Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 3
21. maí 1986 - DAGUR - 3 Ætli ég sé ekki með um 10 ha sem þarf að vinna, sagði Benedikt Hjaltason sem var að herfa. „Ég bý með minnk- andi kúabú“ - segir Benedikt Hjaltason á Hrafnagili Krossapróf fyrir sveitar- stjómarmenn -um skólamái ogkennslu í tengslum við væntanlegar sveitarstjórnarkosningar hefur Kennarasamband íslands sent frambjóðendum um allt land krossapróf þar sem þeim gefst kostur á að kanna þekkingu sína varðandi skólahald. Einn- ig eru þeir hvattir til að kynna sér sem flest atriði skólamála í heimahéraði. Með þessu plaggi vill Kennara- sambandið vekja athygli fram- bjóðenda á skólamálunum í þeirra sveitarfélagi og mælist til að þeir taki þau til sérstakrar athugunar. Frambjóðendur eru spurðir hvernig einstaka þáttum skólastarfsins er háttað í skólum í þeirra umdæmi, t.d. hvað varðar skólaskyldu, námsgreinar, sam- felldan skólatíma, skólamáltíðir, húsnæði, sálfræðiþjónustu og fleira. „Skólamál eru einn stærsti málaflokkur hvers sveitarfélags og því nauðsyn hverjum þeim sem býður sig fram að kynna sér þau mál rækilega. Samkvæmt lögum hafa sveitarstjórnir ákveðnum skyldum að gegna varðandi skólarekstur og eru ábyrgar fyrir skólahaldi í heima- byggð. Kennarasambandið vænt- ir þess að bæklingur þessi stuðli að málefnalegri umræðu og úrbótum í þessum efnum - þess er víða brýn þörf,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Kennara- sambandinu vegna þessa. BB. Benedikt Hjaltason bóndi á Hrafnagili var að herfa þegar blaðamann Dags bar að en gaf sér þó tíma til að spjalla smástund. - f>ú ert byrjaður á vorverkun- um þrátt fyrir kuldann? „Já en það er nú varla hægt að byrja á neinu, það er svo óvenju kalt, en ég varð að byrja svona snemma því það er svo mikið sem ég er með af flögum.“ - Ertu með mikið af nýrækt? „Það er verið að vinna þetta upp en ætli ég sé ekki með um 10 ha. af flögum sem fara undir grasfræ og grænfóður.“ - Hvaða búskap ert þú með? „Ég bý með minnkandi kúabú, ætli það séu ekki svona 36 eða 37 kýr.“ - Hvað með kvóta og það allt saman? „Það verður náttúrlega að minnka þetta, framleiðslan er of mikil.“ - Og samt ert þú að rækta upp meiri tún. „Já maður verður að fá sem best hey og reyna að kaupa lítinn fóðurbætir." - Hvernig er svo að búa svona nálægt Akureyri? „Pað er mjög gott. Ég vildi að minnsta kosti ekki skipta á ein- hverri afdalajörð." G.Kr. Notar þúCÍO? Pjónusta í miðbænum. GLERAUGNAÞJÓNUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI 24646 Héraðssýning Kappreiðar - Töltkeppni Héraðssýning kynbótahrossa, kappreiðar og tölt- keppni verða haldnar að Melgerðismelum 7. og 8. júní nk. Mótið verður jafnframt notað til úrtöku fyrir landsmót. í kappreiðum verður keppt í 150 og 250 m skeiði 250, 350 og 800 m stökki og 300 m brokki. Skráning kynbótahrossa fer fram hjá BSE Óseyri 2 en önnur skráning fer fram hjá Hestasporti Helgamagra- stræti 30. Mótið er öllvun opið en skráningu lýkur 26. maí. Mótshaldarar. Dalvík: Sex verkamanna- bústaðir afhentir - Hægt að verða við öllum umsóknum Fyrir skömmu voru afhentar 6 íbúðir sem byggðar voru á Dal- vík samkvæmt verkamanna- bústaðakerfinu. Eru íbúðirnar í fjölbýlishúsi sem reist var við Karlsrauðatorg. íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja og er flutt í þær allar. Snorri Finnlaugsson bæjarrit- ari á Dalvík sagði að umsóknir um íbúðirnar hafi verið 6 talsins, þannig að hægt var að sinna þeim öllum. Greiðsluskilmálar eru þeir að kaupandi greiðir 10% í verði íbúðarinnar og fær 90% lánuð hjá húsnæðismálastjórn til 43 ára. íbúðirnar eru mjög góðar að sögna Snorra. Hann sagði einnig nokkuð af íbúðum í verka- mannabústöðum hafa komið til endursölu, en eftirspurn væri nánast engin. Pví hyggðust bæjaryfirvöld á Dalvík að staldra við í srníði íbúða og kaupa frekar íbúðir á frjálsum markaði, því mjög mikil eftirspurn væri eftir leiguíbúðum og mjög erfitt að fá slíkar íbúðir á Dalvík. Er hug- myndin að tengja kaupin á frjáls- um markaði bústaðakerfinu og hafa þannig íbúðir fyrir þá sem á þyrftu að halda. gej- Sauðárkrókur: Kosn I ngaskrifstof a Framsóknarflokksins Framsóknarfélögin á Sauöár- króki eru með kosningaskrif- stofu fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar sem í hönd fara. Er skrifstofan til húsa í Framsókn- arhúsinu viö Suðurgötu og er opin alla virka daga frá kl. 17 og á laugardögum frá kl. 10-18. Að sögn Jóns E. Friðrikssonar á skrifstofunni er heldur að fær- ast líf í kosningabaráttuna og stuðningsmenn flokksins hafa verið duglegir að líta inn. T.d. komu um sextíu manns á kaffi- kvöld sl. mánudagskvöld þar sem sýnd var nýleg kynningarmynd um Sauðárkrók. Nk. mánudags- kvöld verður á kaffikvöldi til sýn- is mynd frá héraðssýningu kyn- bótahrossa á Léttfetavelli 1985 o.fl. Að endingu vildi Jón hvetja stuðningsfólk til að koma á skrif- stofuna og taka þátt í starfinu þessar síðustu vikur fram að kosningum. -þá Hleöslusteinar Höfum tvær stærðir: A) Litla í garða og stalla. B) Stóra í vegakanta og víðar. Gerðu garðinn þinn frægan og notaðu hieðslusteinana frá okkur. Litlir 36 kg. Stórir 350 kg. Höfum einnig hálfa steina og hornsteina fyrir 90° inn- og úthorn. Reiðhjólasteinar Framleiðum þrjár gerðir reiðhjólasteina með mismunandi breiðri hjólaklauf (A). Hentugt fyrir skóla og vinnustaði jafnt sem heimili. Mismunandi möguleikar á uppröðun. MOL&SANDUR HF. STRENGJA- STETPAN HF v/SÚLUVEG - PÓSIHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (86)21255

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.