Dagur - 31.07.1986, Side 2

Dagur - 31.07.1986, Side 2
2 - DAGUR - 31. júlí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari______________________________ Skeröing á sérkennslu Ef ekki kemur til veruleg viðhorfsbreyting mennta- málaráðherra og reiknimeistara hans í ráðuneytinu verður að skera sérkennslu niður í um fjórðung í fræðsluumdæminu í Norðurlandi eystra, og ef að líkum lætur er það sama uppi á teningnum í öðrum fræðsluumdæmum á landsbyggðinni. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra gerði ráð fyrir því að samkvæmt greiningu þyrfti 850 vikustundir í sér- kennslu. Greining þessi er eini raunhæfi grund- völlurinn til þess að meta það hvaða börn þurfa á sérkennslu að halda og hún er unnin af sérfræðing- um á sínu sviði. Menntamálaráðuneytið hefur nú fjallað um sérkennsluáætlanir umdæmisins og gert að tillögu sinni að sérkennslan verði áætluð 200 vikustundir. í áætlun fræðslustjóra var gert ráð fyr- ir 440 vikustundum í Akureyrarskólahverfi en sam- kvæmt tillögum ráðuneytisins fær Akureyri ekki nema 104 vikustundir. Sama gerðist raunar á síðasta skólaári. Þá var með greiningu gert ráð fyrir að í Norðurlandi eystra væru 89 einstaklingar sem þyrftu á sérkennslu að halda en ekki fékkst heimild fyrir kennslu nema 18. Á Vestfjörðum var talið að þyrfti kennslu fyrir 23 en úthlutað var sérkennslukvóta fyrir 8. Á Suðurlandi þurfti sérkennslu fyrir 71 en fékkst fyrir 48 og á Reykjanesi þurfti sérkennslu fyrír 86 einstaklinga en úthlutað var kvóta fyrir 51. Af einhverjum undar- legum ástæðum fékkst úthlutað nægilega mörgum kennslustundum til sérkennslu á Austurlandi og, sem ekki kemur á óvart, einnig í Reykjavík. Þar var orðið við því sem um var beðið. Um sérkennsluþjónustu er fjallað í grunnskóla- lögum og hafa fræðslustjórar ekki heimild til að skerða þessa þjónustu, nema hvað fagráðuneyti menntamála gerir þeim nær ókleift að fara að lögunum. Sú fornaldarstefna að safna öllum þeim sem eru þroskaheftir eða á annan hátt bæklaðir á eina eða nokkrar stofnanir, helst í Reykjavík, virðist enn vera ofan á hjá menntamálaráðuneytinu. Þessir einstaklingar þroskast best og geta með auðveld- ustum hætti nýtt sér þá kennslu sem til staðar er í því umhverfi þar sem þeim líður best. Farsælast er að það sé á heimaslóðum, innan um fjölskyldu og vini, en ef kennslan nýtist þeim ekki þar þá nýtist hún þeim hvergi. í raun er hér um það að ræða að fagráðuneyti snýst gegn faglegri úrvinnslu í fræðslu- umdæmunum. Þar er reynt að halda úti þjónustu og vísast er að ef hún hrynur þarf að byggja stóra sér- stofnun í Reykjavík. Byggt er á því að ekki sé um aukningu í þessum efnum að ræða frá því sem var 1984, en því er hins vegar alveg gleymt í reiknings- kúnstum ráðuneytismanna, að sérkennslumál voru þá alls óviðunandi alls staðar á landinu nema í Reykjavík. Ef skera þarf niður er réttlátast að láta það koma niður á öllum fræðsluumdæmunum jafnt. Meðferð þessa máls er siðmenntaðri þjóð til hábor- innar skammar. HS _viðtal dagsins. Meðalaldur íbúanna lágur, en meðaltekjumar hafa hækkað - segir Ófeigur Gestsson sveitarstjóri á Hofsósi Árið 1982 var Ófeigur Gests- son ráðinn sveitarstjóri á Hofs- ósi. Þegar nýkjörinn hrepps- nefnd tók til starfa á Hofsósi í sumar var gengið frá ráðningu Ófeigs sem sveitarstjóra næstu árin. Hans uppruni er í föður- ætt úr Þingeyjarsýslum en í móðurætt úr Breiðafjarðareyj- um. Faðir hans er fæddur á Hólum í Hjaltadal svo Skaga- fjörðurinn er honum ekki alls- endis ótengdur. Ófeigur sem starfaði hjá Búnaðarsamhandi Borgarfjarðar áður en hann kom til Hofsóss er fæddur í Reykjavík árið 1943 og var þar til sex ára aldurs. Þá fluttu for- eldrar hans í Kópavoginn og þar sleit hann barnsskónum. Leiðin lá í Bændaskólann á Hvanneyri og þaðan útskrifað- ist hann sem búfræðingur árið 1961. Ófeigur segist kunna vel við sig á Hofsósi, en hvað finnst hon- um staðnum standa helst fyrir þrifum? „Það er auðvitað að hafa ekki næga peninga til að framkvæma ýmsa þarfa hluti. En af ákveðn- um verkefnum þyrfti sjálfsagt fyrst og fremst að reyna að lækka húshitunarkostnaðinn. Húshitun með raforku er dýr og slæmt að hafa hér ekki ódýra hitaveitu. Að þessu leyti stöndum við næsta þéttbýlisstaðnum Sauðárkróki að baki og veldur það miklum mis- mun á milli fólksins á þessum stöðum. Þetta er stórmál sem reyna þarf að laga. En hvað varð- ar atvinnumálin, þá er hér vissu- lega einhæft atvinnulíf, en þokkalegar tekjur af því atvinnu- lífi sem þó er. Hofsóssvæðið var mjög lágt í meðaltekjum hér áður fyrr, en við höfum þokast mjög upp á við nú seinni árin. Og Hofsós er ekki lengur sá þéttbýl- isstaður í kjördæminu sem hefur minnstu meðaltekjurnar. Bátaútgerð þyrfti að vera öflugri hér heldur en hún er. Sag- an segir okkur að hér hafi ávallt verið góðir sjósóknarar og þeir sem nú standa í þessu hafa aflað vel og verið fengsælir. Ungu mennirnir hér hafa sóst eftir menntun á þessu sviði svo vert er að gefa möguleikum á aukinni bátaútgerð sérstakan gaum. Þó svo að nokkuð hafi verið unnið í hafnargerð á árunum 1983-84, sem beindist fyrst og fremst að því að verja norðurgarðinn svo- kallaða með öflugri grjótvörn, þá var það aðeins áfangi á þeirri leið að gera hér viðunandi aðstöðu fyrir báta. Og ef hér á að rísa þróttmikil smábátaútgerð þá verður auðvitað að bæta hafnar- skilyrðin enn frekar. Hér er gott frystihús, góð saltfiskverkun og ágæt skelfiskverkun. Þannig að hér er aðstaða í landi til að hafa svolitla fjölbreytni í þessari vinnslu.“ - Ertu bjartsýnn á framtíð Hofsóss? „Það er engin spurning að auð- vitað á þessi staður framtíð fyrir sér eins og allir þéttbýlisstaðir á landinu sé þeim sinnt. En þetta er auðvitað ekki bara spurning um vilja heimamanna heldur líka um vilja stjórnvalda á hverjum tíma. Hvaða stefnu þeir hafa í þessum málum gagnvart þéttbýl- isstöðum yfirleitt. Það er ljóst að ef einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög eru í fjársvelti þá er auðvitað lítið svigrúm til að gera hlutina. Sé svo ekki, þá hafa menn hér hug á að framkvæma hitt og þetta. Hér er mikið af ungu fólki og meðalaldur með því lægsta á þéttbýlisstöðum hér í kjördæminu. Því er ástæða til að ætla að hér ríki bjartsýni. Enda hefur ívið fjölgað hér á síðustu árum og nú er svo komið að skortur er á íbúðarhúsnæði.“ - Hverjar verða aðalfram- kvæmdir á vegum hreppsins á þessu ári? „Það eru malbikunarfram- kvæmdirnar. Undanfarin ár hef- ur staðið yfir endurnýjun á skólp- ræsakerfi bæjarins, lögnum í göt- um og jarðvegsskipti í þeim. Árið 1983 var hafist handa við malbikun á götum þorpsins. í sumar verður lokið við að leggja malbik á götur í suðurhluta þorpsins þar sem aðalíbúabyggð- in er. Þær framkvæmdir standa einmitt yfir þessa dagana.“ - Hvað gerir sveitarstjórinn á Hofsósi í tómstundum sínum? „Þegar ég var suður í Borgar- firði hafði ég ákveðið verkefni sem venjulega var lokið seinni hluta dagsins og þá frí til næsta dags. Þá var maður í kafi í ung- mennafélagshreyfingunni. Ég var gjaldkeri og formaður Ung- mennasambands Borgarfjarðar í nokkur ár og það var áhugamál hjá mér. En eftir að ég kom hing- að hefur lítill tími verið aflögu. Sá tími sem maður hefði gjarnan viljað fá til tómstunda hefur farið í ýmis málefni sveitarfélagsins. Þannig að svigrúm til tómstunda- starfa hefur nánast ekki verið neitt ennþá. Enda kannski ekki óeðlilegt því það hefur verið heilmikið að gera í ýmsum verk- efnum alla tíð síðan ég kom hing- að og framkvæmdir yfir sumar- tímann talsvert miklar. Þetta hef- ur verið bindandi starf og ég hef ekki getað stokkið frá seinni hluta dags eins og gerist og geng- ur í venjulegri vinnu. En samt er mjög gott að vera hérna. Við þyrftum bara að fá svolítið af heita vatninu á Króknum," sagði Ófeigur að lokum. Þess má að endingu geta að Ófeigur býr með Dagmar Ásdísi Þorvaldsdóttur frá Þrastastöðum og á þrjá syni frá fyrra hjóna- bandi. -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.