Dagur - 19.08.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 19.08.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 19. ágúst 1986 í tilefni leiðaraskrifa í leiðara Dags þann 8/8 s.l. var fjallað um ritstjórnargrein, er ég undirritaður skrifaði í Alþýðublaðið tveim dögum áður. Svo sem við er að búast af málgagni Framsóknar- flokksins, sem ver sölukerfi Sambandsins á landbúnaðar- vörum fram í rauðan dauðann, er leiðari Dags fullur af rang- túlkunum og útúrsnúningum. Þar er fyrst til að taka, að ég er sagður ráðast að Samvinnuhreyf- ingunni. Það er svona álíka skynsamleg ályktun eins og að telja opinberar ákærur ríkissak- sóknara á hendur ýmissa forystu- manna Sambandsins fyrir fakt- úrufalsanir, gjaldeyrismisferli o.fl. árás á Samvinnuhreyfing- una. Sannleikurinn er sá, að Sambandið á ekkert skylt við Samvinnuhreyfinguna samkvæmt þeim skilningi, sem við jafnaðar- menn leggjum í þá hreyfingu. Það má benda ritstjóra Dags á það, að lesa grein í 1. hefti Þjóð- lífs þessa árs þar sem fram kemur að margir af forystumönnum Sambandsins eru fyrrverandi Heimdellingar og Vökudrengir. Þeirra pólítíski þankagangur gengur þvert á grundvallartilgang þess fyrirtækis sem þeir eru að stjórna. í öðru lagi ber að leiðrétta það, að Sambandið taki frystigeymslur á leigu á hverju hausti. Það er ríkissjóður sem greiðir allan kostnað af þeirri leigu, bæði geymslugjald og vaxtakostnað, en ekki Sambandið. í þriðja lagi fjallar Dagsleiðar- inn um það af mikilli mærð, að seljendur lambakjöts, eins og annarra afurða, verði að laga sig aö kröfum markaðarins. Það sé svo með alla framleiðslu og sölu - kaupendurnir ráði. Það er því ekki úr vegi að spyrja, hvort Búvörudeild Sambandsins hafi haft þetta að leiðarljósi þegar hún fékk alla kjötsendinguna endursenda frá Bandaríkjunum hér um árið. Tilraun sauðfjár- bænda til þess að selja kjöt í Bandaríkjunum s.l. haust strand- aði ekki á verðinu. Hún strand- aði á því, að Landbúnaðarráðu- neytið krafðist bankatryggingar fyrir lágmarksverði fyrirfram. Ráðuneytið virðist því ekki hafa skilið, að um tilraun væri að ræða. Ef vinna á nýjan markað, verður eitthvað að leggja í sölur- nar. Nú er ég ekki að halda því fram, að Bandaríkjamenn fáist til þess að greiða viðunandi verð fyrir íslenskt lambakjöt. En með- an varan fæst ekki á þessum markaði fáum við aldrei svarið. Nýir markaðir og hærra verð skipta Sambandið heldur engu fjárhagslegu máli. Það fær jú sölulaun af útflutningsbótunum. Það er kannski þess vegna, sem engir sölumenn voru sendir til Evrópu í sumar í kjölfar kjarn- orkuslyssins í Sovétríkjunum. í fjórða lagi er rétt að geta þess, að kaupfélögin hafa sjálf- viljug gerst þandingjar búvöru- deildar. Það gerðu þau með því að mynda samband sláturleyfis- hafa innan kaupfélaganna og skuldbundu sig til þess að selja allar sínar afurðir í gegnum búvörudeildina. í sambandi við þetta er kannski rétt að birta töl- ur úr sundurliðun slátur- og heildsölukostnaðar hjá tveim norðlenskum kaupfélögum haustið 1983 bændum til upplýs- ingar. Hjá Sölufélagi Austur-Hún- vetninga var kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda kr. 9,65 pr.kg en skrifstofu- og heild- sölukostnaður 9,44 pr.kg Afurðir þessa félags voru haustið 1983 780.443 kg og bókhalds- og sölu- kostnaðurinn því kr. 7.367.382. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga voru tölur þessar enn kúnstugri. Þar voru laun og launatengd gjöld kr. 8,99 pr.kg en pappírs- og heildsölukostnaður kr. 10,84 pr.kg. Afurðir þessa félags voru 712.665 kg og sölukostnaðurinn þvi kr. 7.725,289. Samtals var því skrifstofu- og heildsölukostnaður þessara tveggja norðlensku kaup- félaga kr. 15.092,671 vegna slátr- unar haustið 1983 eða um það bil einni milljón króna hærri en öll laun og launatengd gjöld í slát- urtíðinni. Tölur þessar má sjá á meðfylgjandi ljósriti. Ef þær eru færðar upp til núvirðis er sölu- kostnaður þessi rúmlega 28 millj- ónir króna sem samsvarar 60-70 ársverkum. Aldrei hef ég fengið neina skýringu á því, hverjum þessi óhemju kostnaður var greiddur. Kannski ritstjóri Dags geti leyst úr því. Að lokum vil ég fagna grein Páls Péturssonar alþingismanns í Tímanum nú á dögunum. Þar kemur fram á sjónarsviðið fyrsti forystumaður Framsóknarflokks- ins, sem eitthvað virðist efast. Hann segir m.a. réttilega, að sölukerfið eigi að vera til vegna bændanna en ekki öfugt og að nauðsynlegt sé fyrir bændur, að fylgjast náið með verðlagningu afurða sinna alla leið til neyt- enda. Afstaða Páls Péturssonar er mjög mikilsverð vegna stöðu hans. Vonandi fylgja fleiri í kjöl- farið. Með þökk fyrir birtinguna. Bjarni Pálsson. AKUREYRARBÆR Vatnsveita Akureyrar Tilboð óskast í Subaru 700 sendiferðabifreið. Bifreiðin er óökufær eftir umferðaróhapp. Bifreiðin ertil sýnis í verkstæði Vatnsveitunnar að Rangárvöllum. Tilboðum þarf að skila í skrifstofu Vatnsveitunnar að Rangárvöllum fyrir 1. sept. n.k. Vatnsveitan áskilur sér rétt til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Vatnsveita Akureyrar. Hljómsveitin samankomin í fögrum lundi. Frá vinstri: Jón, Helena, Alli, Finnur og Jon. Skriðjöklar í uppáhaldi - segir Finnur Eydal sem nýlega sló í gegn ásamt hljómsveit sinni á Hótel Sögu „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og það er gaman að sjá gamla, trygga aðdáendur mæta ár eftir ár,“ sagði Finnur Eydal hljómlistarmaður er við náðum tali af honum. Hljóm- sveit Finns Eydal, Helena og AIIi eins og hljómsveitin heitir fullu nafni hefur spilað á Hótel Sögu undanfarnar 3 helgar við geysilega góðar viðtökur. Finnur sagði að gestir á dans- leiknum sl. laugardagskvöld hafi verið um 1300 og „stuðið“ verið stórkostlegt. Þetta er 5. sumarið sem hljóm- sveitin spilar á Sögu og vilja for- ráðamenn þar gera þetta að árlegum viðburði „og erum við tilbúin að halda áfram svo lengi sem menn endast í spilamennsk- unni,“ sagði Finnur. Er hann var spurður hvort þyrfti annað laga- val í höfuðborginni en annars staðar á landinu sagði hann að svo væri ekki. „Við meira að segja spiluðum Skriðjöklalögin strax og þau komu út á plötu og gerðu þau góða lukku á dans- leikjunum. Við getum verið grobbnir Norðlendingar af því að eiga jafn skemmtilega hljómsveit og Skriðjöklar eru. Það er líka alveg óhætt að segja það að þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, því þetta eru svo skemmtilegir strákar,“ segir Finnur. Hljómsveitin hefur spilað vítt og breitt um landið í sumar og næstu áfangastaðir eru Keflavík, þar sem spilað verður í Glaum- bergi, Hellissandur, Stykkishólmur og Raufarhöfn. „Það er alltaf töluverður þvælingur á okkur á sumrin. En þetta er gaman og þá er engin ástæða til að hætta,“ sagði Finnur. -gej -fokdreifac Á smádýrabúskapur íramtíð fynr sér? I fréttabréfí félagsins ísland- DDR, sem er vináttufélag íslands og Þýska alþýðulýö- veldisins, er grein sem heitir Nýmæli í íslenskum Iand- búnaði: Smádýrabúskapur. Þar er rætt við austfírskan bónda um ferð sem hann fór til A.-Þýskalands til að kynna sér þessi mál. Viðtalið er stutt en nokkuð svo for- vitnilegt og fylgir hér á eftir: Svo kynni að fara, að á næstu árum verði teknar upp nýjar búgreinar hér á landi. Sú er að minnsta kosti skoðun Arnar Þor- leifssonar bónda á Húsey I á Hér- aði, eftir að hafa farið í tvær kynnisferðir til Þýska alþýðu- lýðveldisins. Örn fór fyrst árið 1984 og ferð- aðist þá „þvers og kruss frá Warnemunde niður til Bad Schandau og heimsótti bændur,“ eins og hann sagði í samtali við blaðið. „Ég var að kynna mér hvort Þjóðverjar ættu ekki einhver smádýr sem hentað gætu íslend- ingum og ætu aðallega gras.“ Niðurstaðan varð sú að Örn fór í aðra kynnisferð á síðasta ári, til enn frekari skoðunar. Þá leist honum vænlegast á tvær dýrategundir; fenjabjór og andartegund sem kölluð er Kar- ina 2000, sem er ræktað afbrigði. „Útkoman er sú,“ segir Örn, „að nú hafa Búnaðarsamband Austurlands og Bændaskólinn á Hvanneyri fengið leyfi til að flytja inn bjóra til reynslu. Þessir aðilar ætla að gera tilraunir með þessi dýr, kanna hvaða fóður hentar þeim best og hvort það yfirleitt er hægt að rækta þau hér.“ Auk þessara tveggja dýra- tegunda leist Erni mæta vel á margar kanínutegundir sem ræktaðar eru til manneldis í Þýska alþýðulýðveldinu. Og slíkt dýrahald finnst honum girnilegt: „Hvíta kjötið er að vinna mjög á, á mörkuðum í Evrópu, þannig að mér finnst að við ættum að skoða þau mál með útflutning í huga. Staðreyndin er sú, að það hefur verið ákveðið vandamál hjá kanínubændum að losna við skítinn frá þessum skepnum, þannig að það er fyrirsjáanlegt að innan 10-15 ára verður þessi bú- grein aflögð að mestu vegna mengunar. Þá eigum við að vera tilbúin með hvíta kjötið handa Evrópubúum." Örn bað að lokum blaðið að koma á framfæri þakklæti til Liga fúr Volkerfreundshaft og bænda- samtakanna í Þýska alþýðulýð- veldinu fyrir móttökurnar. „Það var farið með mann eins og þjóðhöfðingja, svo stórkost- legar voru móttökurnar. Ég fæ seint fullþakkað þann stuðning sem ég fékk þarna eystra."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.