Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR — 21. maí 1986 viðtal dagsins. mm, ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Ðlönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.__________________________ Dagur bætir þjónustuna Enn hefur verið gerð breyting á útgáfumálum Dags, sem miðar að því að auka þjónustu við lesendur. Sú breyting hefur nú verið gerð að útgáfutíma blaðsins er flýtt, þannig að á Akureyri á að vera búið að dreifa því fyrir khikkan átta á morgnana. Áskrifendur Dags á Akureyri geta því lesið fréttir dagsins með morgunkaffinu. Áður var blaðið prentað að morgni og komið til lesenda á Akureyri fyrir hádegið, í flestum tilvikum. Þetta veldur því einnig, að minni hætta er nú á því en áður, að blaðið nái ekki til áskrif- enda utan Akureyrar. Stundum hefur það vilj- að brenna við að prentun og dreifing hafi ekki verið nægilega tímanlega til að blaðið næði ferðum frá Akureyri til annarra þéttbýlis- kjarna á Norðurlandi. Vegna þessara breytinga ættu lesendur Dags að fá blaðið nýrra og með ferskari frétt- um en áður. Er vonandi að þeir kunni vel að meta, en þessi breyting kemur í kjölfar þess að Dagur varð dagblað sl. haust, sem mælst hefur vel fyrir meðal Norðlendinga. Norðlendingar á „Heimilið ’86“ Undirbúningur Kaupstefnunnar að sýning- unni „Heimilið ’86“ stendur nú sem hæst. Frá , árinu 1968 hafa verið haldnar 15 stórsýningar á borð við „Heimilið" og hefur aðsókn að jafn- aði verið mjög mikil. Þessar stóru sýningar eru yfirleitt mjög vel auglýstar og ná því til mikils fjölda og skapa áhuga á því sem er á sýningunum. Á undanförnum „Heimilis“-sýningum hef- ur margt verið til sýnis og kynningar sem ekki snýr með beinum hætti að heimilishaldi. Á þessum sýningum hafa raunar ótrúlegustu hlutir verið kynntir og markaðssettir í fyrsta sinn. Sem dæmi má taka af væntanlegri sýn- ingu, að þar verður í sérstökum sal haldin hugmyndastefna Iðnaðarráðuneytisins, þar sem uppfinningamenn og fjármálamenn leiða saman hesta sína. Norðlenskum fyrirtækjum er nú boðið að taka þátt í þessari sýningu og nýta þá hag- kvæmni sem samvinnan getur skapað. Þann- ig geta lítil fyrirtæki staðið jafnfætis stórum í kynningu á vörum sínum og þjónustu, en sýningar af þessu tagi virðast verða sífellt mikilvægari liður í kynningu og markaðssetn- ingu. Ástæða er til að hvetja Norðlendinga til að taka þátt í „Heimilinu '86“. „Meginmál kosninganna er að við höldum meirihluta í bæjarstjóm“ - Hulda Þórsdóttir sem skipar 4. sæti Framsóknarfiokksins á Daivík í viðtali dagsins Hulda Þórsdóttir skipar 4. sæt- ið á lista Framsóknarflokksins á Daivík við bæjarstjórnar- kosningarnar í lok þessa mán- aðar. Framsóknarmenn eiga nú 4 bæjarfulltrúa af 7 á Dal- vík og hafa því hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn. Þeir stefna auðvitað að því að halda sínu í það minnsta og má því segja að Hulda skipi baráttusætið á list- anum. Hulda Þórsdóttir verð- ur 26 ára í næsta mánuði. Hún er fædd að Akri í Öngulsstaða- hreppi og bjó þar til 17 ára aldurs. Þá flutti hún til Akur- eyrar. Hún lauk sjúkraliða- námi frá heilsugæslubraut Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1982 og starfaði í rúmt ár á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Haustið 1983 flutti hún til Dalvíkur og þar starfar hún sem fóstra á Krílakoti. Hulda er gift Júlíusi Viðarssyni múrara. Eg spurði Huldu fyrst að því hvers vegna hún hefði gefið kost á sér í framboð. „Það var haft samband við mig í apríl og ég spurð að því hvort ég vildi vera með í skoðanakönnun meðal Framsóknarmanna um niðurröðun á framboðslistann. Ég sló til og kom svo vel út úr þessari könnun að niðurstaðan varð sú að ég skipa 4. sæti listans." - Hvers vegna valdir þú Fram- sóknarflokkinn? Hafðir þú haft einhver afskipti af pólitík áður? „Ég hafði ekki komið nálægt pólitík þegar ég fluttist til Dal- víkur. Én þegar ég fór að hugsa um þessi mál var ég ekki í vafa um hvar ég væri í flokki. Stefna Framsóknarflokksins samræmist vel mínum skoðunum. Hvað Dalvík varðar finnst mér allt of mikið um það hjá hinum flokk- unum að gagnrýna einungis það sem miður fer án þess þó að benda á leiðir til úrbóta. Öfgarn- ar eru allt of miklar hjá öðrum flokkum. Ég tel mig vera öfga- lausa manneskju og þess vegna valdi ég Framsóknarflokkinn." - Hvert telur þú vera megin- mál þessara kosninga? „Ég er ekki í vafa um það að meginmál þessara kosninga er að framsóknarmenn nái að halda meirihluta í bæjarstjórninni. Ég tel það farsælast fyrir Dalvík og Dalvíkinga. Þar á eftir held ég að atvinnumálin séu mikilvægust. Atvinnuástandið hefur verið nokkuð gott að undanförnu en það þarf ekki mikið að bera út af svo að sígi á ógæfuhliðina. Þess vegna er mikilvægt að bæjar- stjórn haldi vöku sinni og styðji við atvinnufyrirtækin í bænum eins og hægt er.“ - Hver eru þín helstu áhuga- mál? „Ég hef mikinn áhuga á félags- málum almennt. Ég hef ekki starfað mjög mikið að félagsmál- um sjálf en fylgst náið með fram- gangi þeirra bæði á Dalvík og annars staðar. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að virkja einstaklingana mikið meira en gert hefur verið í félagsstarfinu. Unglingarnir t.d. geta gert tals- vert mikið sjálfir og það þarf ekki að rétta þeim allt upp í hendurn- ar, heldur einungis að koma þeim af stað. Hér var opnuð félagsmið- stöð ekki alls fyrir löngu og með tilkomu hennar stórbatnaði öll aðstaða til tómstundaiðkunar. En það þarf að halda áfram á þeirri braut að bæta íþrótta- og tómstundaaðstöðuna hér og skapa enn betri aðstæður en þeg- ar eru fyrir hendi.“ - Nú starfar þú á barna- heimili. Hvað vilt þú segja um þann málaflokk? „Eins og þjóðfélagið er í dag eru barnaheimili nauðsynleg. í flestum tilfellum er ekki nóg fyrir heimilið að hafa eina fyrirvinnu. Margt fólk á þess ekki kost að vera heima og verður að vinna úti hálfan eða allan daginn og setja börnin á barnaheimili. Hins veg- ar finnst mér margir vanmeta mikilvægi barnaheimilanna hvað varðar uppeldið og líta frekar á þau sem einhvers konar „geymslustofnanir". Viðhorfin eru oft á tíðum neikvæð þess vegna. Mér finnst mjög athug- andi að kanna þann möguleika að bæjarfélagið aðstoði foreldra á einhvern hátt til þess að gera þeim kleift að vera heima hjá börnum sínum í stað þess að greiða svo og svo mikið til þess að útvega þeim dagvistarrými." - Ertu bjartsýn á að ná kjöri í bæjarstjórn? „Já, ég er mjög bjartsýn um að það takist. Ég vil nota þetta tæki- færi til að hvetja fólk til að koma á skrifstofu Framsóknarflokksins og ræða við okkur. Sérstaklega vil ég hvetja unga fólkið sem er að fara að kjósa í fyrsta sinn til að koma og spjalla við okkur. Það fylgir því mikil ábyrgð að kjósa og ég veit að margir ungir kjós- endur eru óákveðnir og jafnvel ópólitískir með öllu. Ég vil bara benda á að við erum að kjósa okkur stjórnendur þessa bæjar næstu fjögur árin og ég vona að engum sé sama um það hvernig bæjarfélaginu okkar er stjórnað.“ BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.