Dagur - 19.08.1986, Síða 3
19. ágúst 1986 - DAGUR - 3
RÚVAK með veislu
á þjóðveginum
Síðastliðinn föstudag efndu
útvarpsmenn frá Akureyri til
nokkurs konar útihátíðar á
sýslumörkum Vestur-Húna-
vatnssýslu og Strandasýslu, í
tilefni þess að þar Iauk ferð
þeirra um hringveginn að sinni
en undanfarnar þrjár vikur
höfðu útvarpsmenn á Akureyri
ásamt Stefáni Jökulssyni í
Reykjavík, staðið fyrir þáttum
sem hétu „Á hringveginum“.
Parna á sýslumörkunum höfðu
þeir reynt að mynda skjól með
bílum, síðan voru þarna nokkur
borð og bekkir, og jafnvel heilt
sófasett og til að fullkomna verk-
ið höfðu þeir fengið til liðs við sig
listakokka. Frá Vertshúsinu á
Hvammstanga kom Ingvar Jak-
obsson sem bauð gestum upp á
tvenns konar rækjurétti, annars
vegar hráa rækju sem fólk dýfði í
soya sósu og saug síðan úr halan-
um, (rækjan var hálfpilluð) og
svo rækju eins og flestir kannast
við hana og henni fylgdi sinneps-
ídýfa.
Frá Hótel Blönduósi kom
Bessi Þorsteinsson með hún-
verska kjötsúpu og gaf þá skýr-
ingu á muninum á henni og öðr-
um kjötsúpum að í þá húnversku
væri notað „grjótbarið vega-
lamb“.
Það var greinilegt að fólk
kunni vel að meta þetta uppátæki
þeirra útvarpsmanna og dreif
fjölda manns að þrátt fyrir nokk-
urn blástur. Góður rómur var
gerður að matnum sem boðið var
upp á og sá ég ekki betur en farið
væri að sjást til botns í sumum
ílátum kokkanna áður en yfir
lauk og voru það þó engin smá
ílát. Þá höfðu aðstandendur
uppákomunnar fengið til liðs við
sig bæði píanóleikara og harmon-
ikuleikara, og lauk þessu öllu
saman með heljarmiklum sam-
söng viðstaddra og var sá ágæti
kór nefndur Þjóðkórinn.
Þetta var gott uppátæki hjá
þeim Erni Inga og Onnu Ring-
sted og hafi þau og aðstoðarfólk
þeirra þökk fyrir. Þegar ég var að
ganga í burtu frá samkomunni
heyrði ég sagt einhvers staðar
fyrir aftan mig: „Þetta hefði eng-
um dottið í hug nema Gjörn-
Inga“. G.Kr.
Nýr sjúkrabíll
RauðakrossdeUdín á Húsavík
er nú að kaupa nýjan bfl í stað
þess gamla sem notaður var tfl
sjúkraflutninga að vetrí til.
Nýi bíllinn er kominn til Húsa-
víkur og er nú unnið við að inn-
rétta hann og búa til sjúkraflutn-
inga. Það verk er unnið hjá Bíla-
leigu Húsavíkur. Áætlað er að
fullfrágenginn kosti bíllinn um
1,5-1,6 milljónir króna. Mun
Rauði kross íslands greiða 25%
verðsins.
Sigurður Þórarinsson formað-
ur Rauðakrossdeildarinnar sagði
að viðbrögð fólks gagnvart starf-
semi deildarinnar væru mjög
jákvæð. Við síðustu sveitar-
stjórnarkosningar fór fram fjár-
söfnun við kjörstað og þar
söfnuðust 80 þúsund krónur. IM
Norðurlandamót grunnskólasveita í skák:
Gagnfræðaskóli Akureyrar
sendir sveit til keppni
Norðurlandamót grunnskóla- Reykjavík í næstu viku, dag-
sveita í skák 1986 verður háð í ana 28.-31. ágúst. Þar taka
Sauðárkrókur:
Blómlegri verslun
í sumar en áður
„Maður er þokkalega ánægður
með verslunina, það er búinn
að vera mikill ferðamanna-
straumur í sumar og líklega
hefur aukningin verið mest í
Skagfirðingabúð. Töluverð
líka hjá Guðmanni, en nærri
því eins mikil og hérna,“ sagði
Guðbrandur Þorkell Guð-
brandsson, fulltrúi kaupfélags-
stjóra á Sauðárkróki, þegar
blaðið hafði samband við
hann.
„Við höfum auglýst í sjónvarpi
og á rásinni í sumar og við erum
að gefa okkur að það sé ástæðan.
Þessar auglýsingar kostuðu pen-
inga, sem nú eru að skila sér. Að
sjálfsögðu njóta fleiri þess að
fleiri ferðamenn koma hingað á
Krókinn í sumar en áður. Það
kemur varla fyrir ef ég lít hérna
út um gluggann að ég telji ekki
svona 10-12 aðkomubíla, F, G
og alls staðar af landinu. Það
verslar mikið þetta fólk og hefur
haft á orði að við séum með mjög
sambærilegt verð, hvort Króksar-
ar eru tilbúnir að kyngja því er
svo önnur saga. Aðalvandamálið
undanfarið hefur verið að fá
starfsfólk. Okkur hefur vantað
fólk í búðirnar og einnig í akstur,
en það virðist vera gjörsamlega
vonlaust að fá fólk,“ sagði Þor-
kell að lokum. -þá
þátt sex skólar frá Danmörku,
Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og
íslandi.
ísland teflir fram tveimur sveit-
um. Það eru Seljaskóli í Reykja-
vík og Gagnfræðaskóli Akureyr-
ar en þessar sveitir voru í tveim
efstu sætunum á síðasta íslands-
móti grunnskólasveita, sem háð
var í vor. Sveit Gagnfræðaskóla
Akureyrar skipa þeir Tómas
Hermannsson, Bogi Pálsson,
Skafti Ingimarsson, Rúnar Sig-
urpálsson og Auðunn Guð-
mundsson.
Helgi Ólafsson stórmeistari,
einn snjallasti skákkennari hér á
landi, verður með skáknámskeið
á Akureyri fyrir unglinga 16 ára
og yngri, frá föstudegi til sunnu-
dags og hefst það kl. 17.00 n.k.
föstudag í Verkmenntaskólan-
um. Helgi verður einnig með
skákleiðbeiningar fyrir þá eldri á
sunnudaginn kl. 13.30 á sama
stað, og er öllum heimil þátttaka
og er ekkert þátttökugjald. Því er
beint til skákmanna að missa
ekki af þessu einstaka tækifæri.
Hofsos:
Treg atvinna
- vantar togarana
„Það er varla hægt að kalla
atvinnuástandið hér þokka-
legt, vegna þess hversu togar-
arnir hafa brugðist í sumar,“
sagði Ófeigur Gestsson sveit-
arstjóri á Hofsósi.
„Það má segja að það hafi lufs-
ast í dagvinnunni og ekkert meira
en það. Við höfum fengið fisk frá
Hegranesinu, auk þess höfum við
fengið slatta af fiski frá Siglufirði
og Dalvík. Þetta er geysileg
breyting frá því í fyrra, því þá var
mikil vinna fyrir alla sem vildu og
er þetta ástand langt frá því sem
maður á að venjast hér. Það hef-
ur því verið hálfgerð eymd yfir
þessu núna. Þetta óvænta stopp
á togaranum Skafta í kjölfar þess
að Drangey er að fara í klössun
eyðilagði allar áætlanir sem búið
var að gera fyrir sumarið,“ sagði
Ófeigur.
Hraðfrystihúsið á Hofsósi,
Hofsóshreppur, Fellshreppur og
Hofshreppur eru hluthafar í
Útgerðarfélagi Skagfirðinga og
hefur samvinnan við skiptingu
afla gengið vel og haldið uppi
góðri atvinnu á Hofsósi. „En nú
kemur enn eitt höggið þegar
dráttur verður á afhendingu
togaranna og óvíst hvernig þau
mál þróast þegar upp verður
staðið," sagði Ófeigur Gestsson.
Togararnir sem verið hafa í
viðgerð og breytingum erlendis
eru væntanlegir fljótlega. Þessa
stundina er verið að prufukeyra
Drangey og ekki vitað hvenær
skipið kemur til landsins, en
Skafti er væntanlegur í byrjun
september. gej-
Ibúðir óskast
Viljum taka á leigu 2ja og 3ja herb. íbúðir frá 1. sept-
ember n.k. vegna starfsmanna.
Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson
í síma 21900.
Iðnaðardeild Sambandsins
Akureyri
/
\
Kvenskátafélagið
Valkyrjan
boðar til aukaaðalfundar í Hvammi n.k. fimmtu-
dagskvöid kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Tillaga um að leggja niður félagið í núverandi
mynd vegna skipulagsbreytinga.
2. önnur mál.
Rétt til fundarsetu hafa allir kvenskátar 15 ára og
eldri.
Framhaldsaðalfundur
FUF á Akureyri og nágrenni
verður haldinn fimmtudaginn 21. ágúst 1986 að
Eiðsvallagötu 6 (Bólu) og hefst kl. 20.00.
Dagskrá: I.Kosning stjórnar.
2. Kosning fulltrúa á SUF-þing.
3. Önnur mál.
Félagar mætið vel og stundvíslega.
F.U.F.A.N.
Opnum okkar árlegu verksmiðjuútsölu
í dag, þriðjudag.
Mikið úrval af fatnaði og metravöru, ennfremur
taubútar og smávara.
Komið og skoðið, því verðið er ótrúlega hagstætt.
Ath.: Útsalan er í Grænumýri 10.
FATAGERÐIN