Dagur - 19.08.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. ágúst 1986
19. ágúst 1986 - DAGUR - 7
Af núlifandi mönnum þekkir sjálfsagt enginn höfnina á Sauðárkróki betur en Sveinn
Nikódemusson. Sveinn hefur verið viðloðandi höfnina í langan tíma og ekki líður sá
dagur að hann sé ekki að sniglast þar í kring. Hefur hann oft leyst hafnarverðina af
í fríum, undanfarið Guðmund Árnason hafnarvörð. Sveinn er einn fimm systkina, þar
á meðal eru bræður hans, völundurinn Jón sem smíðaði borinn sem notaður var við
að bora eftir heitu vatni á Sauðárkróki þegar þar var fyrst borað og Ingólfur sem
margir þekkja. Sveinn er fæddur seint í september árið 1908 frammi á Vatnsskarði á
bæ sem þá hét Valabjörg en er fyrir löngu kominn í eyði. Árið 1913 eða ’14 flutti hann
ásamt foreldrum sínum til Sauðárkróki. Þegar Sveinn var á nítjánda ári fluttist hann
til Akureyrar og var þar hjá Bjarna heitnum Einarssyni skipasmiði sem þá átti tvo
báta. Var Sveinn hjá honum í þrjú ár vélstjóri á ýmist Mjölni eða Voninni, en svo
hétu bátarnir. Árið 1930 flutti Sveinn aftur til Sauðárkróks og hefur verið þar síðan.
Fyrstu áratugina á Króknum var han til sjós og einnig vélgæslumaður í frystihúsinu á
tímabili. En gefum nú Sveini orðið.
„Það var eins og það væri
allt saman mér að þakka“
„Ég byrjaði hérna við höfnina
árið 1964. Var þá fenginn til að
fara með lóðsinn Lárus heitinn
Runólfsson út í skipin. í>á var
innsiglingin svo þröng að það
mátti ekki muna skipsbreiddinni
í rennunni inn að garðinum.
Framburður Skarðsár varð þess
valdandi, að í norðvestan veðr-
um barst inn með fjörunni og fyr-
ir garðsendann.
Svo hafði Lárus einu sinni orð
á því við mig hvort ég vildi ekki
leysa hann af, sig langaði að fara
í frí. „Heldurðu virkilega að ég
geti þetta?“ spurði ég. „Já, það
er enginn vafi, ég treysti þér bet-
ur en sjálfum mér,“ sagði hann.
„Ég geri það þá á þína ábyrgð,“
sagði ég. „Já, ég sé um það,“
svaraði hann. „Ég hafði auðvitað
engin réttindi til að gera þetta,
var bara með vélstjóraréttindi.
Ég fór svo með honum í ein tvö
skipti til að kynna mér þetta og
lóðsaði svo í tvær vikur. Þetta var
byrjunin. En síðan hef ég leið-
beint mörgum skipum hérna inn
bæði smáum og stórum, allt upp í
fjögur þúsund tonn og alltaf
gengið ákaflega vel. Það hefur
aldrei tekið niðri skip hjá mér.
Ég hef verið alveg sérlega
heppinn. En þeir hafa farið illa út
úr því að fara eki að mínum
ráðum. Einu sinni þegar gamli
Kyndill kom hingað með olíu og
var hérna ofarlega í höfninni
sagði ég þeim að þeir yrðu að
bakka aftur í hornið til að ná sér
frá. En hann gerði það ekki og
lenti með bumbuna á horninu og
sat þar í þrjá tíma.
Eitt sinn kom skemmtiferðaskip
hingað, eða það kom reyndar
hingað tvisvar, en vegna mistaka
í afgreiðslunni kom það ekki að
bryggju nema í síðara skiptið.
Hann var mjög sár skipstjórinn
yfir þessu vegna þess að hann var
með eldra fólk og vegna hafgol-
unnar sem var þó nokkur voru
ekki nema fáir sem þorðu með
skipsbátnum í land. En seinna
skiptið sem hann kom var hann
með ungt fólk. Þetta gekk alveg
skínandi vel blankalogn og fínt
veður. Fólkið fór hérna fram um
allan fjörð og stansaði í fjóra
tíma hérna. Þegar skipið fór út
um kvöldið beið annað skip
frammi sem var með salt. Það var
tæp fjögur þúsund tonn og er það
stærsta sem ég hef lóðsað hérna
inn. Hofsjökull var með stærri
skipunum sem ég lóðsaði hérna
inn og hann fór hér aldrei inn
öðruvísi. En síðan höfnin var
dýpkuð hérna þurfum við sára-
sjaldan að fara út, það er helst ef
útlendingar eiga í hlut eða stýri-
menn sem eru að leysa af í fyrsta
skipti sem beðið er um aðstoð.“
- Var ekki sérstakt að lóðsa
skemmtiferðaskipið?
„Jú, það var ákaflega gaman að
því. Eg man eftir að hann var
svona óskaplega ánægður skip-
stjórinn og þakkaði mér svo vel
fyrir hvað þetta hefði gengið vel
eins og þetta væri allt saman mér
að þakka. Þetta var þýskt
skemmtiferðaskip, hét World
Discoverer og ég held að það hafi
verið gert út frá Singapore. Það
voru margir brúnir litlir skrattar á
skipinu. Bráðmyndarlegir sumir
en aðrir svo forljótir að maður
bara lokaði augunum," sagði
Sveinn og skellihló. „En yfir-
mennirnir voru allir þýskir. Það
kom svolítið ævintýri fyrir þegar
við vorum að fara frá. Þá var ég
kominn út á brúarvænginn sem
stóð dálítið út fyrir og maður sá
vel til hliðanna. Fyrsti stýrimaður
kom upp á vænginn til mín og
einhver undirsáta með honum.
Skipstjórinn var ekki kominn,
hann var að fylgjast með fólkinu
sem var að fara í land og hafði
verið að líta á skipið. Skipið var
bundið með þrem trossum fram-
an af og þeir voru búnir að gefa
upp á tveimur og ég kallaði f
manninn sem átti að kasta lausu
og bað hann að sleppa þessum
trossum. Hann fór einhvern
djöfulinn að malda í móinn í
sambandi við þetta svo ég byrsti
mig svona svolítið við hann og
sagði: „Ef þú getur ekki gert eins
og þú ert beðinn um, þá get ég
bara kallað í næsta mann. Þeir
eru margir hérna sem eru fúsir að
kasta þessum endum lausum."
Það er ekkert með það að hann
hengslaðist að pollunum og kast-
aði lausu. Þá vissi ég ekki fyrri til
en skyggnishúfan mín var rifin af
höfðinu á mér. Ég leit við og sá
þar stýrimanninn sem gnæfði
alveg yfir mig. Hann var skæl-
brosandi, seildist upp á höfuðið
á sér og náði í húfuna sína og lét
hana á mig. Mín húfu geymdi
hann á borðinu í stýrishúsinu.
Honum hefur sennilega ekki þótt
ég nógu fyrirmannlegur með
gömlu húfuna mína. Skipstjórinn
glotti út að eyrum þegar hann sá
mig með húfu stýrimannsins.
Eins og aðskotadýr í
Tímanum
En það er kannski eitt sem er
ágætt að komi fram fyrst við
erum að tala um komu þessa
skemmtiferðaskips. Mér var sagt
að enginn túlkur væri um borð og
maður fenginn til að túlka á milli
mín og skipstjórans. Það var í
rauninni ákaflega lítið sem hann
þurfti að gera, skipstjórinn skildi
mig nokkuð. Svo um kvöldið hitti
ég hóp af stúlkum af skipinu á
bryggjunni og þá vindur sér að
mér ein stúlkan og var svona
voðalega sár. Hún sagðist vera
túlkur á skipinu og spurði mig af
hverju ég hefði ekki lofað sér að
túlka. Ég sagði henni eins og var
að mér hefði verið sagt að enginn
túlkur væri um borð og hefði ekki
viljað fara um borð nema hafa
með mér túlk því ég skildi ekki
orð í þýsku. En þessi maður sem
fór með mér fram og þóttist geta
bablað eitthvað á þýsku hefði
auðvitað átt að segja frá því að
túlkur væri um borð. Svo þegar
skipið var að fara um kvöldið var
ég beðinn að standa hjá skipinu
og tekin af mér mynd þar sem
ég stend með skipið í bakgrunni.
Þessi mynd birtist svo í Tímanum
og frétt með sem á er að skilja að
maðurinn sem var túlkur hefði
átt allan heiðurinn af að koma
skipinu að bryggju. En ekki
minnst á mig og ég var eins og
aðskotahlutur á myndinni með
fréttinni. Mér sárnaði þetta ákaf-
lega mikið á sínum tíma. Kona
sem býr á ísafirði, en var búin að
vera nágranni minn lengi og
þekkti mig á myndinni, sagðist
hafa hugsað þegar hún sá þetta í
blaðinu, hvað í ósköpunum er
Sveinn Nikk að gera þarna? Hún
sagði mér þetta þegar ég hitti
Sveinn með þýska skemmtiferðaskipið í baksýn. Myndin birtist í Tímanum árið 1977.
að höfninni og fylgjast með
hvernig háttaði þar til í slæmum
veðrum. „Þeir koma hingað nið-
ur eftir ógurlega brattir og segja
að þurfi að gera þetta og hitt og
vita svo lítið hvað þeir eru að tala
um. Enda gerðist ég svo kok-
hraustur einu sinni að spyrja einn
þeirra hvort hann hefði fengið
þessa vitneskju við stofuofninn
heima hjá sér. Eini maðurinn
sem bar það við að koma hingað
niður eftir þegar eitthvað var að
veðri var Rögnvaldur Finnboga-
son sem var bæjarstjóri hérna
einu sinni. Það var í norðan
brælu sem hann kom hingað út
eftir einu sinni. Það var þannig í
norðanáttinni og í miklum sjó að
þá lenti hann á endanum á garð-
inum, skvettist upp og lenti inn á
garðinum. Það var mikill sjór í
þetta skipti og Rögnvaldur gekk
fram garðinn. í því dettur mikil
fylla ofan á garðinn og ég átti
ekki von á því að sjá hann meir.
En svo þegar þetta féll niður þá
stóð hann í keng og hristi sig eins
og hundur og kom hlaupandi upp
til mín. Hann langaði ekkert í
meira.
En við Rögnvaldur spjölluðum
mikið um garðinn hvernig hann
mundi verja sig best og ég reikn-
aði upp fyrir hann hvernig mér
fyndist hann ætti að vera. Svo
fengu þeir danskan hafnarverk-
fræðing sem mældi hérna alla
strandlengjuna tók botnsýni,
mældi strauma og gerði útreikn-
inga út frá því hvernig garðurinn
ætti að vera. Og það hittist þann-
ig á að hans niðurstaða var alveg
eins og ég var búinn að teikna.
Það munaði ekki einni gráðu á
stefnu garðsins eins og ég hafði
lagt til að hún yrði. En ég var
margbúinn að segja þetta en það
„Þeir vora svo hissa að þad
löfdu á þeim kjálkamir“
- Sveinn Nikodemusson þekkir Sauðárkrókshöfn eins og finguma á sér
Sveinn er sjálfsagt vanari að snúa hinsegin, að sjónum.
var ekki hlustað á mig af því að
ég hafði enga gráðu fyrir framan
nafnið mitt. Það er búið að kasta
hundruðum þúsunda bara fyrir
að það hefur ekki verið tekið tillit
til manna sem hafa viljað leið-
beina þeim og útskýra hlutina.
Þeir hafa alítaf þurft að reka sig á
áður en þeir hafa getað samþykkt
það. Og Vita- og hafnarmál hafa
ekki gert sér neina grein fyrir
hvernig þetta getur verið hérna
við höfnina, þeir sjá ekki að þetta
er fyrir opnu hafi.“
Sveinn var óþreytandi að tala
um höfnina og framkvæmdir við
hafnargerðina. Hann sagði að
það hefði verið erfitt að koma
mönnum í skilning um nauðsyn
þess að ganga vel frá garðinum
að innanverðu líka vegna þess að
straumurinn kæmi svo til beint á
hafnarendann. Einu sinni sagðist
hann samt hafa verið svo heppinn
að geta sannað þetta fyrir þeim
„og þeir voru svo hissa að það
löfðu á þeim kjálkarnir," sagði
hann.
Sveinn er alveg klár á því
hvernig höfnin á að vera í fram-
tíðinni. Þannig að nóg legupláss
verði fyrir stóru skipin við aðal-
hafnargarðinn og ekki sé hætta á
að þau verði fyrir skemmdum í
sunnanveðrum eins og gerðist
með Hegranesið fyrir nokkru.
Og um leið yrði komin góð að-
staða fyrir smábáta. Hann er held-
ur ekki ánægður með hvernig
hafnarhúsinu var snúið á bakkan-
um og bendir mér á að taka mynd
út um gluggann. Þegar skip eru
að koma inn sjást þau ekki fyrr
en þau koma fyrir endann á hafn-
argarðinum. Þegar við gengum
fram hafnargarðinn fullyrti hann
að ef húsið hefði snúið rétt þá
hefði Björgvin ekki tekið niðri
um daginn. En þegar blaðamaður
skildi við Svein að spjallinu loknu
stóð hann á bryggjunni og horfði
vökulum augum út á sjóinn.
Nokkuð sem hann er ekki
nýbyrjaður á. -þá
hana árið eftir og ég sagði henni
þá hvernig í öllu lá.
- En ekki hafa alltaf verið góð
skilyrði að koma skipum að?
„Nei, auðvitað ekki og ég man
kannski eftir einu tilfelli sérstak-
lega í því sambandi. Það var vor-
ið 1967 sem allt fylltist af ís hérna
á firðinum og sementsskipið
Freyfaxi þurfti að komast hérna
upp að. Þá kom ég með það upp
að eyraroddanum hérna dálítið
fyrir utan, framan við sandfang-
arann og beygði hérna fyrir. Það
var íslaus renna sem ég komst
eftir en þessa leið er annars aldrei
farið með svona skip. Ég var
búinn að mæla þetta og vissi upp
á hár hvað ég mátti fara nálægt
landi, fór aldrei uppfyrir fimm
faðma vatn. Skipstjórinn var
hissa á þessu og sagði að skipið
hefði rótað upp sandi alla leið.
En skrúfuþyrillinn tekur svo langt
niður og færði sandinn upp á yfir-
borðið. En fjörðurinn var allur
þakinn ís þá, smá ræma meðfram
landinu sem færðist til eftir sjáv-
:arföllum. Þessi renna sem við
fórum eftir lokaðist þegar féll
að.“
„Það löfðu á þeim
kjálkarnir“
Þá barst talið í spjalli okkar
Sveins að framkvæmdum hérna
við höfnina bæði fyrr og nú.
Sveinn sagði að þegar gamli hafn-
argarðurinn var byggður árin
1937 og ‘38 hefði hann rammað
niður hvern einasta planka í suð-
urþilinu og frændi hans Sveinn
Sölvason í norðurþilið. „Það
kom aldrei fyrir svo vont veður
að vetrinum að ég færi ekki út
hérna meðfram fjörunni og garð-
inum til að sjá hvernig sjór og
kvika hagaði sér, bæði fyrir og
eftir og á meðan byggingu hafn-
argarðsins stóð. Nú er suðurkant-
urinn kominn á bak við stálþil, en
framburður Skarðsár er búinn að
fylla að garðinum að norðan,"
sagði Sveinn. En honum fannst
forráðamenn bæjarins hafa held-
ur lítið gert af því að koma niður
Sveinn að störfum í hafnarhúsinu.
Séð yfir höfnina frá heimili Sveins uppi í brekkunni fyrir norðan og ofan kirkjuna. Sveinn þarf aldrei að sleppa augunum af höfninni.