Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 12
Þjónusta fyrir háþrýstislöngur olíuslöngur og barka Pressum tengin á Fullkomin tækni vönduð vinna Dalvík: Hugmyndir um sumarskíða- svæði í Böggvisstaðadal - Framkvæmdir háðar því að gerður verði nýr vegur til dalsins Upp hafa komið hugmyndir á Dalvík um að útbúa sumar- skíðasvæði í Böggvisstaðadal, en hann er u.þ.b. 7 kflómetra utan við Dalvík. Upphaflega stóð til að reyna þetta nú í sumar en það var háð því að farið yrði þangaö með gamla skíðalyftu sem tekin var úr notkun í fyrra. Það brást þann- ig að málið hcfur verið afskrif- að um stund. Akureyri: Hæsti meðalhiti í iúní síðan 1960 Á Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að júnímán- uður hefði verið sá hlýjasti á Akureyri síðan 1960. Það var frekar kalt framan af mánuði en þegar líða tók á hann byrj- aði að hlýna, á sama tíma og veður var leiðinlegt á Suður- landi. Kaldast var 9. júní, en þá var slydda og hitinn fór niður í 1,3 gráður. Veður var síðan frekar dauflegt fram til þess 19., en þá hlýnaði og eftir það komst hitinn í 15 gráður eða meira á hverjum degi. Hlýjast varð þann 27. júní, en þá komst hitinn í 24 gráður. Meðalhiti mánaðarins var 10,7 gráður og er það hæsti meðalhiti í júní síðan 1960. Sólskinsstundir voru alls 196 og eru það 23 um- fram meðallag. Heildarúrkoma var 24 millimetrar sem er nokkuð fyrir neðan meðallag. Þess má geta að ekki er unnt að fá sams konar yfirlit yfir aðra staði á Norðurlandi, þar sem að- eins er reiknað út mánaðaryfirlit fyrir þrjá staði, Reykjavík, Akureyri og Höfn í Hornafirði. JHB Bundið slitlag: Lagt á rúmlega 40 kílómetra - á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur í sumar Bundið slitlag verður lagt á yfir 40 kflómetra á þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavík- Blönduós: Haukur Sigurðsson ráðinn sveitarstjóri Haukur Sigurðsson skrif- stofustjóri hjá Híbýli h.f. á Akureyri hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Blönduósi. Umsækjcndur um stöðuna voru 14. Tillaga um ráðningu Hauks var samþykkt með atkvæðum allra hrepps- nefndarmanna. Haukur var áður bæjarritari á Akranesi og hann hefur verið aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri. Haukur kemur til starfa á Blönduósi um næstu mánaðamót. Snorri Björn Sig- urðsson fyrrverandi sveitar- stjóri á Blönduósi fer á Sauðár- krók þar sem hann gegnir stöðu bæjarstjóra, eftir þriggja ára starfsþjálfun á Blönduósi. G.Kr. ur í sumar. Þegar er bundíð slitlag á yfir 50% leiðarinnar. Lengstu malarkaflarnir á leið- inni suður verða hér næst Akureyri, Öxnadalur og Öxnadalsheiði, Norðurárdalur í Skagafirði, Norðurárdalur í Borgarfirði og sunnanverð Holtavörðuhciði. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar yfirverkfræðings hjá Vegagerð- inni verður í sumar lagt slitlag á um 5 kílómetra kafla í Kjós og Hvalfirði. Á Hvalfjarðarströnd norðanverðri er þegar búið að leggja um 6 kílómetra. Ofan við Gljúfurá í Borgarfirði verður lagt slitlag að slitlagsenda neðan við Bifröst og er það um 9 kílómetra kafli. Á Holtavörðuheiði verða lagðir a.m.k. 14 kílómetrar. í Húnavatnssýslum verða lagðir nokkrir bútar og tengjast þeir all- ir fyrra slitlagi. í Vatnsskarði í Skagafirði verða væntanlega lagðir um 5 kílómetrar. Jón sagði að aðaláherslan væri lögð á að ljúka við veginn á milli Akureyrar og Húsavíkur. „Við erum farin að sjá fyrir endann á því verki, því gæti lokið á næstu tveimur til þremur árum. Eftir þaó verður væntanlega settur kraftur í að Ijúka við veginn á milli Akureyrar og Reykjavík- ur,“ sagði Jón. -mþþ „Er bfllinn í lagi, góði?“ Óskoðaðar bifreiðir: Lögreglan herðir á aðgerðum Jón Halldórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, sagði að þetta væri enn ekki nema hug- mynd, það væri ekkert farið að hugsa um framkvæmdir af ein- hverri alvöru. Hann sagðist hafa fylgst með svæðinu undanfarin sumur og þarna væri ævinlega einhver snjór, sennilega myndu jarðfræðingar kalla þetta sífenni. Jón sagði allar framkvæmdir vera háðar því að gerður yrði nýr vegur til dalsins, en sá sem fyrir er liggur mjög óheppilega og er því alltaf lengi undir snjó og mjög blautur. Jón sagði þetta vera aðalfyrirstöðuna og um leið og úr þessu hefði verið bætt, þá gæti það alveg dottið í menn að hefja framkvæmdir fljótlega, möguleikinn væri vissulega fyrir hendi. JHB Eins og kunnugt er lauk aðal- skoðun bifreiða í byrjun júní sl. Hjá lögreglunni á Akureyri fengust þær upplýsingar að búið væri að beita klippunum á u.þ.b. 30 bifreiðir sem væri svipað og undanfarin ár. Lögreglan er nú að herða á aðgerðum og hún er nú þegar far- in að stöðva bifreiðir og færa þær til skoðunar ef allir pappírar eru til reiðu, að öðrum kosti er klippt af þeim. Gunnar Randversson, varðstjóri, sagðist vilja koma þeim tilmælum til þeirra sem enn ættu eftir að láta skoða, að þeir létu verða af því sem fyrst og komast þannig hjá óþægindum. JHB Gaukurinn ’86: Skriðjöklar hrepptu hnossið - „Aldrjúgir,“ segir Bjarni Bjarnason dansari Fyrir skömmu var auglýst í dagblöðum eftir skemmti- kröftum og hljómsveitum til starfa á Gauknum ’86 í Þjórs- árdal, en það er ein stærsta útihátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina. Nú er afráðið að glcðisveitin Skriðjöklar mun sjá um dans- leikjahald á Gauknum þetta árið, en þeir eru frá Akureyri eins og kunnugt er. „Við erum að sjálfsögðu al- drjúgir og afskaplega ánægðir með lífið þessa stundina," sagði Bjarni Bjarnason, dansari þeirra Jökla í samtali við Dag. „Þetta sýnir að hljómsveitin hefur náð talsverðum vinsæld- um því við erum valdir úr hópi 60 hljómsveita sem sóttu um þetta. Við erum búnir að enda- sendast landshorna á milli undanfarna mánuði og standa fyrir alls kyns dansleikjum og uppákomum og erum nú farnir að sjá árangur af því starfi. Einnig hef ég grun um að þeir hafi haft spurnir af gríðarlegri kvenhylli hljómsveitarmeð- lima.“ Aðspurður sagði Bjarni að þarna væru umtalsverðar fjár- hæðir í spilinu en ekki væri hægt að gefa þær upp á þessari stundu. „Það er hins vegar möguleiki að ég segi þér það seinna til að við komumst aftur í blöðin. Annars máttu alveg skrifa að við höfum aldrei nokk- urn frið fyrir blaðamönnum,“ sagði Bjarni Bjarnason dansari að lokum. Þess má geta að samningavið- ræður standa nú yfir við Bubba Morthens um þátttöku á Gauknum ásamt Jöklunum og mun það skýrast fljótlcga hvort af verður. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.