Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 7
21. maí 1986 - DAGUR - 7 bæjarstjórnarkosningarnar á Dalvík ’86. Á Dalvík er mjög blómlegur tónlistarskóli, líklega einn sá stærsti á landinu, með rúmlega 100 nemendur. Árið 1982 voru nemendur örfáir en bæjarstjórn hafði forgöngu um að ráða kennara að skólanum og gæða tónli$tarlífið nýjum krafti. í framhaldi af þessu hefur allt tón- listarlíf á Dalvík tekið mikinn fjörkipp. Æskulýðsheimili og skíðalyfta í upphafi kjörtímabilsins var mikið rætt um að ráða æskulýðs- fulltrúa á Dalvík. Menn tóku sér nokkurn umhugsunartíma en æskulýðsfulltrúi var ráðinn árið 1983. Þetta starf hefur verið í mótun síðan en með þessari ráðningu er yfirstjórn æskulýðs- mála komin á eina hendi og finnst flestum það til mikilla bóta. einn áfanga í nýja grunnskóla- húsinu auk þess sem mikið hefur verið framkvæmt innan dyra. Þeg- ar húsið var tekið í notkun voru einungis tvær stofur tilbúnar og síðan hafa fleiri bæst við smátt og smátt. Mikill áhugi er fyrir því á Dal- vík að bjóða áfram upp á nám á skipstjórnarbraut sem þar hefur verið í nokkur ár. Þetta nám samsvarar fyrra ári í Stýrimanna- skólanum til venjulegs skip- stjórnarprófs. Hugmyndin er sú að í framtíðinni verði jafnvel hægt að koma upp fullkomnum stýrimannaskóla á Dalvík. Á kjörtímabilinu eignuðust Dalvíkingar Safnahús og mun vera ætlunin að í því húsi verði í framtíðinni bæði náttúrugripa- safn og byggðasafn. Þá flutti bókasafnið í nýtt húsnæði í kjall- ara Ráðhússins en staðið hefur til að koma safninu í viðunandi húsnæði í eina tvo áratugi! Hér- aðsskjalasafnið sem Dalvíkingar eiga ásamt Svarfdælingum er einnig í Ráðhúsinu. Mynd: Rögnvaldur aldur Rækjuvinnsla hjá S.F.D. hf. á Dalvík. Áhyggjulaust ævikvöld Mjög vel er búið að öldruðum á Dalvík og líklega þarf að leita langt til að finna hliðstæðu. Mikl- ar framkvæmdir hafa verið við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, á þessu kjörtímabili en húsið var tekið í notkun árið 1979. Lokið var við annan áfanga, vesturálm- una, en þar er m.a. matsalur, tómstundaaðstaða og aðstaða fyrir dagvistun aldraðra. Dalbær er sjálfseignarstofnun í eigu Dal- víkurbæjar og Svarfaðardals- hrepps. í upphafi var þarna ein- ungis vistheimili en í fyrra voru 14 sjúkrarúm tekin í notkun og hjúkrunardeildin hefur bætt aðbúnað aldraðra á Dalvík enn frekar. Heimilishjálp er rekin af bæjarfélaginu og hefur hún verið stóraukin á kjörtímabilinu. Dal- víkingar mega vera stoltir af því hvernig þeir búa að öldruðum. Þar hefur bæjarstjórn haft for- Mynd: Rögnvaldur Skólamannvirkin á Dalvík. ifnargerð á Dalvík 1984. Nýtt stólþil og garðurinn breikkaður. Mynd: Rögnvaldur Á síðasta ári var opnað nýtt æskulýðsheimili í Gimli og bæjar- stjórn fjármagnaði það alfarið. Það hefur verið stefna bæjar- stjórnar að styðja við bakið á þeim félögum sem vilja vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja. Þannig var Skíðafélaginu hjálpað til að koma upp skíðalyftu í Böggvisstaðafjalli. Bæjarfélagið fjármagnaði skíðalyftuna að Vs hlutum á móti Skíðafélaginu. Nú er að vakna áhugi hjá Ung- mennafélaginu að koma upp grasvelli og það er stefna fram- sóknarmanna að koma til móts við það á sama hátt. Með tilkomu skíðalyftunnar hefur allur almenningur góða aðstöðu til heilbrigðrar útivistar. Stýrimannaskóli á Dalvík? Á kjörtímabilinu var lokið við göngu en ekki má gleyma því að félagasamtök á staðnum hafa verið mjög iðin við að veita þessu málefni liðsinni. Þess má geta að í athugun er að byggja þjónustu- íbúðir fyrir aldraða í tengslum við Dalbæ ef áhugi er fyrir hendi meðal bæjarbúa. Öflugar bygginga- framkvæmdir Leikskólinn á Dalvík heitir Krílakot og eru þar tvær leik- skóladeildir og auk þess er mögu- legt að taka þar inn fjögur börn í dagvistun. Upp á síðkastið hefur verið skortur á dagvistarrými þótt langt sé frá að ófremdar- ástand ríki. Framkvæmdir eru hafnar við tengibyggingu við Krílakot. Tengibyggingin mun stækka heimilið talsvert og bæta aðstöðuna verulega. Síðan 1981 hafa verið byggðar 16 nýjar íbúðir innan verka- mannabústaðakerfisins, þar af 10 á þessu kjörtímabili. Þessi fjöldi samsvarar því að 160 íbúðir hafi verið teknar í notkun á Akureyri á s.l. 5 árum. Bæjarfélagið hefur haft forgöngu varðandi þessar byggingar og reynt að haga mál- um á þann veg að framkvæmdir færu fram á tímum þegar lítið hefur verið um vinnu hjá iðnað- armönnum. Vinnuskólinn stendur undir nafni 1984 var ráðist í að byggja nýtt áhaldahús. Það verkefni var orð- ið rnjög aðkallandi þar sem gamla áhaldahúsið veitir engan veginn þá aðstöðu sem þarf undir slíka starfsemi. Áhaldahúsið hef- ur verið á undanþágu frá vinnu- eftirlitinu í nokkur ár. í áhalda- húsinu nýja hefur slökkviliðið og lögreglan aðstöðu svo og raf- magnsveitan. Rafmagnsveitan er flutt inn og stefnt er að því að lögreglustöðin og hluti áhaida- hússins verði tekin í notkun á þessu ári. Hvað gatnaframkvæmdir varð- ar er búið að malbika einar 10 götur á kjörtímabilinu og endur- nýja jarðveginn í einni og það er allhátt hlutfall af gatnakerfi bæjarins. Síðan hefur smátt og smátt verið unnið við að ganga frá grænum svæðum í bænum. Þar kemur vinnuskólinn til sög- unnar, en verkefni hans hafa stóraukist á síðustu árum og hann stendur fyllilega undir nafni sem vinnuskóli. Hans verkefni hefur fyrst og fremst verið að halda bænum hreinúm og vel snyrtum. Betri tíð með blóm í haga Fjárhagsstaða Dalvíkurbæjar hefur nokkuð verið rædd. Skuldir bæjarins hafa aukist eins og hjá mörgum sveitarfélögum öðrum vegna óhagstæðrar verðþróunar á síðustu árum. Allar fjárhags- áætlanir og allir ársreikningar á þessu kjörtímabili hafa hlotið samhljóða samþykki í bæjar- stjórn, sem sýnir að góð sam- staða hefur ríkt um fjármál bæjarins á síðustu árum. Fram- sóknarmönnum finnst því skjóta skökku við ef frambjóðendur minnihlutans ætla nú að fara að halda uppi gagnrýni á fjármála- stjórn bæjarins og fullyrða að fjárhagsstaða bæjarins sé afleit. Það er trú manna að með minnk- andi verðbólgu og betri horfum eigi að skapast möguleiki til að minnka skuldir bæjarins án þess þó að draga úr nauðsynlegum framkvæmdum. Framsóknarmenn telja að þessar kosningar snúist að ein- hverju leyti um bæjarstjórann. Hann er ráðinn af núverandi meirihluta og hefur að flestra áliti staðið sig mjög vel. Alþýðu- bandalagið segir það engu að síð- ur hreint út að það ætli að skipta um stjórnendur bæjarins ef það fái einhverju ráðið eftir kosning- ar. Framsóknarmenn styðja hins vegar núverandi bæjarstjóra til áframhaldandi starfa. Vinnugleði Þegar hér var komið sögu var langt liðið á daginn en menn létu engan bilbug á sér finna. Umræð- an um bæjarmálefnin var í algleymingi. Menn hugðust taka stutt matarhlé en um kvöldið átti að skoða stefnuskrána og fleira. Ég þakkaði hins vegarfyrir kaffið og kvaddi þennan hóp at' baráttu- glöðu fólki með virktum. Texti: Bragi V. Bergmann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.