Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SI'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi sími 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.______________________________ Konur hafa haft eríndi sem erftði Landssamband Framsóknarkvenna hefur á undanförnum árum starfað ötullega að ýms- um málum innan flokksins. Meðal annars hefur Landssambandið haldið félagsmála- námskeið víða um land til að efla konur og styrkja þær til pólitískrar þátttöku. Eitt slíkt námskeið var haldið hér á Akureyri og var það vel sótt. Konur hafa vakið á sér mikla athygli innan flokksins, þær hafa starfað vel og gefið kost á sér til ábyrgðarstarfa. A landsþingi síðastliðið haust var sam- þykkt ályktun þess efnis að kona skyldi vera í fyrsta eða öðru sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í komandi sveitar- stjórnarkosningum og jafnrétti kynjanna haft í huga við uppröðun í önnur sæti, svo og í ráðum og nefndum á vegum flokksins. Við uppröðun á listum flokksins til kom- andi sveitarstjórnakosninga kemur í ljós að þær hafa haft erindi sem erfiði. Fáir flokkar geta í dag státað af jafnmörgum konum í öruggum sætum á listum sínum. Framsókn- arkonur skipa nú fyrsta sæti á lista Fram- sóknarflokksins á fimm stöðum á landinu. í öðru sæti eru framsóknarkonur á tólf stöð- um á landinu. 68 konur eru í fystu fimm sæt- um framboðslista Framsóknarflokksins til sveitarstjórnarkosninga nú í ár. A lista framsóknarmanna á Akureyri skipa konur annað, fjórða og sjötta sætið og það sem meira er, við val á listann var við- haft prófkjör. Þetta sýnir glögglega að fram- sóknarmenn eru jafnréttissinnaðir og treysta konum fyllilega til ábyrgðastarfa fyrir flokkinn. Framsóknarkonur á Akureyri vilja leggja áherslu á að viðhorf karla og kvenna eru um margt ólík, en nauðsynlegt er að bæði við- horfin fái að njóta sín til þess að unnt sé að byggja upp gott samfélag. Þess vegna vilja Framsóknarkonur á Akureyri hvetja konur til að taka afstöðu og starfa meira á opinberum vettvangi. Innan Framsóknarflokksins fær fólk að vinna eftir eigin sannfæringu en er ekki keyrt eftir harðri flokkslínu. í ljósi þessa er Framsókn- arflokkurinn kjörinn vettvangur fyrir konur sem hafna öfgum til hægri og vinstri, en velja leiðir samvinnu, jafnréttis og félags- hyggju. -Viðtal dagsins. Mynd: KGA. „Er rekinn eins og fýrirtæki“ - segir Kristján Jóhannsson sem er í stuttri heimsókn og ætlar að syngja fyrir Norðlendinga Hann var vörpulegur og hress er hann gekk inn á ritstjórn Dags á þriðjudaginn. Ekki hár í loftinu, en brjóstkassamikill og vöðvastæltur. Hann kemur alltaf við til að heilsa upp á fólkið er hann á leið um bæinn. Enda er hann héðan og heldur tryggð við sitt fólk, þrátt fyrir að starfsvettvangur hans sé úti í heimi. Nú hefur hann verið að syngja 5 óperur á 5 mánuðum. Aðallega heldur hann sig í Bandaríkjunum og þá helst í New York og Mill- wakee. Ferðalög hafa líka ver- ið á dagskrá og söng hann niðri á Puerto Rico fyrir skömmu. Auðvitað eru menn með það á hreinu þegar talað er um að hann hafi sungið hér og þar, að þetta er Kristján Jóhannsson óperusöngvari frá Akureyri. Kristján er hvergi samnings- bundinn og er því það sem kallað er „free lance,“ sem þýðir að hann er hvergi samningsbundinn og getur tekið hvaða hlutverki sem hann kýs sjálfur. „Það gefur meira í aðra hönd og flestir sem geta, vilja hafa það þannig. Það er betra og skemmtilegra að geta valið og hafnað, það gefur starf- inu meira gildi,“ segir Kristján. - Hvernig fara útlönd með Þig? „Mjög vel. Ég kann vel við mig erlendis, þótt það sé alltaf gott að koma heim. Enda kem ég eins oft og mögulegt er. Nú er ég að flytja lögheimili mitt frá Italíu til Bandaríkjanna. Ég og unnusta mín hún Sigurjóna Sverrisdóttir leikkona erum að kaupa okkur íbúð í New Jersey, sem er rétt fyrir utan miðborg New York. Það er rétt handan við Hudson- fljótið og stutt að fara í vinnuna. Auk þess vil ég hafa grænt gras og náttúru í kringum mig og það er möguleiki á slíku utan við New York.“ - Er ekki íbúðaverð geysihátt á þessum stað? „Ekki svo mjög. Það er svipað og á Reykjavíkursvæðinu." - Þýðir þetta að þú sért að verða útlendingur? „Nei, nei. Auðvitað er ég alltaf íslendingur. En starfið krefst þess að ég sé erlendis, svo það verður að taka því.“ - Hvert er erindið heim að þessu sinni? „Ég á 10 daga frí núna og kom heim til að sjá fólkið mitt og byrja æfingar á Tosca í Þjóð- leikhúsinu. Það á að sýna það í haust.“ - Nú dvelur þú aðeins 10 daga á íslandi í þessari ferð. Er það nægjanlegur tími fyrir æfingar á heilli óperu? „Ég kem nú aftur,“ segir Kristján og hlær sínum alkunna. Ég kann mitt hlutverk nokkuð vel, því ég hef sungið það 55 sinnum í óperu að undanförnu, auk hljómsveitaruppfærslu hér heima í Háskólabíói. Ég skal segja þér sögu. Það hafa orðið svo miklar breytingar á uppfærsl- um á Tosca og þá sérstaklega á leiktjöldum og búningum í sam- bandi við sýningar á óperunni. Ég var að skoða myndir frá fyrri uppfærslum á Tosca í Þjóð- leikhúsinu. Myndirnar voru eins og um gamanóperu hafi verið að ræða, en Tosca er hádramatískt verk. Það var því engu líkara en búningurinn sem Guðrún A. Símonar var í, hafi átt að vera grímubúningur, því hún var eins og stór útgáfa af ameríska fánan- um, eða eins og stór randafluga, svo skrautlegir voru búningarn- ir.“ Nú hlær Kristján aftur sínum hressa hlátri. - Hvað tekur við er þú ferð aftur til Bandaríkjanna? „Fljótlega fer ég að æfa í La Bohema. Sú sýning verður í Loncoln Center, New York City óperunni. Það er mikilvægasta sýning fyrir mig í langan tíma, því ég hef ekki áður sungið þar. Það er mikiö og gott tækifæri sem verður að nýta vel. Á næsta ári verður svo sýning á Tosca á sama stað og þar á ég líka að syngja, svo það er margt framundan. Það er skemmtilegt við þessar sýning- ar og reyndar sýninguna í Þjóð- leikhúsinu, að þetta eru mínar uppáhaldsóperur. “ - Eru ekki góð laun hjá mönn- um sem syngja í svo þekktum húsum sem Loncoln Center? „Launin eru góð, en kostnað- urinn er líka mjög mikill. Ég eyði geysilegum peningum í hótel og uppihald. Það þarf líka að borga umboðsmönnum, það þarf að borga fyrir prentun, telex, og fleira sem er mjög dýrt. Ég er því rekinn eins og fyrirtæki. En ég er vonandi arðbært fyrirtæki," segir hann og hlær nú enn hærra en áður. Hress alltaf hann Kristján. - Fylgja mikil ferðalög starf- inu? „Geysilega mikil. Núna er unnusta mín með mér á ferðum og er gott að hafa hana hjá sér. Hún er mín stoð og stytta í þessu öllu.“ - Ætlarðu að syngja fyrir okk- ur Norðlendinga í þessari stuttu heimsókn? „Til þess kom ég nú. Ég ætla að halda tónleika í íþrótta- skemmunni á laugardaginn kem- ur klukkan 21,00. Ég ætla að syngja nýjar og gamlar lummur, íslenskar og erlendar. Það verða tveir undirleikarar á tónleikun- um, þeir Barbacini, sem leikur með í erlenda prógramminu og Kristinn Örn Kristinsson sem leikur með í íslensku lögunum. Auk þess söng ég fyrir fólk á Elli- heimilinu Hlíð í gær og vonast til þess að geta sungið á sjúkrahús- inu líka. “ - Má búast við plötu frá þér fljótlega? „Það er aldrei að vita hvað ger- ist í þeim efnum,“ segir hann og brosir. - Nú syngur þú sömu hlutverk og stórstjörnur á borð við Dom- ingo og Pavarotti. Stendurðu í skugganum? „Það kemur að því að ég tek þeirra sess, því þetta eru ekki ungir menn lengur, báðir komnir vel á sextugsaldur. Hins vegar eru þetta menn sem ég læri mest af.“ - Eru tónleikar þínir og sýn- ingar vel sóttar? „Mjög vel. Það er komíð að því að óperuáhugafólk erlendis er farið að leita að nýrri stjörnu í stað þeirra eldri. Það yrði gaman að verða fyrir valinu,“ segir hinn hressi Kristján Jóhannsson og var rokinn á æfingu fyrir tónleikana á laugardaginn. gej- T TT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.