Dagur - 29.05.1986, Side 10

Dagur - 29.05.1986, Side 10
40 - ÐAGUR - 29. mat'1986 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólaslit verða í Akureyrarkirkju laugardaginn 31. maí kl. 13.30. Skólameistari. Handavinnusýning vistfólks á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 1. júní kl. 14-17. Margt fallegra muna. Til sölu verða heklaðir dúkar, prjónles o.fl. Kaffiveitingar. Verid öll velkomin. Embætti skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, er laust til umsóknar og veitist frá 1. júlí 1986. Umsækjandi skal hafa lokið prófi í lögfræði, hag- fræði eða viðskiptafræði eða vera löggiltur endur- skoðandi eða hafa aflað sér sérmenntunar eða sér- þekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist tekjudeild fjármálaráðuneytisins, merktar: „Staða 260“ fyrir 10. júní 1986. Fjármálaráðuneytið 27. maí 1986. Auglýsing numer 1 Höfum opnað á ný eftir breytingar Komið og skoðið sumarvörurnar í glæsilegri verslun. Svala- og tjaldhúsgögn í miklu úrvali. Svefnpokar, tjalddýnur, grill, borð, stólar, diska- og hnífaparasett (stál) í tösku fyrir 4 til 6. Opið laugardaga 9-12. Eyfjörö 1 Hjatteyrargötu 4 simi 22275 vrsA HVÍTASUntlUKIRKJAM V/5KARÐ5HLÍÐ Hvítasunnusöfiiuðurinn 50 ára Hátíðarsamkomur verða í tilefni 50 ára afmælis safnaðarins föstudaginn 30. maí, laugardaginn 31. maí, sunnudaginn 1. júní og mánudaginn 2. júní og hefjast kl. 20.00. Aðalræðumaður verður Garðar Ragnarsson frá Danmörku. Mikill og fjölbreyttur söngur, meðal annars æskulýðskór Fíladelfíu í Reykjavík. Samkomur halda svo áfram hvert kvöld til 8. júní og hefjast klukkan 20.00. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomurnar. Hvítasunnukirkjan v/Skarðshlíð (Vestan við Veganesti) Uam inrl ofi nn „ner sit íiiP eg og get ekk i annað“ „Hér stend ég og get ekki annað,“ er sagt að Marteinn Lúter hafi sagt er hann stóð frammi fyrir furstum Þýskalands. Þannig fer og hverjum þeim sem opnast fyrir orði Biblíunnar. Það er ekki sjálfgefið að orð Guðs nái til okkar mannanna. Við sjáum það til dæmis að eft- ir krossfestingu Jesú gátu læri- sveinarnir ekki skilið hvað hafði í rauninni gerst. Það var ekki fyrr en Jesús hafði birst þeim eftir upprisuna og tengt saman spá- dóma Biblíunnar og þá atburði sem gerst höfðu, að „hugskot þeirra lukust upp“ og þeir skildu hvað Guð var að gera fyrir menn- ina. Eftir það voru þeir beðnir að fara til Jerúsalem og bíða, þar til þeir íklæddust krafti frá hæðum. Síðan gerðist það á hvítasunnu- dag að þessi kraftur kom og þeir menn sem áður voru hræddir og í felum komu fram með djörfung og predikuðu Jesúm, upprisinn og upphafinn, iðrun og fyrirgefn- ingu syndanna, fyrir trú á Jesúm Krist. Þessi kraftur er enn jafn virkur og kemur fyrir: Predikun orðsins, lestur þess og bæn. Þegar Lúter las Biblíuna (sem þá var aðeins til á latínu) opnaði hún hugskot hans og sýndi hon- um að kirkjan (kaþólsk) var komin langt út fyrir ritninguna og kenningu Jesú og þessi kraftur orðsins gaf honum kjark til að festa hinar 95 staðhæfingar gegn aflátssölu á dyr hallarkirkjunnar. Hann lýsti því yfir sem sinni skoðun að þegar kristinn maður lenti í andstöðu við skoðanir kirkjuþings gæti hann haft rétt fyrir sér ef hann byggði á Biblí- unni, heilagri ritningu. Því að all- ir menn væru jafnir fyrir Guði og ekki þyrfti prestsfund til að öðl- ast náð Guðs. Kirkja er (á að vera) það fólk sem trúir á Jesúm sem frelsara sinn og hefur samfélag hvert við annað, en ekki stofnun sem heyr- Níels Gíslason. ir undir hóp manna sem skipaðir eru af valdhöfum. Allir sem orð Guðs fær að tala til sjá og finna hvað „þjóð“- kirkja og ríkistrú eru fráleit hug- tök einfaldlega vegna þess að einn getur ekki skrifað nafn ann- ars í „lífsbókina“. Það getur Guð einn. Með þessum orðum er ég ekki að alhæfa um þjóðkirkju íslands. Ég veit að innan hennar er víða lifandi starf sem byggir á orði Guðs. En mér finnst það eigi að vera persónuleg ákvörðun hvers og eins í hvaða söfnuði hann vill starfa, til að geta haldið áfram því verki sem Lúter hóf, þ.e.a.s. að leiða kirkju Krists á rétta braut. Ef honum finnst að sá söfnuð- ur sem hann tilheyrir sé staðnað- ur og leiði aðeins af sér sinnu- leysi, þá getur hann ekki staðið þar, frammi fyrir Guði sínum og svarað í einlægni spurningunni: Hví fórstu ekki eftir orði mínu fremur en mannasetningum? Þetta er ástæða þess að svo margir sem orð Guðs talar til leita sér að samfélagi, þar sem Biblían er notuð sem grundvöllur allrar breytni og til leiðsagnar í öllum mannlegum málum. Það má vera öllum ljóst sem leiða að því hugann að það var ekki mögulegt fyrir Lúter að færa allt það í lag sem búið var að rangsnúa. Því hefur Guð á ýms- um tímum vakið upp menn til að opinbera það ljós trúar sem falið hafði verið undir mælikeri stofn- ana og þeirra sem afneita krafti trúarinnar. í öðru bréfi Tímóteusar segir: „Þeir hafa á sér yfirskin guð- hræðslunnar en afneita krafti hennar." (2. Tím. 3:5). Það er stórkostlegt að fylgjast með því nú á síðustu tímum hvernig Guð er að endurlífga söfnuð sinn og skiptir þá ekki máli hvað hann kallast, heldur starfar hann alls staðar þar sem orðið (Biblían) er lesið með opnum huga. Dæmi um það er EXPLO, ’85 þar sem um 100 kirkjudeildir og söfnuðir, sem boða Jesúm Krist sem frelsara mannkynsins, tengd- ust saman með notkun gervi- tungla. Þar fór fram námskeið fyrir þá sem finna þörf á því að boða öðrum trú og byggja sig og aðra upp í henni. Það eru nú um níu ár síðan orð Guðs og kraftur talaði til mín, með þeim hætti að ég tók afstöðu og fann þann sem ég vil að líf mitt tilheyri. Ég fann mér samfé- lag í Hvítasunnukirkjunni hér á Akureyri og hefi eignast yndisleg trúsystkin. Um þessa helgi er haldið upp á 50 ára starf Hvítasunnusafnaðar- ins hér og vil ég í því tilefni bjóða þér, sem lest þessa grein, að koma og kynnast því hvernig við komum saman og eigum virki- lega ánægjulegar stundir. Guð blessi þig. Níls Gísluson. Lykillinn að velheppnuðu sumarleyfi: Opnunartími Eddu hótelanna Nú líður að því að fyrstu Eddu hótelin sem aðeins eru starfrækt aö sumrinu, verði opnuð. Hótel Edda í Valhöll á Þingvöllum hef- ur þegar veriö opnað og um mán- aðamótin bætist Hótel Edda, Flókalundi í hópinn. Hótel Edda á Laugum í Sælingsdal tekur til starfa 6. júní en síðan verða hótelin opnuð koll af kolli og 20. júní geta ferðamenn nýtt sér þjónustu 20 Eddu hótela víðs vegar um landið. Hér á eftir fer listi yfir Eddu hótelin og opnunartíma: Hótel Edda Flókalundi (30. maí), Hótel Edda Laugum, Sæl. (6. júní), Hótel Edda Reykholti (8. júní), Hótel Edda Skógum (9. júní), Hótel Edda Hrafnagili (11. júní), Hótel Edda Húsmæðra- skólanum Laugarvatni (11. júní), Hótel Edda Menntaskólanum Laugarvatni (12. júní), Hótel Edda Nesjaskóla (12. júní), Hótel Edda Stórutjörnum (13. júní), Hótel Edda Eiðum (13. júní), Hótel Edda Reykjum (13. júní), Hótel Edda Hallormsstaö (14. júní), Hótel Edda Húnavöll- um (15. júní), Hótel Edda Akur- eyri (18. júní), Hótel Edda Laug- arbakka (20. júní). Auk þess eru Eddu hótel starf- rækt á hótelum sem opin eru allt áriö, Hótel ísafirði, Hótel Borg- arnesi, Hótcl Hvolsvelli og Hótel Eddu Kirkjubæjarklaustri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.