Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 7
16. apríl 1986 - DAGUR - 7 Texti: gej- Myndir: - KGA/gej- iar vindur sem bíða eftir því að komast á veiðar. Þarna er Hörður Jónsson að prófa vindu í „gervisjónum“ hans Nfls Gíslason- ar. vinnu,“ segir hann, en er samt mjög ánægður að vinna við fram- leiðslu vindunnar. það er sam- merkt með öllum starfsmönnum D.N.G. sem talað var við, allir ánægðir í vinnunni. „Enda alltaf góður mórall á staðnum," bætti Atli Rúnar við, en hann er „alls- herjar reddari hjá fyrirtækinu,“ eins og Sigurður sagði. - Er kaupið svona gott? „Kaupið er alveg þokkalegt og gerist ekki betra hjá sambærileg- um fyrirtækjum," var álit þeirra allra. Það sem vekur athygli er að lítið sem ekkert er af framleiðsl- unni á Berghóli. „Við erum nýbúnir að senda þriggja mánaða framleiðslu inneftir, sem þýðir til samsetningar á Óseyri. Þriggja mánaða framleiðsla D.N.G. er 90 vindur. Heimasmíðuð tæki og verkfæri Sala á vindunum hefur gengið mjög vel, bæði hér á landi og eins utanlands, þá aðailega í Færeyj- um. Hafin er markaðskönnun í fleiri löndum, bæði vestan hafs og austan. Nýlega var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Kristján Jóhannesson á sjávarút- vegssýningu í Skotlandi og vakti vindan mikla athygli þar. Eins og Kristján sagði, “þá er verið að skoða framtíðarmarkaði, en ekki markaði sem við getum sinnt strax.“ Áfram með D.N.G. við Berghól Sérstök vél, að sjálfsögðu fundin upp af starfsmönnum D.N.G.er notuð til að vinda rafmótorana. „Snorri Hansson á heiðurinn af þessari vél,“ sagði Sigurður. Þeir félagar sýndu hvernig vafnings- vélin vinnur. Ekki bar á öðru en allt færi samkvæmt áætlun og hvert stykkið af öðru var vafið á skömmum tíma. Til glöggvunar má geta þess að 600 hlutir eru notaðir í eina vindu og mikið af hlutunum er smíðað af starfs- mönnunum. Helmingurinn er í rafeindabúnaðinum. Sérhæfni vindunnar gerir það að verkum. Hins vegar eru hlutir í rafeind- abúnaðinn keyptir erlendis frá og er mál að snúa sér að þeim þætti ■framleiðslunnar. 30 vindur á mánuði. Eins og kom fram er samsetning- in til húsa á Óseyri. Þangað er framleiðslan frá Berghóli send til iokasamsetningar og prófunar. Snorri Hansson sem er verkstjóri þeirrar deildar sagði að megnið af vinnunni þar færi í prófanir á vindunni. Auk Snorra vinnur Haukur Karlsson við samsetn- ingu á rafeindahluta vindunnar. Þar er um mikla og nákvæma handavinnu að ræða. Efni í þann búnað er keypt erlendis frá. Síð- an er það Snorra verk að prófa rafeindabúnaðinn áður en hann er tengdpr vindunni sjálfri. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 30 vindur á mánuði og er engin hætta á að birgðir safnist fyrir, því framleiðslan er oftast seld fyrirfram. Snorri sagði að hætt væri við því að ekki yrðu til næg- ar vindur þegar vorvertíðin hæfist. Þess vegna væri hægt að framleiða mun fleiri vindur en nú er gert, því mikil eftirspurn væri eftir þeim. Enda nýtur hún mik- illa vinsælda hjá þeim sem hana nota. Haft var eftir gömlum trillu- karli að það hefði verið stærsta stund lífs hans er hann sá D.N.G. vinduna vinna. Það er viður- m er eitt af tækjunum sem starfsmenn hafa Snorri Hansson og Haukur Karlsson sjá um samsetningu rafeindabúnaðarins. kennd staðreynd að 50% afla- aukning verður er menn nota D.N.G. vinduna. - Eru ekki svona tölur auglýs- ingaskrum? „Þetta er það sem við höfum frá þeim sem nota vinduna. Það er gott samband milli okkar og þcirra. Þess vegna erum við hálf- gerðir trillukarlar sjálfir sem vinnum við framleiðsluna,“ sagði Snorri og bætti við að þeir fengju jákvæð viðbrögð frá notendum á hverjum degi. Það eru fleiri þættir í fram- leiðslunni. Hörður Jónsson vinn- ur við lokaprófun raf- eindabúnaðarins. Til verksins notar hann hermi sem Níls Gísla- son smíðaði. Hermirinn vinnur eins og sjórinn, rykkir í og slakar á víxl. Hann vinnur líka eins og þegar fiskur er á færinu eða fiskar. „Tækið gerir allt eins og sjórinn, nema blotna,“ sagði Hörður sem vann á loftpressu áður en liann hóf störf hjá D.N.G.„og fer ekki nema ég verði rekinn,“ sagði hann. Ekki sagðist Hörður hafa þekkt mun á díóðu og þétti, eða öðru sem við- kom vindunni. „Ég er kominn sæmilega inn í þetta og svo er okkur kennt mikið, þannig að þetta er mjög skemmtilegt. Þó er allra skemmtilegast að sjá hvern- ig þetta verður til úr engu og þar til það er orðið tæki með hagnýtt gildi,“ sagði Hörður. Eftir að hann er búinn að prófa það sem undir hann heyrir, er vindan send til næsta nianns sem sér um loka- frágang hennar. Það er Jón Geir Jónatansson, sem tekur við stýri- kassanum og festir hann á mótor- inn sjálfan. Síðan er að þrýsti- prófa vinduna í vatni. Loftslanga er fest við vinduna og öllu dengt í vatn. Ef loftbólur koma í ljós er einhvers staðar óþéttur hluti sem verður að athuga betur. „Það fer ekkert frá okkur nema það sé í fullkomnu lagi,“ sagði Jón Geir og setti eina vinduna í vatn, svona rétt til að sýna að fram- leiðslan væri fyrsta flokks. Ekki bar á öðru, því hvergi sáust loft- bólur, sem sannaði að vindan var fær í flestan sjó. „Fljúgandi“ sendiherra - Þá er að spyrja hvort bilanir séu algengar í D.N.G. vindunni. „í fyrstu bar stöku sinnum á slíku, en nú orðið heyrir það til undantekninga,“ sagði Snorri. Þá kom Víðir Gíslason inn í umræð- urnar og sagði að ef upp kæmi bilun, væri ný vinda send í staðinn, meðan væri verið að gera við bilunina. „Það er ekki hægt að láta menn hætta veiðum vegna bilunar í vindu,“ var sam- dóma álit þeirra allra. Víðir sem er rafvirki, sér um lager og inn- kaup fyrir rafeindabúnaðinn. Auk þess sér hann að hluta til um sölumál og á það til að bregða sér á næstu bæi flugleiðis nteð vindur til viðskiptavina, eða sækja bilað- ar. Hann er nefnilega flugmaður og flugvélareigandi sem kemur sér oft vel þegar þarf að sinna bil- unum eða sölu í nágranna- byggðum og þótt lengra væri farið. „Ég fer líka í bankann og sinni öðru tilfallandi og má því kalla mig sendiherra fyrirtækis- ins,“ sagði Víðir. - Fyrst vindan bilar mjög lítið, þýðir það að tækið er nánast full- komið? Ekki voru þeir D.N.G.-menn samþykkir því. „Það er alltaf ver- ið að þróa nýja vindu, því svona vinda er framtíðarverkefni. Við lítum til framtíðar og vinnum samkvæmt því,“ sagði Snorri. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.