Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 12
★ Töflumælar volt-amper-rið-KW mælar með og án varna -o- -5- STRAUMRASSF ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- 06 RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988 Mývatn: Flugvél á bakiö Um klukkan 3 í gærdag varð það óhapp á flugvellinum við Reynihlíð í Mývatnssveit að flugvél af gerðinni Cessna Skyhawk, sem er í eigu flugfé- lagsins Mýflugs h/f í Mývatns- sveit fauk á hvolf. Enginn var í vélinni er óhappið varð, en ráðgert var að fljúga henni til Húsavíkur seinna um daginn til kennslu. Ekki er endanlega vitað hversu illa vélin er leikinn eftir vindinn, en hún mun vera mikið skemmd og jafn- vel ónýt. gej- Allt gler er ónýtt - í gamla Iðn- skólahúsinu „Ætli megi ekki telja þetta eðlilegt viðhald á húsinu og venjulega fæst ekki nema 10 ára trygging á gleri,“ sagði Agúst Berg húsameistari Akureyrarbæjar. Nýlega bauð Akureyrarbær út viðgerð á gluggum gamla Iðnskólans, en þar hefur borið á því að gler í gluggum vilji springa óeðli- lega mikið. Glerið sem sett var upphaflega í húsið er sænskt og er mál marg- ra að það hafi í upphafi verið of þunnt og þess vegna hafi það sprungið meira en eðlilegt mætti teljast. „Það sem gerði, var að menn fengu ekki fullnægjandi leiðbeiningar með glerinu þegar það var sett í húsið. Var það sett í kítti og þótti betra eftir því sem það var þéttara. Fyrir vikið varð glerið of fast í körmunum og hafði ekki þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er með stórar rúður. Með tímanum harðnaði kíttið mjög og byrjuðu rúðurnar að springa hver af annarri," sagði Ágúst. „Frá því húsið var tekið í notk- un hefur verið nokkuð um að rúður springju og brotnuðu og var skipt um jafn óðum. Síðan var tekin ákvörðun um að skipta alveg um gler og koma þessu í nútímalegt horf,“ sagði Ágúst. Ekki sagðist hann geta gefið upp kostnað við verkið en hann væri töluverður. gej- Það er gott að hafann heima í garði, ef bíllinn bilar. Mynd: gej- Nýjung á Akureyri: Kynning á gervi- hnattaemi Nokkrir aðilar hafa nú þegar fengið leyfl til að setja upp skerma til að taka á móti erlendu sjónvarpsefni sem sent er um gervihnött. A sunnudag- inn gefst Akureyringum kostur á að sjá sýnishorn af dagskrá eins slíks. Félag ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, FUFAN, stendur þá fyrir kynn- ingu á útsendingum frá gervi- hnettinum „Eutelesat“ sem býð- ur upp á fjölbreytt efni frá ýms- um þjóðum á mörgum rásum. Meðal dagskrárliða „Eutelesat“ má nefna hinn vinsæla tónlistar- þátt Music-box, sem eflaust margir kannast við, en hann er ekki ósvipaður „Skonrokkinu" sáluga. „Tilgangurinn með þessari kynningu er að gefa ungu fólki og öðrum sem áhuga kunna að hafa kost á því að kynnast þeim mögu- leikum sem bjóðast með tilkomu útsendinga um gervihnött,“ sagði Magnús Orri Haraldsson, einn aðstandenda kynningarinnar í samtali við Dag. Kynningin hefst klukkan 15 á sunnudaginn í Eiðsvallagötu 6 og stendur til klukkan 9 um kvöldið. Boðið verður upp á kaffi og með- læti á staðnum gegn vægu gjaldi en aðgangur er ókeypis. Ekki er að efa að margan fýsir að kynnast þessari hlið fjölmiðlabyltingar- innar. BB. Svæöisútvarpiö: B og D á mánudag Vegna bæjarstjórnarfundar sem verður þriðjudaginn 27. maí, hef- ur verið ákveðið að breyta útsendingu á kynningu framboðs- lista til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri í Svæðisútvarpinu. Áætlað var að kynna B og D lista þann dag, en ekkert verður af því vegna bæjarstjórnarfundarins. í stað þess verða B og D listar kynntir mánudaginn 26. maí klukkan 17,30. 28. maí verða G, A og M listar kynntir á sama tíma. Má afhenda stefnu hverjum sem er í fjölbýlishúsi? „Mér finnst þetta vera einkamál fólks og því ætti ekki að vera hægt að biðja hvern sem er að taka við svona skjali fyrir mann,“ sagði kona sem hafði samband við Dag vegna óánægju með hvernig staðið var að birtingu stefnu í máli gegn henni. Konan sagði að þar sem eng- inn hefði verið heima hjá henni þegar komið var með stefnuna nema 10 ára drengur þá hefði stefnan verið afhent alls óskyld- um manni í annari íbúð, en kon- an býr í fjölbýlishúsi. Þá sagði konan að stefnuvottur hefði ver- ið einn á ferð en að sér skildist að þeir yrðu alltaf að vera tveir. Þegar ummæli konunnar voru bor- in undir Frey Ófeigsson héraðs- dómara sagði hann það rétt að stefnuvottar ættu að vera tveir en hins vegar væri það ekki rétt að það þyrfti að afheoda stefnda sjálfum stefnuna. „Það má afhenda stefnuna einhverjum sem fyrirfinnst í húsinu ef að viðkom- andi býðst þá ekki eindregið und- an því, það hefur að minnsta kosti verið „praktiserað“ þannig. Það er náttúrlega spurning hvað átt er við í lögunum, hvað heimili manns er víðtækt en alla tíð hef- ur þetta verið svona.“ Sá sem tekur við stefnu þarf ekki að kvitta fvrir viðtöku en stefnuvott- arnir votta það að viðkomandi hafi lofað að reyna að koma stefnunni til skila. Freyr sagði að stefnuvottarnir væru tveir en þeir hefðu það þannig að annar þeirra sæti úti í bíl og fylgdist með að hinn færi og afhenti stefnuna. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvernig í ósköpunum maður sem situr úti í bíl veit hvað er að ger- ast einhvers staðar inni í stiga- gangi í fjölbýlishúsi? Þá benti Freyr á að í svokölluðu „Þing- vallastrætismáli" hefði Hæstirétt- ur staðfest að birtingin hefði ver- ið lögleg þótt annar stefnuvottur- inn hefði setið út í bíl. „Þingvallastrætismálið“ er þó varla samanburðarhæft við það sem hér er fjallað um þar sem sá sem sat í bílnum í því tilfelli gat séð það sem fram fór. Þetta vek- ur því upp spurningu um hvort ekki sé þörf lagfæringa í þessum efnum eða að tekin verði upp þau vinnubrögð sem lög gera ráð fyrir þ.e. að stefnuvottar lesi stefn- una fyrir stefnda. Það orkar alla- vega tvímælis hvort hægt eigi að vera að afhenda slíkt plagg nán- ast hverjum sem vera skal og einnig er það vafasamt hvort telja skuli heila blokk heimili manns, eða einungis íbúðina sem við- komandi býr í. G.Kr. Vorsyning Myndlista- skólans um helgina Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð í Iþróttaskemmunni klukkan tvö eftir hádegi laugardaginn 24. maí. Á sýningunni verða sýnd verk nemenda hinna ýmsu deilda skólans. StaTfsemi Myndlistaskólans er einkum tvíþætt. Annars vegar eru það sídegis- og kvöldnám- skeið fyrir börn og fullorðna í hinum ýmsu greinum sjónmennta og hins vegar fullgildur dagskóli þ.e. fornámsdeild, sem er fyrsta ár reglulegs listnáms og málunar- deild, sem er þriggja ára sérnám. Til að hefja nám í fornámsdeild þurfa umsækjendur að standast inntökupróf sem haldið er fyrstu viku júnímánaðar ár hvert. Rétt til inngöngu í málunardeild hafa þeir sem lokið hafa námi í for- námsdeild, forskóla Myndlista- og handíðaskóla íslands eða stúdentsprófi af myndlistarbraut. Nemendur Myndlistaskólans á Akureyri voru rúmlega tvö hundruð á hvorri önn í vetur og kennarar ellefu. Aðalkennari í málunardeild var Nini Tang, hollenskur myndlistarmaður. Skólastjóri er Helgi Vilberg. Vorsýningin verður opin laug- ardag 24. maí kl. 14-18 og sunnu- dag kl. 14-22. Nemendur Myndlistaskólans unnu við uppsetningu sýningarinnar í gær. Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.