Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. maí 1986
Dalvík:
Farsæl stjómun bæjar
félagsins á kjörtímabilinu
- Dagur lítur inn á „sellufund“ hjá framsóknarmönnum á Dalvík
Fimm efstu menn Framsóknarflokksins við
Blaðamaður Dags átti leið um
Dalvík fyrir skömmu. Þar
sem óðum styttist í sveitar-
stjórnarkosningarnar þótti vel
við hæfi að kíkja aðeins inn á
kosningaskrifstofu Framsókn-
arflokksins og sjá hvort kom-
in væri stemmning í mann-
skapinn. Kosningaskrifstofan
er í gömlu verslunarhúsnæði
við Hafnarbraut en á Dalvík
er þetta hús venjulega kallað
Hóllinn. Mér var tekið með
kostum og kynjum og boðið
upp á kaffisopa. Ég hafði
ruðst inn á eins konar „sellu-
fund“ því þarna sátu efstu
menn framboðslistans ásamt
nokkrum framsóknarmönn-
um sem ekki eru í framboði
og ræddu um helstu mál kosn-
inganna. Rætt var um hvað
hefði áunnist á þessu kjör-
tímabili og hvað þyrfti að
leggja áherslu á eftir kosning-
ar. „Vitanlega hefur það mik-
ið að segja varðandi fram-
kvæmdir hvort við verðum í
meirihluta næsta kjörtímabil
eða ekki, en við skulum bara
ganga út frá því að við höld-
um meirihlutanum!“ sagði
einhver og talaði þar greini-
lega fyrir munn allra hinna.
Forvitni mín var vakin og ég
tyllti mér því niður og fylgdist
með umræðunum.
Jöfn og stöðug atvinna
í umræðunum kom fram að á
Dalvík hefur alltaf verið lögð
áhersla á að halda jafnri og
stöðugri atvinnu enda er sá kost-
ur talinn betri en að fá einhverjar
„tarnir“ öðru hverju og atvinnu-
leysi þess á milli eins og víða er.
Hins vegar kemur þetta þannig út
fyrir bragðið að á Dalvík eru
útsvarstekjur tiltölulega lágar. í
mörgum bæjarfélögum fást mikl-
ar tekjur á stuttum tíma en síðan
fara margir á atvinnuleysisskrá.
Útsvarstekjur eru lagðar á þær
tekjur líka og gefa því ekki rétta
mynd af raunverulegum tekjum
bæjarfélagsins. Þegar þetta er
haft í huga er ekki rétt að segja
að Dalvík sé láglaunasvæði.
Atvinnulífið byggist að lang-
mestu leyti upp á sjávarútvegi og
þjónustu í kring um hann. Á Dal-
vík eru fjórir togarar og talsverð
bátaútgerð. Rækjuvinnslan var
endurvakin á kjörtímabilinu en
rekstur hennai hafði áður stöðv-
ast. Bæjarfélagið átti frumkvæði
að því að endurvekja rækju-
vinnslu Söltunarfélags Dalvík-
ur, m.a. með 5 milljón króna
fjárframlagi. Jafnframt kom
Kaupfélagið inn sem meirhluta-
eigandi í Söltunarfélaginu á árinu
1984 en þá átti fyrirtækið í mjög
miklum fjárhagsörðugleikum.
Tap var búið að vera á rekstri
Söltunarfélagsins í mörg ár í röð
og ef það hefði lagt upp laupana
hefði það haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir bæjarfélagið.
Rekstur þessa fyrirtækis gengur
mjög vel núna og bæjarfélagið á
miklar þakkir skildar fyrir fram-
göngu sína í þessum málum.
Ný atvinnutækifæri
Bæjarstjórn hefur haft frum-
kvæði um að stofna til nýrra
atvinnutækifæra m.a. með milli-
Dalbær heimili aidraðra á Dalvík. Mynd: Rögnv
Barnaheimilið á Dalvík.
Unnið við saltflsk á Dalvík.
göngu Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar. Sem dæmi má nefna að
Sæplast h.f. flutti til Dalvíkur á
þessu kjörtímabili og þótt það
fyrirtæki hafi ekki gengið allt of
vel fyrir sunnan blómstrar það á
nýja staðnum. Að sögn hefði það
fyrirtæki aldrei flust til Dalvíkur
nema fyrir forgöngu bæjarfélags-
ins. Bæjarstjórn varð t.d. að
veita bæjarábyrgð fyrir lánum og
sér líklega ekki eftir því. Bæjar-
stjóri gekk mjög ötullega fram í
þessu máli og hafði forgöngu um
að safna saman aðilum sem svo
keyptu fyrirtækið.
Hafnarmálin -
sígilt verkefni
Það segir sig auðvitað sjálft að
þegar sjávarútvegur er lífæð stað-
arins er mjög mikilvægt að hafn-
armálin séu í góðu lagi. Miklar
endurbætur hafa verið gerðar á
Norðurgarðinum á þessu kjör-
tímabili og hann er nú í viðun-
andi ástandi. Hann var það illa
farinn að Ríkismat sjávarafurða
var búið að hóta því að stöðva
alla útskipun og löndun vegna
hins slæma ástands. Stefnt er að
því að lagfæra trébryggju við
Suðurgarðinn á þessu ári, enda er
það verkefni orðið aðkallandi.
Tengileiðin á milli hafnargarð-
anna þarfnast einnig endurbóta
og er brýnt að koma bundnu slit-
lagi á hana sem allra fyrst. Fram-
sóknarmenn lögðu mikla áherslu
á hafnarmálin fyrir síðustu kosn-
ingar og gera það einnig núna
enda má segja að hafnarmál í
útgerðarbæ séu sígilt verkefni og
bætt hafnaraðstaða telst ekki til
verkefna sem leyst verða af hendi
á örskömmum tíma.
Nýtt samkomuhús í stað
„Ungó“
Árið 1985 skipaði bæjarstjórn
nefnd til að fjalla um hvernig ætti
að taka á málefnum samkomu-
húsa í bænum. Þau eru nú þrjú
talsins, íþróttahúsið, Víkurröst
og svo „Ungó“ sem er kvik-
myndahús staðarins jafnframt
því sem þar eru haldnar leiksýn-
ingar. Tillögur nefndarinnar hafa
ekki verið teknar til afgreiðslu í
bæjarstjórn en framsóknarmenn
eru ekki sömu skoðunar og
nefndin og þeirra stefna er allt
önnur. „Ungó“ er orðið svo
lélegt og illa farið að það er talið
víst að ekki borgi sig að endur-
byggja það, þótt flestir Dalvík-
ingar hefðu eflaust viljað það.
Tillaga nefndarinnar gerir ráð
fyrir að íþróttahúsinu verði
breytt í samkomuhús, þar sem
íþróttahúsið er of lítið fyrir
keppnisíþróttir svo sem hand-
bolta. Síðan vill nefndin að byggt
verði nýtt íþróttahús með
aðliggjandi sundlaug. Þetta finnst
framsóknarmönnum á Dalvík
ekki koma til greina þar sem um
er að ræða gífurlega stórt dæmi
fjárhagslega auk þess sem fram-
kvæmdirnar tækju mjög langan
tíma. Þeir vilja frekar byggja
hæfilega stórt samkomuhús sem
kæmi til með að hýsa kvikmynda-
og leiksýningar svo og tónleika-
hald. Þetta hús tæki u.þ.b. 150
manns í sæti. Síðan vilja þeir
stækka íþróttahúsið enda var gert
ráð fyrir stækkun síðar meir þeg-
ar húsið var byggt. Með stækkun
er átt við að húsið verði bæði
lengt og breikkað. Þá vilja fram-
sóknarmenn halda áfram endur-
bótum á Víkurröst en þær hafa
verið allmiklar á síðustu árum.
Hs