Dagur - 29.05.1986, Side 6
6 - DAGUR - 29. maí 1986
TAKIÐ EFTIR!
Óskum eftir tilboði í húseignina Sóivelli
í Flatey á Skjálfanda.
Húseignin verður til sýnis dagana 2.-9. júní nk.
og er fólk beðið að snúa sér til Gunnars Guðmundssonar
í Útibæ í Flatey, en hann mun leiðbeina fólki.
Skriflegum tilboðum sé skilað fyrir 17. júní
til Einars Njálssonar Samvinnubankanum Húsavík
eða til undirritaðra.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Þingvallastræti 10, Akureyri, 28. maí 1986.
Júlíana Guðmundsdóttir og Njáll B. Bjarnason.
Björn Sigurösson • Baldursbrekku 7 • Símar 41534 • Sérleyfisferðir •
Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar
Húsavík-Akureyri-Húsavík
Daglegar ferðir
1. júní-31. ágúst
Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
19.00 08.00 13.30 08.00 13.30 03.00 13.30 FráHúsavík
21.00 16.15 16.15 16.15 16.15 17.00 16.15 FráAkureyri
Sérstakur vöruflutningabíll á þriðjudögum.
Afgreiðsla á Húsavík: Flugleiðir, Stóragarði 7 sími 41580 og 41140
Farþegaafgreiðsla Akureyri: öndvegi hf. Hafnarstræti 82 sími 24442
Öll vörumóttaka á Akureyri: Ríkisskip við Sjávargötu sími 23936.
Ath. Vörur berist á Ríkisskip 2 klukkustundum fyrir auglýsta brottför.
Sérleyfishafi.
X
B
Húsavík X
B
Sigurgeir Aðalgeirsson
5. sæti B-listans
„Efla ber það framhaldsnám sem nú er á Húsa-
vík, í tenglsum við Menntaskólann á Akureyri. “
x-b Dalvík x-b
Hulda Þórsdóttir 4. sæti B-listans.
Við teljum mjög brýnt að halda áfram byggingu
tengiálmu við Kríiakot því með tilkomu hennar er
möguleiki á bættri þjónustu í dagvistarmálum á
Dalvík.
H-af erlendum vettvangL
Snjóbyssa í Ölpunum; fjallabændurnir eru lítið hrifnir.
hávaöi í sviss-
nesku Olpunum
- Snjóbyssur í skíðalöndin - Umhverfisvemdarmenn
gagnrýna vélvæðingu
„Við látum snjóa fyrir ykkur
til miðnœttis, “ stendur á
aðvörunarskiltum fyrir
ferðafólk í Savognin í
Graubunden (Suður-Sviss).
En á vornóttum þegar skilt-
in eru uppi - og stundum
líka um nóvembernœtur -
dettur engum í hug að fara
snemma að sofa.
Hávaðinn er geigvænlegur, þeg-
ar tíu háþrýsti-snjóbyssur spúa
4500 mínútulítrum af vatni á 3,5
km langar skíðabrekkurnar allt
frá dalbotni og upp í miðjar
hlíðar.
í frostinu - bestar eru aðstæð-
urnar við 9 stig - breytist vatns-
úðinn samstundis í snjó. Þessi
snjór er þéttari og grófkornaðri
en sá sem náttúran býr til. Og
hann loðir betur saman. Skíða-
fólkið í Savognin fullyrðir, að
hann sé miklu betri til skíða-
iðkunar. Fimmtán cm þykkur
gervisnjór er álíka þéttur fyrir og
fjórum sinnum þykkari náttúru-
snjór.
Til þess að undirbúa 100 m
breiða skíðabrekkuna undir
skíðatímann að haustinu drynja
snjóbyssurnar tíu án afláts í 16
nætur. Við það eyða þær 1000
kílówöttum á klukkustund, sem
er álíka og raforkunotkun í
5000-6000 manna bæ.
Ef kvartað er yfir þessari
geysilegu orkunotkun, réttlæta
forystumenn ferðaiðnaðarins
hana m.a. með samanburði við
aðrar íþróttagreinar: „Hver
kvartar," spyr Leo Jeker, for-
stjóri skíðalyftanna í Savognin,
„þótt flóðlýsingin á Letzigrund-
leikvanginum í Zúrich eyði yfir
3000 kílówöttum?"
Og því er ekki að neita, að
þetta eina sveitaþorp við aðal-
veginn upp í Julier-skarðið gæti
alls ekki boðið upp á öruggan
skíðasnjó, ef snjóbyssurnar
væru ekki. Skíðafólkið myndi
leita annað, ef ekki væri hægt
að skíða niður á dalbotninn.
Með hjálp frá byssunum er það
hægt í 100 daga, í stað 40 ella.
Skíðatíminn hefst 2-3 vikum
fyrr og stendur fram yfir páska.
Þessi vetur virðist styðja rök-
semdir Jekers. Jafnvel í janúar
varð skíðafólkið víða annars
staðar í landinu að þræla fót-
gangandi upp í brekkurnar.
Skíðalyfturnar voru þar reknar
með tug milljóna króna halla,
meðan allt var í fullum gangi í
Savognin. „Byssurnar eru okk-
ar snjótrygging,“ segir Jeker.
Aðrir skíðastaðir í Sviss hafa
ekki lokað augunum fyrir því
sem er að gerast í Savognin.
Heil tylft af þeim hefur nú
einnig sett upp snjóbyssur - í
Zermatt, Saas Grund og Thyon
í Wallis, hjá Flums í St. Gallen,
á Corvatsch og í Scuol í Enga-
din. Tugur í viðbót er í undir-
búningi.
Ekki er raunar alls staðar látið
snjóa á ákveðið svæði eins og í
Savognin og Zermatt. Minni
skíðastaðir kjósa fremur hreyf-
anlega blásara, sem nota and-
rúmsloftið í stað háþrýstilofts.
Þeim er þá komið fyrir á snjó-
troðurum. Sá útbúnaður er ein-
faldari, ekki nálægt því eins
orkufrekur, og sparar einnig
dýran uppsetningarbúnað
umhverfis skíðasvæðið. En þó
þarf að leiða til hans raflögn, og
vatnslögn með nægu köidu
vatni. Gagnstætt háþrýstibyss-
unum mynda blásararnir stund-
um skafla, sem þarf þá að jafna
úr á eftir.
Tækjaframleiðendurnir og
viðskiptavinir þeirra sjá auðvit-
að aðeins kostina við þjónust-
una: „Gervisnjórinn,“ segja
þeir, „verndar grassvörðinn á
vorin fyrir skemmdum af skíða-
köntum og snjótroðurum. Og
þar sem öruggt snjólag hylur
allar hindranir svo sem grjót og
trjástubba, dregur hann stór-
lega úr slysahættu."
En umhverfisverndarmenn
eru annarrar skoðunar. Aust-
urrískir og svissneskir vísinda-
menn hafa sýnt fram á, að þétt-
ur og samþjappaður gervisnjór-
inn á sléttuðum skíðasvæðunum
liggur miklu lengur frameftir
vori en snjórinn annars staðar.
Hann tefur þá vorgróðurinn um
allmargar vikur, sem er alvar-
legur hlutur fyrir fjallabændur.
Rannsóknir í Waadtlands-ölp-
unum hafa sýnt, að heyfengur
minnkar um Vi tonn á hektara,
sem er næstum 30% af því sem
ella mætti gera ráð fyrir.
Eftir fyrirspurn á svissneska
þinginu ætlar landsstjórnin í
Bern að láta gera nákvæma
rannsókn á eðlisbreytingum
gróðurlendis vegna snjófram-
leiðslunnar. Landsstjórnin hef-
ur líka beint þeim tilmælum til
fylkisstjórna, að þær veiti hér
eftir leyfi fyrir gervisnjóbúnaði
aðeins í undantekningartilvik-
um, því að „það sé grundvallar-
atriði, að ferðamannaiðnaður-
inn taki fullt tillit til náttúrunn-
ar.“
Á suraum skíðasvæðum er
hins vegar síðbúinn vorgróður-
inn í sjálfu sér engin rök gegn
snjóbyssunum - einfaldlega af
því að það er hvort eð er enginn
gróður eftir!