Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. maí 1986 „Menn mega ekki gráta sér út atkvæði“ - segir Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar og fráfarandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali um atvinnumálin á Akureyri Jón Sigurðarson er ákaflega önnum kafínn maður. Að aðalstarfí er hann fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS en á þessu kjörtímabili hefur hann jafnframt verið einn þriggja bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins á Akur- eyri og sem slíkur hefur hann verið formaður atvinnumála- nefndar Akureyrar í 4 ár. Það var því ekkert áhlaupaverk að ná honum afsíðis en það tókst nú samt. Atvinnumál eru með mikilvæg- ari málum hvers bæjarfélags og Jón er þar flestum hnútum kunn- ugur eftir setuna í atvinnumála- nefnd. Það lá því beint við að spyrja hann hvert hann teldi hlut- verk bæjarins í atvinnumálum. „Að mínu áliti er hlutverk bæjarins í atvinnumálum fyrst og fremst það að sjá til þess að öll sú aðstaða sem bæjarfélagið getur lagt atvinnulífinu til, sé eins og góð og mögulegt er. Jafnframt á bæjarfélagið að hafa frumkvæði að því að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til sjálfsbjargar í atvinnulífinu og það er einmitt á því sviði sem atvinnumálanefnd hefur aðallega starfað. Hún hefur reynt að hvetja menn til dáða og hjálpa þeim af stað með margvís- legum stuðningi. í upphafi þessa kjörtímabils var nokkuð erfitt ástand í ýmsum atvinnugreinum, aðallega bygg- ingariðnaði, og mörg fyrirtæki frekar illa stödd. Bærinn hefur því leiðst út í það að nokkru leyti að aðstoða fyrirtækin í lífsbarátt- unni. Ég tel hins vegar hættulegt að fara of langt á þeirri braut. Bærinn hefur ekki ótakmarkað fjármagn til að setja í atvinnu- málin og þessu fjármagni þarf að ráðstafa af gaumgæfni. Akureyr- arbær hefur tvímælalaust verið virkari í atvinnumálaumræðunni og aðgerðum til stuðnings atvinnulífinu en flest önnur bæjarfélög." - Hvert er starfssvið atvinnu- nrálanefndar? „Atvinnumálanefnd hefur afskipti af fjölmörgum málum og í henni hefur verið mjög góð samstaða um öll mál ef stóriðju- málið er undanskilið. Við höfum reynt að rækja það hlutverk okk- ar að halda bæjarstjórn vel upp- lýstri um ástand og horfur í atvinnumálum og til þess að geta það, höfum við framkvæmt kann- anir á atvinnuástandinu og haldið fundi með ýmsum aðilum at- vinnulífsins. Við gerðum einnig tilraun með að auglýsa eftir hug- myndum frá einstaklingum og fyrirtækjum um nýsköpun í atvinnulífinu. Sú tilraun olli mér nokkrum vonbrigðum. Okkur bárust margar hugmyndir en meðal þeirra voru ekki margar sem stóðust gagnrýna skoðun. Þessi tilraun sannaði það fyrir mér að það er ekkert einfalt mál að byggja upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Innan við 10% þeirra hugmynda sem komið hafa inn á borð til atvinnumálanefndar hafi verið þess eðlis að skynsamlegt gæti verið að hrinda þeim í fram- kvæmd og ég held að það hlufall sé alls ekkert óeðlilegt. Atvinnumálanefnd beitti sér einnig fyrir því að Framkvæmda- sjóður fór inn á þá braut að veita bæði styrki og lán til þeirra sem eru að hefja atvinnurekstur. Þetta hefur gefið góða raun og orðið mörgum til hjálpar. Atvinnumálanefnd hefur ávallt starfað í nánum tengslum við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og það samstarf hefur skilað mjög góðum árangri." - Hvernig hefur ástandið í atvinnumálum verið á þessu kjörtímabili? „Við höfum ekki farið varhluta af þeirri kreppu sem varð í efna- hagslífi landsins, sérstaklega kom hún fram í byggingariðnaði í kjölfar raunvaxta. En við höfum bjargast betur en flest sveitarfé- lög utan Reykjavíkur. Annars finnst mér oft gæta mikils mis- skilnings þegar rætt er um stöðu atvinnumála á Akureyri. Breyt- ingar í atvinnulífi, hvort sem um er að ræða þenslu eða samdrátt, eiga sér ákveðinn aðdraganda, þær eru afleiðingar einhvers sem á undan er gengið. Atvinnu- ástandið í dag er afkvæmi gær- dagsins og því er ekki hægt að setja samasemmerki á milli ástandsins og þess sem verið er að gera í dag. Þannig munum við uppskera á næsta kjörtímabili fyrir margt það sem gert var á þessu o.s.frv. Krafa bæjarbúa um að bæjarfélagið eitt leysi atvinnu- málin er að mínu áliti á misskiln- ingi byggð. Við gætum jú aukið skattheimtu og lántökur og sett í atvinnulífið en þá er bæjarfélagið orðið aðalatvinnurekandinn á staðnum og það er andstætt þeirri pólitík sem ég vil berjast fyrir. Það sem ræður miklu meiru um atvinnuástandið á Akureyri er efnahagsstefnan í landinu og svo að sjálfsögðu dugnaður íbú- anna.“ - Getur þú nefnt mér einhver mál sem atvinnumálanefnd hefur haft afskipti af ellegar hjálpað til að koma í framkvæmd? „Þar er af mörgu að taka, ég gæti trúað að málafjöldinn væri öðru hvoru megin við hundrað, bæði smá mál og stór. Ef ég á að nefna stærstu málin nefni ég stofnun ístess h.f. og Oddeyrar h.f. og svo Iðngarðana. Ekki má heldur gleyma þætti Akureyrar- bæjar í því að útgerð þess góða skips Akureyrinnar hófst. Þá höf- um við þráfaldlega beitt áhrifum okkar hjá opinberum sjóðum til að greiða fyrir lánveitingum til fyrirtækja og hjálpað þeim að vinna fjárhags- og greiðsluáætl- anir. Við höfum stuðlað að því með ýmsum ráðum að bæjarfyrirtæki Jón Sigurðarson. Svo Iengi lænr sem - Frístundahópurinn Hana-nú Kópavogi heimsækir Akureyringa í Kópavogi er starfandi frístundahópurinn Hana- nú. Það var snemma á árinu 1983 sem sú hugmynd kviknaði meðal starfsmanna Félagsmálastofnunar Kópavogs að koma á fót félagsstarfi með fólki sem væri að hefja göngu sína til móts við ellina. Dagana 24.-26. maí mun hópurinn koma í heimsókn til Akureyrar. Farið verður í skoðunarferðir, leikhús, söfn skoðuð og fleira gert sér til gagns og gaman. Hugmyndin að stofnun Hana- nú' varð m.a. til vegna mikilla umræðna um eldra fólk í nútíma- samfélagi og sérstöðu þess, t.d. með tilliti til starfsloka og mögu- leilka á þátttöku í frjóu félags- starfi almennt í þjóðlífinu. Grunnhugsunin var að fólki ætti að gefast kostur á félags- og tóm- stundastarfi þó það væri ekki orðið 67 ára gamalt. Fólk þarf að vera búið að ná þeim aldri til að eiga þess kost að taka þátt í því starfi sem sveitarfélög landsins bjóða upp á fyrir eldri borgara. Hugsunin á bak við var “mjúk lending“ inn í efri árin eða í víð- tækum skilningi “aðlögun að hækkandi aldri“ og freista þess að varða veginn til auðugs lífs og fjölbreytts tómstundastarfs, ásamt því að veita fólki félags- skap og fræðslu. Stofnendur Hana-nú voru 12, en nú eru um 340 manns skráðir félagar. í dag er Hana-nú í raun hópur Hana-nú á Seltjari Lagt af stað í síðdegisferð. Á myndinni sjást m.a. Haukur Hafstað sem var „fræðari“ í þessari ferð og Ásdís Skúladóttir fararstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.