Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. apríl 1986 „Þaö fóru allir heim meö rjóö andlit og freknur," sagöi Björn Björnsson í Mývatnssveit, en um síöustu helgi fór fram dorg- veiðikeppni á Mývatni, sú fyrsta sinnar tegundar. Þátttakendur voru skráðir um 40 og sagði Björn aö m.a. hefðu vegagerðarmenn frá Akureyri fjölmennt til keppninnar. Kepp- endur komu víös vegar að, flestir frá Akureyri, nokkrir frá Hrísey, Húsavík, Kinn og Bárð- ardal að ógleymdum Mývetn- Myndir: - KGA Dorgveiði í Mývatni þrátt fyrir trega veiði • ■; ;. ■ -.'.Y llíll$il ■: ■ ■ "■ ...'■■'. . ■ ■ : ■ ingum, sem að vísu voru ekki mjög margir. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn og besta gæðamatið hreppti Gylfi Gunnarsson Akureyri. Birgir Steingrimsson Akureyri fékk verðlaun fyrir að hafa veitt flesta fiska og einnig flestar teg- undir. Það var svo Jón bóndi Aðalsteinsson sem veiddi fyrsta fiskinn og var það örfáum sek- úndum eftir að keppni hófst. „Ég held ég geti sagt að dorgveiðikeppnin. hafi tekist með ágætum. Menn fóru ánægðir heim, þrátt fyrir að ekki fiskaðist. Og við höfum ákveðið að gera þetta að árlegum við- burði. Ástæður fyrir því að ekki fisk- aðist geta verið m.a. að það var ákaflega kyrrt veður, enginn straumur í vatninu og um nótt- ina hafði verið logndrífa. En það var greinilega fiskur í vatninu, það urðu margir varir og margir sáu fisk,“ sagði Björn Björnsson í Mývatnssveit. ■ : '. '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.