Dagur - 17.07.1986, Síða 2
2 - DAGUR -17. júlí 1986
_v/'ðfa/ dagsins.
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
Sl'MI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT P. ÞÓRSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.________________________
Að viðhalda
vítahringnum
Meðal þeirra röksemda sem andstæðingar
þess að Byggðastofnun yrði flutt til Akureyr-
ar hafa borið við er sú, að ekki sé til staðar úti
á landi sú þekking sem starfsmenn slíkrar
stofnunar þurfi að hafa. Rétt er að leiða hug-
ann lítillega að þessari röksemd.
Fyrir það fyrsta reyndi ekki nægilega á það
hvort einhverjir starfsmenn stofnunarinnar
voru alls ófúsir til að flytjast búferlum og af
þeim sökum hefur þessi fullyrðing ekki við
nægjanleg rök að styðjast. í öðru lagi var eng-
an veginn útséð með það að ekki væru til vel
menntaðir og hæfir menn, bæði í Reykjavík og
á Akureyri, sem hefðu viljað takast á við verk-
efnið og búa jafnframt á Akureyri. Þessar rök-
semdir eru því fyrirsláttur og lýsa því ljóslega
að stjórnvöld hafa engan vilja til að breyta því
ástandi sem skapast hefur í byggðaþróun.
Þá má gjarnan velta því ögn fyrir sér hvaða
áhrif slíkur hugsunarháttur hefur almennt.
Menntunarkerfið hér á landi er þann veg upp
byggt> að þeir sem leita sér langskólanáms
verða að sækja það til Reykjavíkur. Vegna
þess að ekki hefur verið nægilega hugsað fyr-
ir því að setja upp þjónustustofnanir út um
landið, þar sem langskólamenntunar er kraf-
ist af starfsmönnum, neyðist vel menntað
fólk til að setjast að í Reykjavík, jafnvel þó
það hefði mun meiri hug á því að setjast að í
heimahögunum. Með því viðhorfi að ekki sé
nægilega mikið af menntuðu starfsfólki á
Akureyri til að takast á við þau verkefni sem
Byggðastofnun á að annast, eru menn ein-
faldlega að sætta sig við þennan vítahring og
viðhalda honum. Ef einhver stofnun á landinu
hefur það hlutverk að snúa þessu dæmi við
þá er það Byggðastofnun. Hún hefur brugðist
gjörsamlega í þessu grundvallarmáli.
Akureyringar og landsbyggðarfólk almennt
berst nú fyrir öðrum réttindamálum, sem er
kennsla á háskólastigi víðar en í Reykjavík og
þjónustumiðstöðvar fyrir Húsnæðisstofnun
út um landið. Vafalaust verða sömu rökin not-
uð og varðandi flutning Byggðastofnunar, að
ekki sé nægilega menntað fólk annars staðar
en í Reykjavík. En hvernig er við öðru að
búast þegar öllum stofnunum sem þarfnast
sérhæfðra og vel menntaðra starfsmanna er
sjálfkrafa holað niður á einu landshorni, eins
og um eitthvert náttúrulögmál sé að ræða?
Þennan vítahring þarf að rjúfa. HS
Flugkennarar Flugskóla Akureyrar. Talið frá vinstri: Sigurbjörn Arngrínisson, Baldvin Birgisson, Jóhann Skírnis-
son, Armann Sigurðsson.
„Okkar tímar em þeir
langódýrustu á landinu“
- segir Jóhann Skírnisson, flugkennari hjá Flugskóla Akureyrar
„Við erum með tvær vélar í
daglegri kennslu. Það eru
Tomahawk flugvélar sem eru
sérhannaðar til kennsluflugs
og þetta eru mjög góðar vélar.
Svo höfum við aðgang að ann-
arri vél til blindflugs, fjögurra
sæta vél sem er búin öllum
nútímablindflugstækjum auk
þess sem hún er með loran-c
og þetta er splunkunýtt verk-
færi, '86 módel. Auk þessa
höfum við aðgang að tveggja
hreyfla vél og þannig mætti
lengi telja. Það má því segja að
við getum kennt hérna allt það
sem okkur langar til,“ sagði
Jóhann Skírnisson þegar Dag-
ur hafði samband við hann til
að forvitnast aðeins um Flug-
skóla Akureyrar, en Jóhann er
einn fjögurra flugkennara við
skólann.
„Svo má líka benda á að við-
hald á vélunum er það sama og á
vélum FN. Það er gott að það
komist að, því það er eitt af því
sem hefur verið mjög slæmt hjá
mörgum flugskólum. Ég myndi
segja að það væru aðeins tveir
skólar á landinu sem reyna að
hafa viðhald vélanna og þjónustu
við nemendur í góðu lagi og það
erum við og svo Vesturflug í
Reykjavík. Annað er lélegt
myndi ég segja."
- Er vinsælt að læra að fljúga?
„Já, já, blessaður vertu, þetta
er alltaf dálítiö vinsælt. Við erum
núna með yfir 20 manns á ísa-
firði, en við erum með aðra vél-
ina þar. Það er stærsta verkefnið
okkar núna og alveg gífurlega
mikið að gera í því. Það er nú
heldur minna hér cn samt sem
áður höfum við alveg nóg að
gera.
Við erum nú ekki mjög hrifnir
af að flakka mjög mikiö um
landið. Við tökum að okkur stað-
bundin verkefni þar sem við get-
um haft góða nýtingu á einni vél
en það er eiginlega allt. Auk þess
kennum við ekki á einkaflugvélar
eins og tíðkast sums staðar fyrir
sunnan, það hefur einfaldlega
ekki gefið nógu góða raun. En
það er mikið spurt um þetta utan
af landi sern er ekki skrítið þegar
athugað er að okkar tímar eru
þeir langódýrustu á landinu.“
- Nú hefur maður samt heyrt
að þetta sé dálítið dýrt. Flvað
segirðu um það?
„Sunium finnst allt dýrt og ég
get kannski viðurkennt að þetta
er ekkert ódýrt. En það breytir
engu um að okkar tímar eru um
600 krónum ódýrari en gengur og
gerist fyrir sunnan. Einn tími
kostar um 2400 krónur. Svo geta
menn fengið 10% afslátt með því
að kaupa tíu tíma í einu og þá
kostar tíminn 2182 krónur og það
er það alminnsta sem til er á
landinu."
- Hvað þarf maður marga
tíma?
„Skólalágmarkið er 15 tímar ef
menn fljúga mjög stíft og eru
heppnir með veður. En ef menn
eru að taka einn og einn tíma þá
þarf svona á bilinu 15-25 tíma. Pá
eru menn komnir með eins konar
æfingaleyfi. Það má segja að
gamla sólóprófið sé orðið úrelt.
Þetta æfingaleyfi veitir í raun lítil
réttindi. Það er bundið við að fá
uppáskrift hjá flugkennaranum
og einnig fyrirmæli þannig að
þetta er í rauninni ekkert próf
heldur æfingaleyfi, eins og ég
sagði áðan. Að fljúga einn er
óhjákvæmilegur þáttur í flug-
námi og þetta veitir mönnum
réttindi til þess og þá undir
ströngu eftirliti. Næsti áfangi er
síðan einkaflugmannsprófið, eða
A prófið eins og það var kallað,
og til þess að ná því þarf u.þ.b.
70 tíma. Það veitir gríðarlega
mikil réttindi, t.d. máttu fljúga
747 ef þú hefur efrii á því.
En við erum með meira, við
erum eiginlega meö alla kennslu
hér sem menn vilja. Við erum
með einkaflugmanns- og atvinnu-
próf, við kennum blindflug og
undirbúum menn fyrir flugkenn-
arapróf og einnig tökum við
menn í fjölhreyflapróf ef því er
að skipta. Þá á ég við fyrir
tveggja hreyfla vélar því við höf-
um ekki aðgang að stærri
vélum.“
- En er þetta ekkert hættu-
legt?
„Nei, síður en svo.“
- Geta allir tekið flugpróf?
„Það þarf læknisskoðun fyrir
einkaflugmannspróf og flug-
nemapróf og hún er ekki
ströng, að ég held. Ef menn
eru sæmilega heilbrigðir á sál og
líkama þá er þetta lítið mál,
menn mega t.d. nota gleraugu
eða linsur ef þeir hafa fulla sjón
með því. Annars þekki ég þetta
ekki mjög vel, það eru náttúrlega
læknar sem dæma um þetta.“
- Hvað er framundan hjá
Flugskóla Akureyrar?
„Við reynum að halda hér
áfram uppi fullum dampi, það
eru engar breytingar í vændum,
eða engar stórvægilegar a.m.k.
Það verða alltaf einhverjar breyt-
ingar milli ára.“
- Eitthvað að lokum Jóhann?
„Ekki nema að ég vil leggja
áherslu á að þetta er fyrir alla.
Það er til saga af áttræðri konu
sem var að taka blindflugstíma
og þegar hún var spurð hvort
henni fyndist þetta borga sig þá
sagðist hún ætla að fljúga í
a.m.k. 20 ár til viðbótar.“ JHB