Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 11
20. maí 1986 - DAGUR - 11 -myndlist_________________________ Frumsýning Ragnheiðar - Um sýningu Ragnheiðar Þórsdóttur í Gamla Lundi 1: PIOMEER Bíltæki og hátalarar. Vikuna 1. til 8. maí síðastliðinn hélt ungur listamaður, Ragnheið- ur Þórsdóttir, sína fyrstu sjálf- stæðu myndlistarsýningu í Gamla Lundi á Akureyri. Pví miður virðast fjölmiðlar enn einu sinni hafa brugðist upplýsingaskyldu sinni hvað listviðburði snertir og er löngu kominn tími til þess, að þeir taki upp ákveðnari stefnu hvað frásagnir af listviðburðum varðar. Vegna fjarveru úr bænum átti undirritaður þess ekki kost að heimsækja sýningu Ragnheiðar, fyrr en á síðasta sýningardegi. Sú er meðal annars skýringin á þess- ari síðbúnu umsögn. Margir virð- ast hins vegar haldnir þeim mis- skilningi, að það sé hlutverk list- rýnis að geta um væntanlegar, eða yfirstandandi sýningar, en svo er ekki. Það er hlutverk fréttamanna. Eins og fyrr er getið, var þessi sýning Ragnheiðar frumraun hennar á sýningarsviðinu og von- andi ekki sú síðasta. Ragnheiður nam á sínum tíma við Myndlista- og handíðaskóla íslands (textíl- deild) og seinna við John F. Kennedy University í San Fran- cisco. Þar tók hún mastergráðu í frjálsri myndlist. Síðastliðinn vet- ur kenndi Ragnheiður mynd- mennt við Síðuskólann hér á Akureyri. Yfir sýningu Ragnheiðar var sérlega sterkur heildarsvipur og greinilegt á vinnubrögðum henn- ar að þau eru markviss og forðast hún að reisa sér hurðarás um öxl. Ragnheiður hefur að sjálfsögðu unnið mikið að myndvefnaði, en Vegna veikinda átti ég þess ekki kost að sjá sýningu Sam- úels í Bjargi. Það er skýringin á því að umsögn kom engin frá minni hendi hér í blaðinu. R. Lár. Ragnar Lár skrifar aðeins eitt myndvefnaðarverk var á þessari sýningu hennar. Það var verkið „Vonin11^ sem er í senn fallegt og persónulegt verk. Langflest verkin í neðri salnum voru unnin í svart/hvítu. Mörg þeirra voru hreinar kolteikning- ar, sem undirrituðum fundust gerðar sem formyndir að textil- verkum, en textil á greinilega sterk ítök í Ragnheiði og undrar engan sem til náms hennar þekkir. Hins vegar standa þessar kolteikningar vel fyrir sínu sem sjálfstæð verk. Mesta athygli undirritaðs vöktu hins, vegar myndir sem Ragnheiður vinnur með tækni sem er hennar eigin uppfinning. Um er að ræða mál- verk og teikningar sem Ragn- heiður sker í ræmur og fléttar síðan saman á ný og nær hún á þann hátt fram afar skemmtileg- um áhrifum í formum og áferð. Þetta er vandasöm aðferð og varla á færi annarra en þeirra sem þekkja galdur vefsins. I risi Gamla Lunds sýndi Ragn- heiður nokkur olíukrítarmálverk og í þeim réð litagleðin ríkjum. Það var rétt ákvörðun að halda þeim myndum aðskildum frá svart/hvítu myndunum í aðal- salnum. Ragnheiður Þórsdóttir fór vel af stað með sinni fyrstu sýningu og verður gaman að fylgjast með henni, ef hún þróar verk sín af sömu marksækni. Undirritaður hefði persónulega kosið að sjá fleiri myndvefnaðarverk á sýn- ingunni, en sú ósk er að sjálf- sögðu byggð á tilætlunarsemi. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að myndvefnaður á sterk ítök í myndsköpun Ragnheiðar og myndhugsun allri. R. Lár. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Inntökupróf Inntökupróf í Myndlistaskólann á Akureyri fyrir skólaárið 1986-1987 verður haldið dagana 2.-4. júní n.k. Umsækjendur láti skrá sig í skrifstofu skólans fyrir 23. maí. Allar nánari upplýsingar í síma 24958. Skólastjóri Kjörskrá til prestskosninga í Kaupangssókn Öngulsstaða- hreppi liggur frammi frá 15.-26. maí nk. á eftirtöld- um stöðum: Þórustöðum 5, Kaupangi og Ytra- Hóli II. Kærufrestur er til 1. júní. Sóknarnefnd. Úrval af veiðivörum. Fyrir byrjendur sem lengra komna. SÍMI (96)21400 II BILAHOLLIN Opnuðum í dag eina glæsilegustu bílasölu landsins! Haldgóð reynsla sölumanna og 600 m2 sýningarsalur tryggja góða rB^asava þjónustu BILAHOLLIN STRANDGÖTU 53 (gamla BSA-verkstæðinu) S 23151 0 23484

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.