Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 9
16. apríl 1986 - DAGUR - 9 ___íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson „Staðreyndin er sú að ég var einfaldlega bestur' - segir Sigurður Gestsson fsiandsmeistari í vaxtarrækt Sigurður Gestsson íslandsmeistari í vaxtarrækt 1986. Mynd: AE Stúlkurnar unnu til 8 verðlauna Það var mikið fjör í íþróttahús- inu í Digranesi í Kópavogi á laugardaginn en þar fór fram fimleikamót í almennum fim- leikum. 40 stúlkur frá Fim- leikaráði Akureyrar voru mættar til keppni. I þessu móti taka þátt þeir sem ekki eru komnir mjög langt og geta því ekki tekið þátt í öðruin mótum Fimleikasambands íslands. Keppt var í tveimur aldurs- flokkum í a og b æfingum. A- æfingarnar eru aðeins léttari en b-æfingarnar. Stúlkurnar úr FRA komu heim með 8 verðlaun. Annars fer árangur þeirra er komust í úrslit hér á eftir: Flokkur 11 ára og yngri, b-æfing: Hrefna Ólafsdóttir. 3. sæti á tvíslá Flokkur 12 áraog eldri, a-æfing Margrét Viðarsdóttir, 1. sæti á tvíslá og 3. sæti á slá Flokkur 12 ára og eldri, b-æfing Margrét Viðarsdóttir, 1. sæti á gólfi Rósa Karlsdóttir, 3. sæti á gólfi Margrét Jónsdóttir 2. sæti á tvíslá Hildur Símonardóttir, 2. sæti í stökki yfir hest Elín Gunnarsdóttir, 3. sæti í stökki yfir hest Pátttakendur á mótinu voru um 350. Firma- keppni SRA Skíðaráð Akureyrar efnir til firmakeppni í svigi þann 19. apríl og skíðagöngu 20. apríl. í hverri sveit eru þrír einstakl- ingar og heimilt er að hafa einn úr keppnisliði SRA í hverri sveit. Þurfa einstaklingar að hafa unnið minnst tvo mánuði hjá fyrirtækinu af tólf mánaða tíma- bili. Þátttökugjald er 3500 kr. fyrir hverja sveit og 2000 kr. fyrir hverja aukasveit. Þátttökutil- kynningar og nánari upplýsingar í síma 23008 fyrir föstudaginn 18. apríl. Sigurður Gestsson frá Akur- eyri varð um helgina Islands- meistari í vaxtarrækt í karla- flokki. Helsti keppinautur Sigurðar var Jón Páll Sigmars- son úr Reykjavík. Ekki voru allir á eitt sáttir yfir sigri Sigurðar og í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld var verið að gera kjör Sigurðar tortryggilegt fyr- ir alþjóð. Var ýað að því að þrír af fímm dómurum keppn- innar hafi verið frá Akureyri og einn af þeim hafl verið bróðir Sigurðar. Þegar valinn var Islandsmeistarinn í karla- flokki fékk Sigurður 3 atkvæði en Jón Páll 2. Einnig er fjallað um úrslit keppninnar í Morgunblaðinu í gær. Er talað við nokkra vaxtar- ræktarmenn og sagði einn þeirra .m.a., „Sigurður er betri vaxtar- ræktarmaður en ég hefði samt valið Jón Pál. Pá segir einnig í blaðinu að í hnotskurn hafi dóm- urunum þótt Sigurður hafa haft betra samræmi á milli líkams- hluta en aftur hafi Jón Páll heill- að áhorfendur upp úr skónum með líflegri framkomu.“ En var verið að keppa um framkomu eða skrokk? Þá talar Finnur Karlsson eig- andi einnar líkamsræktarstöðvar- innar um að þessi úrslit hafi verið hneyksli af því að Jón Páll vann ekki. Sagði hann að Jón Páll hafi verið hafður að leiksoppi á þessu móti. En hvað segir íslandsmeistar- inn sjálfur, Sigurður Gestsson um þessi mál. „Eg veit það eiginlega ekki. Ég held að það sé best að segja sem minnst. Það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp. En ég gef nú lítið fyrir það sem Finn- ur Karlsson lét hafa eftir sér um þetta mót. Bróðir minn var í þessari 5 manna dómnefnd en þegar kom að kjörinu sem ég var þátttak- andi í gekk hann úr nefndinni og annar aðili kom í staðinn. Einnig er talað um að meirihluti nefnd- arinnar hafi verið skipuð Akur- eyringum. Það býr aðeins einn af þessum fimm sem í nefndinni voru á Akureyri hinir búa og starfa í Reykjavík. Málið er það að Reykvíkingar eiga erfitt með að kyngja þessum ósigri. Jón Páll hefur hylli fólks- ins að svo til öllu leyti. En það var ég sem var einfaldlega bestur í karlaflokki og það má koma skýrt fram. Það má það líka koma fram að við stofnuðum landssamtök vaxtarræktarmanna og það eru allir í þessum samtökum nema Finnur Karlsson og hans stöð. Því reynir hann með sínu röfli að koma höggi á samtökin. Hann er einnig á móti okkur Akureyring- um og heyrst hefur að hann hefði fullan hug á að vera í samtökun- um ef Akureyringum yrði úthýst. Það er annað sem er líka ikrýtið, Finnur er að eigna sér Jón Pál. Jón Páll æfir ekkert hjá honum að ráði. Hann æfir út um allan bæ og aðallega í Engihjall- anum í Kópavogi. Þá talar Finn- ur um það að verið sé að refsa sér fyrir að vera ekki í samtökunum. Það var mættur fríður flokkur fimleikastúlkna ■ Kópavoginn um helgina. Stúlkurnar frá FRA eru í hvítum bolum. Mynd: AE En hann sjálfur hefur í gegnum tíðina reynt að koma höggi á þessi samtök okkar,“ sagði Sigurður Gestsson að lokum. Mjólkurbikarinn: Völsungur og KA í fyrstu umferð Tekist hafa samningar á ntilli KSÍ og mjólkurdagsnefndar en nefndin hefur ákveðið að styðja vel við bakið á sam- bandinu. í staðinn mun nafn bikarkeppninnar nú verða Mjólkurbikarinn, bikarkeppni KSI. Samningur aðilanna er út keppnistímabilið. Þegar hefur verið dregið í fyrstu umferð keppninnar og verða nokkrir stórleikir strax í fyrstu umferð. Má þar fyrst nefna leik Völsungs og KA sem leikinn verður á Húsavík. Á Ólafsfirði leika Leiftur og Vaskur og á Sauðárkróki leika Tindastóll og Magni. Allt verða þetta hörku- leikir. Fyrsta umferðin fer fram dag- ana 27.-28. maí og 2. umferð fer fram 11. júní. Þannig lítur drátturinn í fyrstu tvær umferðirnar út: 1. umferð Þróttur R-Leiknir R Stjarnan-Léttir Fylkir-Hafnir Víkingur R-Augnablik UMFN-Árvakur Afturelding-Grindavík Grundarfjörður-HV Hveragerði-Selfoss Leiftur-Vaskur Völsungur-KA Tindastóll-Magni Höfðstrendingur-KS Leiknir F-Einherji Höttur-Austri Þróttur N-Huginn Valur Rf-Hrafnkell 2. umferð Reynir S-Ármann Haukar-ÍK ÍR-Þróttur/Leiknir R Afturelding/Grindavík-Víkingur Ó Víkverji/Skallagrímur-Skotfélag R UMFN/Árvakur-Selfoss/Hveragerði Víkingur/Augnablik-Stjarnan/Léttir Fylkir/Hafnir-Grundarfjörður/HV Völsungur/KA-Leiftur/Vaskur Höfðstrend./KS-Tindastóll/Magni Valur/Hrafnkell-Leiknir/Einherji Höttur/Austri-Þróttur N/Huginn Þriðja umferðin, þar sem leik- ið er um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar fer fram 1.-2. júlí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.