Dagur - 10.06.1986, Síða 9

Dagur - 10.06.1986, Síða 9
10. júní 1986 - DAGUR — 9 Leó Örn Þorleifsson leikmaður 6. flokks KA í knattspyrnu og Davíð Jóhannsson formaður KRA fyrir framan nýju „Hefur vantað sigur- vilja í liðið til þessa“ - segir Baldvin Guðmundsson markvörður Þórs - Þórsarar fá Eyjamenn í heimsókn í kvöld í 1. deildinni Þórsarar fá Eyjamenn í heim- sókn í kvöld í 1. deildinni í knattspyrnu. En leik liðanna sem átti að fara fram þann 24. maí síðastliðinn var frestað þá vegna Reykjavíkurleikanna í knattspymu. Eyjamenn sitja á botni deildar- innar eftir fjóra leiki, hafa aðeins fengið eitt stig. Þeir gerðu jafn- tefli heima gegn UBK fyrir skömmu. Þórsarar eru ekki langt Baldvin Guðmundsson markvörður Þórs. undan Eyjamönnum þeir eru í næstneðsta sæti einnig eftir fjór- ar umferðir og hafa fjögur stig. Unnu Val hér heima í fyrsta leik, gerðu jafntefli við Víði úti en töpuðu fyrir Fram í Reykjavík og nú um helgina fyrir KR á heima- velli. Það er því ljóst að útlitið er ekkert allt of bjart fyrir Þórsara og því síður fyrir Eyjamenn. Það má því búast við miklum baráttu- leik í kvöld. Til greina kom að leikurinn færi fram á Akureyrar- vellinum en þar sem tíðarfar hef- ur verið afleitt nú síðustu daga hefur leikurinn verið færður á grasvöll Þórs við Glerárskóla. Hvar svo sem leikið verður dugir Þórsurum ekkert annað en sigur í kvöld ef þeir ætla að blanda sér í toppbaráttuna eins og til stóð í upphafi móts. Dagur hafði samband við Baldvin Guðmundsson markvörð Þórs og spurði hann út í leikinn i kvöld. „Leikurinn leggst ágætlega í mig. Þó þykja mér það slæmar fréttir ef við fáum ekki að leika á aðalvellinum. En hvar sem leikið verður verðum við að vinna leikinn. Hingað til hefur okkur vantað þann kraft og þann vilja sem þarf til þess að vinna sigur og því er staðan ekki betri en hún er. Aðalástæðan fyrir þessu held ég að sé, að okkur gekk vel í fyrra og því haldi mannskapurinn að þetta komi af sjálfu sér í ár. Málið er bara ekki svona einfalt. Þó okkur hafi gengið ágætlega í fyrra þá hjálpar það okkur ekkert í ár. Við verðum að hafa fyrir hlutunum. Það vantar alla grimmd og ákveðni í liðið í dag.“ - Hvað með framhaldið, ertu bjartsýnn á góðan árangur Þórs í sumar? „Ef góður árangur á að nást þá þarf hugarfar leikmanna mikið að breytast. Ef það gerist getum við náð langt. Þó á ég ekki von á betri árangri en í fyrra. Við erum með marga unga leikmenn sem hafa litla reynslu í hinni hörðu baráttu 1. deildar. En í knatt- spyrnu getur allt gerst og maður bara vonar það besta. Þetta er þó fyrst og fremst spurning um hugarfar og vilja til þess að gera hlutina,“ sagði Baldvin Guð- mundsson. Eins og áður sagði fer leikur Þórs og ÍBV í kvöld fram á gras- velli Þórs og hefst kl. 20. Eru bæjarbúar hvattir til að mæta og hvetja Þórsliðið til sigurs. Colin farínn Cokin Thacker enski varnar- maðurinn sterki sem leikið hefur með knattspyrnuliði KS undanfarin ár er farinn heim til Englands. Colin sem hefur verið einn besti leikmaður KS í 2. deildinni varð að yfirgefa landið snögglega af persónulegum ástæðum og er óvíst hvort hann leikur meira með KS-liðinu í sumar. Siglfirð- ingar binda þó miklar vonir við að hann verði mættur sem fyrst í slaginn á ný. „Höfum sett á 1. deild stefnuna a —segir Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari kvennaliðs KA í knattspyrnu ny IsKAíl íí Kvennalið KA sem spilaði í 1. deild á síðasta keppnistímabili féll þá og leikur í 2. deild í sumar. Keppnin í 2. deild kvenna er hafin og er leikið í Akureyrarmótið í knattspyrnu: Keppt um nyja glæsi- lega bikara Stjórn Knattspyrnuráðs Akur- eyrar hefur fengið nokkur fyrirtæki hér í bæ til þess að gefa bikara sem keppt verður um í sumar í Akureyrarmótinu í knattspyrnu. Bikarar þessir vinnast ekki til eignar og verð- ur keppt um þá árlega næstu 10 árin. Þeir eru allir eins, mjög glæsilegir og koma allir flokkar félaganna til með að keppa um þá. A fundi sem KRA bauð til fyr- ir helgi var dregið um það hvaða bikar yrði tengdur hvaða fyrir- tæki. Mættu nokkrir ungir knatt- spyrnumenn til þess að draga um það. Einnig voru nokkrir blaða- menn á staðnum auk stjórnar- manna KRA. Fyrirtækin sem gáfu bikarana drógust á eftirfar- andi flokka: 6. flokkur: Kaffibrennsla Akureyrar. 5. flokkur: Útgerðarfélag Akureyringa. 4. flokkur: Ferðaskrifstofa Akureyrar og Sérleyfisbílar Akureyrar. 3. flokkur: Kaupfélag Eyfirðinga. 2. flokkur: Hellusteypan. 1. flokkur: Sjóvá. Meistaraflokkur: Kaupfélag Eyfirðinga. Telpnaflokkur: NT umboðið. Yngri flokkur kv: Trésmíðavinnustofan Þór h/f. Meistaraflokkur kv: Gullsmíðastofa Sig- tryggs og Péturs. Old boys: Búnaðarbanki íslands. Firmakeppni: Bílasalan h/f. Hver bikar verður afhentur að loknum hverjum leik í Akureyr- armótinu og síðan fá sigurvegar- ar í hverju flokki afhentan verð- launapening í lokahófi KRA í haust. Fyrstu leikirnir í Akureyrar- mótinu fara fram þann 29. júní en þá leika 6. flokkur KA og Þórs. Eru þrjú lið í þessum flokki, a, b og c. Stjórn KRA skipa: Davíð Jóhannsson formaður, Páll A. Magnússon varaformaður, Gest- ur Davíðsson ritari, Sveinn Björnsson gjaldkeri og þeir Árni Arason og Haukur Asgeirsson meðstjórnendur. Til vara eru Páll Leósson, Kristján Davíðsson, Jónas Hallgrímsson, Sverrir Har- aldsson, Níels Halldórsson og Kristinn Kristinsson. Stjórn KRA vill þakka fyrir- tækjunum fyrir stuðninginn og þá sérstaklega þeim Sigtryggi og Pétri en þeir hafa reynst KRA mjög vel við útvegun verðlauna í mótum KRA. tveimur 7 Iiöa riðlum. KA átti að leika sinn fyrsta leik um síð- ustu helgi gegn liði Stokkseyr- ar en þeim leik var frestað. Um næstu helgi leikur KA því sinn fyrsta leik í deildinni og þá gegn liði Grundarfjarðar. Þjálfari KA-stelpnanna er Þor- valdur Þorvaldsson. Dagur hafði samband við hann og spurði hann um komandi tímabil. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur í vor. Eg hef 15-20 manna hóp sem hefur æft reglu- lega og stelpurnar hafa lagt sig vel fram. Við höfum spilað nokkra æfingaleiki í vor og hefur gengið mjög vel í þeim, þannig að ég get ekki annað en verið bjartsýnn. Við höfum sett stefnuna á að endurheimta sæti okkar í 1. deild og ég tel góða möguleika á að það takist. Það gerist þó ekki nema að stelpurnar haldi haus og spili af fullri skynsemi út mótið. Það verður erfitt að sækja lið eins og Stokkseyri og Grundarfjörð heim en KA-stelpurnar komnar með góða reynslu þannig að það á ekki að setja þær út af laginu,“ sagði Þorvaldur. Eins og áður sagði er leikið í 7 liða riðlum og efstu liðin í hvor- um riðli vinna sér sæti í 1. deild að ári en leika innbyrðis um sigurinn í 2. deildinni. IU I »»m eru Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari kvennaliðs KA í knattspymu. Staðan Staðan í b eftir leiki þessi: Reynir Á-Leiknir F Valur Rf-TindastóII Austri E-Leiftur Magni-Þróttur N riðli 3. deildar helgarinnar er 2:0 0:1 1:2 0:2 Leiftur Þróttur N Tindastóll Reynir Á Magni Austri E Valur Rf Leiknir F 3 3-0-0 8:1 9 3 2-1-0 7:1 7 2 1-1-0 3:2 4 3 1-1-1 4:4 4 2 1-0-1 2:3 3 2 0-1-1 2:3 1 2 0-0-2 0:5 0 3 0-0-3 1:8 0 Markahæstir: Marteinn Guðgeirsson, Þrótti 3 Óskar Ingimundarson, Leiftri 3 Sigurbjörn Jakobsson, Leiftri 3 bikarana sem keppt verður um í sumar. Mynd: KK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.