Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 12
★ Töflumælar volt-amper-rið-KW mælar með og án varna -<x>- -fi- STRAUMRASSF ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988 „Heimilið ’86 Norðlendingum boðin þátttaka Dagana 28. ágúst til 7. sept- ember á þessu ári mun fyrir- tækið Kaupstefnan í Reykja- vík gangast fyrir sýningunni „Heimilið ’86.“ Sýningin verð- ur haldin í Laugardalshöllinni. Kaupstefnan hefur boðist til að setja upp sérstaka Norður- landsdeild á sýningunni. Fjóðrungssamband Norðlend- inga hefur ákveðið að standa að þessari sýningu og beita sér fyrir þátttöku norðlenskra fyrirtækja í henni. Petta mun verða gert í samstarfi iðnþróunarfélaganna á Norðurlandi. Eins og segir í bréfi Fjórðungs- sambands Norðlendinga, sem sent hefur verið fyrirtækjum á Norðurlandi. „Telja verður þetta kjörið tækifæri fyrir norðlensk fyrirtæki að sýna framleiðslu sína á höfuðborgarsvæðinu fyrir hæfi- legan kostnað. Petta er jafnhliða sölusýning framleiðenda. Sá möguleiki er fyrir hendi að smærri fyrirtæki frá sama byggða- lagi geti sameinast um einn sýn- ingarbás, svo og minni sveitarfé- lög einnig.“ Ákveðnir eru fundir með fyrir- tækjum á Norðurlandi til undir- búnings þessu verkefni og verða þeir haldnir sem hér segir: Fyrir- tæki og aðilar austan Ljósavatns- skarðs (Þingeyjarsýslur), mæti á fund á Hótel Húsavík kl 13,30 þriðjudaginn 20. maí n.k. Fyrir- tæki og aðilar á Eyjafjarðar- svæði, mæti á fund í Álþýðuhús- inu við Skipagötu á Akureyri kl. 21,00 þriðjudaginn 20. maí n.k. Fyrirtæki og aðilar á Norðurlandi vestra, mæti á fund í Félags- heimilinu Bifröst á Sauðárkróki kl. 14,00 miðvikudaginn 21. maí n.k. Á fundina mæta fulltrúar frá Kaupstefnunni og skýra frá hug- myndum um fyrirkomulag sýn- ingarinnar. gej. Hljómsveitartónleikar í tilcfni af 40 ára starfsafmæli Tónlistarskólans á Akureyri, hélt skólinn hljómsveitartónleika í Skemmunni á hvíta- sunnudag. Þar léku kammerblásarasveit skólans, sinfóníuhljómsveit og svo „stúdíóhljómsveit“, sem sjá má á mynd- inni og er nýbreytni í starfsemi skólans. Áheyrendur voru um þrjú hundruð. Mynd: KGA Fólskuleq árás Aðfaranótt sunnudags var maður á Húsavík sleginn í höfuðið með flösku. Atburð- urinn átti sér stað á heimili mannsins og skildu árásar- mennirnir hann einan eftir rot- aðan og liggjandi í blóði sínu. Maðurinn var einn heima í íbúð sinni umrædda nótt er mennirnir knúðu dyra. í sama bili og maðurinn opnaði fyrir gestunum var hann sleginn í höfuðið með flösku af slíku afli að flaskan brotnaði. Gestirnir. virtust ekki eiga annað erindi því þeir tóku til fótanna og skildu manninn einan eftir, en hann rotaðist við höggið og skarst á höfði. Er maðurinn rankaði við sér gat hann náð í aðstoð og var fluttur í sjúkrahús þar sem sár hans voru saumuð saman. Árásin hefur ekki verið kærð til lög- reglu. Talsverð ölvun var á Húsavík umrædda nótt. Meðal annars hafði lögreglan afskipti af nokkr- um ungmennum sem ekki virtu lokunartíma sundlaugarinnar og fengu sér sundsprett. -IM Eldur í íbúöarhúsi Á laugardag kviknaði í íbúðar- húsi á Húsavík. Eldur varð laus í mannlausri íbúð og voru upptök eldsins út frá frysti- kistu. Fólk í næsta húsi varð eldsins vart og kallaði á aðstoð. íbúi í húsinu, nágrannar og lögregla gátu haldið eldinum í skefjum með handslökkvitæki þar til slökkviliðið kom á vettvang með reykkafara er réði niðurlögum eldsins endanlega. Skemmdir urðu í herberginu þar sem eldurinn kom upp og var mikill reykur í íbúðinni. Mikil mildi var að ekki fór verr þarna því húsið sem um ræðir er tveggja hæða timburhús. Ber það nafnið Hlíðskjálf og var byggt 1904. Ekki hefði langurtími mátt líða uns eldurinn hefði magnast svo að illa hefði gengið að ráða við hann. IM Bliki hf. Dalvík: Byggir þúsund fer- metra fiskvinnsluhús „Staðan hjá okkur er góð, nema það vantar fólk í físk- vinnsluna. Reyndar hefur það verið svo í allan vetur,“ sagði Ottó Jakobsson hjá Blika h/f á Dalvík, en það fyrirtæki er með fískverkun og útgerð á staðnum. Ottó sagði að auglýst hefði ver- ið í vetur eftir fólki, en ekkert hefði komið út úr því. „Fólk gefst upp á fiskvinnu og flytur suður og þar fer það í þjónustugreinar ýmiss konar, þar sem þar heldur að það sé að hreppa eitthvað betra. En því miður verður þetta fólk oft fyrir miklum vonbrigðum með skiptin. En þetta er allt spurning um kaup,“ sagði Ottó. Bliki h/f gerir út Blika EA-12, en hann er 150 tonn. Einnig sér fyrirtækið að hluta til um útgerð togarans Baldurs. Eins eru nokkrar trillur og bátar í við- skiptum við fyrirtækið. Ottó sagði að Bliki hefði verið á rækjuveiðum í vetur og hefði það verið mögulegt því nægjan- legt hráefni hefði fengist frá öðr- um bátum. Rækjan er síðan unn- in hjá Söltunarfélagi Dalvíkur, því rækjuvinnsluvélar eru ekki til hjá Blika h/f. Afli hefur verið góður hjá þeim bátum sem leggja upp hjá fyrirtækinu og fer mest af honum í salt. „Þó er venjan hjá okkur þegar hættir að frjósa á vorin að hengjum upp þorsk fyrir Ítalíu- markað og hefur það komið mjög vel út,“ sagði Ottó. Byrjað er að grafa grunn að nýju húsi Blika h/f og er þar um að ræða „framhald af því sem unnið hefur verið hjá fyritækinu. Það er ekki hugmyndin að breyta rekstrinum við þessa stækkun, heldur gefur hún möguleika á auknu plássi fyrir vinnsluna,“ sagði Ottó. Nýja húsið er um 1000 ferm að gólffleti. Bliki h/f á fyrir fiskverkunarhús, sem er svipað að stærð og það nýja verður. Framleiðsla Blika h/f er 430 tonn af saltfiski á ár og um 70 tonn af þurrfiski. gej- Svæðisútvarp og Rás 2: Kynning á framboðslistum Svæðisútvarpið á Akureyri hóf s.i. fímmtudag kynningu á þeim listum sem eru í framboði á stærri stöðum á Norðurlandi. Á fímmtudaginn var fjallað um D og H lista á Ólafsfirði. Á föstudaginn var svo fjallað um D, B og G lista á Dalvík. í kvöld verður fjallað um A og D lista á Siglufirði og á morgun um G, M og B lista á Siglufirði. Framhald verður á þessari kynningu svæðisútvarpsins fram að kosningum. Fyrirkomulag kynninganna er á þann hátt að einn maður frá hverjum lista kemur í „stúdíó“ og svarar spurningum fréttamanns um stefnu síns lista. Hlustendur svæðisútvarpsins fá einnig tæki- færi til að hringja og leggja spurningar fyrir frambjóðendur. Þessar kynningar hefjast kl. 17.30 og fær hver listi um 15 mínútur. Nk. fimmtudag 22. maí verða kynntir A og B lista frá Húsavík. Daginn eftir, eða föstudaginn 23. maí verða kynntir D, G og Þ list- ar á Húsavík. Þá er eftir kynning fyrir Akureyri, en þriðjudaginn 27. maí verða kynntir D og B listar. Daginn eftir verða G, A og M listar kynntir. í svæðisútvarpinu mánudaginn 26. maí verða kosningamál í Hrísey rædd, en þar er kosning óhlutbundin. Norðlendingum gefst einnig kostur á að hlusta á kynningar listanna á Rás 2. Kynnig listanna verður þessi: Miðvikudaginn 21. maí listar á Siglufirði, sunnudaginn 25. maí listar á Húsavík, mánudaginn 26. maí listar á Ólafsfirði, þriðjudag- inn 27. maí listar á Dalvík og miðvikudaginn 28. maí listar á Akureyri. Þessar útsendingar hefjast allar kl. 22.00. gej- Flugskýli á Blönduósi Nú er orðið ljóst að flugskýli mun verða reist við fíugvöll- inn á Blönduósi í sumar. Þar eru nú til tvær flugvélar í eigu áhugaflugmanna en alla að- stöðu hefur skort til þessa. Keypt hefur verið boga- skemma frá Hollandi og er hún væntanleg á næstunni, en búið er að jafna land undir hana og trúlega verður byrjað á sökkl- um um hvítasunnuna. Það eru eigendur flugvélana sem fyrir byggingunni standa en auk þess er öllum áhugamönnum um flug á Blönduósi velkomið að taka þátt í framkvæmdinni. Ekki er nokkur vafi á því að tilkomu flugskýlisins er beðið með óþreyju á staðnum því hingað til hefur eina ráð flugvélaeig- enda verið að tjóðra vélarnar niöur við hæla sem reknir hafa verið í jörðu í þessum tilgangi, og við flutningabíl eins flug- mannsins, ef eittþvað hefur ver- ið að veðri. Áætlaður kostnaður við flugskýlið er um 700 þúsund krónur, en það mun rúma 4 til 6 vélar. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.