Dagur


Dagur - 31.07.1986, Qupperneq 1

Dagur - 31.07.1986, Qupperneq 1
69. árgangur Akureyri, fimmtudagur 31. júlí 1986 141. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GgLLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Ólafsfjarðarbær - Eimskip: Deilt um við- gerð á biyggju Síðastliðið haust sigldi Skeiðs- foss, eitt af skipum Eimskipa- félags íslands, á eina bryggj- una á Ólafsfirði. Ágreiningur milli Eimskipafélagsins og Ólafsfirðinga um kostnað við skemmdirnar virðist ekki ætla að leysast alveg á næstunni. Matsmaður Eimskipafélagsins metur skemmdirnar á mun minna en matsmaður þeirra Ólafsfirð- inga. Að sögn Valtýs Sigurbjarn- arsonar, bæjarstjóra á Ólafs- firði, er næsta skrefið það, að matsmennirnir munu funda sam- an og ekki hætta fyrr en þeir komast að niðurstöðu um kostn- aðinn. Við verðum bara að vona að ekki líði ár og öld áður en þeir komast til botns í málinu, og þetta leysist allt farsællega. -SÓL „Eram ennþá með ódýrasta kjötið“ - segir Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði „Það var fundur um þetta hjá stjórn Félags kjúklingabænda og það kom nú ekki mikið út úr þeim fundi,“ sagði Jónas Halldórsson í Sveinbjarnar- gerði þegar hann var spurður hvort kjúklingabændur ætluðu að grípa til einhverra aðgerða vegna niðurgreiðslnanna á dilkakjöti. „Við erum auðvitað dálítið hrelltir yfir þessum niðurgreiðsl- um en það var nú samt sem áður ákveðið hjá okkur að halda því verði sem nú er á okkar kjöti. Við erum nú reyndar með lágt verð sem hefur ekki hækkað á annað ár þannig að við höfum ekki mikið svigrúm til lækkana. Þrátt fyrir þessar niðurgreiðslur erum við ennþá með ódýrasta kjötið. Við ætlum okkur ekki að grípa til neinna aðgerða, við munum að vísu mótmæla eitt- hvað kjarnfóðurgjaldinu en það hefur ekki borið mikinn árangur fram að þessu. Við ætlum hins vegar að auglýsa mikið núna og benda á að okkar vörur eru ódýr- astar og við ætlum líka að reyna að koma því til skila að það er fleira matur en feitt kjöt,“ sagði Jónas Halldórsson. JHB í gærmorgun munaði litlu að vörubfll færi útaf vestustu brúnni yfir Eyjafjarðará. Fór bfllinn svo til þversum á brúnni með eitt hjólið út af. Þurfti að loka umferð yfir brýmar um tíma, en giftusamlega tókst til með björgun. Mynd: BV Hitaveitan yfirtekur markað rafveitunnar: Skapar viðbótartekjur og bætir stöðu veitunnar Tæknideild Hitaveitu Akur- eyrar hefur unnið tillögur um úrbætur sem gera þarf á dreifi- kerfi veitunnar. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að bæjarbúar hafa kvartað undan of lágu hitastigi, en í tillögun- um kemur m.a. fram að stytta þurfí stofnlagnir til að ná hærra hitastigi til notenda. í tillögum tæknideildar er einnig miðað við að hitaveitan yfirtaki núverandi markað raf- veitunnar á húsum með vatns- hitakerfí. í kjölfar breytinga á sölufyrirkomulagi Hitaveitu Akureyrar hefur hegðunar- mynstrið einnig breyst. Það hefur leitt til þess að þær afsláttarreglur sem í gildi hafa verið og miðaðar voru við gamla sölufyrirkomulagið ná ekki að skila þeim notendum sem búa við Iágt hitastig þeim leiðréttingum sem það átti að gera. Markmiðið með afslætt- inum var að bæjarbúar byggju við sem jafnasta orku- reikninga. „Það er ljóst að notendur á vissum svæðum eiga við erfið- leika að stríða vegna lágs hita- stigs. Það eru tvær meginástæður fyrir þessu,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson formaður stjórnar veitustofnana í samtali við Dag. „Annars vegar er um að ræða of lítið rennsli í lögnum og hins veg- ar vegna óeðlilega langra lagna. Stundum fara þessir hlutir saman og skapa þá verulega slæmt ástand." Sigurður sagði að þegar málið hefði verið aíhugað hefði komið í ljós að mikið er um rafhituð hús á Akureyri. Gerðahverfi 11 er alfar- ið rafhitað hverfi, en ákveðið hefur verið að fresta lagningu hitaveitu á það svæði. Utan Gerðahverfis eru á þriðja hundr- að vatnshituð hús á Akureyri og sagði Sigurður að enn ætti eftir að fá gleggri mynd af því hve mörg þessara húsa væru rafhituð með vatni og hve mörg væru með þilofnakerfi. „Það er kappsmál að þeir aðil- ar sem eru með vatnskerfi í sín- um húsum komi sem fullir not- endur til hitaveitunnar. Það mæla öll rök með því að þeir tengist henni,“ sagði Sigurður. „Það myndi skapa viðbótartekjur til hitaveitunnar og auka þar með líkur á bættri rekstrarafkomu fyrirtækisins. Til lengri tíma litið ættu Akureyringar að geta búið við lægra orkuverð.“ Er Sigurður var spurður hvort rafveitan yrði fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna fyrirhugaðra breytinga sagði hann ljóst að tap- ið yrði eitthvert, en heildsöluverð sem rafveitan greiddi til Lands- virkjunar væri það hátt að ekki væri hægt að tala um umtalsvert tekjutap. „Þetta er mikilvægt skref að stíga að mínu mati, bæði til að stuðla að traustari fjárhag veit- unnar sem og bættum skilyrðum notenda hitaveitunnar," sagði Sigurður. -mþþ Sláturtíðin: Gæti hafist viku fyrr en vanalega Akureyri: 76% niðurskurðar á sérkennslu Á fundi skólanefndar 22. júlí sl. var lagt fram bréf frá fræðslustjóra Norðurlands- umdæmis eystra. Þar kemur m.a. fram að vænta megi rúm- lega 76% niðurskurðar á sér- kennsiu á Akureyri á næsta skólaári. Sturla Kristjánsson segir þetta vera mjög alvarlegt mál og segist ekki trúa öðru en að þarna sé um mistök að ræða. „Við munum reyna að finna faglegan skilning í menntamálaráðuneytinu og ég er bjartsýnn á að það takist og við fáum leiðréttingu okkar mála,“ segir Sturla Kristjánsson m.a. í samtali við Dag. Sjá nánar um málið á bls. 3. • JHB „Þetta er æskilegt að mörgu leyti og um þetta hefur verið rætt. En þetta verður endan- lega ákveðið á fundi 20. ágúst og þangað til gerum við ráð fyrir því að það verði byrjað fyrr,“ sagði Oli Valdimarsson á Sláturhúsi KEA þegar hann var spurður hvað væri hæft í því að sláturtíðin byrjaði fyrr í ár en vanalega. Óli sagði að vanalega hefði verið byrjað upp úr 15. septem- ber en nú væri verið að tala um að byrja 10. september þannig að þetta væri svona vika sem mun- aði. Aðspurður hvað ynnist á því að byrja fyrr sagði Óli að þá væri þetta búið fyrr og það gæti mun- að um það. „Á þessum tíma er allra veðra von og það hefur oft á tíðum komið fyrir að það snjóaði jafnvel daglega. Það er nú höfuð- ástæðan," sagði Óli Valdimars- son. JHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.