Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 07.07.1986, Blaðsíða 5
7. júlí 1986-DAGUR-5 _Jesendahornið. Tökum höndum saman - Gerum bæinn enn fallegri Frá konu á Brekkunni: Akureyri er fallegur bær, vafinn gróðri í sumarblíðunni og víða vel snyrtur. En alltaf má betur gera. Við skulum taka höndum saman ungir sem gamlir og kasta .ekki rusli eða sóða út þar sem búið er að þrífa til. Víða eru fallegir garðar við íbúðarhús, það kostar vinnu að hirða garða og lóðir en það er heillandi verkefni. Kirkjutröppurnar voru teknar fyrir í haust sem leið. Það verk var vel af hendi leyst og gekk með hraði, vil ég segja. Kringum Hótel KEA er allt með nýjum svip nema hvað mér sýnist þurfa að vökva nýja grasþakið. Þakkir til ÚA Starfsmaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til for- ráðamanna félagsins fyrir launa- uppbótina sem hann fékk í síð- asta launaumslagi. Sagði hann að oft gleymdist að þakka það sem vel væri gert. Þessu er hér með komið á framfæri. Fleira mætti telja vel gert. En þegar gengið er frá kirkjutröpp- um stíginn að Sigurhæðum versn- ar vegurinn, þá blasir við skilti sem á að heita í bláum lit en nú allt skellótt og illa til reika, það á að vísa leiðina að Matthíasar- húsi. Þetta er malarstígur, látum það vera en þegar komið er að trébrúnni sem hangir á völtum yfir snarbröttum mel með skriðu- hlaupi í rigningu, dettur manni í hug: Hvernig er hægt að bjóða gestum bæjarins ár eftir ár þessa leið. Síðan bera fyrir augað for- ljótar gjótur að baki safnahúss- ins, ryðgað þak þess, niðurfallnar vírnetsdruslur sem eitt sinn hafa verið girðing, og brotnar grindur. Þetta er ljót lýsing en sönn. Framan í stallana fyrir neðan Sigurhæðir var plantað viðarteg- undum síðastliðið haust, en það vantar hellulagðan stíg á ská nið- ur þessa brekku. Það væri í stíl við umhverfið þarna. Á stöllun- um við kirkjutröppurnar eru tveir setubekkir þeir eru mikið notaður og mætti bæta öðrum tveim við. Nú er nýkosin menningarmála- nefnd í bæjarfélaginu, ég vona að hún láti til sín taka í sambandi við það sem ég er hér að lýsa. Með kveðju. Sundlaugin: Handklæði stolið Kona hringdi. „Mig langaði til að segja frá því að dóttir mín fór í sundlaugina á Akureyri og þegar hún kom upp úr var búið að stela handklæðinu. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, sérstaklega vegna þess að hand- klæðið var hluti af setti sem vinir okkar í Svíþjóð gáfu heimilinu. Handklæðið er brúnt öðru megin og drapplitað hinu megin og á því eru hjörtu. Ég ætla bara að lok- um að skora á þann sem stal handklæðinu að skila því í afgreiðslu sundlaugarinnar, ég mun athuga eftir nokkra daga hvort því hafi verið skilað.“ Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþan kar Gula pressan, þ.e. ríkisfjöl- miðlarnir og Helgarpóstur- inn, sem eru eins og kunnugt er æðsta dómsvaldið í land- inu, hafa ákveðið að allir séu sekir þar til þeir geta sannað sakleysi sitt. Af þessu er augljóst hagræði enda fagna þessu allir réttsýnir menn. Þá hefur einnig verið ákveðið að góðmennska skuli talin fram til skatts og jólagjafir skuli teljast mútur og bæði gefendur og viðtak- endur ærulausir upp frá því. Menn skulu forðast að gera vinum sínum greiða, það er tortryggilegt nema báðir hafi greitt árgjöld sin í sama stjórnmálaflokki. Fái menn lánaðan sykurbolla hjá ná- granna sínum ber fyrst að kanna pólitískar skoðanir hans, þ.e. nágrannans, og ganga úr skugga um hvar sykurinn er framleiddur, hvernig kominn til landsins og hver annaðist sölu hans hér á landi, einnig ber að fylla út eyðublöð í fjórriti, sem ofangreindir aðilar munu dreifa, og skal þar getið um magn þess sem fengið er að láni, til hverra nota það er ætlað, ættartölu lánandans, hver sé tannlæknir hans o.s.frv. Hjálpi menn af ásettu ráði sjúkum eða ellimóðum skulu þeir umsvifalaust brottrækir úr vinnu og óhæfir til þátt- töku í hvers kyns félögum eða samtökum. Þeir sem hjálpina hlutu eru síðan útskúfaðir enda þátttakendur í augljósu og skelfilegu sam- særi. Báðir aðilar yrðu að sæta réttarhöldum í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Allt heiðarlegt fólk reynir síðan að flýja sem lengst frá sökudólgunum og þess vegna höfum við hvítskúraðir og geislabaugaðir alþýðu- bandalagsmenn á Akureyri gert um það samþykkt að við viljum alia þá út í ystu myrkur sem fjölmiðiar hafa dæmt til útlegðar frá mannlegu sam- félagi. Veikt fólk er eitur í okkar beinum ekki síst ef það er fátækt líka. Einn liður í dómskerfi pressunnar er eins konar spurningaleikur sem fundinn hefur verið upp til notkunar í gúrkutíð. Leikur þessi er, að því er virðist til þess ætlaður að koma óæskilegum ríkis- stjórnum frá. Hann er í því fólginn að stjórnmálamenn, helst ráðherrar eru spurðir í þaula í þeim tilgangi að rugla þá svo í ríminu að þeir að lok- um segi það sem þeir.ætluðu síst af öllu að segja. Eru síð- an orð og setningar slitin úr samhengi, og úr gerð upp- sláttarfrétt sem eftir fyrstu notkun er borin undir aðra ráðherra og spurt hvort ekki hrikti nú í stjórnarsamstarf- inu. Fréttamenn eru þá gjarn- an með eftirvæntingarblik í augum, rétt eins og þeir væru að fylgjast með velheppnuð- um leðjuslag. - Tískusýnendur Sævars Karls og ástmegir flugfélaga og ferðaskrifstofa, vodka- framleiðendur, ævisöguritar- ar og laxveiðimenn búa síðan til drulluköku úr því sem eftir verður og slengja framan í þjóðina sem hvíar af hrifn- ingu. Er nú aðeins að vona að öll þau fríðindi sem við samvisk- ur þjóðarinnar njótum í krafti starfa okkar séu nú rétt og skilmerkilega tíunduð til skatts, afslátt^rferðirnar, frí- fargjöldin, sólarlandareisur og annað smáræði sem að okkur er rétt. Þó er það kannski aukaatriði. Hitt skipt- ir auðvitað öliu máli að við látum ekkert tækifæri ónotað til að sparka í þá sem þegar liggja í valnum. Kostnaður vegna krabbameinsleitar Ágæta A.G. Það er mjög gott að fá fyrirspurn- ir eins og þína sem birtist í Degi 30. júní sl. Krabbameinsleit hjá konum fer fram á vegum Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Starfs- lið krabbameinsleitarinnar er á launum hjá Heilsugæslustöðinni við þetta verk og Heilsugæslu- stöðin borgar húsaleigu fyrir starfsemina. Beinn kostnaður við hvert sýni er þannig: Rannsókn á sýni og efniskostnaður: 450 kr. Pappír og sendikostnaður: 50 kr. Alls: 500 kr. Þessar 500 krónur borgar hver kona. Rannsóknargjaldið, 450 kr. er greitt til Krabbameinsfélags íslands sem sér um að skoða öll sýni sem tekin eru á landinu. Til verðsamanburðar má benda á að gjald fyrir samskonar skoðun hjá Krabbameinsfélagi íslands er í dag 750 kr. Það er rétt athugað hjá þér að við höfum ekki gefið kvittun fyrir þessum greiðslum, enda getur þú hvergi fengið þetta endurgreitt. Við reynum að halda skriffinnsk- unni í lágmarki til þess að spara tíma og kostnað. Eins og þú hef- ur ábyggilega tekið eftir þá geng- ur starfsemin fljótt og vel fyrir sig en aukin skriffinnska gæti valdið því að færri konur kæmust að. Með bestu kveðju Konný K. Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri. Reiðskóli % LETTIH Næsta námskeið Hestamannafélagsins Léttis og Æskulýðsráðs hefst 14. júlí við Jaðarsrétt. Full- bókað er í það námskeið. Ef næg þátttaka fæst verður haldið eitt námskeið í viðbót og hefst það 28. júlí. Aldurstakmark 8 ára og eldri. Kennari Jón Matthíasson. Námskeiðið skiptist í þrjá flokka: Framhaldsflokk kl. 9 og byrjendaflokka kl. 13 og 15.30. Þátttökugjald er kr. 1.500,00. Innritun er á skrifstofu Æskulýðsráðs, Hafnarstræti 81, sími 22722 milli kl. 10 og 12 og eru þar veittar frekari upplýsingar. Börn sem voru á biðlista sitja fyr- ir á þetta námskeið. Hestamannafélagið Léttir, Æskulýðsráð Akureyrar. Nýkomnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.