Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 8
8- DAGUR-7. júlí 1986 Gífurlega verðmæt sam- eign í landi og sjálfstæði - Hátíðarræða Vals Arnþórssonar, kaupfélagsstjóra á 17. júní á Akureyri Fjölmargir hafa haft sam- band við Dag og æskt þess að hátíðarræðan sem flutt var á 17. júní á Akureyri verði birt í blaðinu. Bæði eru það þeir sem heyrðu ræðuna og vilja getað gluggað í hana í rólegheitum og hinir sem ekki voru viðstaddir en hafa heyrt af þessari ræðu. Flutn- ingsmaður hennar var Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, og hefur hann nú gef- ið góðfúslegt leyfi sitt fyrir því að ræðan verði birt. Vegna þess hversu löng hún er verður ekki hjá því komist að skipta henni í tvennt. Fyrri hluti hátíðarræðunnar birtist hér á eftir: Góðir þjóðhátíðargestir. Fyrir skömmu kom að máli við mig einn af forystumönnum íþróttafé- lagsins Þórs á Akureyri og bað mig að flytja það sem hann kallaði aðal- ræðuna á þessari þjóðhátíðarsam- komu. Við höfum átt nokkra sam- leið, ég sem forsvarsmaður atvinnu- fyrirtækja og íþróttafélagið Þór vegna knattspyrnustarfsemi félags- ins. Mér þótti því ekki nema sjálf- sagt að gera þetta lítilræði og verða við beiðninni. Ég svaraði umsvifa- laust að þetta skyldi ég með ánægju gera. Þegar ég síðar fór að hugsa um hvað ég ætti að segja í þessari ræðu á þessari miklu hátíð íslendinga féll mér nánast allur ketill í eld. Hvað skyldi ég svo sem geta sagt í hátíðar- skyni, ég sem sífellt er á fundum í bæ og byggð til þess að tala um kjöt og mjólk, osta, smjör og fisk, verslun, iðnað, sjávarútveg og þjón- ustu. Umræðuefnin, sem mér eru töm, liggja víst víðs fjarri þeim há- tíðarræðum, sem rétt og skylt er að flytja á þjóðhátíðardeginum, en nú var ég einu sinni búinn að lofa þessu og því segi ég eins og Marteinn Lúter á sínum tíma hér stend ég og get ekki annað. Ég skal reyndar strax gera þá játningu, að ég gluggaði í gamlar þjóðhátíðarræður, sem ýmsir merk- ir menn hafa flutt á undanförnum árum og áratugum svona til þess að reyna að koma mér á sporið í hæfi- legu umræðuefni. Það rann nefni- lega upp fyrir mér, að þótt ég sjálfur hafi hlustað á þjóðhátíðarræður undanfarin 42 ár, þá man ég nánast ekkert úr þeim. Kannski verða þess- ar hátíðarræður óhjákvæmilega þannig, að lítið er hægt að segja, sem brennir sig í huga og hjarta fólks og verður því eftirminnilegt, því á degi sem þessum eiga allir að vera sáttir og samstiga, friðsamir og þakklátir fyrir unna sigra þjóðarinn- ar í gegnum aldirnar, og þá má tæp- ast hreyfa mikið þeim þjóðmálum, sem efst eru á baugi hverju sinni, og sem deilum geta valdið. Ég sá það t.d. af gluggi mínu í gamlar ræður að það var helst á tímum þorska- stríða og landhelgisdeilna að menn höfðu eitthvað mergjað að ræða um, eða þá meðan uppi var krafan um að endurheimta handritin úr höndum frænda okkar og vina, Dana. Það er augljóst, að þjóð sem á í stríði út á við, og það jafnvel þótt vopnin séu fremur orð en byssur og sverð, hefur nóg um að tala, nóg um að hugsa og baráttan þjappar fólk- inu saman í tilfinningalega heild, sem finnur ættjarðarástina duna í æðum. Þegar sigrarnir hafa unnist, þegar frelsið er fengið og sjálfstæðið í höfn, þá eru vopnin kvödd og kyrrð og friður færist yfir og það gleymist þá oft hversu vandasamt það getur verið að gæta fengins fjár, að varðveita árangurinn af unnum sigrum, að varðveita frelsið og sjálf- stæðið og tryggja eftirkomandi kyn- slóðum að þær eigi ísland fyrir sig, fagurt, gott og gjöfult eins og við höfum tekið við því. Ég sé reyndar að forverar mínir í ræðustóli 17. júní á undanförnum árum og ára- tugum hafa gjarnan lagt áherslu á það, að sjálfstæðisbaráttan sé ævar- andi. Henni ljúki aldrei. Það sé sífellt viðfangsefni og sífelld barátta að viðhalda frelsinu og sjálfstæðinu. Spurningin er, tökum við almenn- ingur á íslandi slíkar yfirlýsingar mjög alvarlega? Erum við okkur meðvitandi um, að það sé svona mikil barátta að viðhalda frelsinu og sjálfstæðinu og reyndar mætti kannski spyrja, hvort frelsið og sjálfstæðið sé þá svona óskaplega mikils virði, allrar þessarar baráttu virði, eða hvort okkur myndi e.t.v. líða bara betur með því að gangast auðugum erlendum þjóðum á hönd eins og forverar okkar slysuðust til að gera við þáverandi aðstæður á árabilinu 1262-64. Mér er örugglega óhætt að svara umsvifalaust, undir- hyggjulaust og fyrir hönd okkar allra, að við viljum varðveita frelsið, við viljum varðveita sjálfstæðið, við viljum eiga landið fyrir okkur, við viljum vera sérstök íslensk þjóð. Við viljum eiga okkar frelsi, okkar pólitíska sjálfstæði, okkar efnahags- lega sjálfstæði og ekki síst okkar menningarlega sjálfstæði. Við eig- um gífurlega verðmæta sameigin- lega eign, íslendingar, í landi okkar og sjálfstæði þess. í þessu sambandi rifjast upp fyrir mér, að sl. vetur fór fram veruleg umræða í þjóðfélaginu um fátækt á íslandi og fjölmiðlar voru meira og minna undirlagðir af umræðunni nokkra hríð. Ekki ætla ég að blanda mér í þá umræðu á þessum stað og þessari stundu. Fátækt er svo afstætt hugtak og þarfnast viðmiðunar við einhverja gefna staðla um það hvar fátækt ljúki og nægtir taki við, en Páll Skúlason, prófessor við Há- skóla íslands, skrifaði ítarlega grein í dagblað nokkurt um þetta efni og varð það tvímælalaust lang- merkilegasta innleggið í umræðuna. Ekki man ég greinina frá orði til orðs en hann benti á hættuna, sent er því samfara, að menn leggi pen- ingalegt verðmætamat á gildi allra hluta. Hann benti á fjölmörg afar þýðingarmikil verðmæti, sem fólk tæpast gerði sér grein fyrir að það ætti, sem væru svo þýðingarmikil í lífinu og fólk hefði misst sjóriar á. Hann varaði við auðhyggjunni. Hann varaði við peningum sem al- gildum mælikvarða á verðmæti. Mér fannst grein hans svo merk, að hún mætti gjarnan verða lesefni í þjóð- félagsfræðum í skólum á íslandi. Þessi grein beindi sjónum mínum og vafalaust mjög margra annarra að Íieim miklu verðmætum, sem við slendingar eigum og höfum frelsi til að njóta. Það rifjaðist reyndar upp fyrir mér að hverju sinni við heim- komu með flugvél erlendis frá velti ég því fyrir mér, þegar ég kem frá grænum skógum og safaríkum slétt- um erlendra stranda og ber saman við hraunið, sandinn og auðnina á Reykjanesi, gjarnan í slagviðrisrign- ingu, sem þar er svo tíð, hvað það sé, sem bindur mig svo sterkum til- finningaböndum við þetta land„ hrærir hjartað í brjósti mér hverju sinni þegar ég kem heim, hvað það sé sem gerir að verkum að hér vil ég lifa ævi minnar alla daga og leggja lúin bein í íslenska mold að lokum. Ég hef oft reynt að kryfja þetta til mergjar og á ekki einhlít svör, því einhlít svör verða aldrei til við tilfinningalegum spurningum, en það liggur þó í aug- um uppi að svörin eru fyrst og fremst fólgin í þessari skynjun, að við íslendingar eigum svo mikil verðmæti í landi okkar, sjálfstæði þess og menningu, að hér séum við ekki bara lítið hjól í stórri vél ver- aldarinnar heldur séum við hér, hvert og eitt, þýðingarmikið hjól í sameiginlegri vél okkar hér heima fyrir, þar sem hver og einn einstakl- ingur ber svo mikla ábyrgð vegna smæðar þjóðarinnar. Það rifjast gjarnan upp fyrir mér sú dásemd að hafa fengið að njóta hins ótakmarkaða frelsis í að alast upp við fagran fjörð á Austurlandi, þar sem leikvöllurinn var fjörðurinn allur frá fjöru til fjalls, þar sem frels- ið til þroskandi leikja í nánum tengslum við atvinnulífið og full- orðna fólkið var takmarkalítið, þar sem hver nýr dagur var fagnaðar- dagur og hver nótt dýrmæt hvíld eft- ir óhemju athafnasemi fram á kvöld. Eftir þá dásamlegu bernsku og æsku, og þótt peningalegar eignir og verðmæti væru ólíkt minni þá en nú, þá á ég að því er mér finnst enn þann dag í dag svo mikið í Austur- landi, Eskifirði sérstaklega, fjöllun- um, fjörunni og firðinum öllum og reyndar líka í fólkinu, sem þar býr. í fjöllunum ber hæst máttarstólpann Hólmatind, sem er fjall ægifagurt. Langafi minn danskur, sem settist að á Eskifirði á 19. öld, hvarf aftur heim til Danmerkur og fannst að sennilega væri blíðlyndi Danmerkur sér meira að skapi en veðurbarinn vangi íslands, Hann undi ekki nema skamma hríð í Danmörku, kom þá aftur til Eskifjarðar og sagði sig hafa vantað Hólmatindinn til að halla sér að. Hann bjó þar alla tíð síðan. Já, hvílík verðmæti sem maður var meðeigandi að og sem manni finnst maður vera meðeigandi að enn þann dag í dag. Safnaðarheimili við Akureyrarkirkju: „Samþykkt að ráðast í framkvæmdir" - hefjast vonandi í mars, segir séra Birgir Snæbjörnsson „Það var saniþykkt á síðasta aðalsafnaðarfundi, þann 26. júní, að ráðast I framkvæmd- ina, með öllum greiddum atkvæðum,“ sagði séra Birgir Snæbjörnsson, er hann var spurður hvað hugmyndinni um safnaðarheimili við Akureyr- arkirkju liði. Safnaðarheimilið verður grafið inn í brekkuna sunnan við kirkj- una og austur að kantinum. Unn- ið verður eftir teikningu Fanneyj- ar Hauksdóttur og það er Teikni- stofa Hauks Haraldssonar sem mun annast allan undirbúning. „Við vonumst til að geta hafist handa í mars og það er meiningin að steypa upp og ganga frá að utan fyrir haustið svo að hægt verði að lagfæra lóðina kringum kirkjuna, sem þarfnast mikillar lagfæringar. Það er byrjað að lag- færa kirkjuna að utan. Múrhúð- un var orðin illa farin víða og nú er verið að brjóta niður það sem laust er og setja kvarts og fleira í staðinn,“ sagði Birgir. í safnaðarheimilinu verður sal- ur sem taka mun 200 manns í sæti, þar verður rúmgott anddyri, skrifstofur fyrir presta og kirkju- vörð, einnig fá félögin aðstöðu í safnaðarheimilinu. Sagði Birgir að vonandi yrði byggingunni lok- ið á 50 ára afmæli kirkjunnar, sem er árið 1990. -HJS Hér er sýnt langsnið eftir sal. Loft er látið fylgja halla á stíg og myndast þannig ákjósanleg lofthæð. Ofan til eru sýndar útlínur veggs við anddyri. Teikning af fyrirhuguðu safnaðarheimili við Akureyrarkirkju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.