Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 5
22. maí 1986 - DAGUR - 5 Jesendahornið- Myndlistarfélag er starfandi á Akureyri Það er bjart yfir þeim þætti bankastarfsins sem að myndlist snýr, og vel heppnuðu starfi þeirra tveggja banka sem hafa kynnt akureyrska myndlist í afgreiðslusölum sínum. Annað er það, að þegar aug- lýsing Alþýðubanka kemur, dregur bliku á loft. Ekki er þó við starfsfólk bankans að sakast, þar er allt til stökustu fyrirmyndar eins og fyrr getur. Nei - menn- ingarmistökin eru Menningar- samtaka Norðurlands. í upphafi hvers sýningartíma- bils er listamaðurinn kynntur eins og vera ber, en inn í fréttatil- kynninguna er laumað eftirfar- andi klausu: „Þar sem ekkert myndlistarfélag er starfandi á Akureyri hafa Menningarsamtök Norðlendinga haft umsjón með þessum listkynningum, og hefur Valgarður Stefánsson verið full- trúi samtakanna í þessu samstarfi frá upphafi." Líklega hefur menningarfull- trúinn endurtekið þetta svo oft, að hann er farinn að trúa því sjálfur. Nú vita allir sem vilja, að Myndhópurinn er ekki nýtt fyrir- bæri, heldur eins og listrýnir Dags, Ragnar Lár. skrifaði eitt sinn: „.. hefur unnið sér fastan sess í bæjarlífinu." Árvissar sýn- ingar hafa ýmist verið innan félags, með heiðursgestum, eða að hluta til, minningarsýningar um látna akureyrska listamenn. Ef menningarfulltrúinn telur menntun þessa fólks ónæga til þess að um alvöru myndlistarfélag geti verið að ræða, þá er hann vonandi einn um þá skoðun. Skólun félaganna er auðvitað misjöfn, en allt að margra ára námi hérlendis og erlendis. Hitt ætti „menningarfulltrúinn“ að viðurkenna, að sjálfmenntað fólk skilar einnig oft ágætu verki. Að lokum þetta. Ef ég hefði umboð, væri fulltrúa Menningar- samtakanna hér og nú, boðið sem heiðursgesti til næstu sýning- ar Myndhópsins, í þeirri von að hann gæti viðurkennt að „...myndlistarfélag er starfandi á Akureyri...“. Myndhópsfélagi. Vantar gangstétt Mér leikur forvitni á að vita, hvort ekki er áformað að setja gangstétt leiðina við Þingvalla- stræti sem liggur upp á Pálmholt. Hvorugu megin akvegar er hægt að ganga, nema þá helst á góðum fjallgönguskóm, og neyð- ast því gangandi vegfarendur til að nota götuna. Þau eru orðin þrjú árin sem ég hef farið þessa leið, svo til daglega, og finnst kominn tími til úrbóta. Það má - við Þingvallastræti að Pálmholti bæta því við svona í leiðinni að sjálfur vegurinn innan girðingar barnaheimilisins er ekki til neinn- ar fyrirmyndar, sér í lagi í bleytu. Ég vil líka benda á það að í Skógarlundi sunnan Þingvalla- strætis verður gangandi vegfar- andi að hringla yfir götuna sitt á hvað til að geta notað gangstétt. Þetta skapar slysahættu, því þarna er mikil umferð og hröð. Kylfingar Norðurlandí Bílaleigan Örninn og Flugleiðir bjóða til 36 hola golf- keppni laugardag og sunnudag 24. og 25. maí og hefst mótið kl. 8.30 f.h. á laugardag. Leiknar verða 36 holur með forgjöf. Skráningu lýkur föstudaginn 23. maí kl. 21. Golfklúbbur Akureyrar. Ég vænti svars frá þeim for- ráðamönnum bæjarfélagsins sem hafa 'með þessi mál að gera. Ein á venjulegum skóm. Svar: Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðingur sagði að ekki væri fyrirhugað að setja gangstétt á þessari leið í ár. Hins vegar væri verið að ganga frá framkvæmd- um við Pálmholt og yrði þá vænt- anlega gengið frá leiðinni heim að húsinu. „Það liggur fyrir að gera gangstétt á þessari leið, lík- lega á næsta ári. Ég á von á að úr þessu rætist fljótlega,“ sagði Stefán. Stír iiijólk 1 t-ÍTRI SÚT- mjólk Hollur og góður morgunmatur Mjólkursamlag Framhaldsaðaifundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn þann 28. maíkl. 19.45 í Þórsherberg- inu í íþróttahúsi Glerárskóla. Félagar fjölmennið. Stjórnin. _ _____ . ■ . .. . hr- /\ | SHARPVISOM j'ÆTÆSÍ] T j ° * lO'-CD tm ) * 16 Iðnaðarhöllin Yarmahlíð I Varmahlíð í Skagafirði er risið hús er nefnist Iðnaðarhöllin. Þar kennir margra grasa svo sem Bifreiða- og vélaverkstæðið Naust hf., þar er gert við allar gerðir bíla og búvéla, bæði fljótt og vel, smíðaðar innréttingar í fjós og önnur útihús, gróðurhús, handrið á svalir og stiga, og raunar allt sem nöfnum tjáir að nefna. í Iðnaðarhöllinni er vísir að'verslun, þar fást allar þær búvélar sem bændur þurfa á að halda og fluttar eru inn af Boða hf. í Hafnarfirði: Silva rafmagns- girðingarefnið frá Boða er 1. flokks og á ótrúlega lágu verði, votheysturnar með fullkomin losunarbúnað, ódýr LEWIS ávinnsluherfi vbr. 4.20 m kr. 14.350, frábæru JÖLA áburðardreyfararnir sem taka 650 kg á kr. 29.875, SITREX stjörnumúgavél vbr. 3.10 m, lyftutengd. kr. 50.275, bindigarn 400 m í kg 142 kr. pr./kg, og margt fleira. Þar fást einnig gæða graskögglar frá Fóður og fræ í Gunnarsholti á kr. 12.900 pr./t, rafgeymar í öll farartæki og síðast en ekki síst ódýrustu dekkin undir alla bíla og búvélar. Verðsýnishorn: 155x13 á kr. 1.880 700x16 á kr. 5.938 Komið og reynið viðskiptin, traktorsdekk 11x28 á kr. 16.406 það borgar sig. Virðingarfyllst IÐNAÐARHÖLLIN Sími 95-6004. Axel Gíslason. BIFREIÐA- OG VÉLAVERKSTÆÐIÐ NAUST HF. Sími 95-6003. Böðvar Finnbogason, Pétur Víglundsson, Víglundur R. Pétursson. Vkto - Video video m/þráðfjarstýringu kr. 36.980- staðgreitt v^eo m^jarst> kr- 36.980- \JUlQ3t\ir staðgreitt JVC video m/fjarstýringu kr. 44.980- JVC staðgreitt video Hi Fi. Stereo m/fjarst. kr. 65.940- staðgreitt Einnig gott úrval af sjónvörpum verð frá kr. 31.330. Staðgreitt 20“ SÍMI (96)21400 »J».» * >.**»• * 9 * ttlft *»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.