíkformum, rokkinu,
þjóðlagatónlistinni. Sumir eru
farnir að djassa í klassík, þessi
lifandi músík getur átt rætur í
djassinum. Það er hægt að njóta
hennar á svo margan hátt, hvort
sem er í uppstemmdri stemmn-
ingu í höll eða í litlum nætur-
klúbbi. Menn geta setið grafal-
varlegir og hlustað nákvæmlega
eða dansað, líklega er engin mús-
ík betri dansmúsík en djass. Það
getur vel verið að við höldum
einhvern tíma dansiball með
djassmúsík hér.“
- Er JAZZÞING öllum opio/
„Já, það er öllum velkomið að
koma og hlusta og vonandi verð-
ur það til að fólk fer að lesa sér til
og hlusta á plötur. Við bindum
okkur ekki við neina hámennt-
aða sérfræðinga í þessu, heldur
erum við fyrst og fremst að njóta
þessarar tónlistar. Allir geta
mætt sem eru opnir fyrir því að
vera með og njóta stemmningar-
innar.
Nú er vídeóbyltingin gengin í
garð og djassspólur streyma á
markaðinn, þær eru aðeins farnar
að berast til Reykjavíkur, við
höfum hugsað okkur að horfa á
tónleika á vídeó sum kvöldin -
möguleikarnir eru margir.“
- Eitthvað sérstakt að lokum
Ómar?
„Ég vil hvetja sem flesta til að
sýna þessu áhuga, þetta höfðar til
fleiri en margir hafa haldið og
getur gefið mönnum margt og
mikið. í vor hlökkum við til að
fara á listahátíðina, því þá koma
til landsins Herbie Hanckoc og
Dave Brubéc. Það er mikið að
gerast í djassinum." - IM
Ómar Friðriksson. Mynd: - KGA.