Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 16. apríl 1986 wmm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL_____________________________ Skoðanakönnun Dags Um helgina efndi Dagur til skoðanakönnunar um fylgi flokkanna við komandi bæjarstjórn- arkosningar á Akureyri. í könnuninni var not- að 700 manna úrtak úr íbúaskrá, unnið af Reiknistofnun Háskólans. Það sem vekur mesta athygli hvað varðar niðurstöðurnar, er hversu gífurlega stór hluti aðspurðra tekur ekki afstöðu með ákveðnum stjórnmálaflokki. Þannig eru rúmlega 40% aðspurðra óákveðnir, 10% sögðust ætla að sitja heima á kjördag og rúmlega 16% neit- uðu að svara spurningunni. Ef einungis er lit- ið á þá sem afstöðu tóku, bæta Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur við sig manni en Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag standa í stað. Kvennaframboðið, sem nú á 2 bæjarfull- trúa á Akureyri, býður ekki fram í kosningun- um nú. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn hversu stór hluti þátttak- enda í skoðanakönnunum dagblaðanna hefur ekki gert upp hug sinn, þegar spurt er um fylgi stjórnmálaflokkanna. Þar er skoðana- könnun Dags ekkert einsdæmi. Nú eru 45 dagar til stefnu fram að sveitarstjórnarkosn- ingum og 2/5 hlutar aðspurðra eru óákveðnir. Sú niðurstaða vekur óneitanlega margar spurningar. Háskóli á Akureyri Svo sem margoft hefur komið fram í ræðu og riti er mikill áhugi fyrir því á Akureyri að háskólakennsla hefjist þar í haust. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra lýsti því yfir skömmu eftir að hann tók við embætti að hann væri fylgjandi þeirri hugmynd og myndi vinna að framgangi málsins. í rauninni er ekkert því til fyrirstöðu að af þessu geti orðið, en þess sjást lítil merki enn sem komið er að draumurinn verði að veruleika. Óneitanlega spyrja menn hvað valdi. Er málið að lognast út af? Stefán Tryggvason stúdent frá öldungadeild MA, heldur því fram í viðtali í Degi á mánudaginn að ákveðin öfl í Reykjavík vinni að því ljóst og leynt að koma í veg fyrir að boðið verði upp á háskóla- kennslu norðan heiða. Ástæðan sé sú að menn vilji ekki missa spón úr aski sínum. Það sama hafi verið uppi á teningnum þegar menntaskóli átti að rísa á Akureyri á sínum tíma. Vonandi hefur Stefán ekki rétt fyrir sér í þessu efni en vissulega er lítill tími orðinn til stefnu ef háskólakennsla á að hefjast á Akur- eyri á hausti komanda. BB. -viðtal dagsins. Mynd: - KGA. Akureyri verður höfuðvígi laxafóðurframleiðslu - ef áætlanir ístess standast, segir Pétur Bjarnason fiskeldisfræðingur Fiskeldi er vaxandi atvinnu- grein á íslandi og þeir sem hafa orðið sér úti um einhverja menntun í fiskeldi eru eftir- sóttir starfsmenn um þessar mundir. Einn af þeim fyrstu sem fóru utan í því skyni sér- staklega að læra fiskeldi er Pétur Bjarnason, starfsmaður ístess á Akureyri. Pétur er í viðtali dagsins um Háskólann í Tromsö þar sem hann var við nám, fiskeldi og Istess. Fyrst var Pétur spurður um ald- ur og fyrri störf. „Eg er fæddur í Reykjavík árið 1951. Ég flutti til Vestmannaeyja árið 1966 þar sem pabbi gerðist símstöðvarstjóri. Ég varð stúdent frá MR árið 1971 og fór svo í nám í sjávarútvegsfræðum í háskólan- um í Tromsö árið 1975. í millitíð- inni vann ég hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins í Vest- mannaeyjum. Ég lauk námi árið 1980. t>á fór ég að vinna sem deildarstjóri í freiðfiskdeild Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Seinna sama ár fór ég til Hólalax í Hjaltadal. Þegar farið var að kenna aftur við Bændaskólann eftir nokkurt hlé var ég fyrst stundakennari þar í fiskeldi en svo réði ég mig alfarið til skólans árið 1983 sem kennari í fiskeldi. Við það var ég þar til ég byrjaði hjá Istess 1. júlí 1985.“ - Hvernig er nám í fiskeldis- fræðum byggt upp? „Námið í Tromsö er 4til 5'/2 ár, eftir því hvað maður fer hratt yfir. Fyrst eru 3'/2 ár í bóklegum greinum þar sem allir læra það sama. Þessi tími skiptist nokk- urn veginn jafnt á milli líffræði- greina, tæknifræðigreina og rekstrarfræðigreina. Inni í líf- fræðigreinunum eru matvæla- fræði og efnafræði, og almenn fiskifræði. Að þessum tíma lokn- um tekur maður eitt til tvö ár í að vinna að kandídatsritgerð þar sem maður sérhæfir sig á ein- hverju ákveðnu sviði og ég valdi sem sagt fiskeldi. Pað sem hefur einkennt skól- ann í Tromsö er að það eru gerð- ar miklar kröfur um starfsreynslu áður en maður er tekinn inn í nám í sjávarútvegsfræðum. Það er farið fram á að maður hafi unnið a.m.k. 18 mánuði við fisk- veiðar eða vinnslu, þar af 9 mán- uði samhangandi. Þetta þýðir að menn þurfa í rauninni að eyða einu ári sérstaklega í það að gera sig upptökuhæfa í skólann. Þetta stóð svolítið í Norðmönnum í byrjun þannig að íslendingar áttu nokkuð greiðan aögang að skólanum til að byrja með. Atvinnumöguleikar hjá þeim sem hafa útskrifast sem sjávarút- vegsfræðingar hafa hins vegar reynst það góðir í Noregi að nú er miklu erfiðara að komast inn en var vegna stóraukinnar aðsóknar. Heildarþungi vísindastarfsemi og rannsókna varðandi fisk í Noregi hefur að miklu leyti færst til Tromsö á síðustu árum.“ - Hvernig er að búa í Tromsö? „Það er mjög gott að búa í Tromsö. Tromsö hefur orð á sér fyrir að vera skemmtilegur bær. Það er að vísu dimmt þarna á vet- urna en menn eru léttir í sinni og sól í hugum þeirra. Fólkið er alúðlegt og það er sérstaklega gott að vera íslendingur í Norður- Noregi. Fólkið virðist finna fyrir samkennd með okkur. Háskólinn þarna er yngsti háskólinn í Noregi og hefur verið ófeiminn við að brydda upp á nýjungum og háskólalífið ber nokkurn keim af því. Þannig er samgangur og samskipti nemenda við kennara og skólann örugglega bæði betri og meiri en vfða tíðkast. Það sem gerir Tromsöháskóla kannski sérstæðan og eftir- breytniverðan fyrir okkur er að háskólinn, starf hans og markmið miðast allt að því að þjóna því umhverfi sem skólinn er í. Þess vegna er háskólinn í Tromsö, þrátt fyrir lágan aldur, þegar orð- inn fremstur á sviði allra rann- sókna varðandi fiskveiðar og vinnslu og reyndar líka á þjóð- félagsfræðisviðinu, það sem varð- ar sjávarútvegsumhverfi, ef við getum kallað það svo.“ - Hvernig vildi það til að þú varst ráðinn til ístess og hvað er ístess? „ístess er eitt af afsprengjum Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Það er stofnað til þess að fram- leiða laxafóður og aðalhluthafar eru KEA, Krossanesverksmiðjan og Skretting í Noregi sem er langstærsti framleiðandi laxafóð- urs á Norðurlöndum. Þessi staða var auglýst og ég sótti bara um og var ráðinn. Þetta starf mitt er fyrst og fremst fólgið í því að sjá um tengsl fyrirtækisins við mark- aðinn, bæði á íslandi og Færeyj- um. Fóðrið selur sig í rauninni sjálft en það sem við erum að gera og það sem er markmið Skretting er að reyna að stuðla að því að okkar viðskiptavinum gangi sem best í sínu starfi. Þess vegna hefur Skretting í Noregi og ístess farið út í að ráða menn sem eru með talsverða undirbúnings- menntun til þess að geta annast leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi fóður og fóðurnotkun, auk ann- ars sem lýtur að rekstri fiskeldls- stöðva. Mitt starf er aðallega að hafa yfirumsjón með þessum hluta okkar starfsemi. Ég er ekki viss um að menn átti sig almennt á því hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur að komast í þetta samstarf við Skretting. Þeir eru langstærstir á þessum mark- aði eða með 60% af öllu þurr- fóðri fyrir laxeldisstöðvar. Þeir hefðu farið inn á þennan markað, ísland og Færeýjar, annað hvort sjálfir eða í samstarfi við ein- hverja aðra íslenska aðila. Þurr- fóðurgerð er ekki eins og að blanda kökudeig. Þetta er sérfræðings- vinna á mjög háu plani. Skretting hefur aðgang að á milli 30 og 40 sérfræðingum, ýmist á eigin vegum eða hjá samstarfsaðilum sínum, sem eingöngu vinna við vöru- þróun, eftirlit og annað slíkt. Þetta samstarf þýðir í rauninni að öllum líkindum að Akureyri verður mikilvægasti staðurinn hvað varðar þjónustu við fiskeldi á íslandi og í Færeyjum.“ -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.