Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 3
7. júlí 1986 - DAGUR - 3 Rannsóknaráð ríkisins: Rannsóknir í fiskeldi stórefidar Á 57. fundi sínum þann 30. júní sl. fjallaði Rannsóknaráð ríkisins um niðurstöður skýrslu, sem starfshópur á veg- um ráðsins skilaði nýlega um þróunarhorfur á sviði fískeldis. Meðfylgjandi er ályktun sem ráðið samþykkti á grundvelli skýrslunnar og hefur hún verið send ríkisstjórninni til umfjöllunar. Rannsóknaráð ríkisins hefur fengið í hendur álitsgerð starfshóps, sem ráðið skipaði til að kanna þróunarhorfur í fiskeldi og meta þörf fyrir rannsóknir á því sviði. Niðurstöður starfshóps- ins sýna að náttúruskilyrði og aðstæður hér á landi eru að mörgu leyti hagstæðar til fiskeld- is. Hann bendir þó á að fiskeldi á íslandi hljóti að byggjast í mun meira mæli en annars staðar á hagnýtingu séstæðra náttúruskil- yrða til að stýra vaxtar- og þroskaferli eldistegundanna af nákvæmni. Þannig verði eldisað- ferðir hér frábrugðnar því sem tíðkast erlendis. Þess vegna verð- ur að gera enn ríkari kröfur hér en erlendis um góða þekkingu, m.a. á lífeðlisfræði eldisfiskanna og á tæknilegum og hagrænum þáttum eldisins. Bent er á að matfiskeldi á landi með þessum hætti hefur hvergi verið að fullu reynt og rekið með hagkvæmni enn sem komið er. Með hliðsjón af álitsgerð starfshópsins og þeim stórfelldu áformum sem nú eru uppi um fjárfestingu í fiskeldi hér á landi, bendir Rannsóknaráð ríkisins á nauðsyn þess að efla rannsóknir í þágu þessarar nýju atvinnugrein- ar og móta opinbera stefnu varð- andi málefni hennar: 1. Lagt er til að rannsóknir í þágu fiskeldis verði stórefldar og hrundið í framkvæmd sam- ræmdri áætlun um slíkar rann- sóknir í samvinnu opinberra aðila og einkaaðila. Mun ráð- ið beita sér fyrir slíku átaki undir sérstakri verkefnis- stjórn. 2. Lagt er til að hlutverk Laxeld- isstöðvar ríkisins i Kollafirði verði endurmetið og breytt þannig að hún verði gerð að tilraunastöð í fiskeldi til að sinna hluta þeirra langtíma- rannsókna, sem ekki er raun- hæft að einkaaðilar geti sinnt. Rekstur hennar verði fyrst og fremst með það í huga að afla þekkingar og stunda kynbætur í þágu einstakra eldisaðferða. 3. Ráðið telur hins vegar líklegt að fiskeldisrannsóknir verði stundaðar á fleiri en einum stað. Hagnýta þarf aðstöðu sem skapast í fiskeldisstöðv- um, sem reistar eru við mis- munandi skilyrði. Því er nauð- synlegt að góð samvinna takist milli opinberra aðila og einka- aðila um rannsóknir. 4. Vegna núverandi áforma um fjárfestingu í fiskeldi, bendir ráðið á eftirfarandi helstu nauðsynjaverkefni í rann- sóknum í þágu eldis og haf- beitar á laxfiskum: 1) Að leita bestu skilyrða til öflunar grunnvatns, jarð- hita og sjávar til fiskeldis. 2) Að bera saman laxfisk- stofna og kynbæta fyrir mis- munandi eldisaðstæður. 3) Að draga úr árstíða- bindingu framleiðslu. 4) Að finna kjörskilyrði fyrir hvert stig á þroskaferli laxfiska. 5) Að tryggja gæði göngu- seiða og sjóeídisseiða. 6) Að sýna fram á hag- kvæmni hraðeldis upp í 400- 800 g og áframeldis upp í matfiskstærð. 7) Að kanna möguleika á vetrareldi í sjó. 8) Að afla þekkingar er varðar hagnýtingu innlends hráefnis til fóðurgerðar og fóðrunar við mismunandi aðstæður. 9) Að kanna hvað ræður endurheimtu í hafbeit. 10) Að rannsaka fisksjúk- dóma og þróa aðferðir í þágu sjúkdómsvarna. 5. Ráðið telur ennfremur, að samtímis því sem rannsóknir á laxfiskum verði efldar, þurfi að hefja skipulegar rannsókn- ir á eldi sjávarlífvera og kanna umhverfisskilyrði til eldis í söltu vatni við strendur landsins. Nauðsynlegt verður að skapa aðstöðu til slíkra ranMsókna. 6. Þar sem fiskeldisrannsóknir eru stundaðar víða um heim, m.a. á Norðurlöndum er ástæða til að kanna forsendur fyrir nánu samstarfi við ná- grannalöndin á því sviði. 7. Loks leggur ráðið áherslu á að stjórnvöld móti stefnu varð- andi málefni fiskeldis sem nýrrar atvinnugreinar. Þannig þarf að skapa henni sem hag- stæðust vaxtarskilyrði, en jafnframt hindra árekstra inn- byrðis milli fiskeldisfyrirtækja og við hagsm'uni annarra greina. Einnig þarf að tryggja að fjárhagslegt og þekkingar- legt forræði í greininni verði innanlands. Ráðið vekur athygli á eftirfarandi: 1) Ákveða þarf hvaða ráðuneyti fer með málefni fiskeldis. Við þá ákvörðun þarf að tryggja að hagsmun- ir annarra atvinnugreina þrengi ekki vaxtarmögu- leika í fiskeldi. 2) Efla þarf fisksjúkdóma- varnir og heilbrigðiseftirlit með fiskeldisstöðvum. 3) Auðvelda þarf aðgang innlendra aðila að fé til stofnunar og reksturs fisk- eldisstöðva. 4) Taka þarf upp í lög ákvæði um starfsleyfi fyrir fiskeldisfyrirtæki til að hindra árekstra og umhverf- isspjöll og fá faglegt mat þegar sótt er um fé úr opin- berum sjóðum. 5) Efla þarf menntun og þjálfun á sviði fiskeldis við íslenska skóla. 6) Taka þarf upp skipulegt samstarf fyrirtækja og opin- berra aðila um stuðning við útflutnings- og sölustarf- semi í þágu fiskeldis. Ráðið telur brýnt að taka nú þeg- ar á málefnum þessarar atvinnu- greinar, m.a. til að draga úr áhættu þeirra sem fjárfesta í fiskeldi og til að hagnýta þau tækifæri, sem tímabundin hag- stæð markaðsskilyrði skapa. Vitnisburður Vernharðs í Holti um Hey-Taddana okkar Ný, hagkvæmari tækni við heyverkun. Vernharður Sigurgrímsson, Holti II, Stokkseyrarhreppi, segir: „Eg notaði Hey-Tadda (heyrúllupoka) ífyrrasumar og tel þetta mjög hagkvæma heyverkunaraðferð. Hún er alls ekki dýrari en aðrar aðferðir, t.d. súgþurrkun en heyið verkast mun betur. Eitt sinn hirti ég hálfþurrt hey af sama teig í Hey-Tadda og í súg- þurrkun. Pokaheyið reyndist lystugra, kýrnar átu það langt- um betur. Besta verkun næst, fái heyið að þorna einn dag." Hey-Taddarnir öruggir. „í fyrra tók ég 200 Hey-Tadda frá Plastprenti. Aðeins einn Taddi ónýttist, fyrir slysni. Ég reyndi einnig útlenda poka, þynnri gerð, en það komu myglublettir við saumana. Taddarnir eru alveg lausir við slíkt. Við lofttæmum alla pokana með ryksugu, það auðveldar lokun og flýtir fyrir verkun." .< CO Taddi er fornt heiti ó poka. Plastprent vill nó gæða petta ógæta orð lífi að nýju. Sölustaðir: Kau land allt. Stórminnkuð áhrif ótlðar. „Ég hef ekki pokað mjög blautt gras en tilraun sýndi að ekki sak- aði þótt grænfóður væri pokað blautt í Hey-Tadda. Pokarnir geta staðið úti fram eftir vetri, varðir vindi og skepnum. Það sparar hlöðurými. Hjá mér stóðu úti 20 Taddar með þurrkuðu byggi fram að jólum. Ég er þess fullviss að pokun er verkunaraðferð framtíðarinnar. Hey þarf aldrei að hrekjast. Þurrhey má poka á svipstundu, byrji að rigna. Ég geri ráð fyrir að pakka í 400 Hey-Tadda í sumar." f Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabaklca 9. Sími 685600.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.