Dagur - 04.06.1986, Blaðsíða 1
Tölvuþjónusta
Hugbúnaðarþjónusta
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 4. júní 1986 102. tölublað
Tölvutæki SÍ.
Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ■ Akureyri ■ Sími 96-26155
Húsavík:
„Það er ekkert að frétta
ennþá,“ sagði Valgerður
Gunnarsdóttir nýkjörin bæjar-
fulltrúi af G-Iista á Húsavík í
samtali við Dag í gær, aðspurð
um meirihlutaviðræður í
bænum.
„Engar formlegar viðræður eru
hafnar eða boðaðar ennþá,
flokkarnir eru að skoða málin
þessa dagana,“ sagði Valgerður.
Jón Ásberg Salomonsson efsti
maður af A-lista sagði engar
formlegar viðræður vera hafnar
og ekki hefði verið haft neitt
formlegt samband við Alþýðu-
flokksmenn. Hann sagðist telja
eðlilegast að Alþýðubandalagið
hefði frumkvæði að myndun
meirihluta í bæjarstjórn. IM
Sauðárkrókur:
Viðræður
ganga vel
Svo viröist sem myndun bæjar-
stjórnarmeirihluta á Sauðár-
króki sé skammt undan. Það
eru sjálfstæðismenn, kratar og
óháðir borgarar sem eru að
ræða saman en þessir flokkar
voru allir í minnihluta á síðasta
kjörtímabili.
Blaðið snéri sér til þeirra
Harðar Ingimarssonar bæjarfull-
trúa óháðra og Þorbjörns Árna-
sonar fyrsta bæjarfulltrúa Sjált-
stæðisflokksins og innti þá eftir
gangi mála. Þeir voru sammála
um að viðræðurnar gengju vel og
mjög eðlilega og kváðust vera
bjartsýnir á framhald þeirra. Þor-
björn sagðist reikna með að nýr
meirihluti yrði myndaður á næstu
dögum. Hörður kvað enn vera
nokkra lausa enda en hann væri
bjartsýnn á að tækist að festa þá.
-þá
í gærkvöld hófust könnunar-
viðræður H-listamanna og K-
listamanna á Blönduósi um
myndun meirihluta í stjórn
bæjarins.
H-listinn, listi vinstri manna og
óháðra fékk 3 fulltrúa kjörna í
kosningunum og K-listinn, listi
Alþýðubandalags og óháðra
hlaut 2 fulltrúa og saman hafa því
þessir listar 5 af 7 fulltrúum. Full-
trúar listanna lögðu á það áherslu
að viðræðurnar í gærkvöld hefðu
einungis verið könnunarviðræð-
ur. G.Kr.
Menn eru léttklæddir þessa dagana, því þegar sólin skín er engin ástæða til kappklæðnaðar,
Mynd: KGA
Hegranesiö:
Neituðu
að fara
um borð
Þegar Hegranesið togari Út-
gerðarfélags Skagfirðinga átti
að halda á veiðar á mánudag
neituðu skipverjar að ganga
um borð. Astæðan var sú að
orlofsgreiðsla sem þeim hafði
verið lofað var ekki tiltæk.
Af þessum sökum seinkaði
brottför skipsins um einn dag
og lét það úr höfn laust upp úr
hádegi í gær,
Að sögn Bjarka Tryggvasonar
framkvæmdastjóra ÚS var þarna
um smá seinkun á greiðslu að
ræða, en tekist hefði að leysa
þessi mál.
Hegranesið landaði 140 tonn-
um af fiski um helgina og ætti sá
afli að fara langt með að duga
frystihúsunum til vinnslu þessa
viku. -þá
Meirihlutaviðræður á Akureyri:
Meirihlutasamstarf
krata og íhaldsins?
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins á
Akureyri hófu í gærdag við-
ræður um myndun meirihluta í
bæjarstjórn Akureyrar, en
þessir flokkar tveir voru í
minnihluta á síðasta kjörtíma-
bili.
Viðræðurnar fóru fram í höf-
uðstöðvum Sjálfstæðisflokksins í
Kaupangi og stóðu enn yfir seint
í gærkvöld samkvæmt heimildum
Dags.
Eftir því sem næst var komist í
gærkvöld benti ýmislegt til þess
að samkomulag gæti tekist á milli
flokkanna um meirihlutasam-
starf. Að vísu var eftir að ræða
marga málaflokka þannig að ekki
var endanlega útséð um hvort
samkomulag tækist. Á það átti
þó að láta reyna til fullnustu eftir
því sem næst var komist í gær-
kvöld.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur hafa nú samtals 7 af 11
bæjarfulltrúum á Akureyri, Sjálf-
stæðisflokkur fjóra eins og fyrir
kosningarnar en Alþýðuflokkur-
inn hefur þrjá fulltrúa, vann tvo í
kosningunum um helgina.
Á fundi Alþýðubandalagsins á
Akureyri sem haldinn var í fyrra-
kvöld var ákveðið að óska eftir
meirihlutaviðræðum við Fram-
sóknarflokk og Alþýðuflokk.
Ekki reyndi á þetta því bæjarfull-
trúar Alþýðuflokksins fengu um-
boð til að ganga til viðræðna við
þá aðila sem þeir hefðu mestan
áhuga á að mynda meirihluta
með og því hófust viðræður
þeirra og sjálfstæðismanna í gær.
gk--
Seljalax í Öxarfirði:
Unnið við vatnssýnatöku
Að undanförnu hefur verið
unnið við vatnssýnatökur á rif-
inu milli Skógarlóna og sjávar,
en hlutafélagið Seljalax, sem
stofnað var í maí, hyggst gera
þar tilraunir með fiskeldi. Að
sögn Björns Benediktssonar
hefur fengist allt upp í 20 gráðu
heitt vatn með borunum sem
gerðar hafa verið.
Björn sagði að keypt hefði ver-
ið 150 hestafla dæla á um 200
þúsund krónur. Rörum hefur
verið komið niður á allt að 50
metra dýpi. Seljalaxmenn eru
m.a. í samvinnu við Orkustofnun
og nýlega voru vatnssýni send
suður til rannsóknar. Að fengn-
um þeim sýnum kom maður
norður og er nú verið að setja
niður rör til að taka vatn til
prufueldis.
Það eru 146 aðilar sem standa
að hlutafélaginu Seljalaxi og er
hlutafé 10 milljónir. Heimamenn
eiga 80% hlutafjár, en Byggða-
stofnun 20%. Fyrirhugað er að
framleiðsla verði á milli 100 og 200
tonn á ári. Auk Orkustofnunar
eru þeir hjá Seljalaxi í samvinnu
við verkfræðiskrifstofu í Reykja-
vík og Pétur Bjarnason frá Istess
á Akureyri hefur verið ráðgjafi á
eldissviði.
„Það má kannski segja að
þetta sé ævintýramennska hjá
okkur, en við erum bjartsýnir.
Það hefur verið undrunarefni að
við stofnuðum hlutafélag með 10
milljón króna hlutafé, hér í hér-
aðinu þar sem engir peningar eru
sagðir til. En mönnum er að
verða ljóst að fara verður út í
eitthvað nýtt,“ sagði Bjöm Bene-
diktsson. -mþþ
Alþýðuflokkur og Alþýöubandalag saman á Sigló?
„Tel mjög líklegt að víð
náum samkomulagi“
„Það verða teknar upp við-
ræður í kvöld við Alþýðu-
bandalagið,“ sagði Kristján
Möller, efsti maður á lista
Alþýðuflokksins á Siglufirði er
Dagur ræddi við hann um
meirihlutaviðræður í gærdag.
Kristján sagði að í fyrrakvöld
hefði Alþýðuflokkurinn óskað
formlega eftir þessum viðræðum
og jákvætt svar hefði strax borist
frá Alþýðubandalaginu og við-
ræður hófust í gærkvöldi sem fyrr
sagði.
„Ég tel það mjög líklegt að við
náum samkomulagi um málefni
þannig að af þessari meirihluta-
myndun geti orðið,“ sagði Krist-
ján þegar hann var spurður um
möguleika á því að saman myndi
ganga með flokkunum tveimur.
gk--