Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 9
20. maí 1986 - DAGUR - 9 Tæknisvið VMA: Margvíslegir möguleikar til náms - Höfum komið okkur upp þokkalegri aðstöðu, sagði Haukur Jónsson kennslustjóri „Það er stefnan að allir þeir sem hefja iðnnám fari í gegnum grunndeild, sem starfandi er hér við Verkmenntaskólann. Fyrirtæki hafa á undanförnum árum tekið grunndcildarnema fram yfir aðra,“ sagði Haukur Jónsson kennslustjóri á tækni- sviði Verkmenntaskólans á Akureyri, en Dagur ræddi við Hauk á dögunum um ýmsar nýjungar sem á döfinni eru á tæknisviði skólans. Á tæknisviði VMA stunda nám um 250 nemendur á ári, flestir frá Akureyri og Eyjafirði, en að sögn Hauks hafa nemendur kom- ið frá flestum landshlutum til náms á tæknisviði. Eftir að nemendur hafa lokið prófi úr níunda bekk grunnskól- ans geta þeir sótt um nám í Verk- menntaskólanum og hafið nám í grunndeild ýmissa iðngreina. í grunndeildinni læra nemar að vinna á verkstæðum og eru 24 tímar á hvorri önn í kennslu á verkstæði. Með þessu móti stytt- ist samningsbundið iðnnám um eitt ár. Að lokinni grunndeild geta nemar farið á hefðbundinn samning, eða sest í framhalds- deild skólans. Nú geta nemar einnig gert starfssamning við meistara og unnið hjá þeim í stuttan tíma, 4-6 mánuði, en í heild er þjálfunartími hjá meist- ara 20 mánuðir eftir framhalds- deild. Þessari þjálfun er hægt að ljúka án þess að gera hefðbund- inn samning. En samkvæmt gamla meistarakerfinu voru iðn- nemar bundnir hjá einum og sama meistaranum allan tímann. Eftir þjálfunartímann fara nemar í sveinspróf. „Það má segja að nú sé um að ræða blöndu af gamla meistarakerfinu og að nemar ljúki sínu námi við skólann," sagði Haukur. „Grunndeildin hér hjá okkur er mjög vel búin tækjum og það er lögð á það rík áhersla að nem- ar þrífi og gangi vel um. Við stefnum að því að allir nemar hjá okkur sæki nám í grunndeild. Það gefur þeim meiri möguleika og bindur ekki eins hendur bæði þeirra og meistaranna.“ Sagði Haukur að það væru ekki allar iðngreinar sem viður- kenndu framhaldsdeild skólans. Er það einkum vegna þess að tal- ið er að tækjakostur og aðstaða veiti ekki fullnægjandi þjálfun í þeirri grein sem nemar hafa valið sér. Stál-, renni- og vélsmíði, hús- og húsgagnasmíði eru greinar þar sem samtök iðnaðarmanna hafa viðurkennt aðstöðu í skólanum til kennslu í framhaldsdeild. Hársnyrtibraut á næsta hausti Fyrirhugað er að næsta haust hefjist á tæknisviði VMA kennsla á hársnyrtibraut. Þeim nemum sem hyggja á nám á þeirri braut eru sett þau skilyrði að þeir séu á samningi hjá meistara eða hafi vilyrði fyrir samningi. Er það gert til að nemar hafi vissu fyrir að eitthvert framhald verði á þeirra námi að aflokinni grunndeild- inni. Alls verða teknir inn 12 nemar á hársnyrtibrautina. Nám- ið tekur alls 31Ó ár og fyrirkomu- lag þess er þannig að nemar fara í grunndeild í hársnyrtigreinum og tekur það eitt ár. Síðan er starfsþjálfun hjá meistara í eitt ár. Þriðja árinu er skipt þannig að á fyrri önn er námið stundað í skólanum en á seinni önn er starfsþjálfun og svo er einnig um síðasta hálfa árið. „Þetta hefur verið mjög vinsæl grein og er ein stærsta deildin í Iðnskólanum í Reykjavík. Meist- arar hér á Akureyri hafa verið dálítið hræddir við að hafa hér opna grunndeild, einkum vegna þess að hér myndu nemar læra undirstöðuatriði í hárgreiðslu og ef þeir eru ekki á samningi væru þeir stopp. Einhverjir gætu farið út í að klippa heima hjá sér og tækju þannig vinnu frá meistur- unum auk þess sem engin full- vissa væri fyrir því að viðkom- andi hefði nægilega kunnáttu eða hæfileika til að stunda starfið. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að við förum hægt í sak- irnar. En það er mjög sterkur vilji meðal meistara hér á Akureyri að þetta nám hefjist við skólann og þeir hafa stutt við bakið á útskrifaðir 10 tækniteiknarar úr deildinni og núna eru í deildinni 8 nemar. „Þetta hefur verið ákaflega vinsælt nám og þeir sem það hafa stundað eru á öllum aldri. Þessi tími er mjög hentugur fyrir skrif- stofu- og verslunarfólk og fólk úr þeim starfsgreinum hefur mikið sótt í þetta nám.“ Vélstjórnarbraut Við Verkmenntaskólann hefur verið boðið upp á vélstjórnar- braut í nokkuð mörg ár. Fyrir tveimur árum var vélstjórnar- námið endurskipulagt og skiptist það nú upp í fjögur stig og veitir hvert stig ákveðin réttindi. Að afloknu fyrsta stigi veitir það rétt- indi til að stjórna allt að 300 hest- afla vél og allt að 1000 hestafla vél að loknu öðru stigi. Tvö fyrstu stigin er hægt að taka hér á Ákureyri, en eftir það hefur leið- in legið í Vélskóla íslands. „Aðsókn á vélstjórnarbraut hefur verið nokkuð sveiflukennd. En það sem gerir þetta nám Haukur Jónsson. spennandi núna, er að við erum að kaupa vélarrúmshermi sem væntanlegur er í haust. Við erum enn ekki farin að gera okkur grein fyrir hvaða breytingar hann hefur í för með sér, aðrar en þær að hann mun gjörbylta allri kennslu í vélstjórn. Vélarrúms- hermirinn býður upp á ótal möguleika. Hann er tölvustýrð- ur, þannig að hægt er að setja á svið ýmis tilfelli sem upp geta komið. Það er t.d. hægt að herma eftir því þegar vél bræðir úr sér og sýna nemum hvað gerist. Þannig að það verður ekkert mál að bræða úr einni vél! Það verður bara spurning um að „prógramm- era“ tölvuna. Það má segja að slíkt nám verði að einhverju leyti fyrir- byggjandi, þ.e. nemar geta séð IÐNÁM OG TÆKNINAM AÐ LOKNUM GRUNNSKÓLA RAFVIRKJUN RAFEINDA- RAFVÉLAVIRKJUN VIRKJUN HÚSASMÍÐI SAMNINGSBUNDIÐ IÐNNAM: BIFREIÐASMlÐI VÉLVIRKJUN HÚSASMlDI HÚSGAONASMlÐI MÚRSMlDI PÍPULAGNIR STÁLSKIPASMlÐI STÁLVIRKJUN BIFVÉLAVIRKJUN BLIKKSMlDl BAKARAIÐN BÓKAGERÐ MÁLARAIÐN HÁRSKURÐUR □ □ VERKMENNTASKÓLINf Á AKUREYRI I IÐNSKÓLINN | í REYKJAVÍK | VÉLSKÓLI ÍSLANDS VERKLEG PJÁLFUN Á VINNUSTAÐ HÚSGAGNASMÍÐI RENNISMÍÐI o.f.l. HÁRGREIÐSLA (samningur) 9. BEKKUR GRUNNSKÓLA GRUNNDEILD RAFIÐNA SAMNINGUR I 4. AR SVF.INSPRÓF- 5. ÁR. RAFEINDA- VIRKJUN 11 »»i ■i ftmtti FRAMHALDSNAM ERLENDIS UNDIRBÚNINGSDEILD TÆKNISKÓLA RAUNGREINADEILD TÆKNISKÓLA hvaða ástæður eru þess valdandi að vél bræðir úr sér. Með tilkomu hermisins von- umst við til að geta fært þriðja stig námsins hingað til Akureyr- ar. Við ætlum að taka eitt og eitt skref í einu, en draumurinn er auðvitað sá að geta boðið okkar nemum upp á að ljúka sínu námi héðan, því það er stefna okkar að geta ekki einungis boðið nemum upp á að hefja sitt nám hérna, heldur einnig að ljúka því.“ Iðnrekstrarfræði Verkmenntaskólinn mun að Jík- indum hefja kennslu í iðnrekstr- arfræði haustið 1987. Nám þetta hefur verið hægt að stunda við Tækniskóla íslands í tvö til þrjú ár, að sögn Hauks. „Tilgangurinn með þessu námi er að mennta fólk bæði þannig að það búi að tækniþekkingu sem og þekkingu á rekstri fyrirtækja. Það hefur vantað fólk sem hefur þessa þekkingu inn í lítil iðnfyrirtæki. Lítil fyrirtæki hafa ekki ráð á að ráða til sín bæði viðskiptafræð- inga og verkfræðinga, en tilgang- ur iðnrekstrarfræðinnar er að mennta fólk þannig að það hafi bæði kunnáttu í markaðsöflun og vöruþróun og geti þar af leiðandi stjórnað bæði framleiðslustjórn- un og sölumálum,“ sagði Hauk- ur. Nám í iðnrekstrarfræði tekur eitt og hálft ár, en tæknifræðingar þurfa einungis að bæta við sig einni önn til að útskrifast sem iðnrekstrarfræðingar. „Þörf markaðarins er mikil fyr- ir menn með þessa þekkingu,“ sagði Haukur „og við eigum von á að það muni reynast vinsælt." Skóli í uppbyggingu Fyrir þá sem á iðnnám hyggja eru möguleikarnir við VMA marg- víslegir. Sagði Haukur að að- staða á tæknisviði skólans væri nokkuð góð, „við höfum komið okkur upp þokkalegri aðstöðu til kennslu hér. En þetta er skóli í stöðugri uppbyggingu, gott hús- næði er fyrir hendi, en tækjakost- ur verður einnig að vera góður. Við höfurn keypt talsvert af nýj- um tækjun og einnig eigum við mikið af eldri tækjum sem við höfum fengið að gjöf frá fyrir- tækjum. En því er ekki hægt að leyna að við leggjum fram svo- kallaðan óskalista á hverju ári um þau tæki sem okkur þykir brýnast að fá, en það er alltaf eitthvað skorið niður." Við spurðum Hauk að lokum hvort kvenfólk sækti í einhverju mæli á tæknisviðið. Sagði hann að ákaflega sjaldgæft væri að sjá kvenfólk í deildinni. „Hér er um margvísiegt nám að ræða og mörg þessara starfa eru kjörin fyrir kvenfólk," sagði Haukur um leið og hann vildi beina þeirri ábendingu til kvenfólksins að sækja meira inn á þessar brautir. -mþþ okkur, enda komum við til með að leita til þeirra með kennara. Á hársnyrtibrautinni verður kennt eftir bandarísku kerfi sem nefnist Pivot Point. Að baki því stendur ákveðið fyrirtæki hár- greiðslumeistara í Bandaríkjun- um og kemur það til með að útvega námsgögn, svo sem hár- kollur, greiður og annað sem til kennslunnar þarf. Innrétta þarf stofu undir hillur og annað sem til þarf,“ sagði Haukur. Tækniteiknun Á tæknisviði VMA hefur tækni- teiknun verið kennd um árabil. Um er að ræða eins árs nám, sem lýkur með því að nemar fá rétt- indi til að vinna á verkfræði- eða arkitektastofum. Við VMA hefur verið valin sú leið að gera skól- ann að síðdegis- eða kvöldskóla og er honum þá lokið á tveimur árum. Nemar eru teknir inn ann- að hvert ár. Á síðasta ári voru Hinir geysivinsælu DAIHATSU bílar til afgreiðslu strax. Allar almennar bílaviðgerðir. Umboð Varahlutir daihatsu Viðgerðir BHVIRKI sf. Fjölnisgötu 6 - Sími 23213

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.