Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 16. aprfl 1986 71. tölublað Ferjan Norröna: Viðgerð kostaði 20 milljónir - eftir dvöl flóttafólks í skipinu Lán til húsnæðis- kaupa tvöfölduð? Nefnd sú sem skipuð var til að gera breytingar á húsnæðislög- gjöfinni, til samræmis við sam- komulag aðila vinnumarkaðar- ins skilaði frumvarpi sínu í fyrrakvöld. Frumvarp nefndar- innar var lagt fram á ríkis- stjórnarfundi í gær og má gera ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi í beinu framhaldi af því. Ætlunin er að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi þingi og lögin taki gildi frá 1. september í haust. Eitt aðalatriðið í frumvarpi þessu er að frá 1. september í haust verði lánsréttur hjá Hús- næðisstofnun ríkisins hversu stór- um hluta af ráðstöfunarfé sínu lífeyrissjóður lántakandans ver til kaupa á skuldabréfum frá Húsnæðisstofnun. Lántakandi getur fengið hámarkslán ef lífeyr- issjóður hans ver 55% af ráð- stöfunarfé sínu til skuldabréfa- kaupa af húsnæðisstofnun. Láns- möguleikarnir minnka í réttu hlutfalli við minni. kaup á skuldabréfum. Ef lífeyrissjóður- inn ver minna en 20% af ráð- stöfunarfé sínu til skuldabréfa- kaupa af húsnæðisstofnun eiga sjóðfélagarnir engan rétt til lána hjá stofnuninni. Greiðslubyrði af hámarks nýbyggingarláni verður helmingi minni en algengt er samkvæmt núverandi lánakerfi. Ef frumvarpið verður að lög- um munu lánsupphæðir húsnæð- isstofnunar verða tvöfaldaðar í haust. Þeir sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð njóta for- gangs til lána og fá hærri lán en þeir sem eiga íbúð fyrir. Nýbygg- ingarlán til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn verður 2,1 milljón króna, en er nú rétt rösk ein milljón. Kaupendur eldra húsnæðis fá 70% af nýbyggingar- láninu. Hér á undan er miðað við hámarkslán. Ef lífeyrissjóður lántakanda ver t.d. 20% af ráð- stöfunarfé til húsnæðisstofnunar, þá lækkar réttur til nýbyggingar- láns í 700 þúsund og lán til kaupa á' eldra húsnæði í 490 þúsund. Lánstími verður í öllum tilfellum lengdur í 40 ár. í dag er lánstími nýbyggingarlána 31 ár, en lán til kaupa á notuðum íbúðum er til 21 árs. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að vextir verði aldrei hærri en 3,5%. Hvað varðar lán úr byggingasjóði verkamanna þá er í frumvarpinu lagt til að þau verði hækkuð úr 80% af bygging- arkostnaði í 85% og jafnframt heimilað að veita sérstök skammtímalán til þeirra sem eiga í verulegum erfiðleikum. Eins og komið hefur fram var færeyska bílferjan og farþega- skipið Norröna sem siglt hefur milli meginlandsins, Færéyja og íslands verið notuð sem flóttamannabúðir í Kaup- mannahöfn. Danska ríkið tók skipið á leigu, en Rauði kross- inn hefur séð um móttöku flóttafólksins og veitt því skjól um borð. Norröna hefur því verið heimili um 1000 flótta- manna frá um 20 iöndum síðan 5. október í fyrra. Nú er liðinn mánuður frá því að flóttafólkið fór frá borði og hófust viðgerðir og hreingerning Starfsmannafélag verksmiðja SÍS 50 ára: Stærsta veisla norðan heiða frá upphafi íslandsbyggðar! á skipinu eftir það. Eftir því sem færeyska blaðið Dimmalætting segir gengur verkið samkvæmt áætlun og verður skipið tilbúið til siglinga eftir eina viku eða svo. Ekki mun það byrja strax sigling- ar til íslands því það mun ekki hefja siglingar hingað fyrr en í júní. Áður fer Norröna í 45 daga íeigu hjá TT Line. Eftir því sem Óli Hammer framkvæmdastjóri Smyril Line segir var skipið mjög illa farið eftir dvöl flóttafólksins um borð og er áætlað að kostnað- ur vegna viðgerðarinnar nemi um 3-4 milljónum færeyskra króna eða um 20 milljónum íslenskra króna. gej- Trefjaplast hf.: Afhenti 8 tonna bát Nýlega aflienti Trefjaplast hf. á Blönduósi kaupendum frá Flateyri nýjan átta tonna hrað- fiskibát. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo stór bátur er sjósettur á Blönduósi um leið og hann er afhentur eig- endum. Ganghraði bátsins er um 30 mílur á klukkustund. Báturinn er afhentur með öll- um helstu siglingar- og fiskileitar- tækjum. Hann kostar fullbúinn um tvær milljónir króna. Nú þegar er hafin smíði á öðr- um hraðfiskibát, sem verður sams konar og sá sem seldur var til Flateyrar. Ætlunin er að afhenda bátinn í maí. í athugun er smíði á enn stærri bát hjá Trefjaplasti hf. - rætt er um bát allt að 10 tonn að stærð. G.Kr. Flensa á Húsavík Flensufaraldur herjar nú á Húsvíkinga. Á mánudag voru 20 nemendur af 120 í Gagn- fræðaskólanum veikir og þrír af 12 kennurum skólans. Ingimundur Jónsson yfirkenn- ari sagði að veikindin virtust ganga hratt yfir og vonandi yrðu þau afstaðin í næstu viku þegar samræmdu prófin hefjast. - Sigurður Hallmarsson skólastjóri barnaskólans sagði í gær að 40 af 340 nemendum skólans væru veikir, þar af 10 af 47 nemendum í forskóla, en kennarar voru allir við bestu heilsu í gær. Helga Stefánsdóttir forstöðu- maður barnadagheimilisins sagði að lítið bæri á veikindum. Nokk- - haldin í Iþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn Langstærsta matarveisla sem um getur á Akureyri verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 19. aprfl n.k. Starfsmannafélag Verksmiðja SÍS á Akureyri, S.V.S., verður 50 ára miðvikudaginn 23. apríl en ákveðið hefur verið að minnast afmælisins með voldugri hátíð í íþróttahöllinni á laugardaginn. Altalað er á Akureyri að þetta verði árshátíð aldarinnar og líkur eru á því að meira en 700 manns muni sitja þarna að snæðingi. Þess má geta að Sambandsverk- smiðjurnar á Akureyri eru fjöl- inennasti vinnustaður landsins. íþróttahöllin verður skreytt á ýmsan hátt í tilefni dagsins og mun fjöldi manns sjá um það verk undir handleiðslu lista- mannanna Guðmundar Ármanns og Jóhanns Ingimarssonar. Hátíðin verður sett saman af hefðbundnum atriðum eins og veitingu starfsaldursmerkja, ávörpum, starfsmannaannál, kórsöng og útnefningu heiðurs- félaga S. V.S. en jafnframt verður boðið upp á ýmis önnur skemmti- atriði. Síðan verður dansað fram eftir nóttu við undirleik Hljóm- sveitar Pálma Stefánssonar. Veislustjóri verður Jón Arnþórs- son en heiðursgestur Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra. í tilefni afmælisins hefur Páll Helgason verið fenginn til að skrá sögu Starfsmannafélagsins og mun hún koma út á þessu ári. Óhætt er að fullyrða að þetta verður stærsta veisla sem haldin hefur verið norðan heiða frá upp- hafi íslandsbyggðar. BB. ur börn hefðu ekki mætt á mánu- dag en ekki hefði verið tilkynnt um flensu sem orsök fjarvist- anna. Ingimar Hjálmarsson heilsu- gæslulæknir sagði að undanfarna viku hefði flensan verið vaxandi í bænum og aðallega veiktust börn og unglingar. Töluverð veikindi væru í fyrstu en flensan gengi fljótt yfir. Almennt gilti að fólk færi vel með sig meðan einkenna veikinnar gætti til að forðast eftirköst. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.