Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 21. maí 1986 á Ijósvakanum. sjónvarp^ MIÐVIKUDAGUR 21. maí 18.00 Úr myndabókinni. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Klettagjá, Snúlli snigill, Alli álfur, Arnarfjöður, Ferðir Gúll- ívers, Raggi ráðagóði og Lalli leirkerasmiður. Umsjón: Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á tákn- mali. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 21.15 Hótel. 14. Dansleikurinn. Bandarískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca, og Anne Baxter. Fíkniefnavandamálið stingur upp kollinum á Hótelinu og ævintýrið um Öskubusku og prinsinn rifjast upp. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 22.05 Flamengó - dansar Andalúsíumanna. (Die Schule des Flam- enco). Heimildamynd sem Sviss- lendingarnir Reni Mertens og Walter Marti gerðu fyrir þýska sjónvarpið. Myndin er tekin í Andalús- íu á Spáni þar sem Flam- engódansinn á uppruna sinn. Fólkið syngur dans- kvæðin við vinnu sína og á góðri stund. Fylgst er með flamengókvöldi á veitinga- húsi í Granada. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. 23.15 Fréttir í dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 21. maí 11.10 Norduriandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá - Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vedurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Hljómkviðan eilífa" eftir Carmen Laforet. Sigurður Sigurmundsson les þýðingu sína (16). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Bróðir minn frá Afríku" eftir Gun Jacobson. Jónína Steinþórsdóttir þýddi. Valdís Óskarsdóttir lýkur lestrinum (6). Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Magnús Guð- mundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sig- tryggssonar. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum háskólamanna. Páll Theodórsson kynnir rannsóknir í eðlisfræði. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 „Hvers vegna ég trúi ekki á Guð“. Ragnar Þorsteinsson les erindi eftir James Hemm- ing í eigin þýðingu. 20.50 Tónmál. Umsjón: Soffía Guð- mundsdóttir. (Frá Akur- eyri). 21.30 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Til hvers ættir þú að vera að skrifa? Fyrsti þáttur af fjórum um konur og bókmenntir. Umsjónarmenn: Ingólfur Hjörleifsson og Ragnhildur Richter. Lesarar: Maria Sigurðar- dóttir og Kristján Franklín Magnús. 23.00 Tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur í Menntaskólanum við Hamrahlíð 10. mars í fyrra. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 22. maí 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Grími gosa" eftir Þuríði Guð- mundsdóttur frá Bæ. Baldur Pálmason les (4). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Morguntónleikar. MIÐVIKUDAGUR 21. mai 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftir tvö. Stjómandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Það má ekld yrða á hús- bóndann meðan á leiknum stendur - 10 reglur fyrir húsmæður vegna heimsmeistara- keppninnar í knattspymu Senn líður að því að úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu hefjist í Mexíco. Frændur okkar Danir eiga nú lið í úrslita- keppninni og ríkir mikil eftirvænt- ing þar í landi og eru danskir knatt- spyrnuáhugamenn bjartsýnir á gott gengi liðs síns. Flestum leikjum frá Mexíco verður sjónvarpað beint til margra landa og þar á meðal Dan- merkur. Danskir húsbændur hafa sett reglur (fyrir húsmæður) er koma til með að gilda á heimilum þeirra þá daga er útsendingar verða frá HM. Við látum reglurnar fylgja hér á eft- ir og þá vegna þess að þær eru full- gildar hér á landi. IÞað má ekki yrða á hús- • bóndann meðan á leikn- um stendur en gjarnan hlusta á sér- fræðilegar athugasemdir hans. Þ.e.a.s að loka munninum og hlusta. 2Komdu sjónvarpinu í • skilning um að bilanir eða truflanir séu refsiverðar meðan á leiknum stendur. 3Fimmtán mín. áður en • leikurinn hefst skal vera algjör ró. Þ.e.a.s smábörn sem ekki hafa vit á knattspyrnu ásamt hús- dýrum eiga að vera fóðruð og lögð til hvflu. 4Fimm mín. áður en • leikurinn hefst á að vera búið að framreiða þrjá kalda bjóra eða blöndur sem svo verður skipt út í hálfleik. 5Þú mátt ekki girnast eða • gerast ástleitin við hús- bóndann meðan á leiknum stendur. 6Þú mátt heldur ekki vera • of æsandi klædd eða á neinn annan hátt leiða hann í freistni til þess að fá hann til að líta af skjánum. 7Fjölskyldu- og vinaheim- • sóknir eru aðeins leyfðar ef viðkomandi hafa áhuga á því að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Tengdamömmuheimsóknir eru algjörlega bannaðar. 8Þú mátt ekki yfirgefa hús- • ið á meðan á útsendingu stendur vegna þess að húsbóndinn gæti í sérstökum tilfellum þurft á extra aðhlynningu að halda t.d. vegna vítaspyrnu eða framlenging- ar. 9Allur matur á að vera • borinn fram hálfri klukkustund áður en leikurinn hefst. Samræður um annað en knattspyrnu eru bannaðar meðan á borðhaldi stendur. I I I Ef svo ólíklega vildi JL. \/ • til að Danmörk tap- aði einhverjum leik eiga allir í hús- inu að bera svart armbindi og ganga um algjörlega hlóðlaust þar til næsti sigur er í höfn. KK # Engin alvara Samkvæmt fréttum úr borgarstjórn skulu ungl- ingar í Vinnuskóla Reykjavíkur ekki vinna nein „alvörustörf“ þetta árið fremur en endranær. Sigrún Magnúsdóttir (F) reyndi á dögunum að fá samþykkta í borgarstjórn tillögu þess efnis að reynt yrði að tengja störf vinnuskólans meira atvinnulífinu og hlaut til- lagan stuðning Alþýðu- bandalags, en í Reykjavfk eru það sjálfstæðismenn sem ráða og þeir sögðu nei. Sem sagt engin alvörustörf fyrir ungling- ana bara áfram „plat- vinna“. Heppnir eru þeir að unglingarnir skuli ekki fá að kjósa. heppnaður fundur? Lítill var íslendingur nú orðinn en sífellt minnkar hann. Nú er hann í dag- skrárbroti og bráðum verður hann gefinn út í sama broti og dagbæk- urnar frá Fjölvís, ef þróun- in heldur áfram með sama hætti. í nýjasta íslendingi í medlum-stærð var sagt frá velheppnuðum kosn- ingafundi sjálfstæðis- manna á Akureyri. A fund- inn mættu 30 manns og þar af voru 10 frambjóð- endur af lista þeirra. Hvað skyldu þeir kalla glæsi- lega kosningu ef þetta var velheppnaður fundur? # Tveir heyrnar- daufir Tveir féiagar hittust á götu, báðir heyrðu mjög illa. Annar var með ríffil á baklnu. „Ertu að fara á veiðar?“ spurði annar. „Nei, nei, ég er að fara á veiðar.“ „Nú, ég hélt þú værir að fara á veiðar.“ • TilAkur- eyrar „Með þessum miða get ég flogið hvert sem ég vil,“ sagði Óli hróðugur. „Ég er nú hrædd um ekki,“ sagði flugfreyjan, „Þessi miði gildír aðeins tll Akureyrar.“ „Það er efnmitt þangað sem ég vil fara.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.