Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 16. apríl 1986 rá Ijósvakanum______________ Ný saga í morgun- stund bamanna 16. apríl byrjar Kolbrún Pétursdóttir að lesa söguna „Eyjan hans Múmínpabba" eftir Tove Jansson í þýðingu Steinunnar Briem. Tove Jansson er finnsk, fædd í Helsinki árið 1914. Fyrsta barnabók hennar kom út 1945. Tove er þekktust fyrir bækur sínar um múmínfjölskylduna og þann töfraheim sem fjölskyldan lifir í. ]sjónvarpg MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 13. apríl. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og' erlendu efni. Söguhornið - Segðu mér sögu, erlent ævintýri í þýð- ingu Þorsteins frá Hamri. Brynhildur Ingvarsdóttir les, myndir gerði Kristín Ingvarsdóttir. Lalli leirkerasmiður, teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvakíu. Þýðandi: Baldur Sigurðs- son, sögumaður: Karl Ágúst Úlfsson. Ferðir Gúllívers, þýsk brúðumynd. Þýðandi: Salóme Kristins- dóttir. Sögumaður: Guðrún Gísla- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Nýjasta tækni og vís- indi. Umsjónarmaður: Sigurður H. Richter. 21.15 Á líðandi stundu. Þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaðan sem atburðir líðandi stundar eru að gerast ásamt ýms- um innskotsatriðum. Umsjónarmenn: Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsendingar og upptöku: Óli Örn Andreas- sen og Tage Ammendrup. 22.30 Hótel. 9. Tilboð. Bandarískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Anne Baxter, Eleanor Parker, Dianne Kay, Lorenzo Lamas, Don- ald O’Connor, Margaret O’Brien og Liberace. Pétur hótelstjóri fær atvinnutilboð. Ung blaða- kona kemur sér í mjúkinn hjá rokkstjörnu. Miðaldra hjón eiga eftirminnilegt brúðkaupsafmæli með píanóleikaranum Liberace. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 11.10 Nordurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.3,0 í dagsins önn - Dag- vist barna. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Skáldalíf i Reykjavík" eftir Jón Óskar. Höfundur les aðra bók: „Hemámsáraskáld" (2). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir ■ Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Drengurinn frá Andesfjöllum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jónsson þýddi. Viðar Eggertsson les (13). Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísli Jón Krist- jánsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sig- tryggssonar. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum háskólamanna. Þórir Kr. Þórðarson próf- essor talar um sköpunar- söguna í Fyrstu Mósebók og hebreskt myndmál. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 íþróttir. Umsjón: Samúel Örn Erl- ingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 „Saga af sjómanni" eftir Ólaf Ormsson. Jón Júlíusson les. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarð- vík. 23.00 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 17. apríl 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múm- ínpabba" eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kolbrún Pétursdóttir les (2). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar ■ Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. Irás 2| MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftirtvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. 21.00 Evrópukeppni lands- liða i körfuknattleik, C-riðill. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik íslendinga og Skota í Laugardalshöll. 22.30 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Hópurinn sem stendur að „Krúttmagakvöldinu' „Krútt- maga- konur“ Pað var létt yfir þeim „krúttmagakonum" er við litum inn á æfingu hjá þeim í fyrrakvöld. „Krúttmagakon- urnar“ eru þær konur sem sjá um hið árlega „Krútt- magakvöld“ sem haldið hefur verið í Sjallanum undanfarin 3 ár og er ekkert lát á. Hópinn skipa 12 konur og hafa flestar þeirra verið með öll árin. t>ær æfa skemmtiatriði sem boðið er upp á þegar að stóru stundinni kemur, en nú er áformað að hafa þrjú „Krúttmagakvöld", tvö á Akureyri og eitt í Reykjavík. „Krúttmagakvöldin" á Akureyri verða í Sjallanum 2. og 3. maí nk. og ef að líkum lætur fjölmenna konur þangað. Fimmtudaginn 8. maí verður svo „Krútt- magakvöld" að Broadway í Reykjavík, en hópurinn var beðinn um að koma suður með skemmtiatriði sín og sjá um svona kvöld þar. Mikil leynd hvílir jafnan yfir því sem boðið er upp á hverju sinni hvað varðar skemmtiatriði og svo er einnig nú. Er því ekki hægt að tíunda það hér en víst mun að konurnar eiga ýmislegt léttmeti í fórum sínum. gk-. Mæðgurnar Inga Magnúsdóttir og Sólveig Birgisdóttir djúpt hugsi. Á æfíngu, það er leikkonan Sunna Borg sem leggur línurnar. Myndir: gk-. # Krunkað í Bergen Óljós tfðindi sunnan úr Reykjavík að íslendingar hafi í hyggju að senda 12 manna nefnd til Bergen, þegar Eurovision keppnin fer fram. Satt best að segja fannst Smáu og Stóru þetta vera full mikið. Því var. sest niður og reiknað. Reiknimeist- arar komust fljótt að þeirri niðurstöðu að þarna færí einn fulltrúi fyrir hver 20 þúsund Frónbúa. Haldið var áfram að reikna. Með sömu reikniaðferð kom- ust menn fljótt að þeirri niðurstöðu að enska sendínefndin væri nokk- uð fjölmennari eða rétt tæp þrjú þúsund manns. Nú er það næsta víst að enskir senda aldrei svo marga til Bergen og ef- laust væri hægt að skera niður íslensku sendi- nefndina án þess að það bitnaði mjög á lagi því sem ætlunin er að flytja. Sjálfsagt hnussar í sendi- nefndinni þegar menn eru að agnúast út í þetta lítil- ræði. En saklausum skatt- greiðendum norður í landi svíður það svolítið sárt að heyra af skemmtiferðum á borð við þá sem þarna á að fara. Eitt er klárt: Söng- vararnir verða að fara og einhver til að stjórna hljómsveitinni. Af kurt- eisisástæðum er rétt að höfundur lags og hans kona fari einnig, þó svo lítil hætta sé talin á að þau verði ónáðuð í sætum sínum. En hvað er Hrafn Gunnlaugsson að fara? Hvað í veröldinni er Pétur Guðfinnsson að fara? og því í ósköpunum fara þeir • Tími sparnaðar Egill Eðvarðsson og Björn Björnsson? Er virki- lega þörf á förðunarmeist- ara? Geta norsarar ekki lagt fram hæfan mann á því sviði? Og hverju breytir nærvera þeirra Björns og Egils? og hvað er hann Þorgeir Ástvalds- son að fara? Eiga þeir Hrafn og Þorgeir að tala til skiptis í beinu útsending- unni? Ætli Pétur eigi að hjálpa þeim við þýðing- una? Eiga Egill og Björn að hjálpa söngvurunum í buxur og jakka? Hvað í veröldinni á þessi ferða- gleði að þýða?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.