Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. maí 1986 Tónlistarskóli Sauðárkróks: Skemmdir á grasi við íþróttavöllinn. Húsavík: Ökumenn valda spjöll- um á graslendi Það getur tekið langan tíma og kostað mikla fyrirhöfn að rækta fallegan grasblett. Hins vegar er hægt að eyðileggja grasi vaxið svæði á smástund í augnablikskæruleysi, sérstak- lega á þessum árstíma meðan ræktað land er blautt og við- kvæmt fyrir allri umferð. Guðmundur Þorgrímsson yfir- verkstjóri hjá Húsavíkurbæ hafði samband við Dag og bað um að því yrði komið á framfæri við menn að þeir virtu grænu svæðin í bænum. Bæjarstarfsmenn höfðu nýlok- ið við að reka niður hæla á kafla umhverfis íþróttavöllinn en þar voru menn farnir að aka bílum sínum upp í hallann án tillits til þess að hann er grasivaxinn. Ræktaða landið í bænum ætti að vera ölium bæjarbúum til yndis- auka og þeir þyrftu að sameinast um að veita því frið til að skarta sínu fegursta í sumar. Mjög blómlegt starf í vetur Starf Tónlistarskóla Sauðár- króks hefur verið mjög blóm- legt í vetur. Skólastarf hófst 20. sept. sl. og í vetur hafa 163 nemendur stundað nám á hin ýmsu hljóðfæri, þó hafa lang- flestir verið í píanónámi. Kennarar við skólann voru sjö á þessu skólaári sem nú er nýlokið, þar af fjórir fastráðn- ir. Skólastjóri er Eva Snæ- björnsdóttir. Skólastarfinu í vetur lauk með tveimur nemendatónleikum svo- nefndum vortónleikum sem haldnir voru í Safnahúsinu 8. og 11. maí sl. Þar léku nemendur einleik og samleik á píanó, orgel, fiðlu, selló, gítar og blásturs- hljóðfæri. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir. Blásarasveit sem í eru fimmtán krakkar hefur verið starfandi við skólann f vetur undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Einnig var á tímabili í vetur starfandi kór í skólanum sem Tim Beilby og Eva Snæbjörnsdóttir stjórnuðu. Að sögn Evu er mjög miður að ekki skuli vera hægt að starfrækja kór allan veturinn. „En sannleikur- inn er sá að þetta eru sömu nem- endurnir sem Grunnskólinn og Tónlistarskólinn eru að berjast um og svo verður kórstarfið ekki nógu myndarlegt á hvorum staðnum. Ég hef hug á að beita mér fyrir að stofnaður verði sam- eiginlegur kór þessara tveggja skója. Það þarf endilega að koma upp myndarlegum barnakór hérna í bænum. Kórsöngurinn er svo mikilvægur fyrir frekara tón- listarnám barnanna,“ sagði Eva skólastjóri að lokum. - þá. Frá vortónleikum Tónlistarskólans á Sauðárkróki, Sigurður Jóhannesson. Úlfhildur Rögnvaldsd. Ásgeir Arngrímsson. Kolbrún Þormóðsd. Þórarinn Sveinsson. 7 Unnur Pétursdóttir. Sigfús Karlsson. Magnússon. Ibúar Glerarhverfis Okkur langar til að ræða við ykkur sérstaklega um málefni: Síðuskóla, sundlaugar, kirkju, Þórssvæðis og önnur hugðarefni Glerárhverfinga. Hittumst hress í starfsmannasal í kjallara Verslunarmiðstöðvarinnar 1 Sunnuhlíð í kvöld kl. 20.30. Kaffiveitingar á staðnum. Gerum góðan bæ að betri bæ. Frambjóðendur Framsóknarflokksins. Basar verður haldinn laugardaginn 24. maí kl. 14.00 í Skjaldarvík. Kökur - Munir - Kaffisala. Vistfólk og starfsfólk. Vorum að taka upp nýja sendingu af eldhúsgluggatjöldum. Verð frá kr. 890.- SÍMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.