Dagur - 18.03.1986, Page 9
18. mars 1986 - DAGUR - 9
fþróttir-
Umsjón: Kristján Kristjánsson
íslandsmót yngri flokka í handbolta:
Þorsarar i urslit
r
í öllum flokkum
Þriðja og síðasta umferð á
Islandsmóti yngri flokka í
handbolta, Norðurlandsriðli
fór fram um helgina. Þegar er
búið að segja frá leik Þórs og
KA í 3. flokki sem fram fór á
sunnudag en á laugardag fóru
fram eftirtaldir leikir.
4. flokkur karla:
KA-Þór
í leikjum þessara liða í vetur
hafa Þórsarar ávalt borið hærri
hlut. En KA-mönnum fannst
vera kominn tími til að breyta því
og sigruðu örugglega 15:11.
KA-menn hófu leikinn af mikl-
um krafti og áður en Þórsarar
náðu að snúa sér við höfðu KA-
menn gert 4 mörk. Þórsarar náðu
síðan að hanga í KA-mönnum en
aldrei að ógna forystu þeirra og
úrslit leiksins 15:11 eins og áður
sagði.
Þrátt fyrir tapið eru Þórsarar
komnir í úrslit í 4. flokki þar sem
þeir unnu tvo af þremur leikjum
sínum gegn KA og alla leikina
gegn Völsungi.
Mörk KA: Halldór Kristinsson
6, Stefán Hagalín 5 og Arnar
Dagsson 4.
Mörk Þórs: Þórir Áskelsson 3,
Rúnar Sigtryggsson 2, Atli Rúrí-
arsson 2 og þeir Rósant Torfa-
son, Hjalti Hjaltason, Gauti
Hauksson og Áxel Vatnsdal 1
mark hver.
4. flokkur karla:
KA-Völsungur
KA-menn urðu að spila strax
aftur í 4. flokki þar sem þjálfari
KA-manna gleymdi að boða 5.
flokkinn til leiks.
Leikur KA og Völsungs var
jafn í fyrri hálfleik en KA-menn
voru þó alltaf á undan að skora. í
hálfleik var staðan 7:5 KA í vil.
Völsungum gekk lítið sem ekk-
ert að finna leiðina í mark KA-
manna í síðari hálfleik. Þeir mis-
notuðu m.a. fjögur vítaköst í
leiknum, tvö varði markvörður
KA og önnur tvö lentu í stöng.
KA-menn léku hins vegar á alls
oddi og röðuðu mörkum á Völs-
unga. Þegar flautað var til leiks-
loka höfðu KA-menn gert 18
mörk gegn 8 mörkum Völsunga.
Mörk KA: Halldór Kristinsson
7, Stefán Hagalín 4, Arnar Dags-
son 3, Jón Egill Gíslason 2, Birg-
ir Magnússon 1 og Sævar Hreið-
arsson 1.
Mörk Völsungs: Tryggvi
Gunnarsson 3, Jónas Emilsson 2
og þeir Þórir Örn Gunnarsson,
Vilhjálmur Sigmundsson og
Ásmundur Arnarsson 1 mark
hver.
5. flokkur karla:
KA-Þór
Þá var 5. flokkur KA mættur
og leikur þeirra við Þór gat
hafist. Þórsarar sem voru orðnir
æstir af biðinni hófu leikinn af
miklum krafti og skoruðu 4 fyrstu
mörkin. Síðan fóru KA-menn að
láta vita af sér og skoruðu næstu
2 mörk. í hálfleik var staðan 7:2
fyrir Þór.
í síðari hálfleik bættu Þórsarar
enn í og juku muninn verulega og
í leikslok var staðan orðin 16:4.
Mörk Þórs: Bjarmi Guðlaugs-
son 9, Hákon Örvarsson 3, Árni
Páll Jóhannsson 2, Guðmundur
Benediktsson 1 og Guðlaugur
Halldórsson 1.
Mörk KA: Sigurður Ólason 1,
Gauti Einarsson 1, Guðmundur
Guðmundsson 1 og ívar Bjar-
klind 1.
3. flokkur kvenna:
Þór-Völsungur
Þessi leikur var nokkuð jafn og
spennandi. Völsungsstelpurnar
höfðu yfir í fyrri hálfleik og
leiddu með 1 marki 6:5 í hálfleik.
í síðari hálfleik snérist dæmið við
og Þórsstelpurnar tóku leikinn í
sínar hendur og sigruðu með 12
mörkum gegn 8.
Mörk Þórs gerðu, Hulda Sig-
urðardóttir 7, Ellen Óskarsdóttir
3 og Sveindís Benediktsdóttir 2.
Mörk Völsungs gerðu Dröfn
Heimisdóttir 3, Karólína Skarp-
héðinsdóttir 2, Erna Björnsdóttir
2 og Þórhildur Valsdóttir 1.
4. flokkur karla:
Þór-Völsungur
í þessum leik voru yfirburðir
Þórs miklir og leikmenn Völs-
ungs áttu aldrei möguleika. í
hálfleik var staðan 10:4. í síðari
hálfleik héldu Þórsarar upptekn-
um hætti og sigruðu örugglega
20:9.
Þrátt fyrir tap Völsungs er
greinilegúr munur á liðinu frá því
þeir voru hér síðast og er greini-
legt að Arnar Guðlaugsson þjálf-
ari þeirra er að gera góða hluti
fyrir austan.
Mörk Þórs: Atli Rúnarsson 5,
Þórir Áskelsson 5, Axel Vatnsdal
4, Rúnar Sigtryggsson 3, Rósant
Torfason 2 og Hjalti Hjaltason 1.
Mörk Völsungs: Tryggvi
Guðmundsson 5, Jón Höskulds-
son 2, Kjartan Jónsson 1 og Jón-
as Emilsson 1.
Þórsarar eru því komnir í úrslit
í öllum yngri flokkunum og er
það annað árið í röð sem þeim
tekst það. Það hlítur að leiða til
þess að HSÍ sendi að minnsta
kosti einn flokk norður til Akur-
eyrar og láti úrslitakeppni þess
flokks fara fram hér. Það hefur
að vísu ekki gengið altof vel hing-
að til að fá ráðamenn hjá HSÍ til
þess að sjá hversu mikilvægt það
er fyrir félögin úti á landi að fá
þannig keppnir út á land. Er það
bæði vegna kostnaðar og svo að
úrslitakeppnir á íslandsmóti auka
áhorfendasókn og einnig áhuga á
íþróttinni á þeim stað sem hún
fer fram.
KA-menn spiluðu fyrir sunnan:
Unnu Fram en
töpuðu fyrir UBK
Knattspyrnulið KA fór suður
um helgina og lék tvo æfinga-
leiki. Á laugardag gegn Fram á
gervigrasinu í Laugardal og á
sunnudag gegn UBK á Vall-
argerðisvelli í Kópavogi.
KA-menn unnu Framara með
2 mörkum gegn 1 og það voru
þeir Tryggvi Gunnarsson sem
skoraði fyrra mark KA og Þor-
yaldur Órlygsson það seinna.
Mark Fram skoraði Arnljótur
Davíðsson.
KA-mönnum gekk ekki eins
vel gegn UBK og tapaðist sá leik-
ur 4:2. Leikið var við erfiðar
aðstæður í Kópavoginum og
hefði sigurinn getað lent hvorum
megin sem var. Mörk KA í þess-
um leik skoruðu þeir Steingrímur
Birgisson með vinstri fæti og Þor-
valdur Örlygsson úr vítaspyrnu.
Fótboltinn farinn að rúlla:
Reynir sigraði Þór
Þá er fótboltinn farinn að rúlla
hér norðanlands. Þór og Reyn-
ir Árskógsströnd léku æfinga-
leik á Sanavellinum á sunnu-
dag. Leiknum lauk með sigri
Reynis sem skoraði 3 mörk
gegn 2 mörkum Þórsara.
Aðstæður til knattspyrnuleiks
voru ekki upp á það besta en
töluvert hafði snjóað aðfaranótt
sunnudags og var um 10 cm
snjólag á vellinum. Það bitnaði
þó jafnt á báðum liðum.
Þórsarar byrjuðu af krafti og
skoruðu mark snemma í leikn-
um. Það var Bjarni Sveinbjörns-
son sem það gerði úr vítaspyrnu
eftir að brotið hafði verið á hon-
um inni í teig. Þórsarar héldu
áfram að sækja en misnotuöu
hvert færið af öðru. En það var
svo Júlíus Guðmundsson sem
jafnaði fyrir Reyni um miðjan
fyrri hálfleik.
Skömmu fyrir leikhlé skoraði
einn varnarmanna Reynis sjálfs-
mark með glæsilegum skalla.
Þórsarar höfðu því yfir 2:1 í hálf-
leik.
í síðari hálfleik tókst Júlíusi
Guðmundssyni að bæta við 2
mörkum og skoraði hann annað
þeirra úr vítaspyrnu. Hafði
Júlíusi þar með tekist að skora
þrennu í leiknum. Það voru því
Reynismenn sem fögnuðu sigri í
leikslok.
KA-menn snéru dæminu við í 4. flokki en það dugði ekki til Þór fer í úrslit.
Þórsarar hafa unnið KA-menn í öllum leikjunum í 5. flokki í vetur.
Myndir: KK
Leikmenn Völsungs hafa tekið miklum framförum í vetur.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Ingunn og Ami
Þór urðu jöfn
Ingunn Jónsdóttir og Árni Þór Freysteinsson urðu jöfn um helgina
bæði með 7 leiki rétta. Þau verða því að reyna með sér að nýju. Ing-
unn segir að það sé helvíti hart að geta ekki unnið eitt stykki KA-
mann og ætlar að bæta úr því um næstu helgi.
Árni Þór sagðist hafa verið að gefa Ingunni eitt tækifæri en ætlaði
að rúlla henni upp um næstu helgi. Við sjáum til. hér er spá þeirra.
Ingunn
Arni Þór
Aston Villa-Birmingham
Ipswich-W.B.A.
Luton-Everton
Man.United-Man.City
Newcastle-T ottenham
Q.P.R.-Watford
Southampton-Chelsea
West Ham-Sheff.Wed.
Fulham-C.Palace
Sheff.United-Norwich
Stoke-Portsmouth
Wimbledon-BIackburn
Aston Villa-Birmingham
Ipswich-W.B.A.
Luton-Everton
Man.United-Man.City
Newcastle-Tottenham
Q.P.R.-Watford
Southampton-Chelsea
West Ham-Sheff.Wed.
Fulham-C.Palace
Sheff.United-Norwich
Stoke-Portsmouth
Wintbledon-BIackburn
Athugið!
Fólk sem spilar i getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir
hádegi á flmmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2