Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 5
Uesendahornið. 31. júlí 1986 - DAGUR - 5 Mannréttindi og lýðræði ekki virt Mig langar aö birta grein um lík- amsárás og persónuskerðingu. Pannig er málum háttaö að ég hef gengið til sálfræðings að undan- förnu og mjög vægt verið tekið á mínum málum. Ég var látinn taka svo lítinn skammt af lyfjum að það skipti ekki máli hvort ég tæki þau. Síðan skipti ég um lækni, sem gaf mér fullan skammt af þunglyndislyfjum sem skiluðu miklum árangri. Ég vildi flýta fyrir bata mínum og fara í raflækningar. Ég fór á Borgar- spítalann og þar voru tekin af mér lyfin allt í einu, en venjulega eru menn látnir minnka skammt- inn smám saman því hitt eru of snögg viðbrigði fyrir líkamann, hefur mér verið sagt af öðrum læknum. Síðan voru mér gefin gagnstæð lyf, sem draga úr ein- beitni og mér tjáð að ég þyrfti ekki raflækningar. Pá vissi ég að för mín væri til einskis. Seint um kvöldið ætlaði ég að fara til syst- kina minna en var bannað að fara. Síðan var komið með miklu stærri skammt af lyfjum sem ég neitaði að taka inn. Þess skal get- ið að ég var alveg rólegur en ákveðinn og var ekki með nein læti. Þá komu þrír menn og héldu mér og ég sprautaður. I fáum orðum sagt steinlá ég og mér var dröslað inn í rúm. Síðar var mér sagt að ég ætti að taka inn til frambúðar 30 mg Stelasin, 200 mg Largatil og á hálfsmánaðar fresti sprautu með forðaverkun. Ég fór til systkina minna og sagði þeim að ég færi ekki inn aftur. Síðan ætlaði ég að fara heim til míns læknis. Daginn eftir fór ég út á flugvöll. Tíu mínútum áður en flugvélin fór í loftið komu þrír lögregluþjónar og sögðu að þeir hefðu skipun um að fara með mig upp á Borgarspítalann. Ég sagð- ist ekki fara með þeim og þrúkk- aði svolitla stund, en sá að þetta þýddi ekki lengur og fór með þeim. Ekki kom til átaka milli mín og lögreglu, enda komu þeir vel fram við mig að öllu leyti, voru aðeins að hlýða skipunum. Þegar kom upp á Borgarspítala var farið með mig á eins manns herbergi. Þar var komið með stóra sprautu. Lögregluþjónarnir voru beðnir að vera þangað til búið væri að sprauta mig. Ég sá að ekki þýddi að vera með mót- þróa, og sagði við lögregluþjón- ana: „Þið eruð vitni að því að ég er sprautaður á móti mínum vilja og ber ekki hönd fyrir höfuð mér.“ Síðan komu verkanir sprautunnar. Þær voru all hrika- legar. Ég man ekki eftir að hafa liðið annað eins, ég var bókstaf- lega með hljóðum allan daginn. Það var eins og væri verið að svíða á mér hausinn að innan. Það var maður látinn vaka yfir mér á meðan á þessu stóð en fór nokkrum sinnum fram á meðan. Daginn eftir var ég svo vankaður að ég gat varla gengið og héit ekki jafnvægi almennilega og fann fyrir máttleysi og munnþurrk. Ég hélt mig í rúminu að mestu leyti þann dag. Svo kom til mín starfsmanneskja og ég ræddi um það við hana hver ætti að taka ákvarðanir um það að keyra menn svona niður og hvað ætti að ganga langt í því. Hún hvatti mig til andófs í þessu. Þegar ég fór að hafa von um að hafa samband við annað fólk, var mér meinað það fyrst í stað. Ég hringdi í systkini mín og leitaði eftir lögfræðiaðstoð. Mér var sagt að það væri búið að svipta mig sjálfsforræði í hálfan mánuð. Ekki var talað við konuna mína né foreldra um sviptinguna, held- ur var bróðir minn plataður til að skrifa undir. Mér var sagt að það tæki svo langan tíma að fá svipt- ingunni aflétt að tíminn yrði útrunninn áður en það tækist. Þarna var ég í hálfan máuð og látinn éta þessi lyf sem fóru illa í mig. Síðan fór ég norður til míns læknis og fékk hjá honum mín fyrri Iyf, Ludiomil. Síðan hefur mér liðið miklu betur. Það er ekki fyrr en rúmum tveim mán- uðum seinna að ég geri mér grein fyrir því hversu alvarlegt brot þetta er. Þá fór ég niður á lögreglustöð og ætlaði að kæra þetta. Þar var mér sagt að þetta væri einka- og prívatmál og ég gæti ekki kært þetta. Þetta ætti ekki að geta gerst í landi þar sem mannréttindi og lýðræði eiga að vera virt. Mér þætti gaman að vita hvort einhver læknir treystir sér til að réttlæta svona meðferð og útskýra tilgang hennar. Ég er ekki að ásaka ann- að starfsfólk, sem stóð fyrir. utan þetta. Mér líkaði vel við það og matinn. Það var starfsmaður sem sagði mér að ég væri sérstaklega prúður í framkomu. Ég vil taka það sérstaklega fram að það eru engar ýkjur í þessu. Það voru fleiri einkenni sem ég fékk eftir þessa sprautu, sem ég fékk staðfest af lækni, þegar ég kom norður. ekki veit ég hvort það hefur verið spraut- unni að kenna eða hrein tilviljun. Lög eiga líka að ná yfir svona menn. Ef einhverjir geta liðsinnt mér í þessu máli - leiðbeint mér um það hvernig ég get náð rétti mínum, væri slíkt vel þegið. Ef til vill eru til einhver samtök sem hjálpa fólki í tilvikum sem þessum. Ég tel að þessi meðferð hafi skaðað mig þannig m.a. að ég á nú erfiðara með að einbeita mér og hef orðið var við sljó- leika. Með þökk fyrir birtinguna Ingjaldur Guðmundsson. PS - Starfsmenn Dags munu vísa á mig ef einhver vill hafa samband og reyna að hjálpa. Hvatning til þín og mín Kæri lesandi. Næsta helgi, verslunarmannahelgin, er mesta umferöarhelgi ársins. Af því tilefni drep ég niður penna til aö ræða stuttlega viö þig um umferðarmálin og slysahættuna. Um- ferðarslysin og tjónatíðnin valda okkur öllum vaxandi áhyggjum. Stöðugt hækka tölur um árekstra, óhöpp, líkamsmeiðsl, örkuml og dauðsföll. Þessi neikvæða þróun umferðar- mála hrópar á okkur öll að sameinast í rót- tæku átaki til úrbóta, sem snýr vörn í sókn. g þarf ekki að segja þér, að það kostar þjóðfélagið okkar umtalsverða fjármuni að líkna slösuðum. þú veist, að sjúkrahúskostn- aðurinn rýkur upp ár frá ári af þessum sökum. Endurhæfing þeirra sem slasast kostar dýr- mætan tíma og peninga, svo ekki sé talað um slysa- og örorkubæturnar til handa þeim sem aldrei ná fullri heilsu á ný. Vinnutap er einnig fjármunir, hvort sem það er tímabundið eða varanlegt. Þú, eins og ég, þekkir mörg dæmi um erfiðleika fólks sem slasast hefur, svo ekki sé minnst á sorgir og sársauka þeirra sem misst hafa sína nánustu af slysförum. Þú veist líka allt um eignatjónið sem menn verða fyrir vegna óhappa og slysa. TRYGGINGAR Það er skylda okkar allra að leggja okkar af mörkum til að bæta umferðarmenninguna, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Það er hags- munamál okkar allra að draga úr tjónatíðni og fækka hörmulegum slysum. Förum því með gát í umferðinni um helgina og framvegis. Við verðum að draga úr of hröðum akstri. Við megum ekki taka óþarfa áhættur í umferð- inni. Það er skylda okkar að sýna fulla tillits- semi og fara að settum reglum. Við megum aldrei gleyma því að við, þú og ég, erum ekki ein(ir) í umferðinni. Ef við sameinumst öll í því að bæta um- ferðina, drögum við um leið úr slysum og tjónum. Það skilar sér fljótt í auknu öryggi og vellíðan. Að lokum vona ég að þú og þínir nánustu hafið það gott um helgina. Með bestu kveðju, Es. Það jafnast fátt á við slysalausa helgi. AUKht. 104.6/SlA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.