Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 5
20. maí 1986 - DAGUR - 5 Sumir hlýddu með athygli á framsöguerindin, en aðrir notuðu tímann til að ræða málin á lágu nótunum. Á myndinni má m.a. sjá Erling Davíðsson, Jón Arnþórsson og Jón G. Sólnes. Hér hefur greinilega eitthvert alvarlegt málið verið til umræðu, svo sem sjá má af svipbrigðunum. með Jón Björnsson í broddi fylk- ingar hefur haft með öldrunar- málin að gera undanfarin ár. Hins vegar mun sá málaflokkur færast yfir til sérstaks öldrunar- ráðs á næsta kjörtímabili enda skipa málefni aldraðra æ stærri sess innan bæjarkerfisins ár frá ári og sú þróun mun eflaust halda áfram. Gamla fólkið er þó ekki alveg sátt við að missa forsjá Jóns Björnssonar og hans fólks eins og eftirfarandi samþykkt, sem fund- arstjóri las upp á fundinum, ber með sér: „Við félagar í Félagi aldraðra á Akureyri beinum þeirri eindregnu ósk til væntan- legra bæjarfulltrúa að þeir hlutist til um að félagið megi framvegis sem hingað til njóta starfs og stjórnunar hins ágæta og ötula manns, Jóns Björnssonar hjá Fé- lagsmálastofnun bæjarins. Það hefur verið mikið lán að mega hlíta hans forsjá og þess indæla fólks er með honum hefur unnið að málum félags okkar. Ég mæli fyrir hönd okkar allra er ég þakka þau ágætu störf og þann hlýhug sem við njótum hjá þessu fólki og kunnum við vel að meta það er líða fer á daginn. Munið þetta og festið í minni frambjóð- endur góðir.“ Frummælendur stigu nú aftur í pontu í sömu röð og fyrr nema hvað Freyr Ófeigsson talaði fyrir Alþýðuflokk í seinna skiptið. Þeir höfðu nú helmingi skemmri tíma en áður til að svara fyrir- spurnunum og segja nokkur orð að lokum. Fimm mínúturnar dugðu því naumast til að koma öllum svörunum á framfæri en þó var mesta furða hversu mörgu frambjóðendurnir náðu að svara. Aðalsteinn veifaði klukkunni miskunnarlaust þegar tíminn var útrunninn og urðu menn að hlíta þeirn úrskurði. Frambjóðendurnir sögðust hafa haft mikið gagn af þessari heimsókn til aldraðra og eflaust hefur það verið gagnkvæmt, alla- vega hefur margur látið það ráð- ast á þessum fundi við hvaða bókstaf hann setur krossinn á kjördag. Dalvík x-b Óskar Pálmason 3. sæti B-listans. Við leggjum áherslu á öflugt skólastarf og viljum að næsta framkvæmd á vegum bæjarfélagsins verði skólabygging. Konurnar sem sæti eiga á framboðslista framsóknarmanna á Akureyri buðu til kökukvölds á fímmtudag í síðustu viku, að Eiðsvallagötu 6, kosningaskrifstofu B-listans. Greinarhöfundur, Kolbrún Þormóðsdóttir, situr lengst til vinstri á myndinni. Mynd: HS Kolbrún Þormóðsdóttir, 4. maður á lista framsóknarmanna á Akureyri: Hugleiðingar um mál- efni eldri bæjarbúa í upphafi skal endinn skoða. Hér á Akureyri þarf svo sannar- lega að bæta úr málefnum eldri bæjarbúa. Við verðum að taka upp svokallaða húsnýtingar- stefnu. En það er að nýta, endur- bæta og aðhæfa það húsnæði sem um er að ræða hverju sinni, íbú- um þess, ungum sem eldri. . Ég bendi á nýju húsnæðismálalögin sem taka gildi 1.9. ’86 og munu auðvelda slíkar framkvæmdir. Sjálfsbjargarviðleitnin er rík í okkur íslendingum, sem betur fer. Fólk á að fá að ráða hvar og hvernig það vill eyða efri árun- um. Margir hafa því miður þurft að vinna meira en mannsæmandi vinnudag til þess að endar nái saman. Fólk kvíðir því samt að hætta að vinna, því eftir allt strit- ið er afkoma ævikvöldsins síður en svo trygg, hvorki hvað varðar húsnæði eða fjárhag. Við lands- menn erum á hraðri leið að skipuleggja þrjú þjóðfélög úr einu. Þetta er mjög miður, því ég er þess fullviss að mikið af menn- ingarverðmætum glatast, við skiptingu kynslóðanna. Ég skil vel þá sem vilja vera sjálfstæðir í sínu hverfi. Ég vil að eldri bæjar- búar geti búið áfram þar sem þeir vilja, geti aðhæft húsnæðið eftir þörfum og njóti félagslegra rétt- inda og heimilisaðstoðar eftir þörfum hvers og eins. Hverfin eiga ekki að vera svefnbústaðir eingöngu, heldur eiga allir aldurshópar að búa í hverfunum. Börn og eldri bæjar- búar þyrftu ekki að vera eins einmana og raun ber vitni heldur gætu sameinast um félagsleg tengsl og samveru. Mikið og óeigingjarnt starf hafa þær konur unnið sem starfa að heimilishjálp hér í bænum. Ég veit að vinnutími þeirra er ekki 8-4 eða 9-5, og að margar þeirra vinna hreina sjálfboðavinnu utan vinnutímans. Slík er þörfin félagslega séð. Þessar konur eiga heiður og þakklæti skilið og að sjálfsögðu bætt kjör. Margt gott hefur vissulega verið gert í málefnum eldri bæjarbúa, en bet- ur má ef duga skal. það er skylda okkar allra að vinna saman að þessurn málum. Kolbrún Þormóðsdóttir. Uiögni—----------------- Að fengnum stimpli Mér er nær að halda að aumk- unarverðasta skepna jarðar- innar sé Homo automobilens- is islandicus eða hinn íslenski blleigandi. Hann er ofsóttur, píndur og hundeltur og gegnir raunar furðu að tegundin skuli ekki vera útdauð fyrir löngu eins og Dínósárar fornaldar og íslenski geirfuglinn. Látum það vera, þótt mánaðarlaunin fari í bensín og smurolíu. Lát- um það vera þótt slá þurfi vlxla til þess að kaupa til skipt- is vetrar- og sumardekk. Lát- um þaö Hka vera, þótt bruna- hanar stökkvi I veg fyrir bílinn og stórskemmi vinstra aftur- brettið. Og við skulum líka láta það liggja á milli hluta þótt smurpungurinn bili og sé gjörsamlega ófáanlegur I hjálpartækjabankanum. Nei, ósköpin byrja um leið og kaupa á bíl. Fyrst er að skrifa nafn sitt og númer á óteljandi pappíra I þrí- eða fjórriti. Þá er að drífa sig upp á fógetaskrifstofu til að fá þar stimpil. En frá fógeta er maður sendur á skrifstofu tryggingar- félagsins til þess að fá þar stimpil fyrst. Síðan aftur til fógeta og loksins er stimplað. Nú, þá liggur leiðin upp á eftir- lit, en þar reynast margstimpl- aðir pappírarnir ekki nógsam- lega stimplaðir. Aftur á fógeta- skrifstofuna og aftur stimplað. Upp á eftirlit, en þá vantar stimpil upp á Ijósaskoðun. Út á verkstæði. Pera í hægra aft- ur-stefnuljósi biluð. Rokið í þrjár varahlutaverslanir og loksins fæst rétt pera. Aftur á verkstæðið og peran á sinn stað og stimplað með tilþrif- um. Upp á eftirlit, en þá er klukkan orðin fjögur og búið að loka þann daginn, og læsa niður alla stimpla. Þá er vaknað í býtið daginn eftir og byrjað á ný. Loksins er langþráður stimpill á lofti og sér fyrir endann á þrautagöng- unni. En vertu hægur. Það er mikið eftir. Manni er rétt skrúf- járn og fleiri áhöld til að losa og festa númer á bíia. Það skal fúslega viðurkennt að undirritaður veit það eitt um skrúfjárn, að mjórri endinn á að vísa fram. Þó tekst á ein- hvern yfirnáttúrulegan hátt að koma númera-skiltunum á sinn stað. Undarleg og óskiljanleg sigurgleði er að taka vöid þrát fyrir blóðrisa fingur og drullu upp fyrir haus. En sigurgleðin er skamm- vinn. Þegar heim er komið, vekur konan athygli manns á því að ekki sé sama númer á bílnum aö aftan og framan. En hvaða vit hafa konur á bílum? Enda kemur það í Ijós við nán- ari athugun, að númerið aö framan er A-10715, en að aft- an A-51701. Högni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.