Dagur - 19.08.1986, Page 1

Dagur - 19.08.1986, Page 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. ágúst 1986 152. tölublað FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á' laugardögum frá kl. 9-12. Botnfiskkvóti hrefnubáta endurskoðaður: „Síld er og hefur verið í kvóta- kerfinu og síldarbátar hafa hlotið skerðingu í botnfísk- veiðum vegna sfldarveiðanna. Hrefnubátarnir hafa aldrei verið skertir í botnfískveiðun- um vegna hrefnuveiðanna, þannig að til beinna bóta kem- ur ekki,“ sagði Þórður Eyþórs- son hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu. Engin hrefnuveiði verður stunduð á þessu ári og eru hrefnuveiðisjómenn við Eyjafjörð óhressir með að geta Bæjarsjóður Akureyrar: Kvenna- athvarfið Ákveðið var á bæjarráðs- fundi fyrir helgi að veita Kvennaathvarfínu í Reykja- vík styrk að upphæð 100 þús- und krónur úr Bæjarsjóði Akureyrar. Kvennaathvarfið á í miklum fjárhagsörðugleikum og má telja víst að peningarnir komi sér vel. Tillagan um fjárstuön- ing til kvennaathvarfsins kom frarn á síðasta bæjarstjórnar- fundi og var þá vísað til bæjar- ráðs til afgreiðslu. ekki fengið hrefnunni skipt og fengið þorskkvóta í staðinn. „Það er hægt að skipta síldinni yfír í þorskkvóta, en ekki hrefnunni,“ sagði Gunnlaugur Konráðsson á Árskógsströnd. „Botnfiskkvóti hrefnuveiði- sjómanna verður endurskoðað- ur. Þegar einsýnt er að þeir fara ekki á hrefnuveiðar verður farið ofan í viðmiðunarárin 1981-83, en þá voru allir þessir bátar á hrefnuveiðum yfir sumarmánuð- ina. Við munum athuga hvað hliðstæðir bátar að stærð og stað- setningu voru að gera á þessum tíma. Það yrði síðan fellt inni í þeirra hrefnuveiðimánuði. Þá eru þeir komnir með sama grunn og aðrir bátar búa við í dag. Þeir munu því sitja við sama borð.“ Þórður sagði að líta mætti svo á að þeir sem stunduðu hrefnu- veiðar hafi haft ákveðin forrétt- indi þar sem aðrir hefðu ekki haft aðgang að þessum veiðum. „Menn vilja ekki framlengja þessi forréttindi eftir að hrefnuveiðar leggjast af með ein- hverjum kvóta sem er umfram það sem aðrir bátar hafa. Það væri að framlengja forréttindin. Þess vegna verður kvóti hrefnuveiðibátanna endur- skoðaður og þeir fá kvóta á sama grunni og aðrir bátar við Eyja- fjörð,“ sagði Þórður. Þórður bætti því við að litlar botnfiskveiðar hefðu verið í Eyjafirði yfir sumarmánuðina, þannig að í raun myndi endur- skoðunin ekki hafa í för með sér umtalsverða hækkun á neina kvóta. -mþþ Mikið var um dýrðir í höfuðborginni í gær, þegar haldið var upp á 200 ára afmæli hennar. Veðrið lék við borgarbúa enda var mikið fjölmenni í miðborginni, þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Mynd: Róbert Ágústsson. Erindi Akurs hf. vegna Sjallans: Akureyrarbær kaupi 10 millj. kr. hlut Stjórn hlutafélagsins Akurs, sem á og rekur skemmtistað- inn Sjallann á Akureyri, hefur ákveðið að auka hlutafé fyrir- tækisins um allt að 40 milljónir króna. Norræna fiskimálaráðstefnan: Ahyggjur af mengun hafsins Bæjarráði Akureyrar barst bréf frá stjórn Akurs h.f. á dögunum þar sem leitað er eftir því að Framkvæmdasjóður Akureyrar taki þátt í hlutafjárút- boði Ákurs h.f. fyrir allt að 10 milljónir króna eða 25% af fyrir- hugaðri hlutafjáraukningu. Á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn var erindi þessu vísað til atvinnu- málanefndar til umfjöllunar. Kvótinn verður ekki aukinn Norræna fiskimálaráðstefnan hófst í gær. í tengslum við ráð- stefnuna héldu sjávarútvegs- ráðherrar Norðurlandanna fund þar sem margvísleg málefni er varða samvinnu landanna á sviði sjávarútvegs voru rædd. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra sagði á fundi með fréttamönnum í gær að fundurinn hefði verið gagnlegur. Ekki hefðu verið teknar margar ákvarðanir, en þessi fundur væri góð byrjun. Ráðherrarnir lýstu yfir ánægju sinni með að norræn samvinna á sviði fiskveiða væri nú skipulögð í framkvæmdanefnd norrænu ráðherranefndarinnar á þann hátt að haldnir séu reglulegir ráð- herrafundir og stofnuð hefur ver- ið embættismannanefnd til að fjalla um fiskveiðimálefni. Mælt var með því að nefndin tæki sam- an yfirlit yfir rannsóknarstarf- semi á sviði sjávarútvegs og hvatt var til aukinnar samvinnu í fiskeldi sem og varðandi önnur verkefni sem máli skipta fyrir Norðurlönd. í ályktun sem sjávarútvegsráð- herrarnir sendu frá sér lýstu þeir yfir áhyggjum sínum af mengun hafsins sem skaðar lífríki þess og lögðu þeir á það áherslu að gert yrði stórátak í þeim efnum. „Sjávarútvegsráðherrar Norður- landanna álíta að mikilvægt sé ef takast á að varðveita lífið í hafinu að mengun eyðileggi ekki vist- fræðilegt jafnvægi þess,“ segir í ályktun þeirra. Voru sjávarút- vegsráðherrarnir sammmála um að hvetja til að lagt yrði bann við að sökkva eða brenna úrgangs- efnum á hafi úti og lýstu þeir yfir stuðningi við aðgerðir um varnir við mengun hafsins sem nú er unnið að innan ramma alþjóð- legra samþykkta. -mþþ Frá blaðamannafundi sem haldin var í sambandi við Norrænu fiskimálaráð- stefnuna á Akureyri í gær. Mynd: rþb Svo sem fram hefur komið í fréttum var Sjallinn til sölu í vet- ur en þessi fyrirhugaða hlutafjár- aukning gefur vísbendingar um að Akursmenn ætli sér að grynnka á skuldum fyrirtækisins og reka Sjallann áfram. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Akur- eyrarbær vill eignast hlut í skemmtistaðnum. BB. Leiðrétting Meinleg villa slæddist inn í fyrir- sögn í blaðinu í gær þar sem sagt var frá kennararáðningum á Norðurlandi vestra. í fyrirsögn sagði að kennara vantaði í flesta skóla á landinu en átti að sjálf- sögðu að vera í flesta skóla á svæðinu. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.