Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 11
22. maí 1986 - DAGUR - 11 Níræður: Guðmundur Jónatansson frá Litla-Hamri Góðir tónlistar- gestir á ferð Hinn víðkunni danski kórstjóri, organisti og píanisti Steen Lind- holm heldur tónleika í Akureyr- arkirkju í dag fimmtudaginn 22. maí ásamt Kammersveit Kaup- mannahafnar. Auk Steen Lind- holm skipa hljómsveitina Hans Gammeltoft Hansen flautuleik- ari, Gert Herzberg óbóleikari, Wladyslaw Marchwinsky fiðlu- Leikari og Birthe Holst Christen- sen sellóleikari. Mörgu kórfólki er minnisstætt frábært kórnámskeið haustið 1985 á Akureyri á vegum Lands- sambands Blandaðra Kóra, en þar hreif einmitt Steen Lindholm þátttakendur með einstakri leið- sögn og lifandi framkomu. A efnisskránni í Akureyrar- kirkju kl. 20.30 í kvöld verður tónlist eftir Telemann, Bach, Quantz og Hurnik. Aðgöngumiðasala fer fram við innganginn. Hérna á dögunum sá ég í gamalli afmælisdagabók að Guðmundur Jónatansson væri að verða níræð- ur, og af því tilefni langar mig til að rifja upp í fáeinum orðum gömul kynni við góðan mann, sem ég á meira að þakka en flest- um öðrum vandalausum. Guðmundur er fæddur á Upp- sölum á Staðarbyggð 23. maí 1896, sonur hjónanna Jónatans Guðmundssonar frá Klauf og Rósu Jónsdóttur frá Illugastöð- um í Fnjóskadal. Fjölskyldan fluttist að Litla-Hamri aldamóta- árið, og þar ólst Guðmundur upp, elstur fimm systkina. Árið 1927 kvæntist Guðmundur og átti ‘ Þóru Daníelsdóttur frá Sellandi í Fnjóskadal. Þau bjuggu á hálfri jörðinni Litla-Hamri til 1962, lengst af á móti Tryggva bróður Guðmundar, sem þar er enn. Það var sumarið 1940, þegar Bretar höfðu hernumið landið, vopnaðir byssum og súkkulaði, að móðir mín kom mér ellefu ára gömlum til sumardvalar á Litla- Hamri hjá þeim Guðmundi og Þóru. Sumrin mín á Litla-Hamri urðu sjö, þroskaskeið frá kúa- smala til kaupamanns. Þarna leið mér vel við leiki og störf á heimili þar sem umhyggja var borin fyrir öllu því sem lifandi var, jurtum, dýrum og mannfólki. Undir bæjarklöppinni hafði Guðmundur ungur komið upp fögrum blóma- og trjágarði, þar sem við krakkarnir borðuðum stundum brauðið okkar á góð- viðriskvöldum og kölluðum það brauðbarnahátíð. Sjálfsána birki- kvisti, sem hætta var á að fénaður grandaði, skar Guðmundur úr jörðu og plantaði innan girðing- ar, svo að þeir mættu ná þroska. Við skepnur sínar gerði Guð- mundur vel, og það kunnu þær vel að meta; ég heyri enn fyrir mér kýrnar drynja vingjarnlega þegar hann kom í fjós á kvöldin, og sé fyrir mér hersinguna sem fylgdi honum oft þegar hann var að bera mjólkurdunkana til brunns á kvöldin, hund, kött og heimalning í einni halarófu. Guðmundi féll sjaldan verk úr hendi, og á kvöldin og á sunnu- dögum var hann oft úti við að lagfæra eitthvað, en við almenna útivinnu var aldrei verið lengur en frá morgunmjöltum og fram til kvöldmjalta - með löngu hléi um hádegið, þegar fullorðna fólkið hallaði sér og við krakk- arnir lékum okkur eða litum í bók. Á sunnudögum var alls ekki ver- ið við heyskap nema ef fyrir kom að bjarga þyrfti flötu heyi í rign- ingarútliti. Þóra húsfreyja gerði líka vel við fólk sitt í mat og þjónustu. „Hann á ekki illt, drengurinn sem er hjá henni Þóru, étur hálfmána í massavís," varð rosknum aðkomumanni að orði, sem sá hvað mér hafði verið fært á engjar með seinniparts- mjólkinni. Kaupsamningar okkar Guð- mundar fóru fram nokkuð sér- stöku móti. Um kaup var aldrei samið fyrr en á haustin í slátur- tíðinni. Þá kom Guðmundur heim til mín á Akureyri og lét mig setja upp kaup fyrir sumarið, ég gerði það, og Guðmundur nefndi aðra tölu hærri. Síðan hófst samningaþóf, sem einlægt lyktaði með því að Guðmundur greiddi mér drjúgum meira en ég hafði sett upp. Árin mín á Litla-Hamri voru að mestu fyrir daga tæknibylting- ar í landbúnaði, þó að smám saman fjölgaði heyvinnutækjum sem hestar drógu og dráttarvél væri komin undir lokin. Túnið var stórt á þeirrar tíðar mæli- kvarða og að heita mátti allt véltækt, en engi þurfti að miklu leyti að slá með orfi og ljá, sumt þýft og sumt blautt - flæðiengjar með kúgæfu, grasi, stör og fer- gini. Þar var skemmtilegra að slá, og gekk jafnvel ögn undan heldur lélegum sláttumanni, en hjakkið í móunum bætti Guðmundur upp með elskulegu viðmóti, gaman- málum, sögum og fróðleik. Guðmundur á Litla-Hamri naut ekki skólagöngu fremur en þorri jafnaldra hans, en hann las kynstrin öll og var vel að sér um marga hluti, ekki síst náttúru- fræði, sögu og bókmennir. Frá unga aldri hafði hann tekið þátt í starfi ungmennafélags og lestrar- félags, og um nær fjögurra ára- tuga skeið var hann bókavörður Lestrarfélags Munkaþverársókn- ar, varðveitti bækur þess og miðl- aði félagsmönnum eftir áhuga- málum og smekk hvers og eins, sem hann þekkti. I hreppsnefnd Öngulstaðahrepps átti hann sæti í mörg ár. Guðmundur var duglegur bóndi, en hann gerði sér ljóst að búnaðarframkvæmdir voru ekki nema hluti þeirrar bænda- menningar sem hafði verið líftaug þjóðarinnar um aldir. Sjálfur er Guðmundur verðugur fulltrúi þeirrar menningar, hagmæltur, fróður, hugsandi og traustur. Árið 1962 brugðu þau Guð- mundur og Þóra búi á Litla- Hamri og fluttust ásamt dætrum sínum, Aðalbjörgu og Rósu, til Akureyrar. Hjónin voru þá tekin að lýjast, en Guðmundur vann þó næsta áratuginn á Skinnaverk- smiðjunni Iðunni þangað til sjón- in fór að bila. Þóru konu sína missti Guðmundur 1974, en sjálf- ur unir hann enn í góðu skjóli dætra sinna á Byggðavegi 101 E. Þrátt fyrir háan aldur er Guð- mundur ern, og þó að sjóninni hafi hrakað sýslar hann við lestur og skriftir. Síðasta áratuginn hef- ur hann miðlað Þjóðminjasafni íslands kynstrum af fróðleik um gamlar venjur og vinnubrögð, enda er minnið trútt og hugsunin skýr. Ofurlítið hefur einnig birst eftir Guðmund á prenti, m.a. fróðleg og greinargóð ritgerð um Lestrarfélag Munkaþverársóknar í Súlum 1983. Hafðu þökk, Guðmundur fyrir iðju þína alla og fóstur forðum. Megi hamingjan vera þér hliðholl nýjan áratug. Stefán Karlsson. Horft til framtíðar A sunnudaginn (25. maí) ætlum við ungir framsóknarmenn að beina diski mót góðu gervitungli og ná nokkrum erlendum sjónvarpsrásum á skjá. Þetta ætlum við að gera milli kl. 15 og 21 í húsakynnum Framsóknar, Eiðsvallagötu 6. Auðvitað ert þú velkomin(n)! Ungir frammarar. Framtíðarstarf Okkur vantar góöan og glaölegan starfskraft í fatadeild. Vinnutími frá 13.00-18.00. Upplýsingar veittar frá kl. 10.00-12.00 fimmtudag og föstudag. Ekki í síma. HAGKAUP Norðurgötu 62 Óskum að ráða konu til starfa í kjötvinnslu, viö afgreiðslu og þrif, frá 1. júní nk. Lágmarksaldur 20 ára. Vinnutími 13.00-18.30. Upplýsingar hjá verslunarstjóra, ekki í síma. MATVÖRU MARKADURINN Kaupangi. Matreiðslumaður Óskum aö ráöa matreiöslumann sem fyrst. Uppl. í síma 61405. Sæluhúsið Dalvík. Ráðskonu vantar sem fyrst til aö elda fyrir vegavinnuflokk í ca. fjóra mánuði. Uppl. í síma 22462 eftir kl. 17 á daginn. SECURITAS AKUREYRI sf. TJARNARLUNDUR 19 G BOX 662 NAFNNR. 7483-7239 602 AKUREYRI Starfsmaður óskast í öryggisgæslu, ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar í síma 26261 milli kl. 5 og 7 dagana 22. og 23. maí. L fc fcfc i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.