Dagur - 11.06.1986, Qupperneq 11
11. júní 1986 — DAGUR — 11
Þingvallabökin
- Handbók um helgistað þjóðarinnar
eftir Björn Þorsteinsson sagnfræðing
Bókaklúbbur Arnar og Örlygs
hefur gefið út Þingvallabókina -
Handbók um helgistað þjóðar-
innar eftir prófessor Björn Þor-
Aldan-
Voröld
gaf 20 þús.
Kvenfélagið Aldan-Voröld í
Öngulsstaðahreppi hefir sent
kirkjunni kr. 20.000,00. En nú
stendur yfir mikil viðgerð á þess-
um forna og sögufræga helgi-
dómi. Kemur því slíkur ræktar-
skapur sér harla vel. Verður
kirkjan öll klædd utan að nýju,
aurstokkar endurnýjaðir og ann-
að lagað, sem laga þarf. Mun
þetta að sjálfsögðu kosta mikið
fé.
Þess má geta í leiðinni, að
kirkjan hefir reynst mörgum góð
til áheita.
Hafi kvenfélagið Aldan-Vor-
öld heilar þakkir fyrir sínæ
rausnarlegu gjöf. Megi því jafnan
ganga allt í haginn.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.
steinsson sagnfræðing. Efni
bókarinnar er mjög fjölbreytt.
Þar er að finna sagnfræði, nátt-
úrufræði, staðfræði, sögur og
ljóð. Sérstakur kafli er um Þing-
vallavatn eftir Sigurjón Rist
vatnamælingamann og annar um
gróður á Þingvöllum eftir Ingólf
Davíðsson grasafræðing. Ásgeir
S. Björnsson lektor ritstýrði
verkinu.
í Þingvallabókinni eru mörg
yfirlitskort. Eitt þeirra er af þeirri
útsýn sem getur að líta af efri
barmi Almannagjár og eru nöfn
fjallahringsins skráð á kortið.
Örnefnakort er að finna í bókinni
þar sem merkt er við 62 örnefni á
Þingvöllum. Sérstök litmynd var
tekin úr lofti yfir þingstaðinn. Á
hana eru merktar 32 þingmanna-
búðir auk fjölda örnefna. Þá er
og loftmynd í lit sem sýnir leiðir
og stíga á Þingvöllum sérstaklega
ætluð þeim sem vilja skilja farar-
tækið eftir, leggja land undir fót
og njóta útivistar í guðs grænni
náttúrunni. Einnig er vert að geta
þess að í bókinni eru litmyndir
teknar úr lofti af Birni Rúrikssyni
sem hafa það megin verkefni að
sýna jarðfræði Þingvalla. Auk
framangreindra korta og mynda
eru rúmlega 50 aðrar myndir og
teikningar í bókinni, flestar í
litum, og margar frá fyrri öldum
og því hinar sögulegustu.
Þingvallabókin er byggð á
kafla um Þingvelli sem upphaf-
lega kom út í bókinni Landið þitt
ísland, U-Ö, en efni hans hefur
verið stórlega aukið og endur-
bætt. Margir hafa lagt verkinu lið
sitt og má þar sérstaklega nefna
þá Kristján Jóhannsson frá
Skógarkoti sem er manna stað-
fróðastur á Þingvöllum, séra Ei-
rík J. Eiríksson fyrrum þjóð-
garðsvörð og séra Heimi Steins-
son núverandi þjóðgarðsvörð.
Þingvallabókin er prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin í Arnarfelli hf. Kápu-
mynd tók Páll Jónsson en kápuna
hannaði Sigurþór Jakobsson.
Þingvallabókin er handhæg
ferðabók í sterku bandi. Hún er
eins og áður segir gefin út af
Bókaklúbbi Arnar og Örlygs en
fæst einnig í bókabúðum.
Til sölu
Tilboð óskast í jörðina Hólkot í Ólafsfirði en hún er í um
3ja km fjarlægð frá kaupstaðnum. Margir möguleikar í
búskap eða sem sumarbústaðaland.
Hef kaupanda að einbýlishúsi við Ægisgötu eða Hríseyj-
argötu.
Vestursíða: Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með
bílskúr, samtals um 150 fm. Skipti.
Kringlumýri: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr.
Hamarstígur: 4-5 herb. íbúð, afhending strax.
Sólvellir: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli, ásamt
bílskúr.
Háhlíð: Mjög stór raðhúsaíbúð í byggingu, ath. skipti.
Hólabraut: 4-5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli.
Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð.
Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð. Afhending strax.
Dalvík: Einbýlishús á tveimur hæðum samtals 104 fm.
Fæst á mjög góðum kjörum.
Furulundur: 3ja herb. íbúð á efri hæð, í tveggja hæða
raðhúsi, 76 fm.
Norðurgata: Einbýlishús á tveimur hæðum.
Eiðsvallagata: 2ja herb. íbúð á jarðhæð.
Höfðahlíð: 3ja herb. eldra einbýlishús.
35 fm nýr sumarbústaður í vaðlaheiði.
Skarðshlíð: 4ra herb. íbúð á fyrstu hæð, laus strax.
Gránufélagsgata: Einbýlishús, hæð, ris og kjallari.
Grunnflötur ca. 63 fm.
Norðurgata: Efri hæð og ris, í tvíbýli. Afh. strax.
Lyngholt: 3ja herb. neðri hæð.
Símsvari tekur við skilaboðum
allan sólarhringinn.
Fasteignasalan hf
Gránufélagsgötu 4,
efri hæð, sími 21878
Opið frá
kl. 5-7 e.h.
Hreinn Pálsson, lögfræðingur
GuAmundur Jóhannsson, víðskiptafræðingur
Hermann R. Jónsson, sölumaður--------------
Norðlendingar
seldist upp
samdægurs
ferðavelta Utsýnar
ATH. Þetta tilboð hcfur ekki áhrif á verð annarra ferða. Það
gildir aðeins fyrir pantanir á nokkrum viðbótarsætum í
ákveðnum ferðum og sæti sem losna vegna forfalla með stutt-
um fyrirvara. En ferð þín er tryggð fyrir þetta verð um leið og
Útsýn tekur á móti staðfestingargjaldi.
Enn er tækifæri fyrir þig að komast hjá rigningu
og kulda í sumarleyfinu.
-v-
,5
vo
a?t e»»s
»W°
19.^
a6.\
V«Vfet
3ja
\v
iWV»
_vvs>°
L»*°
&
'•v . „v. - ^
•v - ' f^ytt
Ferðaskrifstofa
Akureyrar h/f
RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000
Verðið er miðað við hreinlega og góða gistingu, eins og
jafnan í Útsýnarferðum. [ íbúð fyrir 2 eða hótel með baði
og morgunverði. Innifalið er flutningur milli flugvallar og
gististaðar, aðstoð fararstjóra og aðgangur að allri
dagskrá FRÍ-klúbbsins.