Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 9
22. maí 1986- DAGUR -9 —íþróttic. Umsjón: Kristján Kristjánsson fslandsmótið 1. deild: Þórsarar lágu í Laugardal Það voru fegnir Framarar en að sama skapi vonsviknir Þórs- arar, sem gengu til búnings- klefa eftir að Fram hafði sigrað Þór 2-1 á Valbjarnarvelli í Laugardal í gærkvöld. Eftir jafnan og skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan 2-1 Fram í vil og þrátt fyrir að Þórsarar „ættu“ allan síðari hálfleikinn, tókst þeim ekki að skora mark, þótt oft hafí munað mjóu. Framarar hófu leikinn og spil- uðu gegn strekkingsvindi, en það voru Þórsarar sem náðu sér mun betur á strik í byrjun. Á 7. mín- Þórsurum gekk illa að fínna leiðina .mýmörg tækifæri. Frammarkið í gærkvöld þrátt fyrir útu gaf Kristján Kristjánsson stórgóða stungusendingu inn fyr- ir vörn Fram á Bjarna Svein- björnsson en Friðrik markvörður Fram náði að bjarga með góðu úthlaupi. Þremur mínútum seinna átti svo Siguróli þrumu- skot rétt yfir mark Fram. Á 15. mínútu skapaðist mikil hætta við mark Fram þegar boltinn rúllaði fyrir markið á markteig án þess að nokkur Þórsari næði að stýra honum yfir marklínuna. Á 19. mínútu skapaðist loks hætta hinum megin en Baldvin varði vel skot frá Pétri Ormslev. Tveimur mínútum síðar skor- uðu svo Framarar gegn gangi leiksins og var þar að verki Guð- mundur Steinsson, sem skoraði úr þvögu eftir hornspyrnu, óverj- andi fyrir Baldvin markvörð. Á 29. mínútu jafnaði Fllynur Birgisson fyrir Þór eftir hræðileg varnarmistök Framara. Hann „stal“ knettinum af varnar- mönnunum og skoraði örugglega fram hjá Friðrik markverði. Tveimur mínútum síðar náðu Framarar forystu að nýju með stórglæsilegu marki Guðmundar Torfasonar beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs Þórsara. Óverjandi skot í slána og inn. Á 43. mínútu, markamínút- unni, átti Þór tvö dauðafæri í sömu sókninni. Fyrst varði Friðrik frá Bjarna og síðan átti Halldór Áskelsson skot rétt framhjá. Þórsarar byrjuðu leikinn með miklum látum og strax á 2. mín- útu komst Bjarni einn inn fyrir en Fririk varði gott skot hans. Á 6. mínútu átti Hlynur skot að marki Fram en aðeins of hátt. Pétur Ormslev svaraði með sams konar skoti á 20. mínútu eftir skyndi- sókn Fram. Á 24. mínútu átti Halldór Áskelsson þrumuskot í samskeyti Frammarksins eftir góða sendingu frá Bjarna. Síðan rak hvert færið annað. Þórsurum tókst ekki að skora þótt þeir kæmust 3 á móti 2 Frömurum inn í vítateiginn og Halldór átti gott skot rétt fram hjá eftir mikinn einleik skömmu síðar. Á ioka- mínútu leiksins átti Siguróli þrumuskot að marki Fram sem Fririk varði meistaralega. Og Framarar fögnuðu sigri. Bestir í liði Þórs voru þeir Baldur Guðnason, Siguróli Krist- jánsson og Hlynur Birgisson. Langbestur Framara var Friðrik Friðriksson markvörður og má segja að hann hafi bjargað stigunum fyrir lið sitt. Dómari leiksins var Magnús Theodórsson og stóð hann sig heldur slælega. AE/Reykjavík. Björn Arnason: „Betra liðið tapaði“ „Þór var tvímælalaust betra liöið í þessum leik og þess vegna var sérstaklega sárt aö tapa þessum leik,“ sagði Björn Dags-mótió í kraft- lyftingum á laugardag Torfi Ólafsson mætir til leiks Dags-mótið í kraftlyftingum fer fram á laugardaginn kemur í Sjallanum og hefst kl. 13. Að þessu sinni fer Akureyrarmót- ið í kraftiyftingum fram sam- hliða Dags-mótinu. Keppt verður í 6 flokkum karla og 1. einum flokki kvenna. Keppendur á verða þessir: Kvennaflokkur: 60 kg flokkur Kristjana ívarsdóttir Karlaflokkar: 60 kg flokkur Aðalsteinn Kjartansson 75 kg flokkur Kári Elíson Jónas Helgason Pálmi Bragson 82,5 kg flokkur Þorvaldur Vestmann Gunnar Magnússon Knattspyrna: Ungir KA-menn - æfingar að hefjast Æfingar hjá yngstu knattspyrnu- mönnum KA hefjast á mánudag- inn kemur og fara fram við Lundarskóla. 6. flokkur mætir kl. 9,30 en 7. flokkur kl. 13,30. Þjálfari er eng- inn annar en Tryggvi Gunnarsson markaskorari úr meistarflokks- liði KA. Er nú um að gera fyrir unga knattspurnumenn í KA að fara nú að æfa undir stjórn Tryggva. Ingi Jóhann Valsson 90 kg flokkur Pétur Broddason Öm Traustason Sigurður Gestsson 100 kg flokkur Flosi Jónsson Friðbjörn Benidiktsson 125 kg flokkur Víkingur Traustason Plús 125 kg flokkur Torfi Ólafsson Keppt verður um hinn glæsilega Dags-bikar en í fyrra hreppti Kári Elíson gripinn. Að þessu sinni koma þeir Kári, Víkingur og Torfi til með að berjast um bikarinn. Torfi loðfíll ætlar að reyna við íslandsmet í hnébeygju og rétt- stöðulyftu og jafnvel Norður- landamet sem er 378 kg í rétt- stöðulyftu. Torfi á íslandsmetið í þeirri grein sem er 370 kg. Flosi gullsmiður gælir við 700 kg í samanlögðu sem er íslandsmet. Kári Elíson er ekki í toppformi, er orðin keppnisþreyttur en mun reyna að halda Dags-bikarnum. Víkingur Traustason er í sókn. Mun hann taka 215 kg í bekk- pressu? Lætur Víkingur Torfa fara með Dags-bikarinn suður? íslandsmeistarinn í vaxtar- rækt, Sigurður Gestsson verður að öllum líkindum með. Hvernig tekst honum til? Aðalsteinn Kjartansson íslandsmeistari unglinga ætlar að reyna við íslandsmet. Að auki munu nokkrir ungir og upprennandi kraftlyftingamenn lyfta á sínu fyrsta móti. Eins og áður sagði fer mótið fram í Sjallanum og verður örugglega um skemmtilega keppni að ræða sem gaman verð- ur að fylgjast með. Staðan Staðan í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu að loknum tveimur umferðum er þessi: Víðir-KR 0:0 ÍBV-ÍA 0:3 Valur-UBK 0:1 FH-ÍBK 2:1 Fram-Þór 2:1 FH 2 2-0-0 5:2 6 UBK 2 2-0-0 2:0 6 KR 2 1-1-0 4:0 4 ÍA 2 1-1-0 3:0 4 Fram 2 1-1-0 2:1 4 Þór 2 1-0-1 3:3 3 Víðir 2 0-1-1 1:3 1 ÍBK 2 0-0-2 1:3 0 Valur 2 0-0-2 1:3 0 ÍBV 2 0-0-2 0:7 0 Markahæstir: Valgeir Barðason, ÍA 3 Björn Rafnsson, KR 2 Hlynur Birgisson, Þór 2 Ingi B. Albertsson, FH 2 1 Jón Þ. Jónsson , UBK 2 J Árnason þjálfari Þórs eftir leikinn. „Framarar áttu tvö raunveru- leg tækifæri og þau gáfu bæði mörk. Ef Framarar ætla sér stóra hluti á Islandsmótinu í sumar verða þeir að spila betur en þeir gerðu í kvöld,“ sagði Björn. Hann sagði að þrátt fyrir tapið hefðu strákarnir sýnt góðan leik og góða baráttu og þeir ættu örugglega eftir að gera betur enda væri sumarið rétt að byrja. AE/Reykjavík. Fyrsta alvöru golfmótið - að Jaðri Fyrsta alvöru golfmót sumars- ins að Jaðri fer frani laugar- daginn 24. maí og hefst kl. 8,30 og því líkur á sunnudag. Bíla- leigan Örninn og Flugleiðir halda mótið sem 36 holu mót með fullri forgjöf. Mótið er opið fyrir alla kylf- inga á Norðurlandi. Þetta er opn- unnarmót og verður spilað á sumargrínum og sumarteigum. Skráningu í mótið líkur föstudag- inn 23. maí kl. 21 og hún fer fram í golfskálanum að Jaðri. „Er með mjög fámennan hóp“ - segir Óskar Ingimundarson þjálfari Leifturs Knattspyrnulið Leifturs á Ólafsfírði féll í 3. deild á síð- asta ári eftir aðeins eins árs veru í 2. deild. Nýr þjálfari er tekinn við liðinu og er það Óskar Ingimundarson sem þjálfaði á Fárskrúðsfírði í fyrra og mun hann einnig leika með liðinu. Óskar hefur spilað áður bæði með KR og KA og var jafnan hættulegur upp við mark andstæðingana og skoraði mikið af mörkum. Ég náði tali af Óskari og spurði hann hvernig tímabiiið legðist í hann. „Það leggst svona þokkalega í mig. Þetta verður örugglega mikil barátta. Ég hef mjög fámennan hóp að spila úr og einnig er um miklar breytingar á mannskapnum svo það getur brugðið til beggja vona hjá okk- ur í suntar. Ég veit varla hvort raunhæft er að stefna á sæti í 2. deild en 1.-3. sætið væri vel við- unandi. Það má þó lítiö út af bera hvað varðar meiðsli og leikbönn hjá okkur, ef það skeður er lítil von. í vorleikjunum hjá okkur hafa aðeins 4 af fastamönnum liösins frá því í fyrra verið með, hinir eru farnir.“ - Nú spilið þið fyrsta leikinn í deildinni á laugardaginn og á heimavelli, gegn Reyni Árskóg- strönd, ertu bjartsýnn á sigur í þeim leik? „Ég veit ekki hvað skal segja. Við lékum við Reyni um pásk- ana og þá fór jafntefli. Þetta verður örugglega hörkuleikur. Reynismenn unnu 4. deildina í fyrra og lið sem það gerir hlýtur að vera sterkt. En það er alveg ljóst að ef við ætlum upp verðum við að vinna að minnsta kosti 90-95 % af heintaleikjunum," sagði Óskar að lokum. Oskar Ingimundarson þjálfarí Leifturs. Mynd: KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.