Dagur


Dagur - 10.06.1986, Qupperneq 5

Dagur - 10.06.1986, Qupperneq 5
10. júní 1986 - DAGUR - 5 „Auðvitað / / • M - sagði Bjami Hafþór Helgason sem vann samkeppnina um Reykjavíkurlag með lagi sínu „Hún Reykjavík“ „Ég er auðvitað mjög ánægður með þennan sóma sem mér er sýndur. Við getum orðað þetta sem svo að við landsbyggðar- menn höfum gefið höfuðborg- inni þetta lag í afmælisgjöf,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason, sem á föstudagskvöldið vann samkeppni á vegum Reykja- víkurborgar um svo kallað Reykjavíkurlag. En keppni þessi var í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Lagið hans Bjarna Hafþórs heitir Hún Reykjavík. Bjarni Hafþór sagðist hafa átt í fórum sínum hluta af grind í þessu lagi, „og ég fór að velta því svolítið fyrir mér, eins og ég geri stundum þegar ég glamra á píanóið sem ég er með á afborg- unarlausu langtímaláni frá for- eldrum mínum. Nú, mér datt í hug að senda þetta lag í keppnina og lauk þá við að gera sjálft lagið. Þegar því var lokið heimsótti ég mágkonu mína sem er borin og barnfæddur Vesturbæingur og við veltum fyrir okkur í sanjein- ingu andanum í höfuðborginni, sérstaklega Austurstrætinu og stemmningunni þar. Eftir þessar samræður okkur settist ég niður og samdi textann. Það var nokk- uð erfitt skal ég segja þér. Það er erfitt að búa til texta sem krefst þessarar tegundar af stemmningu. Eins var dálítið strembið að láta textann falla vel að laginu eins og það var orðið.“ - Var þetta ekki dálítið spenn- andi? „Jú, það var mjög spennandi að sitja þarna innan um þekkta landsliðspoppara og fylgjast með upplestri úr umslögum. Það var sérstök tilfinning.“ - Getur þú lýst henni nánar? „Það held ég ekki. Einhver orðaði það við mig af hverju ekki hefði verið tekið við mig viðtal á staðnum. Ég þakka guði fyrir að það var ekki gert, það hefði örugglega farið framhjá mér og ekki komið eitt einasta orð af viti út úr því.“ - Þú fékkst 100 þúsund krónur í verðlaun. Heldurðu að þú verð- ir ekki í vandræðum með að eyða þessum peningum? „Nei. Ég reikna með að þessi peningur verði notaður í að borga, borga, borga og borga! Annars sagði konan mín að ef ég ynni til verðlauna þá skyldi ég nota þau til kaupa á hljóðfæri, því eins og ég sagði áðan þá á ég ekkert hljóðfæri, átti einu sinni kassagftar sem er löngu farinn yfir móðuna miklu. Það er bara spurning hvort það sé á mína nánustu leggjandi að ég sé að berja á hljóðfæri meira en góðu hófi gegnir. Án gamans, það er alltaf nóg hægt að gera við þessa peninga, gluggaumslögin hjálpa manni til þess,“ sagði Bjarni Haf- þór Helgason að lokum. -mþþ Tónlistarskólinn: Martin Berkofsky og Anna Málfríður - halda tónleika í kvöld Píanóleikararnir Martin Ber- kofsky og Anna Málfríður Sig- urðardóttir halda tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri þriðjudagskvöldið 10. júní og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. A fyrri hluta tónleikanna leika þau píanóverk fyrir fjórar hendur eftir Franz Schubert og á meðal þeirra er „fantasía“, sem Schu- bert samdi 13 ára gamall, og er það fyrsta verkið sem hann samdi fyrir fjórhendur. Eftir hléið leik- ur Martin Berkofsky eitt stór- brotnasta og um leið fegursta verk sem samið hefur verið fyrir píanó, en það er h-moll sónatan eftir Franz Liszt. Anna Málfríður kenndi píanó- leik við Tónlistarskólann á Akur- eyri um árabil og hefur leikið á fjölmörgum tónleikum, bæði sem einleikari og í samleik með öðrum. Martin Berkofsky er tónlistar- unnendum að góðu kunnur og hefur hann haldið tónleika við mikla hrifningu og lofsamlega dóma víða um heim. Hann hefur verið leiðbeinandi á sumarnám- skeiðum við Tónlistarskólann á Akureyri, og stendur einmitt eitt slíkt yfir þessa dagana, með þátttöku píanónemenda víða af landinu. Píanótónleikarnir á þriðju- dagskvöld eru haldnir til fjár- öflunar fyrir píanónámskeiðið. Martin Berkofsky er einfalt! „Ánægðir viðskiptavinir‘ ‘ Nú hefur Skipadeild Sam- bandsins stórbætt þjón- ustu sína við Norðlend- inga og ráðið markaðs- fulltrúa á Akureyri. Skipadeild Sambandsins hvetur viðskiptamenn sína og aðra sem áhuga hafa, að kynnast kostum þeim og kjörum sem nú bjóðast í flutningum. Skipadeild Sambandsins Helgi Sigfússon markaðsfulltrúi sími 21400 og 22397 • Telex: 2195

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.