Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 7. júlí 1986 123. tölublað - Reiknað með verðhækkun í haust en engum stökkbreytingum „Nýja reglugerðin er ekki farin að virka ennþá, en við verðum varir við að fólk er farið að Árskógsströnd: Ekiðá gangandi vegfaranda í fyrrinótt varð gangandi veg- farandi fyrir bfl á veginum við Litlu-Arskógsmóa. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust smá- vægileg og fékk hann að fara heim að lokinni skoðun. Á Akureyri varð harður árekstur tveggja bíla síðdegis á laugardag á mótum Undirhlíðar og Hörgárbrautar. Annar bíllinn valt og báðir skemmdust mikið. Engin meiðsl urðu á fólki. Mikill umferðarþungi er við þessi gatna- mót og óhöpp tíð og spurningin er sú hvort ekki sé ástæða til að setja upp umferðarljós þarna til að draga úr slysahættu. Ætla má að margir ökumenn á Akureyri hafi verið í tímahraki um helgina, því alls voru 16 tekn- ir fyrir of hraðan akstur frá því á föstudagsmorgun. Sá sem hrað- ast ók var á 118 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 kílómetrar. Þá voru 3 ökumenn teknir fyrir meintan ölvunarakstur á Akur- eyri aðfaranótt sunnudags. BB. spyrja meira. Það er farið að undirbúa sig og afla sér upplýs- inga um væntanlegar lántök- ur,“ sagði Björn Kristjánsson hjá Eignamiðstöðinni á Akur- eyri er hann var spurður um hreyfingu á fasteignamarkaðin- um á Akureyri og hvort hin nýja reglugerð frá Húsnæðis- stofnun sé farin að virka. Björn sagði að inn á mark- aðinn hefði undanfarið vantað raðhúsíbúðir, hæðir og minni einbýlishús. „Það er greinilegt að fólk hefur haldið að sér höndum.“ Björn sagði að mest eftirspurn hefði verið eftir blokk- ar- og raðhúsíbúðir og slíkar íbúðir færu strax. „Mér sýnist allt stefna í að ein- hver hækkun verði á fasteignum á Akureyri í haust. En hversu mikil þori ég ekki að spá um. En hún verður. Um það eru allir sammála. En það er farsælt að hún verði ekki of mikil. Það verður að taka þetta með jöfnum stökkum," sagði Björn. „Ég á ekki von á neinni stökkbreytingu hérna á Akureyri í kjölfar þessarar nýju reglugerð- ar,“ sagði Sævar Jónatansson hjá Fasteignaviðskiptum. Sævar sagðist helst verða var við tregðu að fá inn eignir til sölu, „margir álíta að eignirnar hækki talsvert í verði og halda því að sér höndum við að setja þær á söluskrá.“ Sævar sagði að eignir vantaði á söluskrá, einkum raðhúsíbúðir og þá af hverju tagi sem er. Slíkar íbúðir kæmu ekki inn á söluskrá miðað við eftir- spurn. „Það er óvenju lítið af slíkum íbúðum sem inn hafa komið á undanförnum vikum." Sævar kvaðst ekki álíta að Um helgina var útilega á vegum Skátafélags Akureyrar og voru þar saman komnir yngstu félagsmenn. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Mynd: bv Þegar skutskipið Björgvin EA, frá Dalvík var að sigla inn til Sauðárkróks á 10. tímanum síðastliðið fimmtudagskvöld, tók skipið niðri á svokölluðum Innstalandsskerjum. Skemmdir á skipinu eru ekki taldar miklar. Kafari sem skoðaði skemmdirnar í Sauðárkróks- höfn sagði skemmdirnar aðal- lega vera á stefni, kjölurinn væri skafinn og aðeins ákoma á bakborðshlið. En Ijóst er að skipið þarf í slipp til að kanna skemmdir frekar. Var þetta önnur veiðiferð skipsins eftir að það kom úr slipp úr Slippstöðinni á Akureyri. Þeg- ar Björgvin sigldi inn til Sauðár- krókshafnar tók hann stefnuna á höfnina en ekki á Hegranesið eins og vaninn er á innsigling- unni. Menn úr landi sáu til skips- ins vestan við Innstalandssker en höfðu ekki nægan tíma til að koma aðvörun til stjórnenda þess. -þá veruleg hækkun yrði á fasteign- um á Akureyri í haust. „Ég held að þessi lán verði ekki éins góð og þau líta út fyrir að vera. Ég held að það geti komið upp ein- hverjar skorður sem takmarka lánamöguleika fólks. Þá tel ég líka að ástandið í bænum megi lagast töluvert til að breyting verði þar á á skömmum tíma. En mér sýnist samt sem málin séu að þróast á heldur betri veg,“ sagði Sævar. -mþþ Bakþankar. Mynd: BV Kúadauðinn í Sauðanesi: Mögnuð eitrun sem gæti fundist víðar „Ég hafði strax grun um að þarna væri um garnapest að ræða vegna þess að krufnings- einkennin líktust því,“ sagði Sigurður H. Pétursson héraðs- dýralæknir aðspurður um þann mikla kúadauða sem átt hefur sér stað í Sauðanesi og skýrt var frá í blaðinu á föstudag. Sigurður sagðist hafa bólusett kýrnar í desember í fyrra með sérstöku bóluefni við garnapest, sem er ræktað úr fjölmörgum garnapestarstofnum úr kúm. Þrátt fyrir það hefðu kýrnar hald- ið áfram að drepast. „Það sýnir okkur að þetta bóluefni átti ekki við í þessu til- felli. Hér er greinilega um magn- aða eitrun að ræða. Sýklarnir hafa fundist en það hefur ekki enn þá tekist að greina garna- pestareitrun, sem er endanleg sönnun þess að um garnapest sé að ræða.“ Aðspurður um hvort þessi pest gæti borist víðar, sagði Sigurður að eiginlega yrði hann að svara með annarri spurningu. „Er þetta ekki víðar? Bráða- dauði í kúm er ekkert einsdæmi og á hverju ári detta kýr niður dauðar á nokkuð mörgum bæjum hér í sýslunni og á sumum bæjum fleiri en ein á ári. Því tel ég fulla ástæðu til að ætla að þetta geti verið víðar.“ Sigurður vildi að það kæmi skýrt fram að öll umhirða á kún- um og umgengni í fjósi á Sauða- nesi væri til fyrirmyndar, enda hefðu afurðirnar verið góðar frá Sauðanesi. „Hér er ekki um að ræða efnaskort og alls ekki skemmt fóður,“ sagði Sigurður að lokum. G.Kr. Norðurgata: Vatnsæð rofnaði Aðfaranótt laugardags rofnaði vatnsæð við Norðurgötu á Akureyri með þeim afleiðing- um að skurður við suðurenda götunnar fylltist af vatni og talsvert flæddi inn í kjallara nokkurra húsa við götuna. Verið er að skipta um jarðveg í þessum hluta götunnar og talið er að grafa, sem notuð er við verkið, hafi rofið vatnsæðina með fyrrgreindum afleiðingum. Eitthvert tjón hlaust af þessu óhappi, þó ekki stórvægilegt.BB. Fasteignamarkaðurinn á Akureyri: Nýja reglugerðin enn ekki farin að virka Björgvin EA tók niðri í innsigling- unni á Sauðárkróki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.