Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 12
0,7% atvinnuleysi á landinu öllu - Atvinnuleysisdögum hefur fjölgað á Norðurlandi í aprílmánuði sl. voru skráðir tæplega 19 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 870 manns hafi verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuðinn eða sem svarar til 0,7% af áætluð- Kolbeinsey: 150 tonn á 4 dögum Það var ekki langt frí hjá starfsfólki Fiskiðjusamlags Húsavíkur um hvítasunnuna, því unnið var bæði á laugar- dag og mánudag, annan í hvítasunnu. Ástæðan var sú að Kolbeins- ey, sem ekki var væntanleg úr veiðiferð fyrr en eftir helgi, landaði á laugardag 150 tonnum af fiski, sem veiddust á aðeins 4 dögum og varð því starfsfóik að vinna þessa frídaga. IM um mannafla samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessu hefur at- vinnuástandið á landinu í heild nánast verið óbreytt frá mánuð- inum á undan, en þá voru skráðir rösklega 18 þúsund atvinnuleysis- dagar, og atvinnustigið hið sama og í aprílmánuði í fyrra. Sl. þrjú ár hafa að meðaltali skráðst tæp- lega 22 þúsund atvinnuleysisdag- ar í aprílmánuði en 16 þúsund, ef litið er til sl. 5 ára. Eins og áður er getið var atvinnuástandið nánast óbreytt i' apríl sl. frá fyrra mánuði og sama mánuði í fyrra þegar litið er á landið í heild. Hins vegar hefur orðið nokkur breyting á dreifingu atvinnuleysisdaga þannig, að þeim hefur fjölgað á Norðurlandi og Suðurlandi en fækkað í öðrum landshlutum hvort sem miðað er við mánuðinn á undan eða sama tíma í fyrra. Atvinnuleysisdögum á Norðurlandi vestra fjölgaði frá apríl í fyrra til sama tíma í ár úr 1498 í 2056 og á Norðurlandi eystra úr 3818 í 4450. Nýir útreikningar um arðsemi nytjaskóga - kynntir á fundi á fimmtudagskvöld Nytjaskógrækt verður tll umræðu á fundi sem Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga og Búnaðarsamband Eyjafjarðar efna til í Dynheimum á fímmtudag. M.a. verða kynnt- ir nýir útreikningar um arð- semi nytjaskógræktar á ís- landi, sem Rannsóknaráð ríkisins hefur gert. Frummælendur verða Vil- hjálmur Lúðvíksson, frá Rann- sóknaráði, sem ræðir um mark- mið skógræktar, Einar Gunnars- son, skógtæknifræðingur, sem fjallar um áætlun um nytjaskóga, og Ragnar Árnason, hagfræðing- ur, um hagkvæmni nytjaskóga. í erindunum koma fram ný áhersluatriði varðandi fram- kvæmd skógræktar á íslandi. Þessi fundur ætti því að vera sér- staklega áhugaverður fyrir þá bændur sem þegar hafa hafið nytjaskógrækt á jörðum sínum og þá sem hyggjast hefja fram- kvæmdir á næstunni, auk áhuga- manna um umhverfismál og skógrækt. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30 á fimmtudag í Dynheimum, eins og áður sagði. HS Eldsvoðlnn á Skagaströnd: „Gífurlegt reiöarslag - segir Eðvarð Ingvarsson annar eigandi Plastverksmiðjunnar „Þetta er gífurlegt reiðarslag við höfum lagt allt okkar í þetta síðustu tvö árin, unnið jafiu um helgar sem virka daga svo að það er sennilega nærri fimm ára starf í raun sem hvarf þarna á svipstundu,“ sagði Eðvarð Ingvarsson annar eig- andi Marks s/f á Skagaströnd, en fyrirtækið gjöreyðilagðist í eldi í síðustu viku. Ekkert hefur enn komið fram um hver eldsupptökin kynnu að vera og að sögn Eðvarðs hafði engin notkun elds átt sér stað í fyrirtækinu. „Við erum báðir búnir að vinna við þetta í mörg ár og með þessi sömu efni og aldrei lent í slysi áður, maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Eðvarð. Mikið hefur verið að gera hjá fyrirtækinu síðan það hóf starf- semi í þessu húsnæði fyrir um einu og hálfu ári og voru næg verkefni framundan. Húsið sem fyrirtækið var í er stálgrindahús og er það talið ónýtt þar sem stál- bitar í lofti hússins bognuðu af hitanum. G.Kr. Örfárra mínútna sigling á miðin - Mokafli hjá Skagastrandarbátum Mokafli hefur verið hjá neta- bátum frá Skagaströnd síðustu vikur, og eru ekki dæmi um slíkt síðustu áratugi. Bátarnir hafa ekki þurft að sækja langt því aðeins hefur verið um sjö I til tíu mínútna stím frá bryggj- unni á veiðisvæðið. Húsið þar sem Mark s/f var með starfsemi sína er talið ónýtt eftir brunann. Framkvæmdir í Ólafsfirði: „Engar kosningabombur á feroinni“ - segir Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri Það eru engar stórkostlegar heilsugæslustöð en það er um það kosningabombur hér á ferðinni bil verið að ljúka endurbótum á ætli megi ekki ségja að fram- því. Gert er ráð fyrir að um 1,6 kvæmdir verði svipaðar og á milljónir fari í kostnað við flutn- undanförnum árum, sagði ingana og það sem þeim við Valtýr Sigurbjarnason bæjar- kemur, sagði Valtýr. Reiknað er stjóri á Olafsfirði þegar hann nieð að framkvæmdum verði lok- var inntur eftir helstu fram- 10 v'ð Hornbrekku, sem er kvæmdum á vegum bæjarins í heilsugæslustöð og dvalarheimili sumar aldraðra á Olafsfirði, og t þá framkvæmd fer ein milljón Helstu framkvæmdaliðirnir eru króna. Gert verður við gamla þeir, að yfirstjórn bæjarins flytur barnaskólahúsið en þar verður í nýtt húsnæði, við höfum verið skipt um járn á þaki, gert við hér í gömlu húsi en reiknum með sprungur og skipt um glugga, en að flytja okkur í hús sem áður var á fjárhagsáætlun eru ætlaðar 2,2 milljónir í þessa framkvæmd. Þá stærsti eignaraðilinn að því. Til verður lokið við gangstétt hjá að gera sér grein fyrir hve stór gagnfræðaskólanutn, en að sögn hluti af tekjum bæjarins fer til er sá skóli einn best tölvuvæddi atvinnuveganna má benda á að skóli á Norðurlandi og jafnvel þó þær liðlegá 3,5 milljónir sem til víðar væri leitað. Umtalsverðar þeirra fara eru um það bil 70 % upphæðir verða settar í atvinnu- af aðstöðugjöldum á staðnum. fyrirtæki á staðnum og ber þar Atvinnuástand á Ólafsfirði hefur hæst framlag bæjarins í Sæver verið nokkuð gott og sagði Valtýr h/f, sem er nýtt fyrirtæki sem að útlit væri fyrir aukin atvinnu- hyggst framleiða kavíar, en til tækifæri þar sem reiknað væri þess fara 1125 þúsund, ein millj- með að Sæver li/f hefji vinnslu ón fer til Útgerðarfélags Ólafs- seinna á þessu ári, og einnig er fjarðar, 400 þúsund í Óslax h/f og búist við að fljólega verði hafin ein milljón til Hótel Ólafsfjarðar, starfræksla saumastofu á en bærinn mun nú vera orðinn staðnum. G.Kr. Talsverður fjöldi aðkomubáta hefur verið við veiðar frá Skaga- strönd upp á síðkastið, bæði að vestan og austan. Eyjafjarðarbát- ar sem landað hafa á staðnum hafa látið keyra aflanum til sinna heimahafna, en aðrir hafa lagt upp hjá Hólanesi. Það hefur því verið næg atvinna þar, enda þótt togarinn Arnar hafi verið á rækjuveiðum að undanförnu. Það blæs ekki jafn byrlega fyrir grásleppukarla á Skagaströnd og þá sem eru á þorskanetum, því segja má að algjör ördeyða hafi verið hjá þeim þann tíma sem grásleppuveiðar hafa staðið. Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra en þá var grásleppu- veiði góð frá Skagaströnd. Núna eru mun fleiri úthöld á gráslepp- unni en síðasta vor, en þá bregst veiðin alveg svo búast má við að trillukarlar snúi sér fljótlega að handfærunum. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.