Dagur - 19.08.1986, Page 5

Dagur - 19.08.1986, Page 5
19. ágúst 1986 - DAGUR - 5 Veislan hafin og biðröð við grillaða lambaskrokkinn. Það var líka fjördagur hjá seglbrettamönnum Myndir: RÞB Leiðir flestra lágu í veitingatjaldið. Tónlistarfólk Þeir sem óska eftir að fá píanó sín stillt af okkur fyrir n.k. skólatímabil, vinsamlegast pantið sem fyrst. Tonninn - sími 91-79164 og 98-520172 AKÖREYRARBÆR Karföflugeymsla Vegna hreinsunar eru þeir sem hafa kartöfluhólf á leigu beðnir að tæma hólfin fyrir 22. ágúst 1986. Geymslan verður opin frá kl. 13.00-18.30,19.-22. ágúst. Garðyrkjustjóri. af erlendum vettvangi._ Sóldvikendur Það er eins með veröld hinna brúnu og veröld hinna ríku. Sumir eiga greiðan aðgang. En flestir reyna árangurslaust alla ævi og játa aldrei að umfram allt vildu þeir fá aðgang. Bestu vinum sínum ræður maður ein- dregið frá því á þeim forsendum að sólböð séu skaðleg heilsunni, maður verði gamall fyrir aldur fram og það sé tímasóun fyrir viti borna menn. Af því að við erum öll þann- ig gerð að við þolum illa að sjá það hjá öðrum sem við árang- urslaust höfum stefnt að sjálf, er afstaða okkar til brúns fólks bæði órökvís og mótsagna- kennd. Þvert á móti öllum læknisfræðilegum staðreyndum er sólbrúnka notuð sem tákn fyrir frama og hreysti. Á hinn bóginn stendur sólbrúnka líka fyrir slæpingsskap og sníkju- dýrshátt og ýtir undir róg. Hvers vegna er maðurinn í hvítu stuttbuxunum orðinn svona makalaust brúnn? Hann hlýtur að vera slæpingi eða nemi. Þeir hafa tíma til að liggja allan daginn í sólbekkjum. Næst á eftir peningum er sól- brúnka tiltölulega nýlegt stöðu- tákn. Allt til enda heimsstyrj- aldarinnar fyrri var brúnt hör- und atvinnusjúkdómur, sem bændurnir urðu sér úti um með stritinu á ökrunum. Fínna fólk varðveitti sína fölu húð með sólhlífum og kepptist við að ná fram fegurðareinkennunum marmarakroppi, postulínshör- undi og alabasturslíkama eins og lofsungin voru í bók- menntunum. Það var fyrst á árunum 1920- 1930 að í tísku komst tvennt svitaaukandi sem fína fólkið hafði aldrei áður stundað af frjálsum vilja: íþróttir og sólböð. Sólbrúnka hefur síðan þá ver- ið talin kynæsandi, þó ekki allar tegundir. Hún skiptist í ótal blæbrigði eftir þjóðfélagsstöðu, eins og sjá má á hverjum ein- asta baðstað. Á lægstu plani stendur bændabrúnkan sem er þannig að búkurinn er skjanna- hvítur undan nærbol en hand- leggir og axlir sviðið af sól. Frænkubrúnkan sýnir rautt V eftir skyrtublússuhálsmál, freknótta framhandleggi og örlítinn Iit á fótleggjum, en líkbleika fætur, sem kemur til af því að sokkunum hefur verið rúllað niður. Garðyrkjubrúnkan lýsir sér með krabbarauðu baki og skað- brunnum hnésbótum en fram- hliðin er engilhvít af eilífu bogri. Sem stöðutákn gildir aðeins hin jafna brúnka og henni er álíka erfitt að ná á mannslíkam- ann og á jólagæsina. Eins og hjá fuglinum er ofur einfalt að svíða brjóst og stél, en erfitt að fá lit á innanverð lærin, einmitt þar sem frekar slakir vöðvar ættu að verða stinnari. Hér eins og þar þarf að hjálpa til með húsráð- um: Eins og við steikingu á gæs heldur margt fólk tryggð við það að væta með saltvatni. Upp úr 1945 var í tísku efni sem kallaðist fótabrúnka. Það var notað þannig að rönd var borin á aftanverða fótleggina með augnabrúnablýanti og kom í staðinn fyrir saumana á hinum ómissandi nælonsokkum. Brúnkuveikin hefur líka gefið okkur furðulegustu hluti: Sól- gleraugu með pjötlum til varnar augnhrukkum og flögnuðu nefi, álplötur sem lagðar eru um háls til að safna í sig geislunum. Af því að auk brúnkudýrkun- arinnar er líka í tfsku „aftur- hvarf til náttúrunnar" hafa efnafræðingar fundið nýjar markaðsleiðir. Þeir bjóða upp á grillhjálpartæki við allra hæfi: Sólkrem, raðað frá vörn 0 ( sem engin vörn er í) upp i vörn 16 (algjör útilokun - jafngildir sólmyrkva). En hvers vegna halda þeir sig ekki, sem auðveldlega sól-i brenna einfaldlega í svölum her- bergjum, lesa góða bók og láta aðra verða brúna: Svarið er: Sá hvíti er stimplaður sem sérvitr- ingur í okkar brúnkuþyrsta samfélagi. Auk þess er bónin um að nudda sólolíu á viðkvæmt bak miklu nýtískulegri kynningar- aðferð heldur en heimboð til að skoða frímerkjasafnið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.