Dagur - 31.07.1986, Page 8

Dagur - 31.07.1986, Page 8
8 - DAGUR - 31. júíí 1986 Bjarni Einarsson: Um Byggðastofnun Þegar ég lít yfir veginn allan frá 1963 til 1975 kemst ég aö þeirri niðurstöðu, að „grasróta- áætlanirnar", sem unnar voru í Efnahagsstofnuninni og að hluta til norður á Akureyri á árunum 1963 til 1970, í nánu samráði við viðkomandi ríkisstofnanir og studdar af Atvinnujöfnunarsjóði, voru árangursríkari en sumar áætlanir Framkvæmdastofnunar- innar. Árangursríkasta fram- kvæmdaáætlun þeirrar stofnunar var frystihúsaáætlunin, sem byggði á mjög nánu samstarfi við heimaaðila og stofnlánasjóði, sem Framkvæmdastofnunin hafði sérstakt samband við vegna Framkvæmdasjóðs. Það sem háði Framkvæmdastofnun voru slæm tengsl við ríkiskerfið. Tengsl hennar við landsbyggðina voru ávallt góð. Reynslan segir tvímæialaust að það sé algjört grundvallarskilyrði árangurs að Byggðastofnun nái mjög góðum tengslum við mið- stjórnarkerfi ríkisins og við helstu ríkisstofnanir. Þetta er þeim mun brýnna vegna þess að byggðaþróun snertir alla þætti opinberra framkvæmda og stjórnsýslu og er því flóknasta stjórnsýslugrein sem fyrir finnst. Takist þetta ekki hefur stofnunin ekki annað verkefni en að dúlla við uppbyggingu einstakra fyrir- tækja hér og þar um landið og að vera lánasjóður landsbyggðarinn- ar. Heildartökum nær hún ekki á verkefninu og árangur verður lít- ill sem enginn. Þessi tengsl við ríkiskerfið verða að vera eins góð og best gerist og þau verða að byggjast á gagnkvæmum skilningi á nauðsyn tengslanna, og eins og öll tengsl hér á landi, á því að menn þekkist persónulega og líki vel hvorum við annan. Byggða- stofnun verður einnig að geta sýnt fram á að hún geti þjónað öðrum ríkisstofnunum svo þær hafi áhuga á samskiptum við hana. Dæmi um slíka þjónustu er vinna Byggðastofnunar að athug- unum á skipulagi loðdýraræktar, sem landbúnaðarráðuneytið ósk- aði eftir og unnin er í „starfs- hópssamstarfi" með ýmsum aðil- um sem málið varðar. Munurinn á slíku samstarfi og á nefndar- starfi er, að starfshópurinn er hópur hliðstæðra starfsmanna ákveðins fjölda stofnana þar sem menn vinna á vinnustöðum sín- um og saman að lausn ákveðins vandamáls. Þá leggja stofnanir saman þekkingu sína, hver á sínu sviði, og starfsorku. Þetta sam- starfsform fann forsætisráðherr- ann okkar upp á sínum tíma þeg- ar hann var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins og það hæfir hinu fámenna stjórnkerfi okkar mjög vel. Annað dæmi um slíkt starfshópasamstarf er sam- starf fyrirtækjadeildar stofnunar- Síðari hluti innar við hagdeildir stofnlána- sjóða og viðskiptabanka við athuganir á rekstri og stöðu fyrir- tækja sem leita eftir fyrirgreiðslu. í formlegu nefndarstarfi vinnur venjulega einn vinnuhestur, ritari nefndarinnar, öll verkin en nefndarmennirnir tróna yfir hon- um sem spekingar. Hvað sem nútímasamgöngum líður, símasambandi og öðru slíku, er fjarlægð á milli aðila mikil hindrun þegar um náið starfshópasamstarf er að ræða. Mjög líklegt er að ríkisstofnun í öðrum landshluta yrði sniðgengin við þær aðstæður. Alveg víst er að hún ætti mjög erfitt með að fá aðrar stofnanir til þess samstarfs við sig sem hún ætti frumkvæði að. Eigi einhver virkni að nást við þessar aðstæður, þegar aðgangur að þekkingu annarra stofnana er takmarkaður, verður stofnunin að byggja upp miklu víðtækara þekkingarsvið innan eigin veggja, sem þýðir að hún verður að vera mun fjölmennari. Það sem ég hef hér sett fram, hefur sannfært mig gjörsamlega um að fyrir landsbyggðina sé það mjög þýðingarmikið að höfuð- stöðvar Byggðastofnunar verði í höfuðborginni. Öðrum kosti geti stofnunin ekki sinnt veigamiklu hlutverki sínu innan ríkiskerfis- ins. Mín eigin reynsla segir mér að unnt sé, þótt erfitt sé, aö stunda reglubundið nefndarstarf í Reykjavík þótt maður gegni annasömu embætti á Akurgyj.. Nefndir og stjórnir hafa vissa fyrirframákveðna fundadaga og starfsmenn vinna verkin á milli funda. Því er oftast hægt að ákveða höfuðborgarferðir með nokkrum fyrirvara og miða öi.n- ur störf við þær. En starfshópa- samstarfið er allt annars eðlis og þannig samstarf verður Byggða- stofnun að geta treyst á. Þetta var annar hluti starfsins, sá sem snýr að stjórnsýslunni og að ríkiskerfinu almennt. Hinn hlutinn er það sem snýr að þró- unarstörfum úti á landi. Að sjálf- sögðu er mikil og góð staðar- þekking nauðsynleg fyrir Byggðastofnun. Þessi staðar- þekking þarf að ná til allra landshluta. í landshlutunum þarf að vinna mikið starf með sveita- stjórnunum, með fyrirtækjunum og með einstaklingum o.s.frv. Þetta starf getur falist í ýmiss konar áætlanagerð, upplýsinga- starfsemi, fræðslustarfsemi, und- irbúningi mála o.s.frv. Æskilegt er að starfsemi af þessu tagi verði að sem mestu leyti í höndum heimaaðila. Nálægð sérfræði- stofnana ríkisins er þó æskileg fyrir heimaaðilana og getur verið nauðsynleg fyrir ríkisstofnunina. Starfsmenn Efnahagsstofnunar- innar, Framkvæmdastofnunar og Byggðastofnunar hafa ferðast mikið um landið. En ferðalög starfsmanna frá Reykjavík nægja tkki. Efling starfseminnar hlýtur að fela í sér aukið starf úti á Hndi, sem annað hvort leiðir til meiri ferðalaga en leggjandi eru á fjölskyldumenn auk þess sem ferðalög eru dýr, eða til staðsetn- ingar starfsmanna úti á landi. Ég er þeirrar skoðunar, að jafnvel þótt unnt verði að auka starfsem- ina heimafyrir, t.d. með eflingu landshlutasamtaka sveitarfélaga, staðbundinna þróunarfélaga, ferðamálasamtaka landshlutanna o.s.frv., verði á næstu árum þörf fyrir vinnuframlag Byggðastofn- unar í hverjum landshluta sem svari til a.m.k. eins ársverks. Getur þá verið hagkvæmt að ráða menn til starfa á vegum stofnun- arinnar í landshlutunum eftir því sem starfið byggist upp. Hins vegar er afar dýrt að setja upp útibú með einum starfsmanni og hlaða í kringum hann þeirri skrif- stofuþjónustu, sem nauðsynleg er, auk þess sem hætt er við að starfsmaðurinn verði frekar einmana og lendi jafnvel í erfið- leikum með að byggja upp stað- bundin tengsl. Ráðið við þessu getur verið að fleiri ríkisstofnanir en ein sam- einist um að koma upp nokkurs konar stjórnsýslumiðstöðvum á ákveðnum stöðum úti á landi og einnig kemur til greina samstarf við heimaaðila eins og lands- hlutasamtökin, þróunarfélög og aðra um að koma á fót nokkurs konar þróunarstofum landshlut- anna. Éf slíkt tekst getur skapast grundvöllur til að staðsetja Byggðastofnun í hverjum lands- hluta og er stofnunin þá fyrst rétt staðsett og í fullu samræmi við hlutverk sitt og verkefni, annars vegar innan miðstjórnarkerfisins og hins vegar á vettvangi. Það var þessi stefna sem varð ofan á í stjórn Byggðastofnunar á ísa- fjarðarfundinum og strax eru komin fram fyrstu viðbrögð frá stjórnvöldum, þ.e.a.s. frá félags- málaráðherra, sem tekur undir hugmynd stjórnar Byggðastofn- unar með útibú frá Húsnæðis- stofnun í huga. Svik vid Byggðastefnuna! í blöðum hafa birst harðorðar greinar um niðurstöðu meirihluta stjórnar Byggðastofnunar. í Reykjavík hafa slíkar greinar birst í Þjóðviljanum, í DV og í Helgarpóstinum. Ritstjóri DV telur að með samþykkt sinni sé Byggðastofnun snúin frá byggða- stefnunni og hlakkar að sjálf- sögðu í einum höfuðandstæðingi þessarar stefnu. Helgarpósturinn afskrifar byggðaþróunarstarfið sem tapað stríð og þar og í Þjóð- viljanum var tæpt á svikum við málstað. Framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga segir í Degi þann 14. júlí sl. að flutningur Byggðastofnunar hafi verið prófsteinn á hvort ríkisstofnanir fengjust fluttar út á land. Ég undirritaður sat á sínum tíma í nefnd, sem fjallaði um flutning ríkisstofnana út á land. Sú nefnd gerði margar tillögur um flutning stofnana þótt hún gerði ekki tillögur um að flytja stofnanir sem töldust til mið- stjórnarkerfisins nema þá til staða í nágrenni Reykjavíkur. Meðal tillagna þessarar nefndar var að setja upp stjórnsýslumið- stöðvar ríkisins í líkingu við það, sem stjórn Byggðastofnunar leggur nú til. Þá var Áskell Ein- arsson innilega sammála mér um að þarna væri merkilegt mál á ferðinni og Fjórðungssamband Norðlendinga beitti sér fyrir athugunum á því máli. Nú er svo komið að þessi, einn helsti mál- svari byggðastefnu um langan aldur, telur slíkt einskis vert. Sá misskilningur kemur að vísu fram hjá spyrjanda Dags og Áskatli að til standi að brjóta Byggðastofn- un upp þegar „lítil“ útibú verði sett upp á hverjum stað. Hvergi hefur komið fram að tvístra eigi núverandi starfsmönnum stofn- unarinnar um landið enda eru þeir ekki fleiri en svo að þeir mynda einungis lítinn kjarna starfsmanna. Það sem við er átt er, að efling stofnunarinnar fari þannig fram að hún verði fyrst og fremst úti á landi en „kerfisstofn- unin“ verði áfram lítil stofnun. Með þessu er Byggðastofnun að taka frumkvæði innan ríkiskerfis- ins í að færa starfsemi stofnana, sem nú starfa fyrst og fremst í Reykjavík, þótt þær þjóni öllu landinu, út í landshlutana. í stað þess að flytja u.þ.b. 20 ársverk til Akureyrar einnar er lögð fram hugmynd sem leitt gæti til þess að úti á landsbyggðinni verði til margfaldur sá ársverkafjöldi í mjög mikilvægri opinberri þjón- ustustarfsemi sem spari íbúum landsbyggðarinnar fé og fyrir- höfn og treysti byggð verulega. Þetta getur orðið miklu stórfelld- ari flutningur þjónustustarfsemi út á land heldur en fælist í flutn- ingi Byggðastofnunar til Akur- eyrar. M.a. getur þetta leitt til raunhæfs stofnanaflutnings til staða þar sem mun erfiðara er að byggja upp opinbera þjónustu en á Akureyri svo sem til ísafjarðar og Egilsstaða. Hagstæð áhrif á byggðaþróun verða margföld. Ef þetta eru svik við Byggðastefnu vil ég gjarna láta telja mig með í þeim svikaraflokki. í þessu viðtali við Dag slær Áskell fram ýmsum dylgjum um Byggðastofnun sem hér verður ekki svarað nema að litlu leyti og að meginhluta til er viðtalið furðulegt svartsýnisraus. Áskell segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Byggðastofn- un, því þar hafi áætlanagerð þok- að fyrir fjármálalegri umsýslu og bráðabirgðalausnum. Byggða- stofnun hafi hreinlega komið óorði á byggastefnuna! Um næstu mánaðamót verður Byggðastofnun tíu mánaða gömul. Þessir tíu mánuðir hafa verið notaðir til þess að skipu- leggja stofnunina og starfsemina eftir nýjum lögum og auk þess til að ljúka fjölda mála sem ekki tókst að ljúka í Framkvæmda- stofnuninni áður en hún var lögð niður. Allan þennan tíma hefur flutningsmálið vofað yfir starfs- mönnum stofnunarinnar, sem langflestir eru fjölskyldumenn næsta rótgrónir í sinni búsetu. Við skoðanakönnun í stofnun- inni kom í ljós að einungis einn starfsmaður tók í mál að fylgja stofnuninni norður ef í það færi. Stofnun er ekki húsið sem hún starfar í eða skrifstofutækin, stofnun er fyrst og fremst starfs- fólkið sem í stofnuninni starfar. Allir voru starfsmennirnir að svipast um eftir nýju starfi og fáeinir hafa þegar sagt upp. Þetta eru ekki réttu aðstæðurnar til átaka í starfi og því er furðulegt hve mikið hefur áunnist á ekki lengri tíma því markmið þau sem sett voru við upphaf starfsins hafa að mestu leyti náðst. Byggðastofnun er nú að verða þróttmikil ung stofnun reiðubúin til að takast á við þau vandamál, sem henni hefur verið trúað fyrir að leysa. Það ætti að vera flestum mönnum skiljanlegt að ný stofn- un verður að byrja starfsemi sína með því að átta sig á sjálfri sér og verkefnum sínum. Að því loknu er fyrst tímabært að fara að birta stefnu sína og fyrirætlanir. Því skil ég ekki vel hvað Áskell á við þegar hann segist ekki sáttur við stefnu stofnunarinnar, sem hann og FSN hafi gagnrýnt harðlega. Þessi stefna er ekki til enn nema að því leyti sem kalla má fyrstu starfsáætlun stofnunarinnar stefnumótun. Þar er að vísu bryddað upp á nýjungum því þar er lögð áhersla á tengsl starfa deilda stofnunarinnar, m.a. á tengsl áætlanagerðar og þróunar- starfs við fjármagnið. Það er mikil breyting frá því sem var. Samþykkt stjórnarfundarins á ísafirði felur einnig í sér stefnu- mótun. Ekki er að vænta frekari yfirlýsinga um stefnu fyrr en áætl- anir stofnunarinnar fyrir árið 1987 verða lagðar fram. Það sem kannski ræður mestu um hvernig sú stefna verður verða fjárlög ársins. Samþykkt stjórnar Þetta er orðin löng grein en málefnið er þess virði. í niður- lagskaflanum ætla ég að birta

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.