Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 11
7. júlí 1986 - DAGUR - 11 Hvað er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa íDegi. þar eru allar auglýsingar góðar aug- lýsingar. Sumarheimilið að Botni tekur til starfa Fyrir nokkrum árum fengu Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi og Foreldrafélag barna með sérþarfir til afnota hluta af jörðinni Botni í Hrafnagilshreppi til uppbygg- ingar sumarbúða fyrir þroska- hefta. Félögin hafa síðan unnið að miklum framkvæmdum á jörðinni í þessu skyni. Gamalt íbúðarhús jarðarinnar hefur verið endurbyggt og sl. sumar var hafín bygging á 208 fm húsi, sem nú er að mestu full- búið. Sumarbúðir þessar voru formlega opnaðar sl. þriðju- dag. Stærstur hluti þessara fram- kvæmda hefur verið unninn í sjálfboðavinnu ýmissa velunnara þessa verkefnis og hefur sá stuðn- ingur verið ómetanlegur þar sem lítil fjárveiting hefur fengist frá hinu opinbera. Félögin hafa verið með skipulagða fjáröflun í tengslum við þessar framkvæmd- ir, t.d. sölu á ýmiss konar jólavarn- ingi mörg undanfarin ár. Lions- klúbbarnir á Akureyri hafa stutt félögin með stórum fjárframlög- um og einnig hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar veitt þeim mikla aðstoð, sem þau segjast vilja þakka af alhug. Að Botni munu í sumar dvelja um 30-35 einstaklingar, í eina til sex vikur. Reksturinn er kostað- ur af félagsmálaráðuneytinu en er að öðru leyti í höndum Svæðis- stjórnar málefna fatlaðra á Norð- urlandi eystra. Að sögn Jóns Aspar, formanns foreldrafélagsins, breyta þessar sumarbúðir miklu, bæði fyrir þroskahefta og aðstandendur þeirra. Nú hafa þroskaheftir öruggan stað til sumardvalar, áður var oft vafasamt hvort sum- ardvöl fengist fyrir þessa aðila. Jón sagði að þarna væri verið að byggja upp stað sem hentaði þessari starfsemi og mikið mun- aði um það, t.d. væri þarna sal- ernisaðstaða fyrir fólk í hjólastól- um. Einnig munaði miklu að vera komin með þessa starfsemi á einn stað, áður hefði hún verið mikið dreifð, aðallega verið í heimavistarskólum hér og þar. Jón sagði að þótt verulegt átak hefði verið unnið að Botni þá væri samt enn margt ógert. Fé- lögin myndu því áfram þurfa að leita til almennings um frekari stuðning og vænta þess að fá not- ið sama velvilja og hingað til. JHB Framtíðarstarf Óskum eftir að ráða starfskraft í verslun okkar sem fyrst. Áhugasamir komi til viðtals þriðjudaginn 8. júlí og miðvikudaginn 9. júlí frá kl. 16.30-18.00. Bókabúðin EDDA Hafnarstræti 100 - Sími 24334. Ljósmyndari Dagur óskar eftir aö ráöa Ijósmyndara aö blaðinu frá og meö 1. ágúst nk. Um er aö ræöa fullt starf. Viðkomandi þarf aö hafa bíl til umráða. Upplýsingar um menntun og störf aö Ijósmyndun fylgi umsóknum. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. D Strandgötu 31, sími 96-24222. Auglýsing i Degi BORGAR SIG Helgarþjónusta Bændur og aörir viðskiptavinir. Eins og undan- farin sumur verður varahlutaverslun okkar opin laugardaga og sunnudaga kl. 10-12 í júlí og ágúst. Véladeild KÞ Húsavík, sími 41447. Fyrirtæki í fullum rekstri til sölu Hellusteypan við Frostagötu á Akureyri er til sölu. Væntanlegur kaupandi gæti tekið við rekstr- inum nú þegar eða síðar eftir samkomulagi. Aliar upplýsingar um reksturinn, söluverð fyrirtækisins og greiðsluskilmála veitir Þor- steinn Jónatansson, Glerárgötu 20, Akureyri. Sími 21520.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.