Dagur


Dagur - 19.08.1986, Qupperneq 11

Dagur - 19.08.1986, Qupperneq 11
19. ágúst 1986 - DAGUR - 11 Framhaldsskólanemar: Hjónaband og tvö böm - eftirsóknarverðasta heimilisgerðin Hjúskapur eða sambúð nýtur yfirgnæfandi fylgis meirihluta framhaldsskólanema á íslandi. Þetta kom fram í könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskól- ans á framtíðarsýn íslenskra framhaldsskólanema. Nemar víða um landið voru spurðir hvað heimilisgerð þeir teldu eftirsóknarverðasta í framtíð- inni. Eftirsóknarverðasta heimilis- gerðin reyndist vera hjónaband eða sambúð með börn, en alls 91% aðspurðra kvað slíka heim- ilisgerð eftirsóknarverðasta. 5% töldu hjónaband eða sambúð eftirsóknarverðasta og 2% töldu einbúahlutskiptið eftirsóknar- verðast. 1% framhaldsskólanema taldi að eftirsóknarverðasta heimilisgerðin væri einstætt for- eldri og einnig taldi 1% sambýli þriggja fullorðinna eða fleiri eftirsóknarverðast. Ef allir valkostir sem fela í sér barnleysi eru teknir saman reyn- ast 7% svarenda hafa tekið þann kostinn. Og 7% af heilli kynslóð er ekki lítill hópur. Þegar nemarnir voru spurðir hversu mörg börn þeir byggjust við að eignast reyndust langflestir ætla að eignast tvö börn, eða 44% af hópnum. 34% bjuggust við að eignast þrjú börn. Það á að vísu eftir að koma í ljós hversu vel svarendur standa við áform sín, en reynist þau nærri lagi mun frjósemi þjóðarinnar ekki minnka. Stúlkur setja barneignamarkið hærra en piltarnir og kann það að koma til mótvægis við minni metnað þeirra á öðrum sviðum. En í könnun þessari kemur fram að piltar búast við að fá betri stöður og hærri laun en stúlkur. Mikilvægi fjölskyldunpar kem- ur skýrt fram í hugum svarenda og einnig mjög jákvæðar undir- tektir við hugmyndinni um aukna áherslu á fjölskyldulíf í framtíð- inni. Þó kom fram í könnuninni að nemar eru haldnir nokkrum ugg um framtíð fjölskyldunnar þar sem upplausn hennar er talin munu verða meira vandamál á fyrri hluta næstu aldar en hún er nú. -mþþ Hestamenn Norðurlandi Firmakeppni Hestamannafélagsins Þjálfa verður á Einarsstöðum laugardaginn 23. ágúst og hefst kl. 2 e.h. Einnig verður keppt í 150 m skeiði og 300 m stökki. Skráning kappreiðahrossa á staðnum. Allir velkomnir að Einarsstöðum. Hestamannafélagið Þjálfi. SigGngar Langar þig að kynnast siglingum á kjölbátum og meðferð þeirra? Nú er tækifærið. 10 tíma námskeið á kjölbátum er að hefjast. Kynning og skráning verður um borð í Hafsvölunni við Torfunefsbryggju, miðvikudaginn 20. ágúst frá kl. 19.00-22.00. Námskeiðsgjaid kr. 2500 greiðist við skráningu. Steindór Helgason, sími 27055 Sigurgeir Einarsson, sími 26042. Utimarkaður í Reistarárrétt laugardaginn 23. ágúst kl. 13.00-17.00. Komið og kaupið alls konar varning á hagstæðu og hreyfanlegu verði. Söluaðilar panti réttardilk hjá Árna (sími 26783 eða Bjarna, vinnusími 24733, heimasími 26824) fyrir föstudaginn 22. ágúst. Allir velkomnir bæði sem sölumenn og kaupendur. Um kvöldið verður körfudansleikur á Melum og hefst hann kl. 21.30. U.M.F. Skr. U.M.F.M. Smiðir óskast til að koma fyrir nýjum þakrennum og klæða af þær gömlu, svo og annað sem þyrfti að lagfæra í sam- bandi við það á húseigninni Gránufélagsgötu 4. Upplýsingar gefur Jón M. Jónsson, sími 24453 og Ragnar Sverrisson, sími 23599. Auglýsing i Degi BORGAR SIG óskar að ráða sjúkraþjálfara til starfa Umsóknarfrestur er til 1. september n.k. Upplýs- ingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Óskum að ráða starfsstúlkur í heilsdagsvinnu. Helst vanar. Kaupangi. Kjötiðnaðarstöð KEA óskar eftir að ráða starfsfólk til ýmissa starfa. Upplýsingar gefur Leifur Ægisson í síma 21400. Kjötiðnaðarstöð . KEA. MATVÖRU MARKAÐURINN Hvað er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta íblöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sigþví að auglýsa íDegi. þar eru allar auglýsingar góðar aug /ýsingar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.